Morgunblaðið - 01.03.1989, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989
Deilt um lögmæti nýrrar vísitölu:
Samvinnusjóði Islands stefiit
vegna breytts vísitölugrunns
<*2_____________________
Strætisvagnar
Kópavogs:
Fargjöld
hækka um 25%
BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur
samþykkt að hækka fargjöld
Strætisvagna Kópavogs um 25%
frá og með deginum í dag, 1.
mars. Síðast voru fargjöldin
hækkuð í janúar 1988.
Samkvæmt nýrri gjaldskrá
hækkar einstakt gjald fullorðinna
úr kr. 40 í kr. 50, spjald með 5
miðum á kr. 200 verður hér eftir
með 4 miðum og 1000 króna spjald,
sem áður var með 31 miða, verður
nú með 25 miðum.
Einstakt gjald bama hækkar úr
kr. 15 í kr. 20 og spjald með 18
miðum á kr. 200, verður með 13
miðum.
Ellilífeyrisþegar með lögheimili í
Kópavogi fá frítt með vögnunum
en aðrir greiða kr. 350, fyrir spjald
með 20 miðum.
Borgarráð:
Rafinagn
hækkar
um 10%
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
samhljóða að hækka gjaldskrá
Rafmagnsveitu Reykjavikur um
10% frá og með 10. mars. Þá var
samþykkt að hækka gjaldskrá
sundstaða um 12,5% að jafhaði
samkvæmt tillögu meirihlutans
en tillaga íþrótta- og tómstunda-
ráðs gerði ráð fyrir 25% hækkun.
Ágreiningur varð um hækkun á
gjaldskrá dagvistarheimila um
22,7%—33,3% og var tillögunni
visað til umfjöllunar i borgar-
stjóm á fimmtudag.
Hækkun á gjaldskrá sundstaða
tekur gildi frá og með deginum í
dag. Verð á einstökum miða fyrir
fullorðna hækkar úr kr. 80 í kr. 90,
eða um 12,5% og einstakir miðar
bama hækka úr kr. 40 í kr. 45, eða
um 12,5%. 10 fullorðinsmiðar hækka
úr kr. 720 í kr. 810, eða um 12,5%,
10 bamamiðar hækka úr kr. 230 í
kr. 260, eða um 13% og 30 fullorð-
insmiðar hækka úr kr. 1.800 í kr.
2.000, eða um 11,11%.
Árskort fullorðinna hækka úr kr.
10.400 í kr. 11.700 eða um 12,5%
og kosta frá 1. mars kr. 9.750. Ars-
kort bama hækka úr kr. 3.900 í kr.
4.400 eða um 12,82% og kosta frá
1. mars kr. 3.650. Fyrirtækjakort
hækka úr kr. 1.800 í kr. 2.000 eða
um 11,76%. 5 miðar í vatnsrenni-
braut kosta áfram kr. 100.
Hert eftirlit
með umferð
LÖGREGLAN i Reykjavík hefur
aukinn mannafla í umferðareftir-
liti strax eftir 1. mars, að sögn
Böðvars Bjarnasonar lögreglu-
stjóra. Dómsmálaráðuneytið hef-
ur sent lögreglustjórum bréf þar
sem lögð er áhersla á þörf þess
að endurskipuleggja eftirlit með
ölvuðum ökumönnum. Þá er óskað
eftir eftirliti með þvi að ungmenn-
um undir tvítugu verði ekki selt
áfengt öl á vínveitingastöðum.
„Við fáum ekki aukinn mannafla
vegna þessa," sagði Böðvar, „en
málið verður leyst með tilflutningi á
mannafla til umferðareftirlits." Hann
kvaðst ekki telja tímabært að grípa
til sérstakra löggæsluaðgerða vegna
bjórsins fyrr en að liðnum nokkrum
vikum eða mánuðum þegar séð yrði
hver áhrif þessara breytinga yrðu.
Hann kvaðst þó eiga von á að meira
yrði um ölvunarakstur en áður.
BALDUR Guðlaugsson hæsta-
réttarlögmaður stefndi í gær
Samvinnusjóði íslands hf. fyrir
hönd Arna Árnasonar fram-
kvæmdasfjóra vegna þess að
Samvinnusjóðurinn greiddi
verðbætur fyrir febrúarmánuð
samkvæmt nýjum vísitölu-
grunni. Verðbæturnar koma á
skuldabréf með einn gjald-
daga, í febrúar. Krafist er að
verðbætur verði greiddar sam-
kvæmt þeim vísitölugrunni
sem í gildi var, þegar stofiiað
var til skuldarinnar. Mismun-
urinn er 931,23 krónur, sem
verðbætumar eru lægri, sam-
kvæmt nýja vísitölugrunnin-
um, heldur en þær hefðu verið
miðað við eldri grunn.
Baldur sagði í samtali við Morg-
unblaðið að málið væri höfðað
annars vegar til þess að fá úr því
skorið hvort hinn nýi vísitölu-
grunnur sé löglegur, þar sem
umbjóðandi háns telur að lög um
verðbætur (Ólafslög frá 1979)
leyfi ekki að launavísitala sé lögð
til grundvallar eins og nú er gert.
Hins vegar vill hann fá úr því
skorið, ef breytingin telst lögleg,
hvort breytingar á vísitölugrunn-
inum geti tekið til skuldbindinga
LANDSBANKINN, Útvegs-
bankinn, Alþýðubankinn og
sparisjóðir hækka vexti í dag í
átt til samræmis við vexti ann-
arra banka. Landsbankinn
hækkar vexti af yfirdráttarlán-
um um 3% og víxilvexti um 3,5%
eftir að hafa haldið að sér hönd-
um um nokkurt skeið. Verslun-
arbankinn sem hefúr haft
frumkvæði að vaxtahækkunum
að undanförnu hefúr hins veg-
ar tilkynnt um frekari hækkan-
ir til Seðlabanka.
Landsbankinn hækkar vexti af
sem til var stofnað áður en hinn
nýi grunnur tók gildi.
Morgunblaðið hefur ekki haft
spumir af fleiri málshöfðunum
vegna þessara vísitölubreytinga.
Auk Samvinnusjóðsins er stefnt
almennum sparisjóðsreikningum úr
8% í 10% og nafnvextir af Kjörbók
miðað við heilt ár hækka úr 17,1%
í 19,2%. Vextir af víxlum hækka
úr 14% í 17,5%, vextir af jrfirdrátt-
arlánum úr 17,5% í 21,5% en hækk-
un á vöxtum almennra skuldabréfa
tekur gildi á næsta vaxtatímabili.
Útvegsbankinn hækkar vexti á al-
mennum sparisjóðsreikningum úr
8% í 10%, víxilvexti úr 18% í 20%
og vexti af óverðtryggðum skulda-
bréfum úr 16% í 17,5%.
Hvað sparisjóði snertir verður
m.a. hækkun á víxilvöxtum úr 18%
Balasjov vann
Fjarkamótið
ÚRSLITIN í Fjarkamótinu í skák
urðu þau, að efstur varð Balasjov
með 9'/2 vinning af 13 möguleg-
um, Margeir Pétursson varð í 2.
sæti með 9 vinninga og þriðji
Helgi Ólafsson með 8V2 vinning.
í 4. til 5. sæti urðu Jón L. Árna-
son og Eingom með 8 vinninga
hvor. I 6.-8. sæti urðu Þröstur Þór-
hallsson, Karl Þorsteins og Tisdall
með 6V2 vinning hver. í 9. til 10.
sæti urðu Waltson og Hannes Hlífar
Stefánsson með 6 vinninga, 11. var
Hodgeson með 5'/2 vinning, 12.
Sigurður Daði Sigfússon með 5
vinninga og í 13. til 14. sæti voru
Björgvin Jónsson og Sævar Bjama-
son með 3 vinninga hvor.
í síðustu umferð urðu úrslit þau
að Balasjov vann Tisdall, Margeir
vann Karl, Eingorn vann Sævar,
Watson vann Björgvin og Jón L.
vann Sigurð Daða. Helgi og Hannes
Hlífar gerðu jafntefli, sem og Þröst-
ur og Hodgson.
Seltjarnarnes:
Hitaveitan
hækkar um 15%
BÆJARSTJÓItN Seltjarnamess
hefúr samþykkt hækkun á hita-
veitugjaldi um 15% frá og með
1. maí.
Samþykkt hefur verið fjárhags-
áætlun vatnsveitunnar, sem gerir
ráð fyrir þessari hækkun, miðað við
óbreyttar forsendur.
til réttargæslu Jóni Sigurðssyni
viðskiptaráðherra og Seðlabanka
Islands. Stefnan var birt Sam-
vinnusjóðnum í gær og verður
málið þingfest næstkomandi
þriðjudag fyrir bæjarþingi
Reykjavíkur.
í 20% jafnframt því sem breytingar
verða á vöxtum Trompbókar.
Verslunarbankinn hækkar víxil-
vexti úr 20% í 22%, vexti af yfir-
dráttarlánum úr 25% í 26% og kjör-
vexti almennra skuldabréfa með
lægsta álagi úr 19,5 í 22,5. Þá
hækka jafnframt sparisjóðsvextir
úr 9% í 11% og nafnvextir af
Kaskóreikningi hækka úr 18,11%
í 19,25%. Alþýðubankinn hækkar
vexti af Sérbók úr 15,6% í 19,9%
svo og vexti af yfirdráttarlánum
úr 23% í 25% og kjörvexti af al-
mennum skuldabréfum úr 17,5% í
19%.
Skipið barðist utan í kletta
- segir Benedikt Sverrisson, farþegi með Álftafelli SU
„TOGARINN barðíst þó nokkurn tíma utan í ldetta eða sker, að
ég held utan við Gvendaraesfles," sagði Benedikt Sverrisson,
skipstjóri á Hafnarey. Benedikt var farþegi með togaranum Álfta-
felli SU frá Stöðvarfirði í fyrrakvöld þegar hann strandaði við
mynni FáskrúðsQarðar. Nokkur göt komu á fiskilest Álftafellsins
vegna strandsins og fossaði sjór inn um þau en var dælt jafiióð-
um úr skipinu við bryggju á Fáskrúðsfirði. Einnig vann kafari
að því að þétta skipið í gær. Sjópróf verða að öllum líkindum á
Eskifirði á fóstudaginn.
„Við vorum flestir niðri í borð-
sal Álftafellsins þegar það strand-
aði,“ sagði Benedikt Sverrisson.
Hann sagðist hafa farið upp í brú
skipsins og sent út neyðarkall til
skipa og björgunarsveita. Einnig
hefðu þeir, sem voru um borð í
skipinu, farið strax I flotbúninga.
Hann sagðist ekki hafa séð land
vegna dimmu og éljagangs. „Við
losuðum okkur við toghlerana ef
við skyldum þurfa að bakka. Rat-
sjáin datt út en ég sendi út staðar-
ákvörðun eftir lóran. Þegar skipið
losnaði aftur frá landi fór ratsjáin
hins vegar aftur í gang,“ sagði
Benedikt.
Hann sagði að hálftími til
klukkutími hefði liðið frá því að
Álftafellið strandaði þar til það
var komið aftur frá landi. Skipið
hefði rekið í suðaustur frá landi.
„Lestin var að verða full af sjó
og það var uppundir fjörutfu
gráðu halli á skipinu. Maður var
farinn að velta fyrir sér hvar best
væri að keyra því upp í land ef
Hoffellið næði okkur ekki I tæka
tíð. Hoffellið náði hins vegar að
fara undir Álftafellið bakborðs-
megin til að það færi ekki yfir
og kom einnig dælu yfir til okk-
ar, en hún hafði ekki undan,“
sagði Benedikt Sverrisson.
Benedikt sagði að í rauninni
vissi enginn nema skipstjóri Álfta-
fellsins hvað raunverulega hefði
gerst þegar skipið strandaði.
Morgunblaðið náði ekki tali af
skipstjóra Álftafellsins í gær.
Vaxtahækkanir taka gildi í dag