Morgunblaðið - 01.03.1989, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989
TilþrifalítiU
Tvíæringnr
Myndllst
BragiÁsgeirsson
Annar Tvíæringur Félags
íslenzkra myndlistarmanna að
Kjarvalsstöðum gengur á fullu er
þessar línur birtast almenningi og
mun hann standa til fimmta marz.
Segja verður hveija sögu eins og
er og vissulega eru öllu meiri vænt-
ingar gerðar til sýninga sem bera
slíkt nafn en þessar tvær hafa risið
undir, enda tengjast nafninu yfír-
leitt viðamiklar myndlistarkynning-
ar úti í heimi svo sem flestum mun
kunnugt.
Fyrir nokkrum árum var sú ákaf-
lega vanhugsaða ákvörðun tekin,
að leggja niður hina árvissu Haust-
sýningar FÍM, en þær voru í eina
tíð tvímælalaust einn merkasti list-
viðburður ársins hér í borg. í stað
þess var ákveðið að efna til sýning-
ar innanfélagsmanna á tveggja ára
fresti og nefna hana „Tvíæring",
og er það orðrétt útlegging alþjóð-
lega nafnsins „Biennal".
Vanhugsuð var ákvörðunin fyrir
það, að í fyrsta lagi hafði tekist að
halda þessum listviðburði gangandi
svo til óslitið um áratuga skeið, og
I öðru lagi kallaði hin nýja fram-
kvæmd eftir tvíefldum metnaði frá
fyrra forminu, sem svo ekki virðist
hafa verið fyrir hendi. í þriðja lagi
hefur meðlimatala FÍM trúlega auk-
ist dijúgum á skömmum tíma í
samræmi við fjölgun myndlistar-
manna og á ef að líkum lætur eftir
að margfaldast á næstu árum.
Einmitt síðasttalda staðreyndin
ætti að hvetja til meiri umsvifa
hvað slíkar framkvæmdir áhrærir,
því að aldrei hefur þörfín verið
meiri til einnar allsheijar árlegrar
uppstokkunar, til að nokkuð yfirlit
fáist yfír það helsta sem er að ger-
ast í myndlist hérlendis — með
marktækum innbyrðis samanburði.
Stórsýningar verka ungs fólks á
nokkurra ára fresti eru ekki nóg,
og því hefur þörfín á einni mikilli
allsheijarsýningu allra árganga,
eða jafnvel metnaðarfullum tvíær-
ingi aldrei verið meiri. Á slíkum
sýningum kemur styrkleiki ýmissa
myndlistarmanna greinilegast í ljós,
en síður á einkasýningu eða minni
samsýningum. Þetta er mönnum
ákaflega vel ljóst erlendis og þess
vegna er svo mikið um árvissar stór-
sýningar af ýmsu tagi í gangi þar
allan ársins hring.
Og þetta er ekki einungis af hinu
góða fyrir listamennina sjálfa held-
ur einnig flölmiðla, umljallendur
hvers konar, og ekki síst almenn-
ing, því að slík framkvæmd gerir
alla markvissa og heilbrigða yfírsýn
svo miklu auðveldari. Hins vegar
skapa allar þessar litlu einkasýning-
ar hér á útskerinu ótrúlegan rugling
og hringlandahátt, svo að fæstir
Myndlistarmennirnir á FÍM-sýningunni.
botna neitt í neinu og aðsókn fer
þverrandi í heildina litið — jafnvel
svo að það eru helst nánustu vinir
og ættingar, sem rata á sumar sýn-
ingar, svona líkt og á jarðarfarir,
enda leiðir blómahafíð stundum
hugann til þeirra, þótt slíkt sé síst
tilgangurinn.
Þemasýningar, sem nú eru fam-
ar að tíðkast, eru góðra gjalda verð-
ar einkum ef þær ná tilgangi sínum
og skapa aukinn áhuga og forvitni.
Stórsýningar mega hins vegar ekki
bera alfarið keim af sýningum
ákveðins listhóps eða kjama, svo
sem var í eina tíð, enda stóijókst
velgengi þeirra er það viðhorf var
ofurliði borið varðandi Haustsýn-
ingamar gömlu, og skipulega var
gengið til verks f nokkur ár. Þá
jókst traust manna svo til fyrirtæk-
isins að almennari þátttaka og fjöldi
innsendra verka hefur aldrei verið
meiri í allri sögu félagsins. En fyrr
en varði var sú uppsveifla gengin
yfír og síðan hefur framkvæmdin
yfírleitt verið fremur rislág þrátt
fyrir ýmsar tilraunir er urðu að
frekar lífvana umbrotum.
Áhugaleysið hefur víst aldrei ver-
ið meira en núna og tala innsendra
verka í lágmarki — sýningarskráin
er klén að ekki sé meira sagt, sömu-
leiðis auglýsingaspjöldin utan dyra,
og engin skilgreining sýningar-
nefndar um framkvæmd og stefnu-
skrá sér stað í skránni. Má alveg
gera ráð fyrir, að aðstæðumar hafí
þrengt sýningamefnd út í hom og
sett hana í óyfirstíganlegan vanda,
sem hún réði svo eðlilega ekki við.
Hér á þróun félagsmála sinna stóra
þátt í málum, en sú þróun hófst
einmitt með hnignun Haustsýning-
anna upp úr 1975, svo beint sam-
band er hér á milli.
Ég trúi ekki öðru en að allir
metnaðargjamir íslenzkir myndlist-
armenn vilji sterka og rismikla ár-
lega stórsýningu, ég vísa enn einu
sinni til þess og minni á, að frænd-
um vomm Norðmönnum hefur tek-
ist þetta í heila öld og einu ári bet-
ur, og þar (í Ósló) sýningin er ótví-
rætt myndlistarviðburður ársins og
umQöllun í fjölmiðlum eftir þvf.
Ekki er sérstakt tilefni til að fjöl-
yrða um sýninguna í ár eða einstök
verk, enda ekki á hreinu, út frá
Eitt húsgagn
List og hönnun
Bragi Ásgeirsson
Síðastliðinn laugardag kynnti
húsgagnaverslunin Epal í Faxafeni
7 nýstárlega hönnun og verður hlut-
urinn til sýnis í versluninni um
skeið. Er hér um að ræða sófa, sem
þeir innanhússarkitektamir Guð-
rún Margrét Ólafsdóttir og Odd-
geir Þórðarson eru höfundar að,
og til að undirstrika nýjan stíl fengu
Morgunblaðið/Emilla
þau nýbylgjumálarann Þorlák
Kristinsson til að mála hann í
textíllitum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
þessi verzlun kynnir nútíma hús-
gagnahönnun því að hún hefur m.a.
staðið fyrir kynningu á hinum
þekkta hönnuði Ole Kortzau, sem
ýmsum er ábyggilega í fersku
minni. Það er skemmst frá að segja,
að sófínn, sem er gerður úr svampi,
klæddur með bómullardúk og fram-
leiddur í aðeins tíu eintökum, er
allóvenjulegur á að líta hér á norð-
urslóðum. Minnir um sumt á
Memphis-hópinn og gæti verið
gerður undir beinum eða óbeinum
áhrifum frá honum, en er þó öllu
grófari, stórgerðari og norrænni í
útliti. Hefur ekki yfír sér hina glæsi-
legu og mjúku ítölsku línu og er
stórgerðari og óbifanlegri formrænt
séð. Þetta getur allt eins verið kost-
ur, allt eftir því hvaða augum menn
líta á hlutina og kunnu fulltrúar
Memphis-hópsins, er hér voru á
ferð og litu á gripinn, t.d. vel við
árangurinn, sem hlýtur að teljast
dijúg meðmæli.
Kannski boðar þetta framtak
uppsveiflu í gerð nútíma húsgagna
á Islandi og væri æskilegt, að menn
séu hér með á nótunum frá upp-
hafi — hér er ekki til það fjármagn
né bakgrunnur, sem þeir á ítalfu
hafa auk staðsetningarinnar í
hjarta Evrópu, og það gerir alla
hluti margfalt erfíðari í fram-
kvæmd. En tilraunin er þeim mun
virðingarverðari, og ég er alveg viss
um að að þessum sófum væri mikil
ði f réttu umhverfí, auk þess, sem
þeir eru vísir til að skapa sérstætt
andrúmsloft í kringum sig.
Og framtak hinna ungu hús-
gagnaarkitekta lofar góðu og ber
að þakka þeim hugrekkið og óska
þeim velfamaðar.
OFNHITASTILLAR OG BAÐBLÖNDUNARTÆKI
Makaskipti
Hef kaupanda að 4ra-5 herb. íbúð ásamt bílskúr á
höfuðborgarsvæðinu í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð við
Frakkastíg ásamt góðri milligjöf.
Upplýsingar gefur:
Hrafnkell Ásgeirsson hrl.,
Strandgötu 28, Hafnarfirði,
símar 50318 og 54699.
Stjórntæki í efnahagsráðstöfunum heimilisins.
Gæta ítrustu sparsemi án þess að skerða þjónustuna.
= HÉÐINN =
seljavegi 2, sími 624260 gætir hófsemi
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER