Morgunblaðið - 01.03.1989, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.03.1989, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 23 Líbani dæmdur í ævilangt fangelsi í Sviss fyrir flugrán ZUrích. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. HUSSEIN HARIRI, 23ja ára flugræningi frá Líbanon, var nýverið dæmdur í lífstíðar fangelsi í Sviss. Hæstiréttur dæmdi hann sekan um morð, undirbúning morðs, morðtilraun, gíslatöku, ógætilega meðferð sprengie&ia og eiturgasa, truflun á umferð og brot á lögum um skotvopn. Lífstíðar dómur er 25 ár. Hariri gæti sloppið með 15 ára varðhald ef hann hagar sér vel. Honum verður vísað úr landi í 15 ár þegar hann hefúr afþlánað dóminn. Réttarhöldin tóku þijá daga og voru gífurlegar öryggisráðstafnir gerðar vegna þeirra en ekki kom til neinna vandræða. Hariri rændi DC 10 vél Air Afrique flugfélagsins á leið frá Róm til Parísar í júlí 1987. 166 farþegar, einkum Frakkar, voru um borð. Hann vildi fara til Beirút en féllst á að lent yrði í Genf þeg- ar honum var sagt að vélin hefði ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga til Líbanon. Öryggiseftirlit í molum Ferð Hariris hófst í Brazzaville í Kongó. Hann mútaði flugvallar- starfsmanni þar með upphæð sem samsvarar 350 krónum og komst vandræðalaust í gegnum farþega- og handfarangursskoðun með skotvopn og sprengiefni. Flugmiði hans var aðeins til Rómar en hann sat sem fastast þegar vélin milli- lenti þar og enginn fann að því þótt hann héldi ferðinni áfram. Samkvæmt vitnisburði eins far- þega dormaði Hariri á leiðinni til Rómar og velti því fyrir sér upp- hátt úr svefni hvort hann ætti að ræna vélinni eða ekki. Eftir flug- tak í Róm náði hann henni á sitt vald. Hann var með 562 grömm af TNT bundin um sig miðjann og ógnaði áhöfninni með byssu. Hann krafðist þess að líbanskir hryðjuverkamenn sem eru í haldi í Vestur-Þýskalandi og Frakklandi og líbanskir fangar í ísrael yrðu látnir lausir. Hann tók vegabréf af öllum farþegum og skipaði þeim aftast í vélina. Síðan valdi hann tvo Frakka, Xavier Beaulieu, sem var 28 ára, og Sebastian Brethes, 21 árs, úr hópnum og lét þá sitja frammi í. Hann kastaði teppum yfir höfuð þeirra og hótaði að myrða þá ef kröfur hans yrðu ekki uppfylltar. Farþegi illa leikinn Segulbandsspóla með upptöku á orðaskiptum flugmannanna við flugtuminn í Genf var spiluð í réttinum. Á henni heyrist sek- únduvísirinn hreyfast. Nákvæm- lega þremur mínútum eftir að Hariri hafði gefíð yfirvöldum þriggja mínútna frest tii að bregð- ast við kröfum sínum segir flug- maður: „Það var skotið aftur í.“ Hariri myrti Beaulieu. Foreldrar og systkini hins látna fylgdust með réttarhöldunum. Móðir hans féll saman er hún heyrði orð flug- mannsins. Brethes sat með teppi yfir höfð- inu í tvær klukkustundir og beið þess að vera skotinn. Hann hefur aldrei náð sér eftir það. Hann er 1974 15ARA 1989 sldóaferö um páskana til Selen Selen er stærsta og vinsælasta skíöasvæöi Svíþjóöar (rétt viö landamæri Noregs). Búiö í góöum smáhýsum (2 svefnh. + stofa + eldhús + baö + þurrkklefi) Veitingastaöir - verslanir - næturklúbbar. Yfir 90 skíðalyftur (eitt skíöakort). Veró kr. 33.975,- F erðaskrifstofan LAND OG SAGA Laufásvegi 2 - sími: 91-27144. Hussein Hariri. þunglyndur, tollir ekki í vinnu og á erfitt með að urqgangast fólk. Hann upplifir hryllinginn aftur og aftur. Hariri hélt sig fremst í vélinni. Farþegunum aftur í tókst að opna dyr og flúðu í ofboði. Margir slö- suðust er þeir stukku niður á flug- brautina. Öryggissveit réðst þá inn í vélina. Flugræningjanum hafði verið tilkynnt að hann fengi að fljúga til Beirút. Hann var viti sínu fjær og örmagna. Flugþjónn lenti í ryskingum við hann og fékk skot í magann en öryggissveitinni tókst að yfirbuga ræningjann. Barn borgarastyrjaldarinnar Hariri hlýddi rólegur á dómsúr- skurðinn og sýndi engin merki ið- runar. Hann er sjíti og talið er að Hisbollah öfgaflokkurinn hafi gert hann út af örkinni, en hann vill ekki staðfesta það. Hann ólst upp í suðurhluta Líbanon í stórri og samlyndri fjölskyldu. Hann fór ekki varhluta af ófriðnum á svæð- inu: ísraelski herinn myrti frænku hans fyrir augunum á honum; hann sá skriðdreka aka yfír ná- granna sinn og son hans; átta vin- ir hans voru myrtir og sjálfur var hann í haldi ísraela í 10 mánuði. Sálfræðingur kvað hann heilan á geðsmunum en barn borgarastyij- aldarinnar. Hann hefði tæplega rænt flugvél og framið morð ef hann hefði alist upp í Genf. Hariri hafði svo mikið af skot- hylkjum meðferðis að líklegt þykir að hann hafi farið á mis við aðra hryðjuverkamenn sem áttu að hjálpa honum við flugránið. Sviss- lendingar sitja nú uppi með óæski- legan fanga og óttast að ofstækis- menn grípi til sinna ráða til að reyna að fá hann lausan. Sviss- neskur starfsmaður Alþjóða Rauða krossins í Suður-Líbanon var tekinn gísl fyrr í vetur en var látinn laus innan fárra daga. Svissneskir embættismenn í Mið- Austurlöndum eru nú varari um sig en áður. Hefilbekkir SJOBERG 2000 BS SJOBERG 1522 BS Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! MANNVIRKJAÞING 1989 8. mars 1989 að Hótel Sögu, Reykjavík Ráðstefna um mannvirkjagerð á íslandi, með megináherslu á framkvæmdir 1989. Fjallað er um: 1. Mannvirkjagerð hverskonar 2. Fjármögnun 3. Framkvæmdaáætlun 4. Mannaflaþörf 5. Magntölur 6. Tækja- og vélakost Þær upplýsingar sem koma fram á ráðstefn- unni og önnur gögn eru sett í handbók um mannvirkjagerð 1989 og afhent þátttakend- um á ráðstefnunni. 15% AFSLÁTTUR Aðilar að Byggingaþjónustunni fá 15% afslátt á þátttökugjaldi. Þátttökugjald er kr. 10.000.- Innifalið í þátttökugjaldi er handbók, morgunkaffi, hádegisverður og eftirmiðdagskaffi. 0830 Gögn afhent 0900 Ávarp. Forsætisráöherra, Steingrímur Hermannsson 0915 Erindi: Fjármögnun framkvæmda og fjárfesting í mannvirkjagerö siöustu ára. Ástand og horfur i ár: Póröur Friðjónsson, forstjóri tjjóðhagsstofnunar. 0945 Erindi: Framkvæmdir hins opinber i mennta- stofnunum, sjúkrastofnunum og öörum slíkum mannvirkjum: Indriöi H. Þorláks- son, fjárlaga og hagsýslustjóri. 1000 Erindi: Vega og brúarframkvæmdir: Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri. 4. MARS Tilkynna þarf þátttöku til Byggingaþjónustunnar Hallveigarstíg 1 sími 29266 fyrir 4. mars n.k. BYGGINGA ÞJONUSTAN 1015 Kaffihlé 1030 Erindi: Hafnarmannvirki. Hermann Guöjónsson, vita og hafnarmálastjóri. 1045 Erindi: Ibúöabyggingar: Siguröur E. Guömundsson, framkvæmdastjóri Húsnæöisstofnunar ríkisins. 1115 Erindi: Orkuframkvæmdir: Kristján Jónsson, forstjóri RARIK/Jóhann Már Mariusson, aðstoöarforstjóri Landsvirkjunar. 1130 Erindi: Atvinnuhúsnæöi: Ármann Orn Ármanns- son, forstjóri Ármannsfells hf. Fyrirspurnir 1215 Hádegisverðarhlé 1345 Erindi: Framkvæmdir á vegum Pósts og sima: Ólafur Tómasson, Póst- og simamála- stjóri. 1400 Erindi: Framkvæmdir Reykjavikurborgar: Þóröur Þ. Þorbjarnarson, borgarverk- fræöingur. 1430 Erlndi: Framkvæmdir stærri sveitarfélaga: Sigurður Björnsson, bæjarverkfræöingur Kópavogs. 1500 Erindi: Viöhald og viögeröir mannvirkja: Björn Marteinsson, yfirverkfræðingur Rann- sóknarstofnunar byggingariönaöarins. 1515 Kaffihlé 1545 Fyrirspurnir 1615 Panilumræöur: Stjórnandi: Ragnar S. Halldórsson, stjórnarformaöur ISAL 1730 Þingslit: Anton Bjarnason, forstjóri, formaöur stjórnar Byggingaþjónustunnar. Þingstjórn: Benedikt Davíösson, formaöur Sambands byggingamanna Hákon Ólafsson, forstjóri Rann- sóknarstofnunar byggingariönaöarins Kristján Guömundsson, bæjarstjóri í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.