Morgunblaðið - 01.03.1989, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989
FRÉTTABRÉF STÓRSTÚKU ÍSLANDS UM ÁFENGIS- OG BINDINDISMÁL
Bíndindísmenn
í mikilli sókn
Bindindismenn
í mikilli sókn
Samkvæmt Gallup-skoðana-
könnun, sem framkvæmd var hér
á íslandi dagana 13-17 janúar
1989, neyta 23,1% íslendinga á
aldrinum 15—17 ára ekki áfengis.
Hér er um mikla fjölgun bindindis-
manna að ræða. Benda má á að
þar með eru íslendingar komnir
fast á hæla Bandaríkjamönnum.
En þar hafa bindindismenn lengi
verið hlutfallslega fjölmennastir á
Vesturlöndum eða um þriðjungur
þjóðarinnar.
Fræðsluherferð
Stórstúkunnar
og landlæknis
Undanfarin ár hefur landlæknir,
Ólafur ólafsson, aðstoðað Stór-
stúku íslands í fræðslu um skað-
semi áfengis. Haldnir hafa verið
fjölmargir opnir fundir víða um
land, þar sem Ólafur hefur sjálfur
mætt ellegar fulltrúar hans. Þá
hafa skólar verið heimsóttir. Nýj-
asta dæmið er frá Keflavík, þar sem
allar deildir 8. og 9. bekkja voru
heimsóttar af heilsugæslufólki og
bindindismönnum.
Þetta er okkar hlutur
Árið 1979 sendi Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin frá sér áskorun til
aðildarþjóða sinna að draga úr
áfengisneyslu. 1981 tók Alþingi
íslendinga undir þessa áskorun.
Hins vegar hafa efndimar verið á
alit annan veg. 1979, á alþjóðlegu
bamaári, lengdi þáverandi dóms-
málaráðherra opnunartíma vínveit-
ingahúsa án þess að nokkur bæði
hann um það. Árið 1954 var eitt
vínveitingahús starfandi í landinu.
1980 vom þau 34. 1. janúar 1989
voru þau 148. 1983 vom 3 áfengis-
útsölur í Reykjavík og 6 úti á landi.
1. janúar 1989 em 4 áfengisútsölur
í Reykjavík og 12 úti á landi. 1985
heimiiar Alþingi bmggun sterkra
vína. 1988 er bruggun og sala
áfengs öls einnig leyfð. Öllum tillög-
um sem miða að minnkandi vímu-
efnaneyslu er drepið á dreif saman-
ber 19 manna nefiid Gunnars Thor-
oddsens. Á þessum ámm leggur
borgarstjóm Reykjavíkur áfengis-
vamanefnd sína niður. Sem sagt,
stefna íslenskra stjómvalda hefur
verið og er að auka áfengisneyslu
landsmanna og hunsa allar aðgerð-
ir sem stefna í öfuga átt.
Öll loforð svikin
Sem kunnugt er lofuðu bjór-
aðdáendur stórauknum fjárveiting-
um til áfengisfræðslu með tilkomu
bjórsins. Öll hafa þau loforð verið
svikin. Jafnvel aðalhvatamennimir
verða að viðurkenna að enginn
áhugi er á Alþingi fyrir slíkum
málum samanber nýlega grein eftir
Jón Magnússon, varaalþingismann,
en eins og allir vita var Jón einn
af flutningsmönnum bjórfmm-
varpsins. Jón segir: „Þegar umræð-
ur stóðu sem hæst um bjórmálið á
Alþingi vom allir sammála um að
nauðsyn bæri til að efla forvamar-
starf og fræðslu um áfengismál
áður en bjórinn yrði lögleiddur.
Þannig lögðu bæði stuðningsmenn
og andstæðingar bjórs sérstaka
áherslu á virkt forvamarstarf og
áróður. Þegar fmmvarpið um bjór-
inn var orðið að lögum kom til kasta
rikisstjómarinnar og framkvæma
eða láta framkvæma sem nauðsyn-
legt þótti í forvömum og fræðslu.
Þegar þetta er skrifað er mér ekki
kunnugt um neitt átak hafði verið
gert í þessum málum. Ég veit held-
ur ekki til þess að nokkurt átak sé
á döflnni."
Bragð er að þá bamið fínnur.
Frá bindindismóti í Galtalækjarskógi.
Birgir DýrQörð
Er Alþingi
samkoma
sem beygir
sigfyrir
hagsmunum
Einn þeirra manna, sem harðast
beittu sér gegn áfengum bjór, var
Birgir Dýifyörð, varaþingmaður
Alþýðuflokksins á Norðurlandi
vestra. Ég hitti Birgi fyrir skömmu
og lagði fyrir hann eina spumingu.
„Heldur þú að það verði auð-
velt fyrir íslendinga að losna við
bjórinn?"
Svarið kom um hæl: „Nei.
Áfengur bjór er kominn til að vera
á ísiandi. Þar eru of miklir hags-
munir í veði.“
H.J.
Verjumst því böli sem
áfengi bjórinn veldur
eftir séra Bjöm
Jónsson
Fyrir nokkrum árum var ég á
ferðalagi erlendis sem fararstjóri
milli 20 og 30 unglinga á aldrinum
14—19 ára. Við heimsóttum nokkur
Evrópulönd og áttum mjög skemmti-
lega ferð. Meðal annars komum við
til Kaupmannahafnar og dvöldum
þar í nokkra daga. Á laugardags-
kvöldi fórum við í hinn fræga
skemmtigarð þeirra Hafiiarbúa,
Tívolí. Þar var margt um manninn
og margt að sjá. Á einum stað var
þar unglingadansleikur og munu
þátttakendur i honum hafa verið um
3 þúsund.
Eins og eðlilegt var langaði
islensku unglingana til að koma
þangað inn og fá sér snúning. Af
ókunnugleika töldum við fararstjór-
amir, — en með mér var starfs-
bróðir minn úr Reykjavík, fararstjóri
annars unglingahóps, — að ekkert
væri athugavert við þátttöku okkar
fólks i þessum dansleik. Nokkrar
stúlkur fóru inn, en komu von bráðar
út aftur og voru greinilega miður
sín. Þeim hafði augsýnilega fundist
andrúmsloftið þama inni eitthvað
örðuvísi en þær höfðu fyrirfram búist
við, eitthvað meira en lítið lævi bland-
ið.
Við fararstjóramir brugðum því á
það ráð að kaupa okkur sjálfir inn
til þess að sjá með eigin augum,
hvað þama væri að gerast. Og þeirri
sjón, sem við okkur blasti þegar inn
kom, gleymi ég aldrei. Á gólfínu var
ein iðandi kös. En á pöllunum í kring
um dansgólfíð sátu unglingar, allt
niður að fermingaraldri, að því er
við giskuðum á, — flestir við bjór-
drykkju. Sumir lágu sofandi fram á
borðin, aðrir veltust um á gólfínu í
spýju sinni. í garðinum utan við þetta
danshús voru piltar og stúlkur ömur-
lega á sig komin, I ástaratlotum, sem
voru ógeðslegri en orð fá lýst.
Á meðan við gengum þama um
sáum við konur, vafalaust mæður
skimandi eftir bömum sínum. Þama
komu lögreglumenn með sjúkrabörur
og báru út unglingsstúlku, sem fallið
hafði í öngvit og fengið krampakast.
Alls staðar var hræðilegt um að lit-
ast á þessum stað, sem auglýstur
var sem skemmtistaður æskunnar.
Það var greinilegt, að þama var
það áfengi bjórinn, sem réð ferðinni
og hafði völdin.
Og nú er áfengur bjór orðinn stað-
reynd hér á okkar landi. Bíður okkar
sú grátlega sjón sem við blasti á
hinum danska unglingadansleik í
Tívolí forðum? Eigum við hér heima
eftir að sjá aðra eins niðurlægingu
íslenskrar æsku og við fararsijóram-
ir urðum -vitni að þessa minnilegu
kvöldstund.
Víst gæti svo orðið, þegar bölöld
áfenga bjórsins hefir verið veitt yfír
okkur af fullum krafti. En vonandi
verður þess þó langt að bíða. Ég
Séra Björn Jónsson
veit, að meðal æskufólksins okkar
eru margir sterkir stofnar, sem ekki
láta blekkja sig eða brjóta. Og ekki
trúi ég öðru en að margir foreldrar
og uppaléndur vilji snúast sameigin-
lega til vamar áður en váboðinn
hefír náð að vinna sitt voðaverk.
Besta vömin er fordæmið, sem
birtist í algjöru bindindi, bæði á
áfengan bjór og aðra sterkari drykki.
Sameinumst á þeim grundvelli,
góðir íslendingar. Stærra gæfuspor
getum við ekki stigið.
Áfengi drepur hundrað sinnum fleiri
Englendinga en ólögleg vímuefiii
Það er ekki að ástæðulausu að
bæði á þingi íhaldflokksins á Bret-
landi og Verkamannaflokksins var
það álit manna að áfengisneysla
væri alvarlegasta vandamálið sem
Bretar ættu nú við að stríða. Rann-
sóknir þar í landi leiða í ljós að
meira en helming dauðsfalla tán-
inga má rekja til áfengisneyslu.
Það eru einkum umferðarslys þar
sem ölvun kemur við sögu sem
verða fólki innan 24 ár að fjör-
tjóni. Aukin drykkja unglinga á
Englandi stafar m.a. af því að
þeir byija að neyta áfengis æ
yngri. Derek Rutherford hjá Rann-
sóknarstofnun áfengismála segir
að rannsóknir sýni að meira en
flórði hver 13 ára drengur drekki
þrisvar í viku og að rúmlega helm-
ingur 11 ára drengja og tæpur
þriðjungur telpna á þeim aldri
drekki að minnsta kosti einu sinni
í viku. Neysluvenjur foreldra eru
taldar ráða mestu um þessa öfug-
þróun.
Breska ríkistjómin ver einungis
IV2 milljón sterlingspunda til
áfengisvama. Hins vegar lætur
hún 17 milljónir í vamir gegn ólög-
legum vímuefnum. Tjónið sem þau
efni valda, er þó ekki nema brota-
brot af þeim hörmungum sem
áfengisdrykkja leiðir yfír Englend-
inga. Ólögleg vímuefni valda um
250 dauðsföllum á ári, áfengi
25.000.
T