Morgunblaðið - 01.03.1989, Page 39

Morgunblaðið - 01.03.1989, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 39 Hvernig vinna má sig- ur í hvalveiðideilunni eftirMagnus Ólafsson í umræðu undanfarinna missera virðist sú skoðun njóta vaxandi vinsælda, að íslendingar eigi nú þegar að hætta hvalveiðum í vísindaskyni. Rökin eru einföld: Þrátt fyrir, að málstaður okkar sé góður, þá skaða þessar veiðar hagsmuni okkar of mikið til að réttlæta þær. Þá er bætt við, að íslendingar hafí ekki fjárhagslegt bolmagn til að kynna sjónarmið sín erlendis svo gagn sé að. Séu skammtímasjónarmið ekki látin hafa áhrif á rökrétta hugsun, þá er hins vegar auðvelt að kom- ast að þeirri niðurstöðu, að þessi skoðun sé ekki aðeins röng heldur einnig stórhættuleg. Ég hygg, að þeir sem íhuga hvalveiðideiluna ofan í kjölinn, ættu að eiga auð- velt með að komast að eftirfarandi niðurstöðu: 1. íslendingar verða að standa fast við þá stefnu, sem var mót- uð 1983. 2. Kynning á málstað íslendinga getur hæglega orðið árang- ursrík, sé rétt að henni staðið. Lítum nánar á rökin bak við þessa niðurstöðu. Hvað fyrri liðinn varðar, þá ber að hafa í huga fjög- ur atriði: í fyrsta lagi er það staðreynd, sem gleymist oft, að fjöldi hvala í höfunum kring um ísland nemur hundruðum þúsunda dýra. í sam- ræmi við vísindaáætlun íslendinga voru veidd 78 dýr úr tveimur stofn- um á síðasta ári. Alþjóðlegar hvalatalningar sýna vel, að þessir stofnar eru í mjög heilbrigðu ástandi. í raun er það svo, að stærð hvalastofnanna við ísland á eftir að verða alvarlegt áhyggjumál. Þessir hvalir neyta meiri lífmassa en sem nemur öllum veiðum íslenska fískiskipaflotans, þannig að þeir eru mikilvægir samkeppn- isaðilar í baráttunni um auðlindir sjávar. í öðru lagi verðum við að hafa í huga, að hvalurinn er mikilvægur hlekkur í lífkeðju hafsins. Þennan hlekk verður að rannsaka, nýta °g fylgjast með eins og gert er með aðra hlekki. Sjávarliffræðin Ieggur nú æ meiri áherslu á að skoða lífkerfí hafsins í heild sinni frekar en sem afmörkuð viðfangs- efni. í þá heild má ekki vanta jafn stóran hlekk og hvalinn. í þriðja lagi verða menn að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að verði vísindaveiðum hætt, munu hvalveiðar íslendinga leggjast af um ófyrirsjáanlega framtíð. Þekk- ing mun týnast og tæki ryðga. Hvað á þá að gera eftir nokkur ár þegar menn komast loks að því, að bróðurpartur loðnustofns- ins fer ofan í hnúfubakinn, svo dæmi sé tekið? í fjórða lagi kemur svo mikil- vægasta atriðið, sem Jón Óttar Ragnarsson benti á í nýlegum leið- ara á Stöð 2. Þar hittir hann nagl- ann á höfuðið: „ .. .að þau viðhorf fái byr undir báða vængi, að hér (á íslandi) þurfí ef til vill að rann- saka og friða ýmislegt fleira en hvali og sel“. Þetta er mjög mikil- vægt þegar haft er í huga, að mér er kunnugt um að fjölmörg samtök umhverfísvemdunarsinna hafa á dagskrá sinni að hefja baráttu gegn botnvörpuveiðum á þeim for- sendum, að þessar veiðar eyðileggi lífríki botnsins og að þær orsaki kvalafullan dauðdaga þar sem fískamir kremjist í vörpunni! Menn skyldu fara varlega í að vanmeta þessa hættu. Hveijum hefði t.d. dottið í hug fyrir fáeinum árum, þegar íslendingar veiddu hundruð hvala, að veiðar á aðeins 78 dýrum ættu eftir að hafa jafn alvarlegar afleiðingar og raun ber vitni? Þeir, sem vilja hætta hval- veiðum nú, ættu að spyija sjálfa sig um afstöðu sína þegar kröfur um stöðvun t.d. humarveiða koma í náinni framtíð frá grænfriðung- um. A þá að láta undan á sömu forsendum og var látið undan með hvalveiðamar, þ.e. að þær væm ekki svo mikilvægur hluti af heild- inni? Aðalatriðið hér er að menn geri sér grein fyrir, að hvalveið- amar em aðeins upphafíð. Firrtir menntamenn á Vesturlöndum munu halda áfram að bjarga heim- inum í of löngum frístundum Magnús Ólafsson „Hvalveiðarnar eru að- eins upphafið. Firrtir menntamenn á Vestur- löndum munu halda áfram að bjarga heim- inum í of löngum frístundum sínum.“ sínum. Þeir munu aldrei sleppa augum sínum af sakfelldum um- hverfísglæpamönnum, sem við verðum óhjákvæmilega í hugum þeirra, ef við látum undan kröfun- um. Hér mun ýmislegt fleira verða friðað en hvalir og selir. Hvað seinna atriðið varðar, þ.e. kynningu á málstað okkar, þá vil ég leyfa mér að fullyrða, að sé fagmannlega staðið að slíkri kynn- ingu, þá getur hún hæglega skilað góðum árangri. Markhópum í slíkri kynningu er oft skipt í þrennt, þ.e. í ráða- menn, almenning og viðskipta- menn íslenskra fyrirtækja. Til er fjórði hópurinn, sem ég hygg að sé þó mikilvægastur, þ.e. sjálf samtök umhverfísvemdunarsinna. Það eru þau, sem hafa áhrif á hina hópana og takist að breyta afstöðu slíkra samtaka, þá er sig- urinn okkar. BÍLABORG HF. FOSSHALSI 1, S. 68 12 99. Mátt þú sjá af 400 krónum á dag?* kutlan ereins og sniðin fyrir nútlmafólk. Hún er TJIf n-trr\ qv "hQ rföfn-n 'hl'l Qlíí'nQOf parneytin, 5 mannaog sérlegalétt og lipur I um- J-Jl DVU gCuU.1 jJU ClglidDu írðinni. Skutlan er flutt inn af Bllaborg h/f. Það _ , " • T A tvt/~it a nTrTTmT tti ryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum SDlUnKUIlÝ19i LAJM (jlA SKUTLU ! em til þekkja. ____ r ° " * LANCIA SKUTLA kostar kr. 386 þús.kr. stgr. Ut■ borguh kr. 96.500, eftirstöðvar greiðast á 30 mánuðum, kr. 12.211 pr. mánuð að viðbættum verð- bótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu er ekki innifalinn. Gengisskr. 13.2. '89 ATH: VEBÐI Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. Staðreyndin er sú, að þetta er vel hugsanlegt, einfaldlega vegna þess að málstaður íslendinga er góður. Við lifum í stöðugu og óijúfanlegu sambandi við náttúr- una og af gæðum hennar. Um langt árabil höfum við vemdað þessi gæði af kostgæfni með mikl- um rannsóknum og strangri vemdunarstefnu. Einurð okkar verður ekki dregin í efa, eins og landhelgisstríðin sýna best. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá upp- fyllum við því í raun þau ströngu skilyrði, sem grænfriðungar fara fram á í samskiptum manns og náttúm. Vandamálið er hins veg- ar, að þekking umhverfísvemdun- arsinna, hvað ísland varðar, er mjög takmörkuð. Lykillinn að árangn felst í að bæta úr þessum skorti. Með þessi atriðið í huga er til- laga mín einföld: íslendingar standi fyrir árlegri ráðstefnu und- ir heitinu „Lífríki N-Atlantshafs- ins, vemdun þess og nýting". ís- lendingar myndu boða til þessarar ráðstefnu, kosta alfarið og bjóða á hana forsvarsmönnum helstu samtaka umhverfíssinna á Vest- urlöndum. Dagskrá fyrstu ráð- stefnunnar, sem yrði haldin nú þegar í vor, gæti hljóðað: 1. Losun hættulegra úrgangsefna í Atlantshafíð. 2. Starfsemi kjamorkuvera við Atlantshafíð. 3. Kjamorkuvopn á norðurhöfum. 4. Eyðing ozonlagsins á norður- hveli jarðar. 5. Fuglalíf á norðurslóðum: Ástand og horfur. 6. Fiskistofnar Atlantshafsins: Ástand og horfur. Þar sem vandamál íslendinga í hvalveiðideilunni stafa aðallega af vanþekkingu grænfriðunga á stað- reyndum málsins, svo og á íslenska veiðimannaþjóðfélaginu, þá myndi slík ráðstefna bæta málstað okkar betur en nokkuð annað. Ólíkt flestum þeim, sem vilja halda hvalveiðum áfram, ber ég virðingu fyrir sumum samtökum umhverfíssinna. Áralöng dvöl í Bretlandi og V-Þýskalandi kenndi mér að meta starf þeirra að verð- leikum. íslendingar hafa m.a. no- tið ríkulega afraksturs starfs þeirra hvað varðar t.d. ólöglega losun úrgangsefna í N-Atlants- hafíð. Með réttum vinnubrögðum er hægt að bæta úr vanþekkingu þeirra og höfða til þess góða í þeim. Þannig, og aðeins þannig, getum við snúið atburðarásinni okkur svo í hag, að íslenskir út- flytjendur yrðu aftur hreyknir af áletruninni „Made in Iceland". Höfundur er ritstjóri tímaritsins Modem Iceland. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guðmundur Sæmundsson, for- sljóri , feerir Krýsuvíkursamtök- unum bókagjöfina. Sigurlína Davíðsdóttir, formaður samtak- anna veitti gjöfínni viðtöku. Bókagjöf til Krýsuvíkur- samtakanna GUÐMUNDUR Sæmundsson, forstjóri bókaútgáfunnar Reyk- holts, hefur 6ert Krýsuvíkur- samtökunum bókagjöf til styrkt- ar uppbyggingu skólabókasafns í Krýsuvíkurskóla. Sigurlína Davíðsdóttir, formaður Krýsuvíkursamtakanna, veitti bókagjöfínni viðtöku í húsakynnum samtakanna í Þverholti 20. í frétt frá Krýsuvíkursamtökunum segir að fyrsti áfangi skólahússins í Krýsuvík sé tilbúinn til noktunar til að veita viðtöku fyrstu vistmönn- um til langtíma dvalar og endur- hæfíngar, um leið og heilbrigðis- ráðuneytið og Landlæknisembættið afgreiða umsókn Krýsuvíkursam- takanna um starfsleyfí frá 18. nóv- ember 1988, en umsókn Krýsuvík- ursamtakanna um stofíiun skóla f Krýsuvík er enn til athugunar hjá menntamálaráðuneytinu frá því 18. nóvember 1987. Ók á staur og slasaðist ÖKUMAÐUR fólksbfls var I fluttur á slysadeild um klukk- an sex á sunnudag eftir að hann hafði misst stjórn á bíl sinum í mikilii hálku á Vestur- landsvegi við Korpu. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og skemmdist mikið. Maðurinn kenndi sér meins í mjöðm en áverkar hans voru ekki taldir lífshættulegir. Guómundur Haukur leikur í kvöld &HOTEL& Aógangur ókeypis. ■nyrtíTegur klæðnaóur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.