Morgunblaðið - 05.03.1989, Side 10

Morgunblaðið - 05.03.1989, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989 STJÓRNARSKRÁ LÝÐYELDISINS ÍSLAND 4 5 ÁRA 40 ára starf Qögurra stjórnarskrár- nefnda Drög að nýrri stjórnarskrá liggjaþegarfyrir Ný kosningalög tilbúin fyrir næstu kosningar Þjóðfundur kallaðurtil um stjórnarskrár- málið? FRELSISSKRA í FÖÐURHENDI eftir Huga Olafsson Sfjórnarskráin virðist ekki vera rit sem íslendingar liggja andvaka yfir á næturnar, eins og fram kemur í athugun Morgunblaðsins, sem sjá má hér á opnunni. Hún á þó að setja leikreglur þjóðfélagsins og vernda grundvallarmannréttindi, þannig að beint eða óbeint kemur hún öllum við. Stjórnarskrá lýðveldis ins á 45 ára afmæli á þessu ári og endurskoðun hennar á nærri því jafn langa sögu. Núverandi stjórnarskrárnefiid er sú tjórða í röðinni og neftidarmenn treysta sér ekki til að segja hvenær hún muni skila af sér. Áþreifanlegasti árangur af þessu starfi hingað til er skýrsla nefhdar sem Gunnar heitinn Thoroddsen Iagði fram í firumvarpsformi á Alþingi árið 1983. Þar er að finna ýmsar breytingar á stjórnskipun og mannréttindum, þar á meðal um heimild til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sumum finnst þó lítið til þessara breytinga koma og telja það rangt að einungis stjórnmálamenn sitji og semji reglur, sem að stórum hluta Qalla um frelsi einstaklingsins gagnvart stjórnmálamönnum. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að kjósa eigi til sérstaks þjóðfundar um stjórnarskrármálið, þar sem hugmyndir bæði frá „hægri“ og „vinstri“ eigi möguleika á lýðræðislegri umQöllun án þess að fara í gegnum síu atvinnustj órnmálamanna. Hvenær eigum við von á að fá nýja stjórnarskrá? „Sem fyrst,“ var svar nær allra viðmælanda Morgunblaðsins. „Fyrir aldamót“ var hið nákvæmasta. eftir Pól Lúðvík Einarsson Fyrsta stjórnarskrá íslands var gefin af „fijálsu fullveldi‘* konungs, Kristjáns níunda, árið 1874. í kvæði eftir Matthías Jochumsson var talað um „frelsisskrá í foðurhendi", aðrir töldu þörf á endurskoðun. Frá og með Þjóðfúndinum 1851 höfðu íslendingar undir forystu Jóns Sigurðssonar linnulítið barist fyrir innlendri landstjóm, löggjafar- valdi og fjárforræði. 1870-71 ákváðu Danir einhliða stöðu íslands í danska ríkinu, ísland varð óaðskiljanlegur hluti Dana- veldis með sérstökum landsréttind- um. Embætti landshöfðingja var stofnað árið 1872 og að lokum var stjórnarskrá sett um „hin sérstak- legu málefni íslands**. í stjómarskránni var löggjafar- valdið í sameiningu hjá Alþingi og konungi. Þingið fékk einnig íjár- veitingarvald. Konungur gat neitað að undirskrifa lög frá þinginu og neytti iðulega þess réttar. Þar að auki var helmingur þingmanna í efri deild konungskjörinn og gátu þeir þar stöðvað mál á jöfnum at- kvæðum. Stjómarskráin tryggði helstu mannréttindi: Trúfrelsi, at- vinnu-, prent-, funda- og féla frelsi. liomreka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.