Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 40 ár frá samþykkt Alþingis um inngöngu í NATO; Atburðirnir á Austurvelli riflaðir upp í GÆR, 30. marz, voru 40 ár liðin frá því að Alþingi sam- þykkti þingsályktunartillögn um inngöngu Islands í Atlantshafs- bandalagið. í tilefiii dagsins gengust Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og utanríkismála- nefiid Sambands ungra sjálf- stæðismanna fyrir samkomu í sjálfstæðishúsinu Valhöll. Þeir Magnús Þórðarson, upplýs- ingafulltrúi NATO, Gunnar Helga- son, forstöðumaður Ráðningar- stofu Reykjavíkurborgar, Sr. Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey og Jón Magnússon, lögmaður, riíj- uðu upp söguna og sögðu frá at- burðunum á Austurvelli og aðdrag- anda þeirra, en þeir voru allir þátt- takendur í atburðunum. Sýnd var kvikmynd af átökunum við Alþingishúsið og ávörp fluttu einnig þeir Davíð Stefánsson, for- maður utanríkismálanefndar SUS, og Ólafur Þ. Stephensen, formaður Heimdallar. Fundinn sóttu rúm- lega eitthundrað manns. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá samkomu Heimdallar og utanríkismálanefndar SUS í Valhöll. Á myndinni má sjá marga þá, sem slógu hríng um Alþingishúsið 30. marz 1949. Atkvæðagreiðslan sviðsett á Austurvelli ANDSTÆÐINGAR veru íslands í Atlantshafsbandalaginu og veru Varnarliðsins hér á landi efiidu í gær til fundar á Austur- velli í tilefiii af að 40 ár voru þá liðin frá því er Alþingi sam- þykkti aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu. Á Austurvelli í gær lásu m.a. leikarar atkvæðagreiðsluna um að- ildina upp úr Alþingistíðindum. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavík 4 þokumóða Bergen 7 súld Helsinki 8 skýjað Kaupmannah. 8 rigning Narssarssuaq vantar Nuuk +15 snjókoma Osló 8 skýjað Stokkhólmur 6 rigning Þórshöfn 9 skýjað Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 13 léttskýjað Barcelona 15 alskýjað Berlín 17 mistur Chicago 3 þokumóða Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 21 mistur Glasgow 11 úrkoma Hamborg 13 mistur Las Palmas 18 skýjað London 16 heiðskirt Los Angeles 13 þokumóða Lúxemborg 20 heiðskírt Madrid vantar Malaga vantar Maliorca vantar Montreal vantar New York vantar Orfando 21 léttskýjað Paris 16 heiðskírt Róm 19 þokumóða Vín 19 léttskýjað Washington 13 þokumóða Winnipeg +7 snjókoma Viðar Eggertsson, leikari, var einn þeirra leikara sem þátt tóku 1 sviðssetningu atkvæðagreiðslu á Austurvelli í gær. * Afangaskýrsla um uppgröftinn í Viðey: Kínverskur bolli frá Ming-tímabilinu fennst ÁFANGASKÝRSLA um fornleifauppgröftinn í Viðey s.l. sumar hef- ur verið kynnt menningarmálanefnd. í henni kemur m.a. fram að meðal þeirra muna sem fúndist hafa við uppgröftinn er kínverskur bolli frá Ming-tímabilinu á 16. öld. Margrét Hallgrímsdóttir fornleifa- fræðingur, sem gerði skýrsluna, segir að mjög sjaldgæft sé að slíkur hlutur finnist í norðanverðri Evrópu. í skýrslunni kemur fram að nú er nánast öruggt að þar sem grafið hefur verið stóð Viðeyjarklaustur á sínum tíma. Meðal muna sem fund- ist hafa og tengjast klaustrinu eru talnabönd úr rafi. Bæði er um að ræða Maríu perlur og Faðir vor perlur. Auk þessa má nefna vaxtöfl- ur þær sem fundust og vöktu tals- verða athygli. Þær _ munu verða geymdar á Stofnun Árna Magnús- sonar í framtíðinni. Á þeim eru sálmar, bæði á þýsku og íslensku og mun þýska letrið á þeim vera eldra en hið íslenska. Margrét segir að það bendi til-að þær hafí verið fluttar hingað frá Þyskalandi á 15. öld. Á hluta þeirra hafi þýska letrið verið afmáð og íslenska rituð í stað- inn. Margrét Hallgrímsdóttir segir að búið hafí verið í húsum klaustursins eftir að það lagðist niður. Við ald- ursgreiningu á krítarpípum hefur komið í ljós að þær eru frá 17. og 18. öld, hollenskrar, sænskar og breskar að uppruna. Áfangaskýrslan mun koma út í næstu viku. Með henni fylgja 200 teikningar af öllu svæðinu en þær gerði Hönnun hf. / DAG k/. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) Eldur í fatnaði og skóm ELDUR kom upp í húsi að Auðarstræti í Reykjavík að- faranótt fimmtudags. Fólk, sem var í samkvæmi í hús- inu, fór út á svalir þess til að forðast reykinn og tókst að koma þvi heilu og höldnu á jafhsléttu. Slökkviliðið í Reykjavík fékk tilkynningu um eldinn um klukkan 4.50 um nóttina. Þeg- ar á staðinn var komið lagði talsverðan reyk út um glugga á efri hæð hússins og fólkið hafði þá þegar komið sér út á svalimar. Því var hjálpað nið- ur stiga og reykkafarar fóru inn í húsið. Eldur logaði í föt- um og skóm á stigapalli, en var ekki mikill og gekk greið- lega að slökkva hann. Skemmdir urðu litlar, en þó komst sót inn í íbúðina. VEÐURHORFUR I DAG, 31. MARS YFIRLIT í GÆR: Um 300 km austur af Hvarfi er víðáttumíkil 950 mb lægð á leið norður en milli Jan Mayen og Grænlands er 1014 mb hæð, sem þokast austur. Veður er hlýnandi, en kólnar nokkuð Vestanlands síðdegis á morgun. SPÁ: Sunnan- og suðaustanátt — að mestu þurrt norðanlands, en skúrir eða rigning í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Suðlæg átt og fremur hlýtt um allt land. Skúrir eða rigning um landið sunnanvert en þurrt fyrir norðan. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestanátt og kólnandi veður. Él á Suður- og Vesturlandi en léttskýjað á norðausturlandi. TÁKN: Heiðskirt Gk Léttskýjað .rA Hálfskýjað A_ ■ÍÍSIl Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # # * * * * Snjókoma # * * 10' Hitastig: 10 gráður á Celsfus V Skúrir * . V EI — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CX5 Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.