Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989
Washington:
Ekki tíltökuniál að
sjá mann skotinn
Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞAÐ hefir vakið nokkra athygli húsinu á dögunum, taldi það ekki
og umtal hér í Washington, að ómaksins vert að tilkynna lög-
öldungadeildarþingmaður, sem regiunni atburðinn
varð vitni að því, að maður var
skotinn á götu skammt frá þing- Öldungadeildarþingmanninum,
Mark Hatfield, repúblikana frá
Oregon, segist svo frá, að hann
hafi verið að aka heim á leið frá
veitingahúsi ásamt fjölskyldunni
þegar hann sá allt í einu, að skotið
var á mann á götunni skammt frá
þinghúsinu.
„Ég steig hemlana í botn. Eg
heyrði fimm skot og sá eldblossana
úr byssunni. Maðurinn, sem skotin
hittu, féll í götuna. Byssumaðurinn,
sem virtist stinga við, hljóp upp
íbíl og ók burtu. Þetta tók allt sam-
an 20 sekúndur eða svo. Ég ók eins
og byssubrenndur á móti rauðu
umferðarljósi og hugsaði um það
eitt að forða lífi fjölskyldu minnar
og mínu. Ef þetta hefði gerst heima
í Oregon hefði ég vitanlega tilkynnt
lögreglunni það sem ég hafði orðið
vitni að. En hér í Washington er
þetta daglegur viðburður. Ég er
viss um, að hefði ég tilkynnt þetta
til lögreglunnar hefði hún sagt:
„Nú, sei, sei, jæja, og hvað um
það?““
Oskarsverð-
launaha&rnir
Los Angeles. Reuter.
Eftirfarandi myndir og lista-
menn hlutu Óskarsverðlaunin í
fyrrinótt, þegar þau voru af-
hent í 61. sinn.
Besta myndin: „Regnmaður-
inn“ (Rain Man) - framleiðandi
Mark Johnson.
Besti leikarimr. „Regnmaður-
inn“ - Dustin Hoffman.
Besta leikkonam „Hinir
ákærðu" (The Accused) - Jodie
Foster.
Besti ieikstjórinn: „Regnmað-
urinn“ - Barry Levinson.
Besti leikarinn í aukahlutverkr.
- „Fiskurinn Wanda" (A Fish
Called Wanda) - Kevin Kline.
Besta leikkonan í aukahlut-
verki: JL faraldsfæti" (The Ac-
cidental Tourist) — Geena Davis.
Besta frumsamda handritiá.
„Regnmaðurinn" - Ronald Bass
og Barry Marrow.
Besta ófrumsamda handritiá.
„Háskaleg kynni“ (Dangerous
liaisons) - Christopher Hampton.
Besta erlenda myndinr. „Sigur-
vegarinn Pelle“ (Pelle erobreren)
- dönsk.
Besta stutta teiknimyndin: „Tin
Toy“ - John Lasseeter og William
Reeves.
Besta stutta myndin um raun-
verulegan atburá. „The Appoint-
ments of Dennis Jennings" -
Dean Parisot og Steven Wright.
Besta klippingin: „Hver skellti
skuldinni á Kalla kanínu?" (Who
Framed Roger Rabbit) - Arthur
Schmidt.
Bestu tæknibrellumar. „Hver
skellti skuldinni á Kalla kanínu?"
- Ken Ralston, Richard Williams,
Edward Jones og George Gibbs.
Besta stutta heimildarmyndim
„You Don’t Have To Die“ - Will-
iam Guttentag og Malcolm
Clarke.
Besta heimildarmyndin í fullri
lengá „Hotel Terminus: The Life
and Times of Klaus Barbie" -
Marcel Ophuls.
Besta kvikmyndun: „í ljósum
Reuter
Geena Davis („Háskaleg
kynni“) hlaut Óskarsverðlaunin
fyrir leik í aukahlutverki.
logum (Mississippi Buming) -
Peter Biziou.
Besta frumsamda tónlistin:
„The Milagro Beanfield War“ -
Dave Grusin.
Besta frumsamda lagið: Úr
„Working Girl“ - „Let the River
Run,“ eftir Carly Simon.
Besta útlitshönnun: „Háskaleg
kynni" - Stuart Craig og Gerard
James.
Bestu búningar. „Háskaleg
kjmni" - James Acheson.
Besta förðun: „Beetlejuice" —
Ve Neill, Steve La Porte, Robert
Short.
Besta hljóðstjóm: „Fugl“ (Bird)
- Les Fresholtz, Dick Alexander,
Vem Poore, William Burton.
Sérstök heiðursverðlaun: Kvik-
myndastofnun Kanada. Richard
Williams fyrir stjóm teiknimynda,
þar á meðal „Hver skellti skuld-
inni á Kalla kanínu?"
Bandaríkin:
Enganeinka-
skólaafslátt
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjafor-
seti sagðist í gær vera andvíg-
ur þvi að foreldrar, sem sendu
börn sín í einkaskóla, fengju
skattaafslátt.
Hann sagði að eina leiðin til
að styrkja ríkisskólana væri að
foreldrar sendu böm sín í þá
en ekki í einkaskóla. Er afstaða
Bush í mótsögn við stefnu Ron-
alds Reagans, fyrrum forseta,
sem reyndi f átta ár að fá þing-
ið til að samþykkja skattaaf-
slátt.
„Regnmaðurinn“ hlýt-
ur fem Oskarsverðlaun
Jodi Foster, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik
í aðalhlutverki, og Dustin Hoffman, sem valin
var besti leikarinn, hampa verðlaunastyttum
sínum eftir afhendinguna í fyrrinótt.
Danski leikstjórinn Billie August heldur á verð-
Iaunastyttunni sem hann fékk fyrir myndina
„Sigurvegarinn Pelle“.
Rcuter
Dönsk mynd valin besta erlenda myndin annað árið í röð
Los Angeles. Reuter.
KVIKMYNDIN „Regnmaðurinn" hlaut fem Óskarsverðlaun þegar
þau vom afiient við hátíðlega athöfii i fyrrinótt og varð Dustin
Hoffinan, sem lék eitt af aðalhlutverkunum í þeirri mynd, fyrir
valinu sem besti leikarinn. Sigoumey Weaver fékk engin verðlaun
þrátt fyrir að hún hefði hlotið tvær tilnefiiingar. Þá varð myndin
„í Ijósum logum“ (Mississippi Buming), sem hlaut sjö tilnefiiingar,
einungis einu sinni fyrir valinu. Danska myndin „Sigurvegarinn
Pelle“ (Pelle obreren) var valin besta erlenda myndin og er þetta
annað árið í röð sem dönsk mynd hlýtur Óskarsverðlaun.
Hoffman sagði þegar hann veitti Jodie Foster varð fyrir valinu sem
verðlaununum móttöku að litlu besta leikkonan fyrir leik sinn í
hefði munað að myndin „Regn-
maðurinn“ hefði aldrei verið gerð,
því þrisvar sinnum hefði legið við
að hætt yrði við kvikmyndunina.
Þrír leikstjórar höfðu glímt við
myndina þegar lokst tókst að ljúka
henni. Myndin var valin besta
myndin og hlaut verðlaun fyrir
besta leikstjóm, besta leikarann og
besta frumsamda handritið.
myndinni „Hinir ákærðu“, þar sem
hún leikur fómarlamb nauðgara,
en hún hafði einu sinni áður hlotið
tilnefningu til Óskarsverðlauna.
Sigoumey Weaver hafði verið til-
nefnd fyrir leik í aðalhlutverki í
myndinni „í þokumistrinu" (Gorillas
in the Mist) og í aukahlutverki í
myndinni „Working girls“, en hlaut
hvorag verðlaunin. Aðeins þrjár
leikkonur höfðu áður hlotið tvær
tilnefningar og hlutu þær allar verð-
laun fyrir leik í aukahlutverki. Þau
verðlaun hlaut hins vegar Geena
Davis í þetta skipti, fyrir leik í
myndinni „Á faraldsfæti" (The
Accidental Tourist", en þar leikur
hún sérvitran hundatemjara.
Max von Sydow, sem hlaut til-
nefningu fyrir leik sinn í „Sigurveg-
aranum Pelle“, sagði að hann hefði
aðeins verið búinn að lesa 25 blað-
síður í handriti myndarinnar þegar
hann hefði ákveðið að leika í henni.
Sydow leikur mann sem fer með
syni sínum til Danmerkur í von um
betra líf en verður aðeins fyrir
mótlæti. í fyrra varð danska mynd-
in „Gestaboð Babettu" (Babetteá
Gæstebud) fyrir valinu sem besta
erlenda myndin.
Þingkosníngarnar í Sovétríkjunum:
Úrslitin sýna stuðning al-
mennings við perestrojku
- segir Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, aðalrítari sovéska kommúnistafiokksins,
sagði á fimdi með sovéskum rítsjórum á miðvikudag að niðurstöður
kosninga til hins nýja fulltrúaþings Sovétríkjanna sýndu stuðning
almennings við umbætur þær sem hann hefiir reynt að koma á í
Sovétríkjunum og kenndar eru við perestrojku.
Vítalí Korotítsj, ritstjóri tímarits-
ins Ogonjok sagði í samtali við
fréttamann Reuíers-fréttastofunn-
ar í gær að Gorbatsjov hefði lagt
áherslu á að engin ástæða væri til
að fyllast ótta þó svo íjölmargir
háttsettir embættismenn innan
kommúnistaflokksins hefðu ekki
náð kjöri. Nú gerðu menn sér betur
grein fyrir raunveralegu lífi þjóðar-
innar og fengist hefði bein reynsla
af þróun í lýðræðisátt. Þá hefði
komið fram í máli leiðtogans að
„hreinsanir" væru ekki á dag-
skránni en talsmaður sovéska ut-
anríkisráðuneytisins hafði áður lát-
ið að því liggja að embættismenn,
sem ekki náðu kjöri, yrðu látnir
gera grein fyrir ástæðum ósigurins
og að þeim kynni að vera vikið úr
starfi.
Korotítsj kvaðst telja hugsanlegt
að Gorbatsjov hefði kallað ritstjór-
ana á sinn fund vegna þess að hon-
um hefði þótt gæta örvæntingar í
röðum embættismanna eftir kosn-
ingamar, en íjölmiðlar á Vestur-
löndum hafa almennt túlkað niður-
stöður þeirra sem veralegt áfall
fyrir Kommúnistaflokk Sovétrikj-
Tyrkland:
Þingmaður
Ankara. Keuter.
Tyrkneskur stjómarþingmað-
ur var í gær í varðhaldi vegna
morðsins á stjórnarandstæðingn-
um Abdurrezak Ceylan í þing-
húsinu í Ankara á miðvikudag.
Idris Arikan, sem er í Föður-
landsflokknum, var vopnaður byssu
þegar hann var handtekinn. Lög-
í varðhaldi
reglan var með sérstakar varúðar-
ráðstafanir til að koma í veg fyrir
hugsanlega árás á þingmanninn,
en fregnir hermdu að sex langferða-
bifreiðar væra á leiðinni til Ankara
með ættingja og stuðningsmenn
Ceylans. Arikan neitar að hafa orð-
ið Ceylan að bana og sakar annan
þingmann um morðið.
anna. Kjósa þarf að nýju í þeim
kjördæmum þar sem enginn fram-
bjóðenda hlaut tilskilinn meirihluta
og hefur fyrsta fundi fulltrúaþings-
ins nýja verið frestað af þessum
sökum. Gert hafði verið ráð fyrir
því að þinghald hæfist í lok apríl
en embættismenn sögðu í gær að
ákveðið hefði verið að kosningar
færa fram að nýju þann 14. maí.
Skýrt var frá því í gær að nokkr-
ir herforingjar og flotaforingjar
hefðu ekki náð kjöri í kosningunum
, sem fram fóra á sunnudag. Þann-
ig höfnuðu kjósendur Boris Snetkov
hershöfðingja en hann er yfírmaður
herafla Sovétmanna í Austur-
Þýskalandi og bauð sig fram í borg-
inni ívanovo, skammt frá Moskvu.
Feliks Gromov, flotaforingi og yfir-
maður sovéska Norðurflotans, tap-
aði fyrir ungum herforingja í Múr-
mansk en þar eru höfuðstöðvar flot-
ans. Þá bárast þær fréttir að yfir-
maður Kyrrahafsflotans, Viktor
Jermakov flotaforingi, hefði beðið
ósigur. Athylgi vakti að Rauða
stjaman (Krasnaja Zvezda), mál-
gang hersins, skýrði ekki frá þess-
um úrslitum en í blaðinu var hins
vegar fjallað um niðurskurð þann
sem Gorbatsjov hefur beitt sér fyr;
ir á íjárframlögum til flotamála. í
viðtali við blaðið sagði herforingi
einn, Júrí Oleiník, sem kjörinn var
til setu á þingi, að hann hygðist
beita sér fyrir því að umbótaáform-
in yrðu ekki til þess að veikja vam-
ir Sovétríkjanna.