Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 26
Leikfélag Akureyrar: Frestun á Sólarferð Kristbjörg Kjeld með í sýningunni FRUMSÝNINGU Sólarferðar hjá Leikfélagi Akureyrar hefur verið frestað um viku og verður frum- sýningin 14. apríl. Sólarferð eftir Guðmund Steinsson er síðasta verkefiii leikársins. Kristbjörg Kjeld, leikkona og eig- inkona höfundarins, fyllir skarð Sunnu Borg í sýningunni, en hún forfallaðist. Kristbjörg Kjeld hefur ekki áður leikið með Leikfélagi Ak- ureyrar. Sólarferð var sýnd hjá Þjóðleik- húsinu fyrir um tíu árum og hlaut þá feikigóðar viðtökur og var sýning- um hætt fyrir fullu húsi. í verkinu er fjallað um spaugilega sem og al- varlega atburði er hent geta fólk á ferðalagi um ókunnar slóðir. Með aðalhutverk fara Theodór Júlíusson Anna Einarsdóttir, én alls eru hlutverkin níu. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. „Við ætlum að skapa sólarlanda- stemmningu á frumsýningunni, eftir harðan vetur er vel við hæfi að taka forskot á sæluna og reyna að gera eitthvað skemmtilegt," sagði Val- gerður Bjamadóttir, formaður leik- húsráðs, en vildi ekki upplýsa nánar hvað um væri að ræða. Samúel sýnir í Gamla Lundi SAMÚEL Jóhannsson opnar í kvöld, fóstudagskvöld, kl. 19.00 Qögurra daga sýningu á mynd- verkum sínum í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri. Þetta er sjötta einkasýning Samúels, en auk þess hefur hann tekið þátt í fjöl- mörgum samsýn- ingum, m.a. á Ak- ureyri, Kjarvals- stöðum og í Norr- æna húsinu. Flest- ar myndimar em unnar á þessu ári. Sýningin stendur yfir eins og áður segir í íjóra daga, föstudag frá k.19.00-21.00, laugardag og sunnudag frá kl.14.00-19.00 og sýningunni lýkur mánudaginn 3. apríl en þann dag er opið frá kl. 16.00-20.00. 260 bílar biðu eftir að komast yfir Öxnadalsheiði: Ekkí óvanir að vera sakað ir um amlóðahátt og leti • |V•• T> t /1 p ] • / /V • |>i • — segu ryorii örynjoussoii ujit vegneiui'iiuiiu „VIÐ auglýstum aldrei að búið værí að opna Öxnadalsheiðina og sögðum fólki sem í okkur hríngdi íyrri part dags, að það væri mik- il bjartsýni ef tækist að opna heið- ina um hádegið. Það er því bráð- læti fólks um að kenna hafi það orðið fyrir óþægindum meðan það beið þess að heiðin opnaðist," sagði Bjöm Brynjólfsson vegaeft- irlitsmaður á Akureyrí. Alls biðu um 260 bílar þess að Borgarbíó: Inngöngu í NATO minnst Alþýðubandalagið og Æsku- Iýðsfylking Alþýðubandalagsins á Ákureyri minnast þess laugar- daginn 1. apríl að þann 30. mars árið 1949 gekk ísland í NATO. ’f'undur af þessu tileíni verður haldinn í Borgarbiói og hefst hann kl. 14.00. Ragnar Arnalds og Benedikt Sig- urðarson munu flytja ávörp á fundin- um, þekktar hljómsveitir munu spila, ljóð verða lesin og einnig munu lista- menn koma fram, segir í fréttatil- kynningu um fundinn. komast yfir heiðina síðastliðinn þriðjudag, en ekki varð fært yfir fyrr en undir klukkan sex um dag- inn. Bjöm sagði að hafist hefði ver- ið handa við mokstur klukkan fjögur um nóttina, en fyrsti bíll sem vildi yfir var kominn um klukkutíma síðar. Til að byija með voru þrjú tæki við mokstur, en síðar bættust fleiri við. Bjöm sagði að afar erfitt hefði verið við moksturinn að eiga og fullyrti að vegagerðarmenn hefðu aldrei lenti í jafnmiklum erfiðleikum við að lyðja mönnum leið og þennan dag á Oxnadalsheiðinni. „Við emm alls ekki óvanir því hér, vegagerðamenn, að vera sakað- ir um amlóðahátt og leti, en fólk sem hingað hringdi eftir upplýsingum Landanir hjá ÚA: Tæplega 900 tonn á hálf- úm mánuði SÓLBAKUR landaði í gær, fímmtudag, um 135 tonnum físki. Uppistaða aflans var karfi, eða um 65 tonn, þorskur taldi um 40 tonn og ýsa um 20 tonn. Næg vinna hefiir verið í frystihúsi Út- gerðarfélags Akureyringa að undanförnu. Kaldbakur kom inn til löndunar með 224 tonn 18. mars. Aflinn var þannig samsettur að 165 tonn vom af þorski, 26 tonn af ufsa og 15 tonn af karfa. Hrímbakur kom að landi með 154 tonn þann 21. mars og var aflinn að langmestu leyti þorskur. í kjölfar Hrímbaks kom Harðbakur degi síðar með 214 tonn, 98 tonn af þorski, 39 af karfa, 36 af ufsa og ýsa var um 30 tonn af aflanum. Sl. þriðjudag landaði Sval- bakur 135 tonnum og var þorskur 98 tonn aflans og grálúða um 28 tonn. Fundarmenn á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga: Áætluð þörf um 1400 kaupleiguíbúðir á ári - segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði á fulltrúar- áðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga að atvinnumálin væru stærsta sameiginlega verkefiii ríkis og sveitarfélaga sem takast þyrfti á við á næstunni. Þegar þrengdi að á vinnumarkaði reyndi á sveitarstjómir og atvinnumálanefndir. Fulltrúaráðsfundurínn, sem var sá 44. í röðinni, hófst á Hótel KEA í gær, fimmtudag, og em áætluð fúndarlok í dag kl. 17.00. Verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga er veigamesta mál fiindaríns. Félagsmálaráðherra gerði í drap á í ávarpi sínu má nefna ávarpi sínu grein fyrir ýmsum þeim verkefnum sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu síðustu mánuði. Hún fjallaði um frumvörp um tekjustofna sveitarfélaga og verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og sagðist leggja áherslu á að þau yrðu að lögum fyrir þing- slit. Hún sagði því mikilsvert að sveitarstjómarmenn leggðu sitt lóð á vogarskálarnar svo það mætti ná fram að ganga. Af öðrum málum sem Jóhanna umhverfismál, lögheimilislög og sameiningu sveitarfélaga og sagði hún æskilegt að hækka lámarks- Qölda íbúa hvers sveitarfélags upp í 200. Þá ræddi hún einnig um millistig í stjómsýslunni, þriðja stjómsýslustigið svokallaða, og sagði umræður þar um komnar í sjálfheldu sem brýnt væri að losa þær úr. Nefnd á vegum ráðuneyt- isins vinnur nú að greinargerð um skipan sveitarstjórnarmála á Norðurlöndunum, m.a. hver reynslan væri af fylkjaskipan og sagði Jóhanna að vænta mætti greinargerðarinnar um mitt ár. Húsnæðismál vom og á meðal þeirra málafiokka er ráðherra ræddi á fundinum og vísaði hún m.a. til skýrslu Byggðastofnunar um kaupleiguíbúðakerfið. Sam- kvæmt henni er áætlað að þörf verði fyrir byggingu tæplega 1.400 kaupleiguíbúða á landinu öllu á árunum 1988-1993. Þá kemur fram í skýrslunni að kaup- leiguíbúðakerfinu megi beita sem hagstjómartæki, það geti dregið út atvinnuleysi, en samkvæmt úttekt Byggðastofnunar er áætlað að í kringum byggingu um 100 íbúða skapist störf fyrir allt að 300 manns. Slíkt gæti orðið mikil lyftistöng fyrir flölmörg sveitarfé- lög. Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra. Jóhanna nefndi að í sveitarfé- lögum þar sem brottflutningur er umfram aðflutning gæti verði hentugra að kaupa eldra húsnæði heldur en hefja nýbyggingar, þar sem slíkt gæti aukið á vanda þeirra sem væm að selja hús- næði. ísafjörð, Bolungarvík, Vest- mannaeyjar og Siglufjörð nefndi hún sem dæmi um slík sveitarfé- lög. Akureyri nefndi hún sem bæ, sem alla burði hefði til að nýta kaupleiguíbúðakerfið einkar vel. Af öðmm málaflokkum sem félagsmálaráðherra ræddi á fund- inum má nefna atvinnumál kvenna í dreifbýli og aukin mennt- unartækifæri starfsfólks á lands- byggðinni. Það tóku því ekki allir þunglega að þurfa að bíða á Öxnadals- heiðinni nokkra tíma, á meðan heiðin var rudd. fékk þau svör að ekki væri búið að opna heiðina. Það er hins vegar al- gengt að fólk hafi það að engu sem við segjum og fari samt af stað,“ sagði Bjöm Brynjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.