Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 17 Islenska hljómsveitin; Tvö íslensk tónverk frumflutt ÍSLENSKA hyómsveitin heldur einsöngstónleika í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi, sunnu- daginn 2. apríl og hefjast þeir klukkan 16. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Þetta eru fímmtu tónleikar hljómsveitarinnar á áttunda starfs- ári. Á fyrri hluta efnisskrárinnar flytja þau Sigurður Bragason, barit- ónsöngvari og Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir, píanóleikari, innlend og erlend einsöngslög og óperuar- íur, m.a. eftir Áma Thorsteinsson, Björgvin Guðmundsson og Ludwig van Beethoven, Franz Schubert og Giuseppe Verdi. Á síðari hluta tónnleikanna verða flutt tvö söngverk eftir þá Þorkel Sigurbjömsson og Atla Heimi Sveinsson og er í báðum tilfellum um fmmflutning verkanna að ræða hér á landi. Verk Þorkels heitir Ballade (1960) og er samið við ljóðið Ballade von der „Judenhure" Marie Sand- ers, sem Bertold Brecht orti árið 1935 og birtist í ljóðabókinni Svend- borg Gedichte árið 1939, nánar til- tekið í öðmm hluta bókarinnar sem ber svohljóðandi yfirskrift: „Verður einnig sungið á tíma myrkursins? Þá verður einnig sungið um tíma myrkursins.“ Ljóðasafnið er kennt við hafnarborg þá í Danmörku er Brecht gisti í útlegð eftir að hafa hrökklast frá Þýskalandi nas- ismans. „Judenhure" vom þær kon- ur nefndar er áttii í ástarsambandi við gyðinga. Marie Sanders er ofsótt fyrir þær sakir, hár hennar er skorið og ekið með hana um stræti borgarinnar öðmm til viðvöranar. Elísabet F. Erlingsdóttir, sópransöngkona, flytur verkið ásamt þeim Gunnari Gunnarssyni, flautuleikara, Kjart- ani Má Kjartanssyni, lágfiðluleikara og Páli Eyjólfssyni, gítarleikara. Verk Atla Heimis heitir Karin Mánsdatters vaggvisa för Erik xiv (1979). Það er samið við samnefnt ljóð Zacharias Topelius. Eiríkur XIV var gjörvulegur en gæfulaus konungur Svíþjóðar og Finnlands er hrökklaðist frá völdum og eyddi síðustu dögum ævi sinnar hlekkjað- ur og hæddur. Katrínu drottningu tókst einni að sefa hinn geðhijáða konung með vöggulagi sínu. Það er Jóhanna V. Þórhallsdóttir, altsöngkona, sem flytur verkið, ásamt þeim Gunnari Gunnarssyni, flautuleikara, Birki Þór Bragasyni, saxafónleikara, Páli Eyjólfssyni, gítarleikara og Eggerti Pálssyni, slagverksleikara. (Fréttatilkynning) Jóhanna Sigurður Þóra Fríða Þorkell Elísabet Atli Heimir Forsetinn vel- ur í ljóðasafn MÁL og menning hefur sent frá sér safii íslenskra ljóða, sem for- seti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, tók saman og hefiir hlotið nafiiið Islensk kvæði. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Bókin geymir tæplega eitt hundrað ljóð eftir þijátíu og sjö skáld, auk nokkurra þjóðkvæða. Kvæðin spanna vítt svið íslenskrar ljóðlistar, en em þó flest frá 19. og 20. öld. Skáldin em öll látin, nema Halldór Laxness, sem Vigdís valdi fulltrúa þeirra skálda sem nú yrkja á íslensku. Tildrög þessarar útgáfu em þau •að Vigdís Finnbogadóttir hefur á undanfömum ámm oft vikið að nauðsyn þess að efla málvitund manna, ekki síst með ljóðalestri. Af því tilefni fór Mál og menning þess á leit við hana að hún tæki saman ljóðasafn sem einkum geymdi ljóð sem hún hefði hrifist af ung og enn væra líkleg til að höfða til æskufólks. Vigdís varð við þessari beiðni og leitaði víða fanga í þetta fjölbreytta ljóðasafn. í for- málsorðum sínum segir hún: „Ég hef lengi litið svo á að ljóðalestur og ljóðasöngur sé hin ágætasta leið til að efla málvitund manna, auðga orðaforða og treysta samhengið í sögu okkar, auk þess sem skemmti- leg og falleg ljóð veita huganum gleði sem enginn getur frá honum tekið.“ íslensk kvæði er 226 bls. að stærð og er bókin unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Aðgerðir gegn kjúkl- ingaframleiðendum algjört neyðarúrræði - segir Jóhannes Gunnarsson for- maður Neytendasamtakanna Þjóðleikhúsið: London City Ballet sýnir LONDON City Ballet sýnir sígild- an ballet í Þjóðleikhúsinu, í dag, föstudaginn 31. mars, og á morg- un, laugardaginn 1. april. Sólódansarar í sýningunni hafa dansað aðalhlutverk í helstu klassísku ballettum víða um heim, en þeir em: Steven Annegam, Bev- erly Jane Fry, Jane Sanig og Jack Wyngaard. Aðrir dansarar em aðal- dansaramir Tracey Alvey, Mandy Brak, Nigel Brown og Joss Urch og listdansaramir Tracey Lorraine, Angela Murdoch, Judith Roose, Mel- anie Rousos, Dincer Solomon og Stefan Umhey. Á dagskránni verða Dansar úr Hnotubijótnum. Höfundur tónlistar: P.I. Tsjaíkovskíj. Dansskáld: Peter Clegg. Búningar og leikmynd: Peter Framer. Ummynduð nótt — Transfigured night. Höfundur tónlistar: Arnold Schönberg. Dansskáld: Frank Staff. Sviðssetning: Veronica Paeper. Bún- ingar og leikmynd: Peter Farmer. Hátíðahöld — danssvíta — Cele- brations — a dance suite. Höfundur tónlistar: Giuseppe Verdi. Dans- skáld: Michael Beare. Sýningar á föstudags- og Iaugar- dagskvöld hefjast klukkan 20 og á laugardag klukkan 14.30. FYRIRHUGAÐAR aðgerðir Neytendasamtakanna gegn kjúklinga- og eggjaframleið- endum hafa enn ekki verið ákveðnar, en að sögn Jóhannes- ar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna, verður ákvörðun um framkvæmd þeirra tekin á stjórnarfúndi samtakanna næstkomandi laug- ardag. Jóhannes segist vona að fyrir þann tíma takist að finna einhverja leið sem báðir deilu- aðilar geti sætt sig við. Aðgerð- ir gegn þessum framleiðendum séu algjört neyðarúrræði. Neytendasamtökin gáfu út yfir- lýsingu 15. mars síðastliðinn þar sem segir, að ef kjúklinga- og eggjaframleiðendur láti ekki af einokun sem þeir hafi komið upp samhliða miklum verðhækkunum á kjúklingum og eggjum, þá muni Neytendasamtökin grípa til ákveð- inna aðgerða gegn þeim. Að sögn Jóhannesar Gunnars- sonar höfðu kjúklingaframleiðend- ur óskað eftir viðræðum við full- trúa Neytendasamtakanna, en þeir hefðu síðan afboðað þann fund. Bjami Ásgeir Jónsson, varafor- maður Félags kjúklingabænda, sagði að kjúklingaframleiðendur hefðu hætt um fyrirhugaðan fund með Neytendasamtökunum vegna yfirlýsinga formanns þeirra í íjöl- miðlum. „Við höfðum óskað eftir að fá að ræða þessi mál við Neyt- endasamtökin og fá skýringar á hvemig stæði á þessum aðgerðum þeirra, og hafði formaður samtak- anna samþykkt það. Eftir það var haft eftir honum í fjölmiðlum að Neytendasamtökin hvetji almenn- ing til að hætta að kaupa kjúkl- inga, og því ákváðum við að fresta þessum fundi og skoða okkar mál betur. Krafa Neytendasamta- kanna er að við lækkum verð á kjúklingum, en við teljum verðið í dag vera í algjöru lágmarki og ekkert frekara svigrúm sé þvi til frekari lækkunar. Okkur finnst eðlilegt að Neytendasamtökin leyti eftir fundi með okkur og kynni sér okkar gögn, en allur málflutningur þeirra í þessu sambandi hefur byggst á mikilli vanþekkingu á framleiðslukostnaði í þessari bú- grein. Þá fá staðhæfíngar þeirra um að heildsöluverð á kjúklingum hafi hækkað langt umfram fram- færsluvísitölu allt frá árinu 1982 engan vegin staðist, því að þrátt auknar skattaálögur á framleiðsl- una er staðreyndin sú að heildsölu- verðið hefur hækkað minna en framfærsluvísitalan. “ Að sögn Bjáma Ásgeirs er al- gengasta verð á kjúklingum nú 609 krónur kílóið úr verslun. Skila- verð til framleiðenda er 241 króna samkvæmt verðlagsgrundvelli í kjúklingarækt frá 1. mars síðast- liðnum, en heildsöluverð er 406 krónur og hefur það ekki hækkað frá 24. október síðastliðnum, þrátt fyrir 5,1% hækkun á skilaverði til framleiðenda um síðustu mánaða- mót. Sinfóníuhljómsveitin: Tónleikar fyrir alla íjölskyldima Sinfóníuhljómsveit íslands heldur fiölskyldutónleika laugar- daginn 1. aprU í Háskólabíói og heQast þeir klukkan 15. Þijú verk verða á efnisskránni; Hljómsveitin kynnir sig eftir Benja- min Britten, Bamaleikir eftir George Bizet og að lokum Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofiev. Sögumaður í Pétri og úlfinum verður Þórhallur Sigurðsson leikari en Anthony Hose verður hljómsveit- arstjóri. í frétt frá Sinfóníuhljóm- sveit íslands segir m.a.: „Þessi efnis- skrá tryggir hina bestu skemmtun fyrir alla fjölskylduna og um leið fá bömin tækifæri til að kynnast hljóð- fæmnum og innviðum hljómsveitar- innar. Verkin em sérstaklega vel til þess fallin að glæða þannig áhuga bama sem fullorðinna á sinfóníu- hljómsveitum og verkum sem slíkar hljómsveitir flytja. Verkin em sitt úr hverri áttinni: Benjamin Britten, lávarður, var eitt ástælasta tónskáld Breta og lést hann 1976. Eftir hann liggja Qöl- mörg verk, stór og smá. Frakkinn George Bizet var af tónlistarfólki kominn. Hann var góður píanóleik- ari og skrifaði m.a. á annað hundrað alls konar píanóverk. Hann lést rúmri öld á undan Britten, árið 1875. Sergei Prokofiev var af rússnesku bergi brotinn. Mörg verka hans, eins og t.d. Pétur og úlfurinn, em heims- þekkt og spiluð reglulega um allan heim. Prokofíev lést 1953 og þrátt fyrir að kynnast nútímatónlist hélt hann alltaf tryggð við þá hefð- bundnu. Hljómsveitarstjórinn á tónleikun- um, Anthony Hose, er Breti, sem hefur undanfarin misseri starfað töluvert hérlendis. Hann hefur bæði stjómað Sinfóníuhljómsveitinni í vet- ur og í íslensku ópemnni undanfama vetur.“ Listasafti íslands: Sýning- Júlí- önu að ljúka SÝNINGU á landslagsverkum Júlíönu Sveinsdóttur lýkur sunnudaginn 2. aprU. Almenn leiðsögn, í fylgd sérfræð- ings, verður um sýninguna á sunnu- dag kl. 15. Tvær aðrar sýningar standa yfir í safninu, kynning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals, Jóns Stefánssonar og Gunnlaugs Ó. Schevings auk sýningar á nýjum aðföngum. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga klukkan 11—17 og veitingastofa á sama tíma. ÁS-TENGI Allar gerðir Tengið aldrei stál - í - stál SftUBtaMgwir & O® VESTURGÓTU 16 SIMAR 14680 ?1480 Blomberq Uppþvottavélar Úrvals vestur- þýskarvélar 5 gerðir, 5 litir. Hagstættverð. Góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hff. BORQARTÚNI28, SÍMI1889B. LaM 4 stoppar vlA dymar Ódýr, kraftmikill og sterkur fjölskyldubíll. Lada Luxhefur reynstmjög vel, enda lætur hann sig árstióir og aðstæður litlu skipta. Veldu þann kost, sem kostar minna! opið 9-18, laugard. 12-16. Bifreiðarog landbúnaðarvólar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími681200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.