Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 44
EINKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM r r SJOVA-ALMENNAR Nýtt félag ineð sterkar rætur FOSTUDAGUR 31. MARZ 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Loðnuveiðarnar: Nótín sprakk hjá Hábergi FJÖGUR loðnuskip voru að veið- um á milli Reykjavíkur og Akra- ness í gær, Smmtudag. Þar er stór loðnutorfa og nótin sprakk hjá einu skipanna, Hábergi GK, um hádegisbilið í gær. Fimm loðnuskip höfðu tilkynnt um afla í BeruQarðarál síðdegis í gær. Þessi skip höfðu tilkynnt um afla síðdegis í gær: Hilmir 1.200 tonn ti! Neskaupstaðar, Guðmundur 800 til Vestmannaeyja, Þórður Jónasson 700 til Krossaness, Háberg 300 til Grindavíkur, Huginn 580 til Vest- mannaeyja, Húnaröst 550 til Skot- lands og Valaberg 500 til Grindavík- ur. Fundi ASÍ og VSÍ frestað FUNDI samninganefiidar Al- þýðusambands íslands, Vinnuveit- endasambands Islands og vinnu- málasambands samvinnufélag- anna, sem vera átti í dag hefiir verið frestað fi-am yfir helgi. Ástæða frestunar mun vera sú að aðilar telja að línur í samningavið- ,* ræðum stjómvalda og opinberra starfsmanna þurfi frekar að skýrast áður en þess sé að vænta að viðræð- ur skili árangri. Sjá fréttir á bls. 2 Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Ég óska hinum nýkjörna biskupi heilla og guðs blessunar í tilefhi af kjöri hans,“ sagði biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson í samtali við Morgunblaðið þegar úrslit lágu fyrir. Myndin var tekin i gær, þegar biskup óskaði séra Ólafi Skúlasyni til hamingju með kjörið. Ólafiir Skúlason kjörinn biskup „ÉG er fullur auðmýktar á þessari stundu, því þetta er mikið embætti sem bíður. En því aðeins gaf ég kost á mér að ég er reiðubúinn að leggja mig allan fram og það ætla ég að gera með guðs hjálp,“ sagði séra Olafúr Skúlason dómprófastur og vígslubiskup í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar niðurstöður biskupskjörs lágu fyrir. Séra Ólafur hlaut tilskilinn meirihluta þegar í fyrstu umferð kosninganna, 89 atkvæði af 159, eða 56%. „Það er mikill léttir að þessi kosning er nú af- staðin og í huga okkar hjónanna býr mikið og djúpt þakklæti fyrir þann eindregna stuðning sem við höfum fengið," sagði séra Ólafur. Sjá viðtöl og frásagnir á bls. 3 Rætt um kaup Landsbank- ans á Samvínnubankanum '“Sambandið leitar leiða til þess að losa um fjármuni vegna slæmrar stöðu VIÐRÆÐUR eru hafhar milli fulltrúa Landsbankans og Sambands íslenskra samvinnufélaga um hugsanleg kaup Landsbankans á hlut SÍS í Samvinnubankanum, en það á 53% í bankanum. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Viðræðumar munu vera á firumstigi og innan Sambandsins mun vera mikill ágreiningur um það hvort selja beri hlut þess í bankanum. Jafiiframt er mikil andstaða við þessar hugmyndir innan Samvinnubankans sjálfs, og meðal fiölmargra annarra hluthafa bankans. Höfuðskýring þess að forsvars- menn Sambandsins vilja nú kanna hvort hægt sé að selja meirihluta Samvinnubankans, mun vera sú að SÍS hefur knýjandi þörf fyrir að losa um fjármuni, þar sem rekstrar- vandinn sé orðinn slíkur að í al- gjört óefni sé komið. í röðum bankamanna eru hins vegar efasemdir'um, að skynsam- legt sé fyrir Landsbankann að kaupa Samvinnubankann, þar sem það þýddi einfaldlega að Lands- bankinn yrði aðalviðskiptabanki meirihluta samvinnufyrirtækja í landinu, sem samanlagt komu út með nálægt tveggja milljarða tapi á síðasta ári, samkvæmt upplýsing- um Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra Sambandsins. Tap Sambandsins frá síðastliðnu ári mun nú vera á milli 800 og 1.000 milljónir króna, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, og það sem af er þessu ári hefur einnig verið um gífurlegan taprekstur að ræða, eða um 100 milljónir króna á mán- uði. Töluverður skoðanamunur er milli Landsbankans og Sambands- ins um eðlilegt söluverð á hlut SÍS í Samvinnubankanum. Gangverð á hlutabréfum í Samvinnubankanum er nálægt nafnverði. Hlutafé bankans var um áramót 348 milljónir, en bankinn hefur heimild til þess að auka hlutaféð um 200 milljónir króna, og hefur þegar verið selt lítillega af því. Hagnaður varð af rekstri bankans á liðnu ári, sem nemur 72 milljónum króna og jukust innlán um 23%, sem er nokkurn veginn sama aukning og meðaltalsinnlánsaukning ann- arra banka varð, eða 23,6%. Sjá innlendan vettvang á bls. 7 Verkfall náttúru- fræðinga: Mundi draga verulega úr starfsemi blóðbankans VERKFALL náttúrufræðinga, sem boðað hefur verið 6. april næstkomandi mun hafa veruleg áhrif á starfsemi blóðbankans, að sögn Ólafs Jenssonar for- stöðumanns. Samkvæmt skil- greiningu heilbrigðisráðuneytis- ins eru náttúrufræðingar ekki i hópi þeirra starfsmanna ríkisspítalanna, sem vinna þrátt fyrir verkfall. Sagði hann að stór hluti rann- sóknarfólks á rannsóknardeildum bankans væru náttúrufræðingar. „Það liggur í augum uppi að ekki verður hægt að halda uppi eðlilegri stárfsemi á slysavarðstofu eða á skurðstofum sem hafa blóðbankann að bakhjarli. Náttúrufræðingar ættu því að flokkast undir neyðar- deild,“ sagði Ólafur. „Væntanlega verður tryggð vagtþjónusta ef kem- ur til verkfalls eins og gert er um stórhelgar, þannig að viðunandi sé gagnvart alvarlegum atvikum en ef vinnudeilan dregst á langinn þá kemur það niður á skurðaðgerðum." Njarðvíkingar bikarmeistarar Njarðvíkingar sigruðu ÍR-inga i gærkvöldi í úrslitaleik bikarkeppn- innar í köfuknattleik, 78:77. Þetta er annað árið í röð sem Njarðvíking- ar sigra í bikarkeppninni. Á mynd- inni er fyrirliði þeirra, Hreiðar Hreið- arsson, með bikarinn. Sjá nánar bls. 43 Sómabátur seldur til Quebec: Notaður tíl hvalarannsókna BÁTASMIÐJA Guðmundar hefur nú selt Sómabát til Quebec í Kanada en þar á að nota hann til hvalarannsókna. Báturinn fer utan 4. apríl og segir Guðmundur Lárusson, eigandi Bátasmiðjunnar, að þetta gæti orðið upphafið að meiri viðskiptum við Kanadamenn. A.m.k. væri mikill áhugi fyrir slíku ytra. Það var að frumkvæði Kanada- manna að báturinn var seldur þang- að. Bátasmiðjan er með útflutnings- skrifstofu í Kanada, í samvinnu við Marel, og þangað kom fyrst fyrir- sjjum um bátinn. Guðmundur Lárusson segir að Sómabátamir séu aðallega seldir hér innanlands en nokkrir hafa ver- ið seldir utan. Þrír hafa verið seldir til Grænlands og sá fj'órði verður seldur þangað á næstunni. Þá hafa aðilar í Færeyjum keypt tvo báta. Á Grænlandi mun vera áhugi á kaupum á fleiri bátum. Athuganir Veiðimálastofhunar: Blöndun eldislaxa og villtra laxa líklega hafin NÝJAR athuganir Veiðimálastofiiunar sýna, að í Elliðaánum reynd- ist vera svipaður þéttleiki cldislaxa efst í ánum og neðst, sé litið á sumarið í fyrra í heild. Reyndist hann vera frá rúmlega 20% upp í tæpan ljórðung, þar sem hann var mestur og þegar dregið var á til að ná klaklaxi í ánum eftir veiðitima, reyndust rúmlega þrír af hveijum tíu löxum á svæðinu frá Árbæjarstfflu og niður úr, vera eldislaxar. Miðað við reynslu erlendis, má því reikna með að blöndun eldislaxa og villtra laxa sé hafin, en sérfræðingar á Veiði- málastofhun hafa reiknað út að eyðing villta stofhsins í Elliðaánum geti orðið á skömmum tíma ef blöndun í einhverjum mæli á sér stað. „Við höfum nú unnið úr öllum þeim hreistursýnum sem tekin voru úr aflanum í fyrra og með þvi að bera þau við skráningu veiði- bókar þar sem kemur fram hvar einstakir laxar veiddust í ánni, getum við kortlagt dreifingu eldis- laxanna," sagði Þórólfur Antons- son, líffræðingur hjá Veiðimála- stofnun, í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði einnig: „Og útkoman er ansi glannaleg og með öðrum hætti en margur ætlaði. Við skiptum ánum i fimm svæði, hvert um sig er rúmlega kíló- metri, en Elliðaámar eru um sex kílómetrar á lengd. Miðað við heildarveiði sumarsins sem var um 2.000 laxar, vom 21,5 prósent veiðinnar á neðsta svæðinu eldis- laxar, 24,9 prósent á þar næsta svæðinu. Á þriðja svæðinu 8,8 pró- sent, á íjórða svæðinu 8,9 prósent og á fimmta og efsta svæðinu 20,7 prósent. Við þetta má bæta, að þéttleiki eldislaxa jókst jafnt og þétt er á sumarið leið, en síðgengnir laxar eiga jafnan meiri möguleika á að hrygna vegna þess að veiðiálagið á þeim stendur skemur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.