Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 10
10
: MORGUftBLiÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1089
Júlíana Sveinsdóttír
Júlíana Sveinsdóttir
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Á þessu ári eru hundrað ár liðin
frá fæðingu hinnar gagnmerku
myndlistarkonu Júlíönu Sveins-
dóttur.
Hún fæddist að Sveinsstöðum í
Vestmannaeyjum hinn 31. júlí
1889, en lést í Kaupmannahöfn
hinn 17. apríl 1966.
í því tilefni stendur yfir sýning
á þeirri hlið listar hennar, er að
landslagi laut, í einum sal Lista-
safns íslands.
Júlíana Sveinsdóttir var einn
þeirra íslenzku brautryðjenda í
myndlist er fundu sér starfsvett-
vang í Kaupmannahöfn og naut
þar þeirra menningarsamskipta
sem löndin höfðu sín á milli fram
að sambandsslitunum. íslenzkir
listamenn áttu þá-skiljanlega mun
greiðari aðgang að skólum, styrkj-
um og sýningarsölum og um leið
hvers konar frama en seinna varð,
enda höfðu Danir hér skyldum að
gegna. Og framtíðarhorfumar voru
ennþá ákaflega bágbomar í hei-
malandinu, hvað myndlistarmenn
og rithöfunda snerti, enda mætti
jafnvel orða það svo, að hver einn
myndlistarmaður fullnægði mark-
aði þess tíma og hinum væri ofauk-
ið.
Því var það, að svo margir
íslenzkir myndlistarmenn freistuðu
gæfunnar í Kaupmannahöfn um
lengri eða skemmri tíma, gerðu það
margir mjög gott og málaramir
Júlíana Sveinsdóttir og Jón Stef-
ánsson ílentust þar allt lífið. Enn
fleiri hefðu og vafalítið gert það,
ef seinni heimstytjöldin hefði ekki
brotist út, enda frami þeirra þá svo
gott sem gulltryggður. Heima beið
þeirra hins vegar hörð lífsbarátta
og tómlæti mestan hluta lífsins auk
annars mótlætis, en það er önnur
saga, sem ekki verður sögð hér,
en er einungis drepið á til lær-
dómsríkrar viðmiðunar.
Jafnvel fann sá, er hér ritar, til
þessa bestu hliðar Dana gagnvart
Islendingum á námsárum sínum í
Kaupmannahöfn, uppúr 1950, og
reyndar enn áþreifanlegar síðar á
lífsleiðinni og metur mjög mikils.
Það einkenndi þessa íslenzku
strandhöggsmenn á danskan lista-
vettvang, var nær undantekningar-
laust, hve íslenzkir þeir voru eða
urðu smám saman í myndefnavali
sínu svo og útfærslu þess. Það mun
og senniega hafa kynt undir það,
að Danir voru mjög forvitnir um
íslenzkt landslag og náttúru, og
sjálfir áttu þeir af ríkri landslags-
hefð að ausa í sínu málverki, sem
í eðli sínu hlaut að vera framandi
fyrir íslenzk augu í allri sinni flatn-
eskju, skóglendi og blíðu, þar sem
hver lárétta línan tók við af ann-
arri. Danskir listrýnendur lögðu og
óspart út af þessum þætti í skrifum
sínum um íslenzka myndlist frá
upphafi og fylltust lotningu, andakt
og hrifningu af hinum miklu and-
stæðum í málverkum íslending-
anna.
Ég tel, að okkur megi ekki yfir-
sjást þetta atriði, er íslenzk lista-
saga er krufin, en ýmsum hættir
til að gleyma þessu eða gera lítið
úr fyrir vanþekkingu, sem er enn
verra, því að hér þurfum við á
engan hátt að fyrirverða okkur.
Þvert á móti felst í þessu reisn
okkar og styrkur.
Við eigum einnig vel að meta
það, að Danir áttu marga prýðilega
einkaskóla á þeim árum, sjálfstæða
eða til undirbúnings inngöngu í
Listaháskólann, er veittu þýðingar-
mikla grunnmenntun, og þangað
rötuðu margir íslendingar. Og
Listaháskólann sjálfan við Kóngs-
ins Nýjatorg gat hver og einn, sem
inn komst, notað sem lærdómsrík-
an starfsvettvang, ef vildi — og
þótt hann hentaði ekki öllum, skal
hann ekki vanmetinn, enda var
þetta meira og minna námsbraut
velflestra þekktustu myndlistar-
manna Danmerkur og íslands og
þar á meðal heimsþekktra núlista-
manna tímanna.
Þetta var og sá grunnur, sem
list Júlíönu Sveinsdóttur byggðist
á og sem hún kunni betur að meta
og rækta en aðrir landar hennar
og samtíðarmenn. Enginn þeirra
var í öllu falli jafn snortinn af
danskri erfðavenju í málverki og
hún, né kunni betur að ávaxta
hana í eigin vinnubrögðum, og
enginn náði jafn Iangt sem áhrifa-
valdur í dönsku listlífi, en hún átti
um margra ára skeið sæti í hinni
föstu dómnefnd Charlottenborgar-
sýninganna og að auki var hún
meðlimur Akedemíuráðsins, sem
var í senn stjóm listaháskólans og
ráðgjafi um mörg mál, sem að
myndlistum lúta. I þessum störfum
gustaði af henni og slíkur var veg-
ur hennar, er frá leið, að orð henn-
ar vom lög, er blaðamenn skoðuðu
hinar stóm sýningar fyrir opnanir
þeirra. Fylgdist ég með því úr fjar-
lægð, hve, ótakmarkaðrar virðing-
ar hún naut þau ár, sem ég var
við nám í Höfn og þótti á stundum
með ólíkindum, næsta skoplegt,
enda lituðust frásagnir blaðanna
mjög af ummælum hennar, sem
var náttúmlega takmarkaður sómi
fyrir sjálfa blaðamenninga, er
komu þar upp um ósjálfstæði sitt
og fáfræði. En gaman var það
óneitanlega fyrir okkur íslending-
ana.
Danir reyndust Júlíönu þannig
frammúrskarandi vel í einu og öllu,
og vinnustofa hennar og heimili í
Nýhöfn og næsta nágrenni Lista-
háskólans var svo sannarlega í
nafla borgarinnar, hvað myndlist-
um viðkom, ekki síður en vinnu-
stofa Jóns Stefánssonar á Store
Kongensgade og heimili á
Bredgade.
Myndefni sín sóttu þau bæði að
stómm hluta til íslands, þar sem
þau dvöldust svo til hvert sumar
eða hluta úr sumri, en myndefna-
valið var iðulega annað, hér var
um ólíkar manngerðir að ræða, og
stórar í sniðum hvor á sinn hátt.
Júlíana sótti mjög til æskustöðv-
anna, Vestmannaeyja, og gerði þar
stórbrotin málverk, einföld og ris-
mikil í myndbyggingu, er hlutu
óspart lof danskra gagnrýnenda,
og verða sumar hveijar að teljast
til lykilverka ferils hennar. Hinir
hrikalegu, nöktu klettar, er gnæfa
upp úr hafinu og ríku andstæður,
vom kjörið viðfangsefni fyrir mál-
ara af hennar upplagi, og hér náði
hún mjög persónulegum tökum á
annars gamalgróinni danskri
myndhefð. En einnig sótti hún mik-
ið til Þingvalla, svo sem svo marg-
ir starfsbræður hennar á þessum
ámm, en í stað þess að bíða sólar-
innar eins og þeir velflestir var það
dumbungurinn og votviðrið, sem
var hennar vettvangur. En það
væri nokkur misskilningur, að álíta
að hún hafí þar með leitað að dap-
urlegu hliðinni á íslenzkri náttúm
því að einmitt í slíku veðri njóta
ýmsir eiginleikar hennar sín best
og landið getur verið hrífandi fag-
urt. Og slík fegurð höfðar til
margra málara sem eitthvað sérs-
takt og mikilfenglegt — myndrænt
út og í gegn.
Það verða að teljast með bestu
eðliskostum íslenzkra málara að
hafa sótt myndefni sín heim til ís-
lands og unnið úr þeim í stað þess
alfarið og samlagast list útlands-
ins. Og vitaskuld var hér ytri byrði
landslagsins nærtækast fyrir
brautryðjenduma, og það var þeim
til sóma, að þeir urðu þó aldrei
málrar neinnar sveitarómatíkur,
heldur var hér myndbyggingin og
sjálft rismikið málverkið það, sem
allt snérist um. Átthagalist, svo
sem hún skilgreinist almennt, var
einna minnsta atriðið, þótt tilfinn-
ingin til heimslóðanna væri fima-
sterk, en hún dreifðist réttlátlega
um allt landið að segja má.
Auðvitað hafa menn til margs
annars að sækja til íslands en fjall-
anna og sjóndeildarhringsins, en
ef einhveijir vilja sveija þetta full-
komlega af sér, þá em þeir um
leið að sveija af sér uppruna sinn
og blóðböndin við íslenzka gróður-
mold.
Útlendir skilja þetta kannski
ekki alltaf, en við emm nú einu
sinni að mála fyrir okkur sjálfa og
notum til þess handbær verkfæri
okkar og hugarflug gagnvart um-
hverfinu, á sama hátt og skáldin
og rithöfundarnir skrifa á íslenzku
en t.d. ekki ensku og kemur ekki
par við, hvað útlendir sjá með
sínum eigin augum eða í gegnum
sín eigin gleraugu. Þeim hefur og
tekist með ágætum að tengjast
heimsbókmenntunum á sinn hátt.
Hins vegar meiga útlendir fá hlut-
deild í myndhugsun okkar líkt og
í bókmenntunum, leiki þeim hugur
á. íslenzkir rithöfundar kæra sig
ábyggilega lítið um, að útlendir
leiðrétti þá í málfræði og segi: „við
gemm þetta svolítið öðmvísi". Slíkt
hefði ekki þýtt við Snorra Sturluson
né nokkum annan mikinn rithöfund
í samanlagðri íslandssögunni, og
þótt gmndvallaratriðin séu þau
sömu, þá á uppmninn jafnan að
skína í gegn. Og í \jósi þessa var
Júlíana Sveinsdóttir jafn sannur
íslendingur og þó málari með al-
þjóðlegu sniði í landslagmyndum
sínuim og t.d. Svavar Guðnason í
sínum huglægu eldgosum.
— Sýningin á landslagsmyndum
Júlíönu Sveinsdóttur í einum sal
Listasafns íslands er að sjálfsögðu
stórmerkur listviðburður og ber að
skoðast af gaumgæfni og íjalla
vewl um. Ég hef kosið þessa hlið
á málinu, því að sýningin er alltof
lítil í sniðum, sé tekið tillit til tíma-
mótanna.
Hundrað ára afmælissýningjafn
mætrar listakonu og merkilegs
brautryðjenda hefði átt skilið að
vera yfirgripsmeiri, til þess að
stærð hennar og umfang listar
hennar hefði orðið öllum ljós. Hefði
hér íslendingar varla sýnt Júlíönu
nægilegan sóma til þessa, svo að
hún virkar um sumt sem utan-
garðsbam.
Mikilvægt tækifæri til að gera
myndarlega úttekt á ævi Júlíönu
Sveinsdóttur, og virkja hér ýmsa
samtíðarmenn hennar, sem enn eru
á lífi og gætu veitt okkur fróðleik
um persónu hennar og hugarþel
telst þar með hafa farið forgörðum.
Listsögulegar þemasýningar eru
ágætar, og af þeim á eðlilega að
vera sem mest, auk annars, en við-
komandi íslenzkir málarar eiga
ekki að þurfa að fylla hundrað ár
til að verðskulda slíka úttekt á list
sinni, í Ijósi þess að nær allri eign
safnsins er vísað til geymslurek-
kanna í mánuðum saman um há-
sumarið, ef rækta skal útlend við-
horf.
Og vegna þess, að um þemasýn-
ingu er að ræða, hefði þurft ítar-
legri krufningu listar Júlíönu í sýn-
ingarskrá, sem að öðru leyti er
prýðilega úr gerði gerð.
Ég læt þá sem sækja þessa sýn-
ingu um að fylgja ferli Júlíönu frá
fyrstu þroskaárunum, er hún var
eðlilega undir dijúgum áhrifum frá
rökfræðingnum Jóni Stefánssyni,
til hennar síðari ára, er hún var
ekkert annað, en það sem hún gaf
þjóð sinni, hin eina og sanna lista-
kona, Júlíana Sveinsdóttir.
Mississippi brennur
Willem Dafoe og Gene Hackman i hlutverkum sínum í myndinni
Mississippi Burning.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó:
í Ijósum logum — “Mississippi
Buming“
Leikstjóri Alan Parker. Hand-
rit Chris Gerolmo. Kvikmynda-
taka Peter Biziou. Aðalleikend-
ur Gene Hackman, Willem
Dafoe, Frances McDorman.
Bandarísk. Orion l988.
Spumingin sem í ljósum logum
vekur er fyrst og fremst sú: borg-
aði ferðin sig? Við skulum vona
að svo sé, en árið 1964 sköpuðu
afskipti missnjallra Norðanmanna
af kynþáttabölinu í Suðri oft
ógæfulegar afleiðingar fyrir nán-
ast réttlausa negrana. Á þeim
hundrað ámm sem liðin eru frá
lokum Þrælastríðsins hefur frels-
isbarátta þeirra farið fetið, hug-
sjónamenn og blómaböm
Kennedysljómarinnar bættu lítið
úr skák, vom illa séðir gestir hjá
hinum engilsaxnesku mótmæ-
lendum í Mississippi og víðar.
Þeir töldu (og telja) sig æðri fólki
með annan litarhátt, og ekki nóg
með það, heldur höfðu megnustu
andúð á kommum, gyðingum, og
ekki síst kaþólikkum — þar með
falla Kennedýamir útí ystu myrk-
ur. En mest af öllu hötuðu þeir
líklega Jankana, Norðanmennina
sjálfa, á heilli öld hefur ekki gróið
um heilt sú niðuriæging að tapa
fyrir þeim stríði um allt það sem
þeir stóðu fyrir.
Og enn er verið að skapa hvítar
frelsishetjur. Afleiðingar rann-
sóknar FBI-mannanna Hackman
og Dafoe á hvarfi þriggja mann-
réttindabaráttumanna vom ekki
sístar þær að á meðan á þeim
stóð brann Mississippi, þ.e. fátæ-
krakumbaldar þeldökkra, en Kla-
nið, öfgasinnamir, stöppuðu sér
saman og yljuðu á eigin vítiseldi.
Sú afstaða Parkers að fjalia
sem minnst um samstöðu svartra
en gera því meira úr djöfulskag
hinna hvítu mótmælenda gerir í
logandi ljósi enn óhugnanlegri og
næstum óbærilega á köflum. Mér
þykir þó þessi dramatísering held-
ur ósmekkleg, svipaðar raddir
berast frá hvíta meirihlutanum í
Suðurríkjunum, vitaskuld stein-
aldarmönnunum sem enn dreymir
um mektardaga Dixie, ég á ekki
við þá, heldur hinum almenna,
sómakæra borgara og ekki síst
frá þeldökkum sem þykir harla
Iítið gert úr jafnréttisbaráttu
þeirra. Eftir stendur þungskýjað-
ur þriller um miðaldamyrkur Suð-
ursins, þar sem Parker grípur til
allra meðala að ýta við samvisku
áhorfandans. Og hann fær eftir-
minnilega hjálp frá tónlistarhöf-
undinum Trevor Jones, kvik-
myndatökustjóranum Biziou,
sjónarhomin, áferðin, lýsingin eru
einn sterkasti þáttur myndarinn-
ar. Stórleikarinn Hackman er í
formi, að venju, Dafoe gefur hon-
um lítið eftir, Suðurríkjaskúrkam-
ir aldeilis einkar vel valdir, þ.e.
manngerðirnar og fram á sjónar-
sviðið stígur stórkostleg leikkona,
Frances McDormand (hefur að-
eins sést áður í Blood Simple).
Grimm mynd og áhrifamikil,
hvemig svo sem á efnistökin er
litið.