Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989
27
Stiörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Bogmaöur og Steingeit
Bogmaður (22. nóvember —
21. desember) og Steingeit
(22. desember — 20. janúar)
eru ólík merki og eiga þvi
ein sér ekkert sérlega vel
saman. Samband þeirra ein-
kennist því af togstreitu og
þörf fyrir málamiðlanir. A
hinn bóginn geta þau bætt
hvort annað upp.
BogmaÖurinn
Bogmaðurinn þarf að fást við
fjölbreytt og lifandi mál,
stunda íþróttir eða ferðast
og vera á hreyfmgu í daglegu
lífí. Hann þarf frelsi til að
víkka sjóndeildarhring sinn
og safna að sér nýrri þekk-
ingu, enda verður hann fljótt
leiður á vanabindingu og end-
urtekningum. Hinn dæmi-
gerði Bogmaður er jákvæður
og hress í fasi og að öllu jöfnu
þægilegur, friðsamur og um-
burðarlyndur. Hann er forvit-
inn og leitandi og því oft
víðsýnn.
Steingeitin
Steingeitin er jarðbundin og
þarf að fást við áþreifanleg
og uppbyggileg verkefni til
að viðhalda lífsorku sinni.
Hún þarf öryggi og fast land
undir fótum og vill skipu-
leggja fram í tímann. Stein-
geitin er byggingarmeistari
sem leggur einn stein í einu
og þó heildarmyndin sjáist
ekki við fýrstu sýn er hún
oftar en ekki að vinna að
byggingu stórrar stjómsýslu-
hallar. Vinna skiptir hana
miklu og ábyrgðarkennd
hennar er sterk. I skapi er
Steingeitin frekar þung og
alvörugefín. Hún er formföst
og yfirveguð.
Metnaöur og
þekkingarleit
Mögulega erfíðleika í sam-
bandi Bogmanns og Stein-
geitar má rekja til ólíks upp-
lags merkjanna. Annars veg-
ar er Steingeitin, jarðbundin
streðari, sem stefnir að
árangri á einu ákveðnu sviði
og hins vegar leitandi maður
sem vill upplifa margbreyti-
leika lífsins og þarf því oft
að skipta um vettvang.
Frjálslyndi og
íhaldssemi
Þó aðrar plánetur í korti
þessara aðila geri að verkum
að Bogmaðurinn sé ekki mjög
hvikull og Steingeitin ekki
fyrst og fremst metnaðar-
gjöm streðari, er skapferlið
ólíkt, er annars vegar létt og
hins vegar þungt. Viðhorfin
em einnig ólík, annars vegar
fijálslyndi og hins vegar
íhaldssemi og viss stifni.
Nútíö ogframtíð
Til að Steingeitin nái mark-
miði sínu þarf hún að aga
sig og skipuleggja tíma sinn
en til að Bogmaðurinn nái
markmiði sínu þarf hann að
vera án hafta, reglu og skipu-
lags. Öryggisþörf og það að
skipuleggja getur því stang-
ast á við það að lifa í nútíð-
inni og grípa tækifærin þegar
þau gefast. Stefnufesta
Steingeitarinnar sem getur
orðið að stífni og sveigjan-
leiki Bogmannsins sem getur
orðið að ábyrgðarleysi geta
rekist saman.
Raunhœfar áœtlanir
Til að vel gangi þurfa Bog-
maður og Steingeit að varast
að dæma hvort annað. Slíkt
leiðir einungis til óhamingju
eða sprenginga. Það jákvæða
er að saman geta þau skapað
sér íjárhagslegt öryggi og
traustan lífsstíl en jafnframt
ferðast og lifað lífinu. Þor
Bogmannsins til að takast á
við það nýja getur bundist
getu Steingeitarinnar til að
skipuleggja og gera áætlanir
raunhæfar.
GRETTIR
BRENDA STARR
1//0 CZfZU/M EHN ne>fí.EyNA AB
F/NNA /UANLeV ÞfNGAAANN, Sp/N
ÍS/Q S/LDU/M PA yNPCJfí SA/TlAN
/' þSiPT/NA/.
í VATNSMÝRINNI
Þetta var frábært leikrit, Magga! BÓKASKRIFARI! BÓKASKRIF-
ARI! Höfundur!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Spilin í A-úrslitum íslands-
mótsins í sveitakeppni vom
tölvugefin og þau sömu í öllum
leikjum. Eins og venjulega þegar
tölvan sér um gjöfina þykjast
menn sjá ófreskjur í hveiju
homi, litarslöngur og skipting-
arskrímsli. Svo reyndist þó ekki
vera í þetta sinn, þótt vissulega
bæri nokkuð á fjömgum spilum.
Síðasta spil mótsins var eitt af
þeim:
Vestur gefur; AV á hættu.
Norður
♦ -
♦ Á985
♦ ÁG76542
♦ Á9
Vestur
♦ D954
VK6
♦ -
♦ 10876532
Suður
Austur
♦ ÁG1083
♦ 73
♦ KD109
♦ DG
♦ K762
♦ DG1042
♦ 83
♦ K4
í tveimur leikjum vom sex
hjörtu sögð og unnin á spil NSr—
Spilið reyndist meðal annars
mjög afdrifaríkt í leik Flugleiða
og Modem Iceland. Bræðumir
Hermann og Ólafur Lárussynir
sögðu slemmuna þannig á móti
Jóni Baldurssyni og Val Sigurðs-
syni:
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 tígull 1 spaði 2 työrtu
4 spaðar 6 työrtu Pass Pass
Pass
Spaði út steindrepur spilið í
þessari legu, þar eð útilokað
verður að fríspila tígulinn. En
Jón valdi lauf og þar með hafði
Ólafur nægan samgang til að
verka tígullitinn eftir að hafa
tekið tvisvar tromp. Á hinu borð-
inu fengu Aðalsteinn Jörgensen
og Ragnar Magnússon 500 fyrir
að spila vöm í fjórum spöðum
dobluðum, svo sveit Flugleiða
tapaði 10 IMPum á spilinu.
Stefán Guðjohnsen og Hauk-
ur Ingason, liðsmenn Deltu,
unnu einnig hjartaslemmuna í
leiknum við Samvinnuferðir. {
leik Polaris og Braga Hauksson-
ar hitti Karl Sigurþjartarson á
spaða út gegn slemmunni og hún
fór þijár niður. Það var þó ein-
ungis 2ja IMPa gróði, þvi hinu
megin spiluðu Þorlákur Jónsson
og Guðm. Páll Amarson fimm
tígla doblaða, einn niður.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opna mótinu í New York um
páskana, sem nú er að Ijúka, kom
þessi staða upp f skák þeirra Jóns
L. Ámasonar, sem hafði hvftt og
átti leik, og hollenska alþjóða-
meistarans Pliester.
30. Rxe5! - Bxe5 31. Bxe5 -
Hxe5 (31. - Dxe5 32. Hf8+ -
Kg7 33. Hg8 er mát) 32. Hf7 -
Dg6 33. Hg8+ og svartur gafst
upp, því hann er mát í næsta leik.