Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 81. MARZ 1989 13 Framtíð tónlistar- skólanna á Islandi kannanir á ástandi framhaldsskóla- kerfisins undanfarin ár hafa komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlega þurfi að hækka laun kennara ef ein- hver mynd eigi að vera á skólastarf- inu. Á undanfömum árum hefur líka ríkt í samfélaginu nokkuð jákvæður andi í garð viðhorfa af þessu tagi; vilji til að viðurkenna þessa sérstöðu kennara. Forysta HÍK verður hins vegar að taka á sig þá þungu ábyrgð, að með kröfugerð eins og þeirri sem nú liggur fyrir eru úrtölu- mönnunum færð beitt vopn í hend- ur, þeim hatursmönnum mennta og menningar sem ávallt hafa borið skólamönnum á brýn leti, heimtuf- relq'u og fyrirlitningu gagnvart öðm launafólki. Það eru erfiðar aðstæður í sam- félaginu. Þá hafa menn um tvennt að velja; skilgreina vandann og reyna að fást við hann eða að stinga höfðinu í sandinn. Forysta BHMR hefur valið seinni leiðina og það sem verra er; hún hefur valið að segja að vandinn sé ekki til, nógu oft til að hún trúi því sjálf. Sú leið er fá- heyrð lítilsvirðing við það fólk sem hefur verið stillt upp gagnvart vand- anum og á einskis annars kost en að horfast í augu við hann; fólkið sem hefur verið án atvinnu síðan í desember og fólkið sem vinnur fyrir launum sem ná ekki skattleysis- mörkum. Þegar vandinn knýr dyra er heiðarlegast að horfast í augu við hann og velja og hafna í sam- ræmi við þessa skynsemi sem guð gaf okkur. Á þann hátt eigum við að segja: Þar ber brýna nauðsyn til að hækka laun undir sultarmörkum og að bæta félagslegt umhverfi fólks. Til þess þurfa þeir hæst laun- uðu að lækka í launum. Punktur og basta. Höfundur stundar laganám við HÍ og er stundakennari við Menntaskólann við Hamrablíð. Hann erjafhframt varaformaður Alþýðubandalagsins í Rcykjavík og á sæti í framkvæmdastjóm Alþýðubandalagsins. eftir Kjartan M. Kjartansson Þar til fyrir u.þ.b. 26 árum síðan voru tónlistarskólar á íslandi alfarið reknir af sveitarfélögum. Skólamir voru fáir, vel menntaðir kennarar voru ekki á hveiju strái og nemenda- flöldi þar af leiðandi ekki mikill. Árið 1963 voru samþykkt lög á Alþingi sem skiptu sköpum fyrir uppgang og framþróun þessa mikil- væga menningarþáttar. Með laga- setningunni fengu skólarnir hluta rekstarkostnaðar greiddan úr ríkis- sjóði. Ekki var að spyija að við- brögðunum, skólunum fjölgaði og mikið líf færðist í tónlistarkennslu í þessu landi. Lögin voru endurskoðuð 1975 og þá var skólunum tryggður helmingur launakostnaðar úr ríkis- sjóði. Aftur voru lögin endurskoðuð 1985 og þá gerðar aðrar minni breyt- ingar. Núverandi rekstrarfyrirkomulag tónlistarskólanna á íslandi var ekki mótað á einni nóttu. Það hefur verið að þróast í áratugi og er eiginlega skólabókardæmi um hvemig ríki og sveitarfélög geta unnið saman að mikilvægum verkefnum, þar sem sveitarfélagið á frumkvæðið, vegna þeirrar vissu og öryggis, sem ríkið býður með lögfestum fjárframlögum ár hvert. Báðir aðilar samþyklqa áætlanir næsta kennsluárs og gera athugasemdir ef þurfa þykir. Þetta hefur tryggt það að um óráðsíu og bruðl hefur ekki verið að ræða. Hver einasta króna hefur farið þangað sem fyrirfram var áætlað og hafa skól- amir nýtt sitt fjármagn eftir bestu getu. Með skólagjöldum hafa skól- amir síðan keypt hljóðfæri, borgað húsaleigu, keypt nótur og a.þ.h. Menntamálaráðuneytið hefur séð um námsstjóm, gerð námsskráa og unnið heilmikið samræmingarstarf. Þetta hefur skilað sér í því að nú starfa skólamir flestir innan ákveð- ins ramma og hafa sömu viðmiðanir í prófum í flestum greinum. Þessi faglega umsjá menntamálaráðuneyt- isins hefur m.a. orðið ti! þess að menn hafa betur treyst niðurstöðum prófa og er nú svo komið að fjöldi framhaldsskólanema fær nám sitt í tónlistarskólum metið til stúdents- prófs. Allt þetta hefur gerst á undan- fömum ámm og hefur hver þáttur verið að mótast á löngum tíma. Nið- urstaðan er sú að tónlistarskólamir hafa skilað sínu hlutverki betur og betur, fjöldi vel menntaðra tónlistar- kennara hefur stóraukist og þar af leiðandi hafa nemendur tekið miklum framförum. Skólamir hafa víða orðið þungamiðja menningarlífsins á landsbyggðinni, t.d. með lúðrasveit- um og kómm við hátíðleg tækifæri. Til marks um þessa miklu grósku má nefna að á undanfömum dögum, þ.e. seinni hluta febrúarmánaðar, hafa hvorki fleiri né færri en 6 nem- endur verið að þreyta burtfararpróf í hljóðfæraleik og söng og a.m.k. 4 í tónsmíðum í Reykjavík einni. Sem sagt; allt er eins og best verð- ur á kosið frá rekstrarlegu og fag- legu sjónarmiði, þó lengi geti gott batnað og ekki á neinn hallað. En hvað gerist þá? Einhveijum skriffinn- um dettur í hug að færa allt í gamla horfið, láta sveitarfélögin annast rekstur tónlistarskólanna alfarið og gera það á einhvem mjög óljósan hátt í gegnum Jöfnunarsjóð sveitar- félaga. Allar hugmyndir, sem nefnd- ar hafa verið í þessu sambandi, hafa verið svo óljósar og að því er virðist vanhugsaðar, að furðu sætir. Þeir sem mælt hafa með þessum fyrirætl- unum eru í raun aðeins nokkrir stjómarmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga og hafa þeir haft hátt og kynnt þessar hugmyndir fyrir öðrum sveitarstjórnarmönnum sem fastákveðnar og óhagganlegar. En svo einfalt er málið ekki. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þessu máli og kannski ekki nema von því menn eru enn að reyna að finna • ástæður fyrir þessum fyrirhuguðu breytingum. Á ef til vill að breyta bara breytinganna vegna? Hver ætlar að sinna námssljóm? Ætla sveitarfélögin að koma á sínu eigin „menntamálaráðuneyti"? Spar- ar það peninga? Einfaldar það málin? Bætir það stöðu tónlistarskólanna á íslandi? Því hefur verið haldið fram að menntamálaráðuneytið muni áfram annast námsstjóm og faglegt eftir- lit. En er þá ekki einmitt verið að vinna gegn megintilgangi „verka- skiptingarfmmvarpsins", að sá sem borgar brúsann skuli ábyrgjast hann? Það er ekki að ástæðulausu að allur þorri fólks, sem kynnt hefur sér málið, sé forviða. Það fyrirkomu- lag sem hefur verið hér við lýði und- anfarin 26 ár hefur reynst svo vel að það væri hreint glapræði að fara hrófla við því bara til þess eins að breyta. ísland hefur orðið öðrum þjóðum fyrirmynd í þessum efnum. Víðs vegar um Evrópu hafa tónlistar- skólar verið reknir með samvinnu rikis og sveitarfélaga í einhverri mynd en þó alls ekki eins og hér. En í Hollandi t.d. dró ríkið sig út úr þessum rekstri og um leið dróst starf- Kjartan M. Kjartansson semin saman. Það er einmitt það sem við óttumst að muni gerast hér á landi. Við skiljum vel að lítið sveitar- félag á landsbyggðinni, sem hefur úr litlu að spila, lendi í vandræðum þegar gera á fjárhagsáætlun og rekstri tónlistarskóla er stillt upp við hliðina á rekstri vatnsveitu, hafnar- innar og annarra fjárfrekra fram- kvæmda sem hreinlega geta skipt sköpum fyrir tilvist þessa bæjarfél- ags. Ætli tónlistarskólinn vegi ekki létt á þeim vogarskálum? Nú er komið að lokum þessarar greinar. Tilgangurinn með þessum skrifum er ekki sá að hleypa illu blóði í einn eða neinn heldur aðeins að skýra okkar sjónarmið. Vonandi opn- ast augu manna fyrir þessum aug- ljósu staðreyndum að núverandi rekstrarfyrirkomulag tónlistarskól- anna var ekki mótað á einni nóttu heldur hefur það verið að þróast í áraraðir. Köstum þeirri vinnu ekki á glæ nema að vera viss um að það geri skólunum gott. Við sem störfum í tónlistarskólunum hljótum að vita manna best hvemig þeim málum verður best fyrir komið. Höfundur er skólasijóri Tónlistar- skólans i Kefki vík og formaður Samtaka tónlistarskólastjóra. 29. mars U^ADONNa <2 SssSe~" s i^f^burð HAGKAUP TONLEIKARIHAGKAUP Já, í dag kl. 16-17 munu Langi Seli og skuggarnir stíga á stokk í Hagkaup, Skeifunni, og leika fyrir okkur nokkur létt og vel valin lög í tilefni af útgáfu nýju plötunnar. Misstu ekki af þessu góða tækifæri að sjá piltana í stuði. SKEIFUNNI TILBOÐ ITILEFNI DAGSINS Nyja platan (kassettan) með Langa Sela og skuggunum á sann kölluðu tilboðsverði í eina viku í öllum Hagkaupsverslunum 690.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.