Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 Ast er. ... leiftur lífsins. TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Ég hef heyrt um svo margt jákvætt í fari þínu. Þú værir vel ríkur og ættir gott safn bankabóka? Vera má að nafh mannsins míns sé ekki greinilegt, en hann hefiir ekki jafiiað sig eftir að nöglin á stórutá var fjarlægð. HÖGNI HREKKVÍSI „ VlP HEFPU/M ALVRE! 'ATTAV LEYFA HONUM AP KA5TA FVKSTA &OL-TANU/A.' " Þessir hringdu . . Haustbrúður Leikhúsgestur hringdi: Eru konur að yfirtaka menning- arvettvanginn? Hefur mati á skáldagáfu þeirra verið ýtt til hlið- ar af sterku valdi hefðanna? Hefur körlum tekist að verja svo yfirráða- svæði pennans allt fram á okkar daga, að erfitt sé að viðurkenna ritlist kvenna að verðleikum? Spumingar af þessum toga vakna með okkur eftir að hafa séð leikritið Haustbrúður, sem byijað var að sýna í Þjóðleikhúsinu nú á dögunum. Hver þekkir ekki þá sögu sem þar er sögð, nær því í innsta hring hverrar íjöskyldu. Þórunn opnar okkur sýn til þess sem var og þess sem er, til þeirra darraðar- dansa þegar mennskan og valdið takast á upp á líf og dauða. Á snilldarlegan hátt tekst höfundi með næmri málkennd sinni, sem hvergi geigar, að læða tilfínning- unni í merg og bein. Þökk sé Þór- unni Sigurðardóttur um leið og við erum stolt af hverju því leikrita- skáldi sem með verkum sínum sannar hæfileika. Gott starfsfólk Gestur Sturluson hringdi: Kona nokkur, Sigríður Þor- steinsdóttir að nafni, sendi pistil í Velvakanda þar sem hún kvartar undan því fyrir hönd móður sinnar, sem er vistmaður á Elli- og hjúk- runarheimilinu Grund, að þar sé orðið fullt af dönskum og þýskum starfsstúlkum og allt sé þetta kol- ómögulegt starfsfólk og hafi öll þjónusta á heimilinu versnað síðan þær tóku þar til starfa. Þar sem ég er vistmaður á Grund hef ég ýmislegt við þessi skrif að athuga. Hvað þeim þýsku viðkemur er far- ið með bein ósannindi. Það hafa engar þýskar stúlkur verið ráðnar nýlega, það vinna nú fáeinar þý- skar konur sem hafa verið þar árum og áratugum saman, komið sér þar mjög vel og unnið sín verk af dugnaði og trúmennsku. Svo eru það þær dönsku. Fyrir rúmu ári síðan horfði til vandræða hér á heimilinu vegna skorts á starfsfólki og var þá tekið það ráð að ráða danskar starfsstúlkur. Og hvemig hafa þær nú reynst? Ég get vottað það hér með, og ég held að flestir vistmenn geti tekið undir það með mér, að þær hafa verið landi sínu og þjóð til sóma í alla staði. Þær hafa yfirleitt unnið verk sín vel og verið glaðar og hlýlegar í viðmóti við alla sem þær umgangast. Og að endingu. Það er engum til sóma að ráðast með vanþakk- læti og skætingi að útlendingum sem koma hingað til íslands að vinna líknarstörf sem landsmenn fást ekki til að inna af hendi. Gleraugn týndust við Hótel Borg Gleraugu með brúnleitri plast- umgjörð töpuðust í eða við Hótel Borg hinn 18. mars. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 10406 á kvöldin. Fundarlaun. Ekki á þjóðhátíðardaginn Guðmundur Bergsson hringdi og sagði það vera til skammar að láta bandarískt herlið vera hér með æfingar á sjálfan þjóðhátíðardag- inn. Ósanngjörn gagnrýni Þ.B. hringdi: Það birtist grein í Velvakanda 21. marz sl. um Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund. Maðurinn minn er á elliheimilinu og hefur fengið þar sérstaklega góða aðhlynningu. Stúlkurnar eru sérstaklega góðar hvort sem þær eru danskar eða þýskar. Ég hef oft þurft að kvabba á þeim en þær hafa alltaf tekið mér vel. Mér finnst þessi gagnrýni því afskaplega ósanngjöm. Lyklakippa fannst Pétr>r hringdi og sagði lykla- kippu, sem á væm húslyklar og einn bíllykill, hafa fundist fyrir utan Funahöfða 7 um miðjan mars. Á lyklakippunni væri rautt hús með mynd af hjónum inni í. Ef einhver kannast við lyklakippuna getur hann haft samband við Pétur. Vinnusími hans er 686171 en heim- asími 19488. Silfiimæla tapaðist Magnús Guðmundsson hringdi og hafði þetta að segja: í janúar tapaðist silfumæla, líklega við verslunina Verðlistann við Lauga- læk eða í Austurstræti. Nælan er þrístrend í laginu með svörtum hrafntinnusteini í miðju og silfur- doppum í kring. Hún er gömul, handsmíðuð og auðþekkt. Skilvís finnandi hafi samband í síma 14486. i Víkverji skrifar Prentvillupúkinn er lífseigt kvik- indi. Og leiðinlegur er hann í því líki, sem hann birtist í auglýs- ingu frá Erni og Örlygi. Fyrirtækið er þar að auglýsa ensk-íslenzkar orðabækur og bókaflokkinn Landið þitt ísland. Efst í auglýsingunni stendur: „Veganesti sem endist ævilangt.“ Það er auðvitað gott nesti sem endist manni ævilangt. Vonandi fitnar prentvillupúkinn ekki lengi af þessari villu. xxx eir áttu ekki sjö dagana sæla um páskana starfsmenn Skíða- staða í Hlíðarfjalli við Akureyri. Þeirra vandamál var snjór, allt of mikið af snjó, og sömu sögu er að segja frá öðmm skíðastöðum á norðanverðu landinu. Eftir að hafa nánast grátbeðið um snjó framan af vetri var haft eftir ívari Sig- mundssyni í Morgunblaðinu á mið- vikudag að þess yrði langt að bíða að menn börmuðu sér yfir snjóleysi. Víkverji dagsins dvaldi á Akur- eyri yfir páskana og gat sannarlega ekki annað en vorkennt ívari og hans mönnum. Þeir höfðu lagt nótt við dag við að gera aðstöðuna sem besta og allt var til reiðu. Veðurguð- imir tóku hins vegar völdin og margra daga undirbúningur fór fyr- ir lítið. Þegar rofaði tii vom starfs- menn um leið komnir út til að moka upp Iyftur og troða brautir og mátti sjá ljósin frá tækjunum langt fram eftir nóttu. Þá snögglega breyttist veðrið og vinnan var unnin fyrir gýg- Þar sem lítið sást út úr húsi því er Víkveri dvaldi í; snjór upp fyrir efri brún á gluggum, hafði hann það fyrir venju á hverjum morgni að hringja í símsvara Skíðastaða til að fá upplýsingar um veður. Blæ- brigðin í rödd ívars Sigmundssonar dugðu Víkverja, tóntegundin sagði allt sem segja þurfti, rödd hans var eins og barómeter. xxx Arrisulir ferðalangar á Akureyri tóku þriðjudaginn snemma. Veðrið lofaði góðu og í morgun- fréttum í útvarpi var talað um að innan stundar yrði Öxnadalsheiðin fær öllum bílum. Áfram var sagt frá því fram yfir hádegi að vega- gerðarmenn væru á síðasta sprett- inum, á hverri stundu yrði opnað. Fyrir þá sem sátu í bifreiðum sínum í Óxnadalnum voru þetta einkenni- legar fréttir. Bílsímaeigendur höfðu aflað sér upplýsinga um að tækin tvö, sem aðallega voru notuð, gætu ekki unnið á fullum afköstum og það var ekki fyrr en um klukkan 16 að bíiarnir 250 á vesturleið fóru að mjakast upp Bakkaselsbrekk- una. Að vestan komu um 70-80 bílar. í sjálfu sér væsti ekki um fólk, veðrið var einstaklega fagurt og unga fólkið fann sér ýmislegt til dundurs. Fótbolti var spilaður af krafti og ungur tónlistarmaður gekk fram með bílaröðinni og spil- aði á gítar og munnhörpu. Menn ræddu lífsins gagn og nauðsynjar þarna á heiðinni. Veður og færð hafa trúlega verið upphaf sam- ræðna í flestum tilvikum og spurn- ingin um hvort bakkgírinn væri virkilega enn bilaður í heflinum var algeng. Þarna voru ábyggilega 1.500 manns í bílum af öllum stærð- um og gerðum eða sem samsvarar öllum íbúum sæmilegs kaupstaðar á landsbyggðinni. Einhverjum lá meira á en öðrum og það var ekki einfalt fyrir þá sem voru með ung- böm með sér að eyða þessum sól- skinsdegi á fjöllum — og ekki fyrir- fram skipulagt. Hvers vegna ekki var meiri kraft- ur í mokstrinum veit Víkveiji ekki og heldur ekki hvers vegna svo ónákvæmar fréttir voru í útvarpinu. Skrifari hefði talið eðlilegt að ná- kvæmar upplýsingar hefðu verið lesnar inn á símsvara vegagerðar- innar og útvarpinu verið gert kleift að láta fólk vita nákvæmlega um gang mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.