Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 KORFUKNATTLEIKUR / BlKARURSLiT Njarðvíkingar bikarmeistarar annað árið í röð: Alvöru úrslKaleikur! Njarðvíkingarsigruðu með einu stigi eftirframlengdan leik Logi Bergmann Eiðsson skrifar NJARÐVÍKINGAR tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í körfu- knattleik í gær er þeir sigruðu ÍR-inga í Laugardalshöll með eins stigs mun, 77:78. Leikur- inn var hreint ótrúlega spenn- andi, einkum á lokamínútum síðari hálfleiks og í f ramleng- ingunni. Sigurinn hefði getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut en það voru Njarðvíking- ar sem fögnuðu sigri í lokin. Fæstir áttu von á spennandi leik, enda Njarðvíkingar taldir með mun sterkara iið. í upphafí leit út fyrir nokkuð öruggan sigur þeirra, en IR-ingar voru á öðru máli. Þegar tæpar fímm mínútur voru eftir höfðu Njarðvíkingar 9 stiga forskot. En á skömmum tíma náðu IR-ingar að minnka muninn í eitt stig. Fnðrik Ragnarsson skoraði fyrir Njarðvíkinga þegar 13 sekúndur voru til ieiksloka, 71:69. En Vignir Hilmarsson jafnaði fyrir ÍR-inga á síðustu sekúndunum, eftir að hafa fengið glæsilega sendingu frá Jóni Emi. Njarðvíkingar bytjuðu vel í fram- lengingunni og náðu strax fímm stiga forskoti. En góður kafli hjá IR-ingum færði þeim foiystuna í fyrsta sinn, síðan f upphafi leiks, 76:65. Njarðvíkingar komust yfír að nýju, 76:78. Jón Öm hitti úr öðm af tveimur vítaskotum sínum þegar 10 sekúndur vora eftir og það vora Njarðvíkingar sem náðu frákastinu og héldu boltanum til leiksloka. Njarðvíkingar hafa verið efstir í deildakeppninni tvö undanfarin ár. Samt hafa þeir mátt horfa á eftir íslandsbikamum til annarra liða. Bikarinn er sárabót, og jafnvel gott betur, því þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir honum. Andstæðingar þeirra hafa verið sterkir og liðið hefur átt sína bestu leiki í keppn- inni. Kristinn Einarsson og Helgi Rafnsson vora þeir leikmenn sem mest mæddi á og þeir stóðust álag- ið. ísak Tómasson lék einnig vel og Teitur nýtti færi sín vel er hann losnaði úr strangri gæslu ÍR-inga. Baráttuglaðir ÍR-ingar ÍR-ingar lentu í miklum villu- vandræðum og undir lokin höfðu fímm leikmenn fengið fullan skammt af villum. En liðið efldist við hveija raun og eftir því sem villunum fjölgaði því betur lék liðið. ÍR-ingar, sem flestir töldu auðvelda bráð fyrir Njarðvíkinga, vora hárs- breidd frá sigri og eiga hrós skilið fyrir gífurlega baráttu og sigurvilja. Bjöm Steffensen var besti maður IR-inga, hitti mjög vel og var sterk- ur í vöminni. Ragnar Torfason lék einnig vel og Jón Öm Guðmundsson stjómaði spili þeirra af röggsemi. Glæsilegur endir Annað árið í röð hefur körfu- knattleiksvertíðin endað á glæsileg- an hátt. Skemmtilegir og spennandi leikir í úrslitakeppninni og bikar- keppninni hafa glætt körfuboltann. Þessi leikur var viðeigandi endir sem bauð upp á flest það besta í körfuknattleik. Njarðvíkingar fagna sigri að leik loknum. Frá vinstri: Hreiðar Hreiðarsson fyrirliði, Bogi Þorsteinsson sem afhenti bikarinn og ísak Tómasson. „Heppnin með okkur - sagði Chris Fadness, þjálfari Njarðvíkinga Ileikjum sem þessum skiptir heppni alltaf máli. Að þessu sinni voram það við sem höfðum hana með okkur. Það stefndi i auðveldan sigur en þá urðum við kæralausir. í lokin máttum við reyndar þakka fyrir sigurinn," sagði Chris Fad- ness, þjálfari Njarðvíkinga, eftir leikinn. „Við lékum vel framan af en siðari hálfleikurinn var slakur. Það vantaði kraft í sóknina og við gáfym of mikið eftir. í mínum huga er bikarkeppnin jafn stór og íslandsmótið. Við höf- um þurft að hafa mikið fyrir sigram okkar og ánægjulegt að fá bikarinn eftir erfíðan vetur," sagði Fadness. nHéh við myndum springa" „Ég var alveg á taugum í lokin og hélt að við myndum springa í lokin. Við voram komnir vel af stað í fym hálfleik en gáfum eftir í þeim síðari," sagði Hreiðar Hreiðarsson. fyrirliði Njarðvíkinga. „Mér fannst dómaramir vera okkur óhagstæðir en það hafði ekki áhrif. Við náum bikamum og í mínum huga er hann jafn eftirsóknarverður og íslands- meistaratitillinn" sagði Hreiðar. „Stoltur af strákunum" „Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku mjög vel og eiga hrós skilið. Það sem gerði þó útslagið var slæm vítanýting okkar í lokin,“ sagði Sturla Örlygsson, þjálfari ÍR-inga. „Ég var óánægður með dómarana. Njarðvíkingar fengu að leika fast en fengu færri villur en við. Auk þess var mikið af vafasöm- um dómum. En ég vil óska Njarðvíkingum til hamingju með titilinn," sagði Sturla. Þrefalt hjá Jóni Jón Kr. Gíslason er án efa mjög niðurlútur þessa dagana! Ekki í andlegum skilningi heldur líkamlegum. Jón hefur nefnilega unnið þrefaldan sigur á þessu ári. Hann er þjálfari karla- og kvennaliðs IBK. Karlamir sigraðu í íslandsmótinu og konumar í íslandsmótinu og bikarkeppninni. Jón er því kominn með þijá þunga verðlaunapen- inga um hálsinn og það skýrir því Jón er svo niðurlútur! IR—UMFN 77 : 78 Laugardalshöllin, úrslitaleikur Bikar- keppni KKÍ, fimmtudaginn 30. mars 1988. Gangur leiksins: 4:4, 4:11, 13:11, 19:19, 22:26, 24:33, 28:38, 33:39, 39:42, 33:46, 41:50, 47:52, 47:58, 57:61, 59:68, 67:68, 67:70, 69:70, 69:71, 71:71, 71:75, 76:75, 76:78, 77:78. Stig ÍR: Björn Steffensen 25, Jón Öm Guðmundsson 13, Bragi Reynisson 10, Sturia Öriygsson 10, Jóhannes Sveins- son 8, Ragnar Torfason 4, Kari Guð- laugsson 3, Vignir Hilmarsson 2 og Pétur Hólmsteinsson 2. Stig UMFN: Helgi Rafnsson 18, Teitur Öriygsson 18, Kristinn Einarsson 14, Isak Tómasson 12, Friðrik Rúnarsson 9, Hreiðar Hreiðarsson 5 og Friðrik Ragnarsson 2. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Bergur Steingrfmsson. Höfðu ekki nógu góð tök á leiknum. Ahorfendun 700. ■ PÉTUR Péíursson og Bjöm Rafíisson skoraðu sitt hvort mark- ið er KR sigraði Val 2:0 í Reykjavíkurmótinu í knattspymu í frkvöldi. _ . _ NJARÐVÍK varð í gærkvöldi íslandsmeistari í 1. flokki í körfu- knattleik er liðið sigraði Val 79:64. Þorsteinn Bjaraason fór á kostum í liði UMFN. ■ NORÐURLANDAMÓTW í handknattleik karla verður haldið í Færeyjum næsta haust. Morgunblaðiö/Einar Falur Twelr af lykllmðnnum ÍBK-liðsins, Björg Hafsteinsdóttir, t.v., og Anna María Sveinsdóttir, hampa bikamum í gærkvöldi. ÍBK - ÍR 78 : 68 Laugardalshöll, úrslitaleikur bikarkeppni kvenna, fimmtudaginn 30. mars 1989. Gangur leiksins: 3:0, 6:2, 10:5, 15:10, 15:19, 19:19, 22:27, 32:33, 38:36, 42:36, 50:38, 52:48 57:48, 59:59, 71:62, 78:68. Stig IBK: Marta Guðmundsdóttir 29, Anna María Sverrisdóttir 14, Björg Hafsteins- dóttir 12, Margrét Sturiaugsdóttir 9, Bylgja Sverrisdóttir 9, Kristín Blöndal 4, Eva Sveinsdóttir 1. Stig ÍR: Linda Stefánsdóttir 16, Hildigunnur Hilmaradóttir 16, Harpa L. Guðbrandsd- tóttir 13, Sigrún Hauksdóttir 12, Vala Úlfijótsdóttir 6, Hrönn Harðardóttir 4, Ingibjörg Magnúsdóttir 2. Áhorfendun 250. Dómarar: Kristján Möllcr og J6n Otti Ólafsson og dæmdu þeir mjög vei. „Meiriháttar" - sagði Marta Guðmundsdóttir, sem fór á kQstum er ÍBK sigraði ÍR og varð bikarmeistari „ÞETTA var meiriháttar ieikur og mjög gaman að vinna hann. Fyrir leikinn vorum við ákveðn- ar í að vinna og það tókst,“ sagði Marta Guðmundsdóttir, sem fór á kostum með iiði ÍBK gegn ÍR í gærkvöldi, er Suður- nesjadömurnartryggðu sér sigur í bikarkeppni KKÍ, annað árið í röð. ÍBK sigraði einnig á dögunum á íslandsmótinu, og hefur reyndar einnig unnið það tvívegis í röð. eikurinn var jafn mest allan tímann. ÍBK bytjaði mjög vel en á 9. mín. komst IR yfír 16:15. Á næstu mínútu fóra Björg Haf- HHBHBI steinsdóttir og Anna Skúli Unnar María út af meiddar Sveinsson hjá ÍBK - snéra sig skrifar báðar. Það blés því ekki byrlega fyrir íslandsmeistarana því þær eru með- al bestu leikmanna liðsins. Björg hafði t.d. verið í miklum ham, skor- að 12 stig, þar af tvær þriggja stiga körfur. Hún kom ekki inn á aftur fyrr en um sex mín. voru eftir af leiknum, og lék þá aðeins á hálfum hraða. ÍBK komst 10 stigum yfír fljót- lega í síðari hálfleik, en ÍR náði svo aðjafna, 59:59. ÍR-stúlkurnar héldu hins vegar ekki út á lokamínútun- um, enda komnar í mikil villuvand- ræða. Vala og Linda fóra báðar af velli með fímm villur er hvorki meira né minna en níu mín. voru eftir af leiknum, og munaði um minna fyrir ÍR. Talsverð taugaspenna var í báð- um liðum og glötuðu leikmenn knettinum oft klaufalega. Þó verður að segjast að bæði lið hafa leikið mjög vel lengst af. Marta var best hjá ÍBK sem fyrr segir, skoraði mikið og „stal“ bolt- anum oft f vöminni. Björg Haf- steinsdóttir var í miklum ham með- an hennar naut við, Anna María dijúg í fráköstum eins og venjulega og skoraði mikilvægar körfur undir lok leiksins, en annars lék liðið vel í heildina. Hjá ÍR var Linda mjög góð og stjómaði sóknarleiknum, en það háir henni svolítið að hún getur aðeins rekið knöttinn með annarri hendi. Keflvíkingar færðu sér það vel í nyt og stálu oft af henni boltan- um. Hildigunnur stóð sig einnig vet- og Harpa tók mikið af fráköstum. Sigrún var og góð en hefði að ósekju mátt skjóta meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.