Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 s Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup: Óska Ólafí heilla og Guðs blessunar í starfí „ÉG ÓSKA hinum nýkjörna biskupi heilla og Guðs blessunar í starS hans þegar hann tekur við því. Hann er hæfileikamaður og mikill áhugamaður um málefiii kirkjunnar og hefiir sýnt það í starfi sínu,“ sagði herra Pétur Sigurgeirsson biskup yfir íslandi í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var inntur álits á úrslitum biskups- kjörsins. „Þessi úrslit voru skýr og af- dráttarlaus, þau láta í ljósi ótvíræð- an vilja og sýna að hann nýtur trausts jafnt lærðra sem leikra. Ég óska honum til hamingju," sagði biskup. Hann sagði að það styddi að einingu kirkjunnar að úrslitin urðu svo afdráttarlaus þegar í fyrstu umferð biskupskjörsins. „Ég tel að það sé mikilvægt fyrir kirkj- una í heild að innan hennar ríki eining," sagði hann. „Við höfum átt gott samstarf þessi ár sem ég hef verið biskup sem og fyrr á árum, allt frá því að hann var fyrsti æskulýðsfulltrúi kirkjunnar og það varð mikil sam- fögnuður í Bústaðakirkju þegar við hjónin fórum þangað að óska hon- um til hamingju og frú hans, Ebbu Sigurðardóttur," sagði herra Pétur Sigurgeirsson biskup. Biskupskjör: Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafiir Skúlason og fjölskylda hans í safiiaðarheimili Bústaðakirkju í gær. Frá vinstri: Ólafiir Skúlason með Brynhildi, Ebba Sigurðardóttir kona hans með Ólaf Hrafii, Sigríður Ólafsdóttir með Ásgerði, Skúli Sigurður Ólafsson, og loks Guðrún Ebba Ólafsdóttir með Hrafiihildi sér við hönd. Reiðubúiim að leggja mig all an fram í kreflandi embætti - segir sr. Ólafiir Skúlason, næsti biskup íslands „ÞAÐ er mikill léttir að þessi kosning er nú afstaðin, og í huga okkar hjónanna býr mikið og djúpt þakklæti fyrir þann ein- dregna stuðning sem við höfiim fengið. Það voru margir sem töldu það útilokað að við hefðum meiri- hluta í fyrri umferðinni, en við létum okkur þó samt alltaf dreyma um að það yrði. Það hefði orðið mjög erfitt að fara í aðra kosningaorrahríð að þessari lok- inni, ekki eingöngu fyrir okkur, heldur fyrir stéttina í heild og þá sem hér fjalla um mál,“ sagði sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup og dómprófastur, sem hlaut tilskilinn meirihluta atkvæða í nýloknu biskupskjöri. Biskupslqöri lauk 22. mars síðast- liðinn, og voru atkvæði talin í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í gær- morgun. Á kjörskrá var 161, en 159 greiddu atkvæði. Niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar varð sú að sr. Ólafur Skúlason hlaut 89 atkvæði, sr. Heimir Steinsson, prestur og þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, hlaut 31 atkvæði, sr. Sigurður Sigurðarson, sóknarprestur á Selfossi, hlaut 20 atkvæði og sr. Jón Bjarman, sjúkra- húsprestur, hlaut 11 atkvæði. Aðrir sem atkvæði hlutu voru sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson, sem hlaut tvö atkvæði, og þeir sr. Sigurður Guðmundsson, sr. Þórhallur Hö- skuldsson og sr. Einar Sigurbjöms- son, sem hlutu 1 atkvæði hver. Þrír atkvæðaseðlar voru auðir. Sr. Ólafur Skúlason hlaut þannig tilskilinn meirihluta greiddra atkvæða, eða 56%, til þess að verða næsti biskup íslands. Hann verður væntanlega settur í embætti biskups sunnudag- inn 25. júní næstkomandi í Dómkirkj- unni, en ekki þarf að vígja hann þar sem hann er vígður vígslubiskup. Pétur Sigurgeirsson biskup íslands hefur fengið lausn frá embætti frá og með 1. júlí. Eftir að úrslit í biskupskjörinu lágu fyrir sagði sr. Ólafur Skúlason að hann væri ekki síst þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið hjá þeim sem hann hefði unn- ið mest með. „Stuðningurinn var mestur og sterkastur hjá þeim sem ég hef unnið hvað mest með, til dæmis hér í Reykjavíkurprófasts- dæmi og meðal prófasta, svo teknir séu tveir hópar út úr. Þykir mér það óhemjumikils virði. Annars er ég auðvitað fullur auðmýktar á þesssari stundu, því þetta er mikið embætti sem bíður. Eg hef þó kynnst því af töluverðri nálægð þar sem ég var á Biskupsstofu í fimm ár, þegar Sigur- bjöm Einarsson gegndi embætti biskups, og ég veit því að þetta er krefjandi embætti. En því aðeins gaf ég kost á mér að ég er reiðubúinn að leggja mig allan fram og það ætla ég að gera með guðs hjálp.“ Sr. Heimir Steinsson sagðist vilja þakka stuðningsmönnum sfnum um land allt hjartanlega fyrir góðan hug og styrkan stuðning. „Ég óska sr. Ólafi Skúlasyni innilega til hamingju með þennan glæsilega sigur og áma honum allra heilla." Sr. Sigurður Sigurðarson sagði að úrslit í biskupskjörinu hefðu ekki komið sér vemlega á óvart og hann væri ánægður með kosninguna. „Það tapar enginn í svona kosningu. Sá sem fær flest atkvæðin hann tekst á við allan vandann, en hinir hljóta ba'ra vegsemdina sem felst í því að vera orðaðir við þetta embætti. Þessi úrslit hafa annars þann meginkost að vera mjög afgerandi." Sr. Jón Bjarman sagði að úrslitin í biskupskjörjnu væru afgerandi. „Ég vil óska sr. Ólafi Skúlasyni heilla og blessunar, og þakka þeim sem veittu mér stuðning." Sóknamefnd Bústaðakirkju hafði móttöku í safnaðarheimili kirkjunnar í gær, og kom þangað fjöldi gesta sem hyllti verðandi biskupshjón, sr. Ólaf Skúlason og Ebbu Sigurðardótt- ur, og fagnaði úrslitum með þeim. Við það tækifæri fluttu ávörp þeir Ásbjöm Bjömsson, formaður safnað- amefndar Bústaðakirkju, sr. Guð- mundur Óskarsson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, sem flutti þeim hjónum heillaóskir frá prestum Reykjavíkur- prófastsdæmis, og sr. Þórir Stephen- sen, staðarhaldari í Viðey. Sr. Ólafur Skúlason er fæddur 29. desember 1929 í Birtingarholti í Hrunamannahreppi. Hann lauk stúd- entsprófi frá Verslunarskóla íslands 1952, og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1955. Sr. Ólafur var sóknar- prestur í Mountain-prestakalli í Norður-Dakota í Bandaríkjunum 1955-59, en var settur til að þjóna Keflavíkurprestakalli 1. október 1959 til 31. janúar 1960. Hann var æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar 1960-64, hinn fyrsti er gegndi því starfi. Hann hefur verið sóknarprest- ur í Bústaðaprestakalli frá 1964, dómprófastur í Reykjavík frá 1976 og vígslubiskup frá 1983. Frá talningu atkvæða sem fram fór í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í gær. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Ólafur Walter Stefánsson, varafulltrúi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sr. Valgeir Ástráðs- son, fulltrúi Prestafélags íslands, Þorsteinn Geirsson, fulltrúi dóms og kirkjumálaráðuneytisins og form- aður kjörstjórnar, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, varafulltrúi Prestafélags tslands, Vilhjálmur Hjálmar- son, skipaður af dóms- og kirkjumálaráðherra og Ragnhildur Benediktsdóttir, ritari kjörstjórnar. Á innfelldu myndinni sést Þorsteinn Geirsson tilkynna úrslit biskupskjörsins. Rogsherferð haldíð áfram - segir Sjöfíi Sigurbjörnsdóttir skólastjóri „ÞETTA kom mjög á óvart en ég hef löngum vitað að þessar að- farir eru pólitískar," sagði Sjöfh Sigurbjörnsdóttir skólastjóri Öldus- elsskóla, en menntamálaráðherra hefur ákveðið að staða hennar verið auglýst laus til umsóknar frá 1. ágúst næstkomandi. Ráð- herra ber við samskiptaerfíðleikum innan skólans og uppsögnum selsskóla. Nú þegar er brostinn mik- ill flótti í kennaralið skólans og ekki orðum aukið að stefnir í upplausnar- ástand. Ákvörðun menntamálaráð- herra er tekin eftir umfangsmikla og tímafreka könnun starfsmanna ráðuneytisins. Fræðsluráð hefur fjallað um vandamál Ölduselsskóla á ótal fundum undanfama mánuði og hefur haft ærin tækifæri til að hlut- ast til um gang mála. Menntamála- ráðherra hefur nú tekið hárrétta ákvörðun og hefur þar augljóslega haft í huga hagsmuni nemenda, kennara og foreldra í umræddu skólahverfi." Áheymarfulltrúar kennara í fræðsluráði lögðu einnig fram bókun þar sem segir: „Varðandi það mál sem hér liggur fyrir viljum við benda á að samskiptaörðugleikar í Öldus- elsskóla í vetur hafa margoft verið til umræðu á fundum fræðsluráðs. Ráðherra hefur valið þá leið að aug- lýsa stöðu skólastjóra. Við leggjum ekki dóm á þá aðgerð í sjálfu sér, en teljum að óhjákvæmi- legt sé að leysa þessi mál.“ kennara. „Ég átti síst von á að fólk sem predikar sjálfstæði sveitarfélag- anna tæki fram fyrir hendurnar á fræðsluráði Reykjavíkur,“ sagði Sjöfn. „Það hafa margir foreldrar komið til mín og lýst yfir ánægju með skólastarfið, enginn hefur komið og verið óánægður. Þetta fólk sem hefur verið í ráðuneytinu núna er sama fólkið og var þar í sumar áður en ég tók við starfinu. Rógsherferðinni í vor er haldið áfram. Ég hef ekki hugmynd um hveijir það eru af kennurunum sem ekki vilja vinna með mér, þeir hafa ekki komið til mín og kvartað und- an skólastarfinu. Dags daglega gengur allt vel en því er ekki að leyna að ef skólinn er alltaf í fjöl- miðlum hefur það áhrif á blessuð bömin. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra lætur starfsmann sinn segja að 17 kennarar af 38 hafi gefið til kynna með „leyniskjali“, að þeir muni hætta ef staða skóla- stjóra verði ekki auglýst þegar hún losnar 1. ágúst næstkomandi. Hér er um vísvitandi tilraun til rang- færslu að ræða því að við skólann starfa að minnsta kosti 55 kennar- ar og skiptir ráðningarformið þar engu máli, allir kennarar við skól- ann eru þar fullgildir sem slíkir. Það er leitt að menntamálaráðherra skuli beita svo billegum vinnu- brögðum þegar hann er að reyna að láta starfsmenn sína bera blak af mjög svo óprúttnum starfsað- ferðum sínum. Auk 55 kennara era 13 aðrir ^tarfsmenn við skólann fyrir utan ræstingarfólk. Þessa fólks lætur ráðherra að engu getið þegar hann er að reyna að gera sem mest úr hinum leynilegu uppsögnum sínum eða hótunum um uppsagnir. Mjög margir kennarar hafa haft sam- band við mig í vetur og óskað eft- Sjöfn Sigurbjörnsdóttir ir starfi við skólann, þar af nokkrir í gær, þannig að ég kvíði engu þó nokkrir hætti.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.