Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 23
MOKGUÍt'íffl-ÁÐIÐ FÖSTUDÁGUR 31. MARZ 1989
unm
brigðisstofnunum enda liggur mikið
við. Nokkuð góður árangur hefur
einnig náðst því að þeim stofnunum
fækkar ört sem „fara framúr" fjár-
lögum. Sem dæmi um „afköst“
jókst sjúklingaflæði á deildarskipt-
um sjúkrahúsum á árunum
1960—83 um 83% en rúmum hefur
fjölgað um 24%. Að ýmsu leyti
hefiir þó verið gengið of hart
fram:
1. T.d. hafa orðið slys sem vekja
óþægilegar grunsemdir um að þau
megi rekja til þess að á staðnum
var ekki sérhæft fólk sem ef til
vill hefði getað komið í veg fyrir
mistök og slys.
2. Á hverju ári standa nú marg-
ar sjúkradeildir lokaðar vegna
skorts á fjármunum og á starfsfólki
(aðallega hjúkrunarfræðingum).
3. A mörgum deildum ríkir
„bann“ við ráðningu fólks til auka-
vakta og kallar það á aukna vinnu
starfsfólks. Nú koma til mín hópar
heilbrigðisstarfsmanna er kvarta
yfir of miklu vinnuálagi enda hafi
legið við slysum af þessum sökum.
Sem dæmi skal nefnt að á ýmsum
stofnunum hérlendis starfa allt að
30—40% færri hjúkrunarfræðingar,
ljósmæður og sjúkraliðar en á sam-
bærilegum stofnunum austan hafs
ísland Danmörk
Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna 1986 1986
á deildaskiptum
sjúkrahúsum á rúm 2,3-2,6 (1) 2,7-3,1(2)
Á blönduðum sjúkrahúsum 1,3 2,1
(1) Reykjavík, (2) Stærri borgir.
Ólafiir Ólafsson
og vestan. Á hjúkrunarheimilum er
vinnuálagið gífurlegt enda skortur
á hjálpartækjum. Af þessu hefur
skapast óöryggi og óánægja og
meðal annars orðið til þess að nýlið-
um í þessum stéttum hefur fækkað
verulega.
Landlæknisembættið hefur
óskað eftir úrbótum í þessu efiii
sem þýðir fjölgun starfsfólks og
þar með aukinn kostnað. Sjúkl-
ingum fjölgar stöðugt meðal annars
vegna fjölgunar eldra fólks og meiri
þjónustu er þörf. Hagræðingarráð-
gjafar verða að skilja að þó að unnt
sé að ná fram hagræðingu í iðnaði
t.d. með tölvuvæðingu gilda ekki
þær reglur fyrir sjúkraþjónustu.
Tölvur og vélmenni hjúkra ekki.
Með öðrum þjóðum hefur tölvuvæð-
ingin ekki orðið til þess að fækka
starfsfólki. Vissulega skortir oft fé
til þess að bæta aðbúnað á ýmsum
sviðum í þjóðfélaginu en ef van-
búnaður hefur í för með sér heilsu-
tjón verður að grípa til aðgerða.
Stjómendum stofnana er nokkur
vorkunn þvi að aðhald í fjármálum
er strangt. Þeir stjórnendur er fara
fram úr fjárlögum em miskunnar-
laust hengdir út á síðum og skjám
fjölmiðla og eru jafnvel kallaðir
óreiðumenn.
Raunhæfar sparnaðaraðgerð-
ir: Sjálfsagt er að vinna sem áður
að aukinni hagræðingu í rekstri.
Án efa má endurskoða vaktafyr-
irkomulag sjúkrahúsanna,
símenntunarkostnað lækna og
annarra heilbrigðisstétta. En
meðan ekkert fé fæst til framhalds-
og símenntunar lækna innanlands
er ekki margra kosta völ. Án efa
bregðast sjúkrastofnanir við á þann
hátt að loka deildum en ekki er
hægt að fallast á að lokað verði
deildum sem þegar búa við langa
biðlista s.s. bæklunardeildum. Ef
loka þarf deildum er eðlilegra að
aðrar deildir verði fyrir valinu, t.d.
lýtalækningadeildir. Flestar sparn-
aðaraðgerðir sem hafa einhveija
þýðingu eru þó þess eðlis að til
þess að framkvæma þær þarf
pólitískan vilja.
1) Flest efnisleg rök mæla með
því að beinn aðgangur að sérfræð-
ingum og stofnunum án tilvísana
frá lækni eða faglegs mats sé ekki
ákjósanlegur kostur út frá kostnað-
arsjónarmiði. Pólitískar ákvarð-
anir í þessum málum hafa geng-
ið þvert á faglega ráðgjöf í þessu
efiii. Þjóðir sem „leyfa“ beinan
aðgang að sérfræðingum s.s.
Bandaríkjamenn, V-Þjóðveijar og
Svíar greiða mun meira til heil-
brigðisþjónustu en t.d. Bretar,
Kanadamenn og Svisslendingar þar
sem tilvísunarkerfið er við lýði. Nú
er verið að gera tilraun til aftur-
hvarfs til fyrra fyrirkomulags.
Fijáls aðgangur að elli- og hjúkr-
unarheimilum eins og tíðkast hér á
landi í ríkum mæli er geðþótta-
ákvörðun sem fáar þjóðir leyfa leng-
ur. Þessu fyrirkomulagi má líkja
við að við ráðum háskólaprófessor
til þess að kenna bami lestur.
2) í tannlæknaþjónustunni eru
mörg dæmi um að sérfræðingum
er „selt sjálfdæmi" og megináhersla
lögð í viðgerðarþjónustu í stað for-
varna. Þannig á ekki ekki að fara
með fé skattborgara. Þó að við
höfum á að skipa ágætlega mennt-
uðum tannlæknum og fjöldi þeirra
sé svipaður og í mörgum nágranna-
löndum er tannheilsa íslendinga
mun verri en margra nágranna
okkar.
3) Gild rök hafa verið færð fyrir
því að lækka megi lyfjakostnað
vemlega með raunhæfum aðgerð-
um án þess að skerða þjónustu.
(Lyf og lyfjaverð. Landlæknisemb-
ættið 1988.) Tillögur og umræður
um þetta mál hafa þegar leitt af
sér nokkum spamað. Nú er unnið
að þessum málum á vegum heil-
brigðismálaráðherra.
4) Án efa má ná fram hagræð-
ingu með aukinni samvinnu eða
samræmingu sjúkrahúsa í
Reykjavík—og að stærri sjúkrahús
taki upp rekstur dag— og vikudeilda
eins. og flest nágrannalönd hafa
gert. Alkunna er að á þann hátt
má spara bæði mannaflaog fé—
auk þess stytta biðlista vemlega.
5) Frískt eldra fólk er sett á elli-
lífeyri og „neytt til þess að hætta
störfum" langt fyrir aldur fram.
Óvirkni hefur í för með sér ellihmm-
leika og sjúkdóma. Taka þarf upp
sveigjanlegan eftirlaunaaldur. I
öldrunarþjónustunni ríkir of
mikill stoftaanaandi, en um 17%
67 ára og eldri vistast á stoftaun-
um hérlendis en um 10% af fólki
á svipuðum aldri í nágrannalönd-
um. En hvers vegna beinum við
ekki sjónum okkar að þeim þáttum
í samfélaginu sem em heilsuspill-
andi og tökumst á við þá og náum
fram sparnaði? Sem dæmi má nefna
eftirfarandi:
6) Á sama tíma og leiða má sterk
rök að því að kostnaður þjóðfélags-
ins vegna áfengisneyslu (fram-
leiðslutap, eignatjón, trygginga-
bætur, löggæsla, heilsutjón o.fl.)
gæti hæglega svarað tii helmings
heilbrigðisútgjalda, auðvelda mun
stórlega aðgengi að áfengi. Því ber
þó að fagna að í fyrsta sinn í lang-
an tíma hefur fjármálaráðuneytið
tekið tillit til óska heilbrigðisyfir-
valda við verðlagningu á áféngi.
7) Talið er að fleiri hundmð
manns látist árlega af völdum
reykinga. Landlæknisembættið hef-
ur ásamt öðmm meðal annars reynt
að koma upp sjálfsögðum varnarað-
gerðum eins og reykingavarnarná-
mskeiðum á öllum heilsugæslu-
stöðvum en aðgerðir hafa dregist
úr hömlu vegna skorts á nokkur
hundmð þúsund króna fjárveitingu.
Gróði ríkisins af tóbakssölu skiptir
hundraðum milljóna!
8) Slys og afleiðingar þeirra
þekkja allir. Hvers vegna tekur
9—10 ár að ná fram einföldustu
lagabreytingum sem stórlega hafa
dregið úr meiðslum og sparað
stórfé? Borgaryfirvöld sinna t.d.
ekki nægilega þeirri sjálfsögðu
skyldu vikum saman að ryðja snjó
og ís af gangstéttum. Kostnaður
við hvert lærbrot er ekki undir
hálfri milljón, ef örorka hlýst af
getur kostnaður hlaupið á 5—10
mil(jónum.
Lokaorð:
Heilbrigðisgeirinn á íslandi hefur
fram að þessu veitt þjónustu eins
og best gerist meðal nágrannaþjóða
en með heldur minni faglærðum
mannafla. Spamaður í Qárveiting-
um og skortur á hjúkranarliði und-
anfarinna ára hefur meðal annars
orðið til þess að mörgum deildum
er lokað á ári hveiju og jafnvel
hálfum spítölum. Vinnuálag er
gífurlegt á hjúkmnarfólki og hefur
meðal annars valdið því að stórlega
hefur dregið úr nýliðun í þessum
stéttum svo að til stórvándræða
horfir ef ekki verður úr bætt.
Óheppilegar pólitiskar ákvarðanir
hafa leitt til þess að horfið hefur
verið frá þeirri gmndvallarreglu að
veita góðar úrlausnir á ódýrasta
máta. Fólk leitar oft langt yfir
skammt í heilbrigðisþjónustunni.
Sjúklingar með smávægilega kvilla
leita til sérfræðinga og jafnvel inn
á stofnanir sem em á dýrasta þjóri-
ustustigi heilbrigðisgeirans, án fag-
legs mats hjá lækni. Vissulega kost-
ar heilbrigðisþjónustan veralegt fé
en ekki er liklegt að kostnaður fari
úr böndum því að stöðugt er mikil
umræða í gangi um hvem kostnað-
arlið og hverri krónu margsnúið
áður en henni er eytt. Ýmsar leiðir
em færar til hagræðingar, en
spamaður má ekki verða til þess
að stórlega verði dregið úr mennt-
unarmöguleikum heilbrigðisstarfs-
fólks og þjónustu við sjúkt fólk —
það er niðurskurður. Ákvörðunar-
vald í fjármögnun heilbrigðisþjón-
ustunnar þarf að flytja nær notend-
um þjónustunnar t.d. með þvi að
efla sjúkrasamlögin
Heimildir:
Nordic yearbook of Stat. Stokkhélmur
1980, 1987.
Morgunblaðið 19.2. 1988.
Sammenligning av utgifler til Sociala
Kontant ydelser i Norden. Nordic Stat.
Sekretariat. Kaupmannahöfn 1988.
Umferðarslys. Fylgirit við Heilbrigðis-
skýrslur 1984.
Ólalur Ólafsson: Úr gögnum Hjarta-
vemdar.
Kvinnor och mánn: Norræna ráðherra-
nefndin 1988.
Lyf og lyfjaverð. Landlæknisembættið
1988.
Health and Wealth (J. Maxwell 1981).
Höfundur er landlæknir.
ísland
Danmörk
Noregur
Fjöldi lækna,
hjúkr.fr.,
sj.liða og sj.þjálf.
á 1.000 íbúa 1985
14,2
19,9
20,5
Hlutfallslegur fjöldi lækna á íslandi
er svipaður en aðrar faglærðar
stéttir em fáliðaðri en í Danmörku
og Noregi.
Fjöldi innlagna
á sjúkrahús
á 1.000 íbúa(1987)(l)
204
202
156
(l)Hjúkmnarheimilum er sleppt í
þessari töflu.
Ólaftar Oddsson
Við skulum taka íslenskufræðing-
inn unga sem dæmi. Ég hygg að
högum hans sé þannig háttað að
hann muni í mesta lagi kenna „fulla
kennslu“ og er það reyndar ærið
verkefni. Hann verður að leggja til
sjálfur skrifstofuaðstöðu heima
ásamt viðeigandi handbókakosti og
. fleira. Vemlegur hluti starfsins er
runninn heima. Ef hann hæfi
„Það hefur lengi tíðkast
að leita til liðlega tvítugra
íslenskunema til að kenna
ungmennum í þessari
grein. Þetta gerði ég ung-
ur maður og þetta hafa
aðrir gert. Eg hef hug-
leitt þetta og ég er ein-
dregið þeirrar skoðunar
að svo ungur og lítt
menntaður maður sé
óhæfur til slíks starfs og
þetta sé hvorki honum né
nemendum til góðs. í húfi
er íslenskunám ogþroski
ungmenna. Þetta er auð-
vitað afar mikilvægt en
enginn er hæfiir til að
kenna íslensku (eða aðrar
greinar) nema hann hafi
hlotið viðeigandi mennt-
un til starfans. Fólk á
rétt að vita af því að víða
er pottur brotinn í þessum
efhum og þjóðfélagið í
heild tapar á þessu.“
kennslu nú fengi hann í mánaðar-
laun u.þ.b. 55 þús. kr. Miðað er við
nám hans, BA-próf án uppeldis-
fræða. Hann fengi ekki annað utan
smávægilegra stílapeninga í lok
misseris. Stefnan í þessu efni er
mjög skýr. Hún laðar ekki ungt
hæfileikafólk til starfa. Einhveijir
kunna hér að andmæla og segja
að ýmsir kennarar fái hærri laun.
Satt er það að reyndir kennarar og
þeir sem annast stjómunar- og eft-
irlitsstörf hafa betri kjör, en þetta
kemur nýliðum að engu gagni, enda
gegna þeir ekki slíkum störfum.
Fyrir fáeinum ámm hættu tveir
íslenskukennarar að kenna í fram-
haldsskóla einum. Þeir fóm í óskyld
störf og gerðist annar þeirra t.a.m.
skrifstofumaður. Þetta vora all-
reyndir menn og vel menntaðir. Við
tóku þrír ungir menn, reynslu- og
próflitlir. Þeir vora áhugasamir og
ekki að efa að með meiri menntun
og reynslu hefðu þeir orðið hinir
nýtustu kennarar. En þegar þeir
kynntust starfinu, aðbúnaði og
launakjörum, vildu þeir hætta sem
fyrst og vom reyndar allir hættir
um vorið.
En hvað gerist svo ef vel mennt-
aðir og hæfir ungir kennarar fást
ekki til starfa? Því er auðsvarað.
Það er bara ráðinn einhver til þess
að kenna ungmennum, kannski
stúdent. Það er nauðsynlegt skólum
að geta boðið upp á störf vel mennt-
aðra kennara. Tökum dæmi úr öðr-
um greinum til þess að skýra þetta
nánar. Engum dytti í hug að leita
til liðlega tvítugs læknastúdents
vegna veikinda, því að hér er heilsa
í húfi. Stúdentinn er á því stigi
óhæfur, þótt hann verði líklega vel
hæfur síðar með meiri menntun og
reynslu. Og engum dettur í hug að
leita til liðlega tvítugs laganema
um ráð í mikilvægum lögfræðileg-
um álitamálum. Hér em fjármunir
eða æra manns í húfi. En vonandi
verður hinn ungi maður vel hæfur
síðar með meiri menntun og
reynslu. — Þá skulum við huga að
íslenskunema. Það hefur lengi
tíðkast að leita til liðlega tvítugra
íslenskunema til að kenna ung-
mennum í þessari grein. Þetta gerði
ég ungur maður og þetta hafa aðr-
ir gert. Ég hef hugleitt þetta og
ég er eindregið þeirrar skoðunar
að svo ungur og lítt menntaður
maður sé óhæfur til slíks starfs og
þetta sé hvorki honum né nemend-
um til góðs. I húfi er íslenskunám
og þroski ungmenna. Þetta er auð-
vitað afar mikilvægt en enginn er
hæfur til að kenna íslensku (eða
aðrar greinar) nema hann hafi hlot-
ið viðeigandi menntun til starfans.
Fólk á rétt að vita af því að víða
er pottur brotinn í þessum efnum
og þjóðfélagið í heild tapar á þessu.
Þó að hér hafi einkum verið fjall-
að um íslenskukennslu, þar sem ég
þekki þar best til, þá þarf vart að
geta þess að kennsla í ýmsum öðr-
um greinum er einnig afar mikil-
væg.
Ég hef áður (Mbl. 1.9. ’89)
minnst á furðulega og fjandsamlega
umfjöllun sumra fjölmiðla um kenn-
ara. En þetta skaðar þá ekki því
að íslendingar era svo vel menntað
fólk að þeir taka ekkert mark á
slíkum rógi. Hins vegar hafa þessir
náungar orðið sér til skammar og
mun þeirra skömm lengi uppi.
Það er yfirlýst stefna ráðamanna
að æskan skuli „eiga kost á bestii
menntun, menntun sem gerir henni
bæði kleift að varðveita þann arf
sem hún tekur við, tunguna, söguna
og hin íslensku þjóðareinkenni, en
jafnframt að tileinka sér og þjóð
sinni það besta úr óðfluga þróun
tækni og vísinda." (Áramótaávarp
forsætisráðherra, Mbl. 3.1.’89.)
Undir þessi orð skal hér tekið. Um
þetta efni mun reyndar ekki ágrein-
ingur milli ráðamanna eða flokka.
En hvemig væri nú að menn reyndu
að koma fyrrgreindri stefnu í fram-
kvæmd en létu ekki orðin tóm
nægja? Það verður að bæta að-
búnað í ýmsum skólum og gera
störf kennara eftirsóknarverð ungu
fólki. En auðvitað þarf að huga hér
að öðmm mönnum og ástandi þjóð-
mála yfirleitt. Menn verða að semja
í þessum efnum sem öðmm.
Höfundur er (slenskuSræðingur
og kennari í MR.