Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 ísrael: Óttastendursmíð ír- asks kjamorkuvers skríða eins og árið 1981, við eigum ekki annarra kosta völ,“ sagði Eit- an. - segir ísraelskur herforingi Jerúsalem. Reuter. FYRRUM herforingi í ísraelska hernum, Rafael Eitan, sagði á þriðju- dag að endurbyggðu írakar kjarnorkuverið í Tammouz í írak, sem ísraelar jöfnuðu við jörðu árið 1981, ættu ísraelar að gera árás á það á ný. „Vandinn sem við stóðum and- spænis þá, eins og við gerum í dag og munum ávallt gera, er hvort óvinaríki okkar búi yfir Iq'amorku- vopnum sem við erum vamarlausir gagnvart," sagði Eitan í viðtali við ísraelska útvarpsstöð. Dagblaðið Jerusalem Post hafði það eftir opinberum ísraelskum heimildarmönnum að Saudi-Arabar hefðu boðist til að fjármagna endur- byggingu kjamorkuversins og að Saddam Hussein, forseti íraks, hefði tilkynnt í þessari viku að til stæði að opna kjarnorkuverið á ný. „Ég tel að við verðum að gera Bandaríkjamönnum og vestrænum ríkjum grein fyrir því að við sættum okkur ekki við það. Við verðum einnig að búa okkur undir að grípa til annarra ráða, láta til skarar ísraelar hafa neitað að skýra frá því hvort þeir eigi kjamorkuvopn en á síðasta ári var Mordechai Van- unu, fyrmm kjamorkutæknifræð- ingur, dæmdur í 18 ára fangelsi í ísrael fyrir að skýra breska dag- blaðinu Sunday Times frá því að ísraelar hefðu framleitt hátt í 200 kjamorkusprengjur. Bandaríkin: Sovéskur skáksnill- ingur biður um hæli New York. Reuter. EINN lremsti skákmaður Sovétríkjanna meðal unglinga hefiir leitað hælis í Bandaríkjunum ásamt föður sínum. Segja þeir feðgar, að sovésk stjórnvöld hafi reynt að koma í veg fyrir frama hans í skák- inni en strákurinn stefiiir ekki að neinu minna en að verða heims- meistari. Allen Kaufman, framkvæmda- stjóri bandaríska skáksambandsins, sagði í fyrradag, að Gata Kamsky, sem er 14 ára að aldri, hefði tekið þátt- í opna New York-skákmótinu en að því loknu, síðla á þriðjudag, hefði hann farið í felur ásamt föður sínum, Rustam Kamsky. Hafa þeir nú beðið hælis í Bandaríkjunum. Þeim feðgum finnst sem sovésk stjórnvöld hafí reynt að leggja stein í götu skákmannsins unga með því að hefta ferðafrelsi þeirra og hindra hann í að tefla við bestu skákmenn- ina. Kenna þeir því um meðal ann- ars, að þeir eru Tatarar, af minni- hlutahópi, sem verið hefur á hrak- hólum í Sovétrílqunum síðan Stalín flutti hann nauðugan frá Krím. Kaufman sagði, að Gata væri ákaflega efnilegur skákmaður, sem stefndi að settu marki af óvenju- legri staðfestu og einbeitni. Sagði hann einnig, að þeir feðgamir hefðu komið að máli við sig fyrir nokkrum dögum og beðið hann hjálpar. Reuter Verkfallsmenn beijast viðlögreglu Hundruð hafnarverkamanna í Ulsan í Suður-Kóreu, sem voru í verk- falli, réðust inn í skipasmíðastöð í borginni í gær. Rúmlega 10.000 lögreglumenn lögðu til atlögu við verkfallsmennina og handtóku 700 þeirra. Sjónarvottar sögðu að verkfallsmennimir hefðu beitt gijóti, bensínsprengjum og kylfum gegn lögreglumönnunum. Á myndinni em lögreglumenn, sem urðu fyrir bensínsprengju með þeim afleiðing- um að það kviknaði í búningum þeirra. Um tuttugu manns slösuðust í átökunum. Straumur bátafólks frá Víetnam aldrei meiri Hong Kong. Reuter. ÞAÐ sem af er ári hafa fleiri víetnamskir bátamenn komið til Hong Kong en nokkru sinni áður í áratug. Húsaskjól er af skorn- um skammti fyrir bátafólkið og kann að reynast nauðsynlegt að hýsa þá um borð í feijum sem annars væru notaðar til flutninga milli hinna mörgu eyja í smáríkinu. Um helgina höfðu 1.278 báta- menn komið til Hong Kong frá ára- mótum miðað við 798 á sama tíma í fyrra. Þá komu 122 til viðbótar í fyrradag, miðvikudag. Flestir hafa komið á litlum opnum fiskibátum, hálfgerðum lekabyttum. Embættismenn sögðust í gær eiga von á stríðum straumi báta- fólks frá Víetnam á næstu vikum er veður færi batnandi á Suður- Kínahafi. Erlendir sendifulitrúar sögðust efast að stefnubreyting yfirvalda í Hong Kong gagnvart bátafólkinu myndi bera árangur. Þau ákváðu í fyrra að Iíta á báta- mennina sem ólöglega innflytjendur nema þeir gætu sýnt fram á að þeir væru raunverulegir flótta- menn, þ.e. að flýja harðræði og ofsóknir vegna kynþáttar síns, trú- arbragða eða pólitískra skoðana. Alls bíða nú um 26.000 bátamenn í búðum í Hong Kong, þar af eru 11.000 sem komið hafa eftir 16. júní í fyrra er yfirvöld breyttu um stefnu í garð bátafólksins. Hafa mál 1.300 þeirra fengið lokaaf- greiðslu á þeim tíma og langflestir þeirra verið úrskurðaðir sem menn í leit að meiri hagsæld. Hefur þeim verið haldið nánast sem föngum meðan þess er beðið að þeir fái land- vist í öðrum löndum. Yfirvöld í Hong Kong, Tælandi, Malasíu og Filippseyjum gera sér vonir um að leysa vanda bátafólks- ins með því að fá það sem flest til að hverfa aftur heim. Fyrir skömmu fóru t.a.m. 75 bátamenn til Hanoi af fúsum og fijálsum vilja og yfir- völdum í Víetnam hefur verið send- ur listi með 150 sjálfboðaliðum til viðbótar, sem hafa boðizt til að fara aftur heim. Hefur stjómin í Hanoi lofað því að refsa ekki bátamönn- um, sem snúa heim af fúsum og frjálsum vilja. Símar 35408 og 83033 HLIÐAR Stigahlíð 49-97 JR®r®mniblWíii> UTSALA á kuldaúlpum og skíðaanórökum. Helmings afsláttur. Don Cano-búdin, Glæsibæ, sími 82966. Skreiðarskuldir: Nígerískur hershöfðingi býður Norðmönnum aðstoð OLUSEGEN Obasaiya, hershöfðingi í Nígeríu og fyrrum þjóðhöfð- ingi landsins, hefur boðið norskum skreiðarframleiðendum aðstoð við að útvega þeim fé sem þeir eiga inni í nígerskum bönkum, segir í norska blaðinu Fiskaren. Hefiir norskur vinur hershöfðingjans komið boðinu á framfæri við Gunnar Berge fjármálaráðherra. Nor- skir skreiðarútflyljendur munu yfirleitt vantrúaðir á gildi þessa boðs Obasanja. i i lnfpíml Mtofrtfr Metsölublað á hverjum degi! Obasanja varð þjóðhöfðingi um hríð eftir blóðuga byltingu hersins árið 1976. Fjórum árum síðar efndi hann til kosninga og fyrir tveim árum dró hann sig út úr stjórn- málum en er talinn hafa nokkur áhrif bak við tjöldin þótt ekki séu allir sammála þeirri skoðun norska utanríkisráðuneytisins. Obasanja er fulltrúi lands síns á árlegum fundi ríkja breska samveldisins í London. Obasanja býðst til að vera full- trúi norsku framleiðendanna í samningaviðræðum við banka í Nígeríu. Skreið, sem Norðmenn seldu Nígeríumönnum 1986, var greidd með naírum, nígerska gjald- miðlinum, sem ekki var hægt að skipta á alþjóðlegum markaði. Norskur fjármálamaður, sem lengi hefur átt viðskipti við Nígeríu, fékk 1986 það verkefni að hafa upp á fé sem Den norske Creditbank (DNC) taldi sig eiga inni í nígerísk- um bönkum. Hann uppgötvaði að féð var horfíð, fannst ekki lengur á neinni skýrslu, og báðu fulltrúar DNC hann þá að gleyma málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.