Morgunblaðið - 02.04.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.04.1989, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFÍRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL I8S9 ERLEIMT INNLENT Ólafiir kjör- inn biskup Sr. Ólafur Skúlason, dóm- prófastur og vígslubiskup, fékk tilskilinn meirihluta at- kvæða, 56%, í fyrstu umferð biskupslqörs og verður því næsti biskup yfir íslandi. Sr. Ólafur tekur við embætti af Pétri Sigurgeirs- syni í júní næstkomandi. Langtámillií kjarasamningum Langt er á milli í kjaraviðræðum ríkisins og opinberra starfsmanna. BSRB-menn vilja 6.500 kr. launa- hækkun, en ríkið býður 1-2.000 kr. Ólafur Ragnar Grímsson, ijármálaráðherra, hefur ákveðið að fyrirframgreiða laun ríkisstarfs- manna aðeins til fimm daga, eða fram að boðuðu verkfalli. Ríkis- starfsmenn telja ákvörðunina ólög- lega. Miðstjómarfundur verður innan fimm daga í Alþýðubanda- laginu að kröfu 30 miðstjómar- manna til að ræða afstöðu flokks- ins til kj arasamninganna. Alþýðu- bandalagsfélag Reylqavíkur segir stefnu flokksformannsins gagnvart ríkisstarfsmönnum ekki samiým- ast stefnu flokksins. Staða skólastjóra í Ölduselsskóla auglýst Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur ákveðið að auglýsa stöðu skólasljóra Ölduselsskóla, Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, lausa til umsóknar, vegna samstarfsörð- ugleika skólastjóra og kennara. Fræðsluráð Reykjavíkur hefur mótmælt þessu, og Sjöfn sjálf og Davíð Oddsson borgarstóri segja að um f>ólitískar ofsóknir á hendur skólasljóranum sé að ræða. Rætt um að Landsbanki kaupi Samvinnubanka Fulltrúar Landsbanka og Sam- bandsins hafa hafið viðræður um þann möguleika að Landsbankinn kaupi 53% hlut SÍS í Samvinnu- bankanum. Mikill ágreiningur mun vera um það í Sambandinu, hvort eigi að selja. Jóhann með forystu Jóhann Hjartarson stórmeist- ari var efstur að loknum tveimur umferðum á geysisterku heims- bikarmóti í skák, sem haldið er í Barcelona á Spáni. Glasaböm á næsta ári Heilbrigðisráðherra, Guðmund- ur Bjarnason, hefur óskað eftir því að hafinn verði undirbúningur glasafijóvgana hér á landi. Búizt er við að hægt verði að búa til „glasaböm" á Landsspítalanum á næsta ári, og að aðgerðimar verði um 100-150 árlega. ERLENT Þingkosningar í Sovétríkjunum Kosið var til hins nýja fulltrúa- þings Sovétríkj- anna á sunnu- dag. Var þetta í fyrsta skipti sem alþýðu manna þar gefst tæki- færi til að velja á milli tveggja eða fleiri frambjóð- enda frá því kommúnistar bmtust til valda árið 1917. Úrslitin em talin áfall fyrir flokkinn en fjöldi háttsettra embættismanna náði ekki kjöri. Mesta athygli vakti stórsigur óháðra íjöldahreyfinga í Eystrasaltsríkjunum og gífurlegt fylgi umbótasinnans Boris Jeltsíns sem bauð sig fram í Moskvu en þar var hann áður flokksleiðtogi. Óskarsverðlaunin afhent Kvikmyndin „Regnmaður- inn“ hlaut fem Óskarsverðlaun þegar þau vora afhent á aðfara- nótt fimmtu- dags. Dustin Hoffman fékk verðlaun fyrir leik sinn í myhdinni en Jodi Fost- er varð fyrir valinu sem besta leikonan fyrir frammistöðu sína í myndinni „Hinir ákærðu". Danska myndin „Sigurvegarinn Pelle" var valin besta erlenda myndin og er þetta annað árið í röð sem þessi heiður fellur Dönum í skaut. Mannfall í Kosovo Fjöldi manns beið bana í átökum milli Albana og júgóslavneskra lögreglusveita í Kosovo-héraði í Júgóslavíu. Á miðvikudag var tal- ið að 21 maður hefði fallið en óeirðimar bmtust út skömmu fyr- ir páska þegar Ijóst varð að hérað- ið yrði í auknum mæli fært undir stjóm yfirvalda í Serbíu. Mengnnarslys í Alaska Björgunarsveitir hófu á fimmtu- dag að hreinsa upp olíu sem lak í sjóinn er risaolíuskipið Exxon Valdez strandaði við Prins Will- iam-sund í Suður-Alaska. Sýnt þykir að mengunin komi til með að hafa umtalsverð áhrif á lífríkið á þessum slóðum. Skipstjórinn þykir hafa gerst sekur um van- rækslu og var honum sagt upp störfum á fimmtudag. Talið er að skipsstrandið sé mesta mengunar- slys í sögu Norður-Ameríku. Breytt steftia gagnvart Nicaragua Bush Banda- ríkjaforseti hefur sent Gorbatsjov Sovétleiðtoga bréf þar sem mælst er til þess að Sovétmenn taki þátt í friðar- umleitunum í Nicaragua. Skýrt var frá þessu á fimmtudag en bréfið þykir til marks um að forsetinn hyggist taka upp sveigj- anlegri stefnu gagnvart stjóm Sandinista en forveri hans, Ron- ald Reagan. Gorbatsjov er vænt- anlegur til Kúbu í dag, sunnudag, en Kúbanir og Sovétmenn hafa veitt Sandinistum hemaðaraðstoð á undanfömum ámm. Guatemala: Gengið að. öllum kröf- um uppreisnarfanga Guatemalaborg, Guatemala. Reuter. FANGAR, sem gerðu uppreisn í E1 Pavon-fangelsinu í Guatemala- borg, höfúðborg Guatemala, sl. sunnudag, gáfúst upp í gær eftir að hafa haft það á valdi sinu í fimm daga. Slepptu þeir um 600 gfislum, sem þeir tóku, í fyrradag þegar gengið hafði verið að öilum kröfúm þeirra. Samkomulag náðist um uppgjöf fanganna á samningafundi full- trúa fanganna og samningamanna ríkisstjómar Guatemala. Að kröfu fanganna samþykkti stjómin að skipt yrði um fangelsisstjóra og fanga- verði, aðbúnaður í fangelsinu yrði betrumbættur og að föngunum yrði ekki refsað fyrir uppreisn sína. Jafn- framt lofaði ríkisstjómin að verða við þeirri kröfu fanganna að leggja til við þing landsins að refsing hvers þeirra yrði stytt um fímm ár, en í fangelsinu, sem er hið rammgerðasta Lögreglu- og rauðakrossmenn bera stúlkubam út úr E1 Pavon- fangelsinu eftir að fangar, sem náðu fangelsinu á sitt vald sl. sunnu- dag, ákváðu að gefast upp. í landinu, em 1.200 hættulegustu glæpamenn Guatemala. Gíslamir vora nær allir skyld- menni fanganna og komu til að heim- sækja þá á páskadagsmorgun. Fan- gamir risu upp er tilraun hóps þeirra til að laumast út með gestum mis- heppnaðist. Kom til skotbardaga og biðu þá a.m.k. Qórir fangar og þrír fangaverðir bana. Austurríki: Zita borin til grafar Vín. Reuter. AFKOMENDUR Zitu, síðustu keisaraynjunnar í Austurríki sem lést í útlegð f Sviss 14. mars síðastliðinn 96 ára að aldri, telja sér mismunað af austurrískum stjómvöldum og íhuga þeir nú að leggja mál sitt fyr- ir Evrópudómstólinn. Keisaraynjan var borin til grafar i Vín í gær. Zita var keisaraynja í Austurríki og drottning yfir Ungveijalandi í tvö ár. Hún yfirgaf Austurríki árið 1919 ásamt eiginmanni sínum Karli, fyrmm keisara landsins. Eftir fall keisaradæmisins mein- uðu austurrísk stjómvöld Habsburg- ættinni að snúa til baka til föður- landsins nema þeir afsöluðu sér nafn- bótum sínum og undirrituðu tryggða- reið við austurrísk stjómvöld. Einnig vom sett lög í landinu sem kváðu á um að fjölskyldumeðlimir gætu ekki orðið forsetar landsins. „Mér fínnst að mér sé mismunað," sagði Karl von Habsburg-Lothring- en, sonarsonur Zitu, keisaraynjunnar fyrrverandi á miðvikudag. Karl er 27 ára gamall og gaf í skyn að hann hefði áhuga á að taka þátt í stjóm- málum í Austurríki en hins vegar sagði hann of snemmt að segja til um hvort forsetaembættið freistaði hans. Gjörbreyta nýjustu kafbát- ar Sovétmanna vígstööunni? í skýrslu bandarískrar þingnefiidar sem birt var nýverið segir að Sovétmenn ráði nú yfir mun hljóðlátari árásarkafbátum en áður og er ein meginniðurstaðan sú að þegar í stað þurfi að gera byltingarkenndar umbætur á sviði kafbátaeftirlits og gagn- kafbátahemaðar eigi vamaráætlanir Bandaríkjanna og Atlants- hafsbandalagsins áfiram að vera trúverðugar. Skýrslan hefúr vakið mikla athygli og virðist hafa komið mönnum á óvart. Banda- rílqamenn hafa löngum ráðið yfir fúllkomnari kafbátum en Sovét- meon og þeir hafa treyst á þessa yflrburði sína eins og glögg- lega kemur fram í áætlunum um liðsflutninga til Evrópu á óvissu- eða átakatimum. Þá er og gert ráð fyrir því að bandarískir árás- arkafbátar getí tortimt eldflaugakafbátum Sovétmanna komi til styijaldar og að unnt sé að veija bandariska kafbáta sem búnir em langdrægum kjamorkueldflaugum. Bandaríkjamenn ráða enn yfir hafa löngum fullyrt að flárveiting- fullkomnari og hljóðlátari ár- ar til kafbátavama hafi ámm ásarkffbátum en það er engum vafa jndirorpið að bilið fer sífellt mirakandi. Þegar tillit er tekið til þess hve mikilvægu hlutverki kafbátar gegna í vamaráætlunum lýðræðisríkjanna þarf tæpast að koma á óvart að þeir sem sérfróð- ir mega teljast á þessu sviði em uggandi. Framfarir Sovétmanna á þessu sviði má rekja til óleyfilegrar sölu fyrirtælq'a í Noregi og Japan á tæknibúnaði til Sovétríkjanna. Búnaður þessi hefur gert Sovét- mönnum kleift að smíða mun saman verið öldungis ófullnægj- að þeir leysi kafbáta af Los Ang- eles-gerð af hólmi. „Seawolf" verður fullkomnasti kafbátur sög- unnar en fyrstu bátamir verða að líkindum teknir í notkun árið 1995. Hins vegar hefur verið bent á að Sovétmenn geti ráðið yfir sambærilegum kafbátum aðeins fimm ámm síðar fari fram sem horfir. Því hefur verið hvatt til þess að hætt verði við smíði „Sea- wolf“-bátanna og að hafin verði undirbúningur að smíði mun full- komnari báta. Líklegt er að unnt verði að efla vemlega vamargetu kafbáta í framtíðinni. Þannig er hugsanlegt að kafbátar geti „af- hljóðlátari vélar auk þess sem vélarbúnaður eldri kafbáta hefur verið endurbættur. Nú er svo komið að fullkomnustu árásarkaf- bátar Sovétmanna, sem em af „Akúla" og „Alpha“-gerð, geta kafað dýpra en bandarískir kaf- bátar auk þess sem þeir em hrað- skreiðari. Vakin hefur verið at- hygli á því að Sovétmenn hafa á undanfömum ámm gert ýmsar tilraunir á sviði kafbátasmíða m.a. í því skyni að bæta hljóðeinangmn en skrokkar bandarískra kafbáta hafa að mestu verið óbreyttir frá því á sjöunda áratugnum. Á hinn bóginn ráða Bandaríkjamenn enn yfir öflugri hlemnarbúnaði, sem telja má einn mikilvægasta lið gagnkafbátahemaðar. Nú er það svo að bandarískir sérfræðingar á sviði flotamála Reuter Sovéskur árásarkafbátur af „ Akúla“-gerð. Báturinn nær 42 hnúta hraða og talinn sérlega hljóðlátur. BAKSVIÐ eftir Ásgeir Sverrisson andi. Deilt hefur verið um þetta á Bandaríkjaþingi og hafa þær raddir heyrst að langtímastefnu- mörkun skorti. Þannig hafa ijöl- margir þingmenn gagnrýnt þau áform Bandaríkjaflota að láta smíða 30 nýja árásarkafbáta af gerðinni „Seawolf". Hver bátur mun að líkindum kosta rúmar 750 milljónir Bandarílq'adala (rúma 37 milljarða ísl. kr.) en ráðgert er vegaleitt“ eða tortímt tundur- skeytum með gífurlega hrað- skreiðum „varnarskeytum" eða með því að senda frá sér högg- bylgju. Þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni em fróðlegar ekki síst í ljósi þess að dregið hefur úr flotaumsvifum Sovét- manna m.a. í nágrenni íslands á undanfömum þremur árura. Hvað kafbátana varðar hlýtur sú spurn- ing að vakna hvort raunvemlega hafi dregið úr ferðum þeirra eða hvort fleiri bátar komast óséðir í gegnum varnarlínu Atlantshafs- bandalagsins. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.