Morgunblaðið - 02.04.1989, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1989
Stendur fast á sínu
SJÖFN Sigurbjörnsdóttir, skólastjóri Ölduselsskóla, er umdeild
kona, það hefur varla farið fram hjá neinum síðustu daga. Það
eru ákaflega skiptar skoðanir um hana sem persónu, og menn
voru mishrifnir af framgöngu hennar þegar hún stóð í pólitík.
Ekki aðeins andstæðingarnir, heldur þótti samheijunum erfitt
að eiga við hana lika. Um eitt ber þó öllum saman, sem þekkja
hana; hún er eitilhörð í baráttunni, hefúr ákveðnar skoðanir og
stendur fast á þeim.
Sjálf segir Sjöfn í viðtali, sem
Morgunblaðið átti við hana
nýlega, að líklega megi segja að
hún sé „frekar örgeðja". „Fyrr á
árum var ég sjálfsagt nokkuð
fljótfær. Mér hefiir þó lærzt með
árunum, að kapp er bezt með for-
sjá,“ segir hún í viðtalinu. Þar
kemur einnig fram að þótt styrr
hafi staðið í kring um hana, taki
hún það ekki eins nærri sér og
margir haldi, enda hafi hún herzt
í pólitíkinni á sínum tíma. Og tal-
andi um pólitík segist hún alltaf
hafa fylgt eigin sannfæringu frek-
ar en einhverri flokkslínu; þess
vegna rekist illa í flokki.
Björgvin Guðmundsson, sem
var borgarfulltrúi Alþýðuflokks-
ins um leið og Sjöfn, tekur að
sumu leyti undir þessi orð hennar
sjálfrar. „Hún er einörð og ákveð-
in og fylgin sér, en samstarf okk-
ar var ágætt, þótt ekki væri sam-
komulag í öllum málum. Það tókst
nú samt yfirleitt að ná málamiðl-
unum, enda hefði meirihlutinn
annars ekki staðið."
Björgvin segir að hins vegar
hafi ekki alltaf verið gott á milli
Sjafnar og Alþýðubandalags-
manna, enda sé hún í ýmsum
grundvallaratriðum andstaeð Al-
þýðubandalaginu. Þama munu
margir Alþýðubandalagsmenn
sammála Björgvini. „Ég verð að
Svipmynd
eflir Ólaf Þ. Stephensen
játa það á mig, að ég hafði stund-
um meira en blendnar tilfinningar
í garð þessarar annars ágætu
konu,“ segir Guðrún Helgadóttir,
sem sat í borgarstjóm með Sjöfn.
Sjöfn Sigur
bjömsdóttir
Starf: Skólastjóri Öldu-
selsskóla.
Fædd: 15. 10. 1936.
Menntun: Stúdentspróf
frá MA, fjögurra ára
nám í Bandaríkjunum,
skólastjóraréttindi.
Fyrri störfi Starfaði hjá
Menningarstofnun
Bandaríkjanna, síðan við
kennslu í Hagaskóla,
Vogaskóla og Fjöl-
brautaskólanum í Breið-
holti. Borgarfulltrúi Al-
þýðuflokks 1978-1982
og var þá formaður
æskulýðsráðs og stjómar
Kjarvalsstaða.
ÁJiugamál: Sund og úti-
vist, leikhúsferðir.
Heimilishagir: Gift
Braga Jónssyni. Þau
picrtt svnina At.Ia Raldnr
Morgunblaðið/Bjanii
„Persónulega gekk mér ekkert illa
að vinna með henni, en hún var
ákaflega erfið í þessu meirihluta-
samstarfi, einfaldlega vegna þess
að það var henni þvert um geð,
og hún hefði miklu frekar kosið
að vera í meirihluta með Sjálf-
stæðisflokknum, held ég. Þetta
bitnaði auðvitað einkum á okkur
Alþýðubandalagsmönnum, hún er
enginn sérstakur vinur sósíalista,
hún Sjöfn."
Eins og aðrir segir Guðrún að
Sjöfn sé ákveðin í skoðunum.
„Hún er ekki beinlínis kona mála-
miðlananna. Það er nú einu sinni
undirstaða þess að samsteypu-
stjómir geti starfað, að menn
gefi eftir, en það var nánast stál
í stál allan tímann milli Sjafnar
og annarra í meirihlutanum," seg-
ir Guðrún.
„Hún er glaðlynd og hjálpsöm
og gaman að vera með henni,“
segir Elín Torfadóttir, en þær
Sjöfn hafa verið samkennarar í
fimm ár, fyrst í FB og nú síðast
í Ölduselsskóla. „Ég verð ekki vör
við annað en að hún hafi geysileg-
an áhuga fyrir sínu nýja starfi.
Hún er ákveðin og með meitlaðar
skoðanir, og það er ekkert mgl á
henni. Þrátt fyrir það hlustar hún
alltaf vel á það, sem aðrir hafa
fram að færa.“ Élín segir að þótt
þær Sjöfn hafí mismunandi skoð-
anir, hafi aldrei komið fram hjá
henni vijji til annars en að leysa
málin, bæði í kennslunni og á
vettvangi borgarmála, þar sem
þær störfuðu saman áður.
„Hún er mjög góður stjómandi
og hugmyndaríkur kennari," segir
Kristín Amalds, skólameistari FB.
„Hjá okkur reyndist hún afar vel,
og gegndi ýmsum trúnaðarstörf-
um. Hún hélt góðum aga, fylgdist
vel með nýjungum og kom oft
með góðar hugmyndir." Um mála-
miðlunarhæfileika Sjafnar tekur
Kristin undir með Elínu.
Þótt Sjöfn þyki hörð í hom að
taka, ber mörgum saman um að
hún hafi ákveðna persónutöfra
eða „útgeislun", sem valdi því að
jafnvel pólitískum andstæðingum
falli vel við hana. Gamall bekkjar-
bróðir, sr. Heimir Steinsson á
Þingvöllum, segir að þótt kynni
sín af Sjöfn hafi verið mest á
skólaárunum í MA, hafí honum æ
síðan þótt vænt um hana. „Hún
hafði hæfileika til að koma góðum
hlutum til leiðar, tvímælalaust í
krafti persónutöfra sinna. Hún
var bekkjarformaðurinn okkar og
það þótti öllum vænt um hana. A
seinni ámm hefur ekkert orðið til
að breyta því hvað mig varðar."
Erna Héðinsdóttir, glímukempa:
Uppáhaldsbragðið er
klofbragð með hægri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forseta Islands aíhentrauð tjöður
Forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, var á_ föstudaginn afhent
rauð Qöður og bréfapressa frá Lionshreyfingunni á íslandi. Viðstödd af-
hendinguna vom þau Jósef Þorgeirsson, formaður Rauðu flaðrar-nefndar
flölumdæmis Lions á íslandi, Guðmundur Þorsteinsson, formaður fram-
kvæmdanefndar Rauðu ijaðrarinnar 1989, Þómnn Gestsdóttir, kynningar-
stjóri fjölumdæmisins, Halldór Svavarsson, fjölumdæmisstjóri Lions á ís-
landi og Daníel Þórarinsson, umdæmisstjóri í umdæmi 109-A. Sala rauðu
ijaðrarinnar fer fram um land allt dagana 7. 8. og 9. apríl næstkomandi,
en ágóða af sölunni verður að þessu sinni varið til byggingar vistheimilis
að Reykjalundi fyrir fjölfatlaða einstaklinga.
Fiskeldismenn at-
huga stofhun eig-
in tryggingafélags
FISKELDISMENN vi\ja fá fram
breytingar á tryggingaskilmál-
um fyrir fiskeldisstöðvar og
kanna grundvöll fyrir stofiiun
eigin tryggingafélags. Ályktun
þessa efiiis var samþykkt sam-
hljóða á aðalfúndi Landssam-
bands fiskeldis- og hafbeitar-
stöðva á föstudag. í frétt frá
fyrirtækjum er annast trygging-
ar í fískeldi kemur fram að tap
hafi orðið á þessum tryggingum
á síðasta ári.
*
Isamþykktinni er því beint til
sljómar Landssambandsins að
hún beiti sér fyrir gagngerri endur-
skoðun tryggingaskilmála í fiskeldi.
Jafnframt skal stjómin kanna
grundvöll fyrir stofnun trygginga-
félags í eigu fískeldisstöðva.
í fréttatilkynningu sem tækni-
nefnd Samsteypu íslenskra fiskeld-
istrygginga sendi frá sér á föstu-
daginn segir að markmið íslensku
vátryggingarfélaganna varðandi
fiskeldistryggingar sé að dreifa
KORNUNG stúlka úr Mývatns-
sveit, Erna Héðinsdóttir, hefúr
vakið athygli að undanfömu fyrir
þær sakir að hún æfir og keppir
f glímu, en Glfmusamband íslands
meinað henni um þátttöku f lands-
mótinu í glimu. Eraa er að vonum
Baráttuliindiir HÍK
HIÐ íslenska kennarafélag
heldur baráttufund á Hótel
Borg á morgun, mánudag, og
hefst hann klukkan 17. Ávörp
á fúndinum flytja Wincie Jó-
hannsdóttir, Sigurður Þ. Jóns-
son og Bergljót Kristjánsdóttir.
Nú stefnir í verkfall Banda-
lags háskólamanna í ríkisþjón-
ustu fimmtudaginn 6. apríl
næstkomandi. Þann dag munu
ellefu félög innan BHMR Ieggja
niður störf ef samningar nást
ekki fyrir þann tíma.
ósátt við þennan úrskurð og hefúr
hann verið kærður til Jafiiréttis-
ráðs.
Ema er 13 ára gömul síðan í jan-
úar sl. og hefur æft glímu með
góðum árangri það sem af er vetri.
„Mér hefur gengið mjög vel,“ segir
Ema, „ég vinn jafnaldrana að jafn-
aði.“ Áuk þess hefur hún æft með
strákunum og keppt í knattspymu
og fijálsum íþróttum í heimasveit
sinni, og að eigin sögn, hefur hún
aldrei verið látin líða fyrir kynferðið.
Ema sagði í samtali við Morgun-
blaðið að sér hefði gengið mjög vel
við glímuæfingamar í vetur. „Uppá-
haldsbragð mitt er klofbragð með
hægra fæti,“ sagði Ema aðspurð og
kvaðst hún mest nota það bragð,
oftast með góðum árangri. „Mér
finnst þessi úrskurður vera ömurleg-
ur,“ sagði Ema um niðurstöðu
Glímusambands íslands, þess efnis
að hún fengi ekki að taka þátt í
Eraa Héðinsdótt-
ir glímukappi (til
hægri) með Jó-
hönnu Kristjáns-
dóttur.
mótinu.
Hún sagðist hafa verið hvött til
þess af einum stjómarmanna Glímu-
sambandsins að skrá sig til þátttöku,
eftir góða frammistöðu sína á grunn-
skólamótinu, en síðan hefði sami
maður lagst gegn þátttöku hennar
þegar til úrskurðar Glímusambands-
ins kom.
Jón ívarsson. stjómarmaður í
Glímusambandi íslands sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að á næsta ári
yrði keppt í sérstökum stúlkna- og
kvennaflokkum. Hann taldi rétt að
Ema biði átekta þar til þessi háttur
yrði á hjá Glímusambandinu. „í velf-
lestum íþróttagreinum er bannað að
kynin keppi innbyrðis," sagði Jón.
„Það er alkunna að glíman hefur
verið síðasta karlavígið í íþróttum,
en við höfum sjálfír, án alls utanað-
komandi þrýstings ákveðið að koma
konum af stað í glímu. Þetta er
spuming um vissa þróun, sem verður
að fá að taka sinn tíma. Það er ekki
tímabært núna að stúlkur fái að
keppa,“ sagði Jón.
Hjá Jafnréttisráði fengust þau
svör að ráðið myndi íjalla um kæru
móður Emu, í þessu máli. Elsa Þor-
kelsdóttir hjá Jafnréttisráði sagði að
ráðið myndi á næstunni skoða reglur
íþróttahreyfingarinnar, því þetta
væri annað málið á skömmum tíma.
„Ráðið hefur minnt á ákvæði jafn-
réttislaganna þar sem segir mjög
skýrum stöfum að hvers kyns mis-
munun eftir kynferði sé óheimil."
áhættu. Þess vegna verði tjónlaus
fyrirtæki að greiða hátt iðgjald þeg-
ar um mikil verðmæti sé að ræða
vegna þess að sú áhætta sem félög-
in taki að sér að bera fyrir fiskeld-
isstöðvamar sé mjög mikil. Á það
er bent að afkoma í fiskeldi árin
1987 og 1988 hafi verið þannig að
tryggingafélögin hafi fengið greidd
iðgjöld að íjárhæð 12,6 milljónir
norskra króna, en tjón hafi á sama
tíma numið 12,7 milljónum norskra
króna. Þá sé verulegur kostnaður
samfara þessum rekstri, þannig að
ljóst sé að talsvert tap hafi orðið á
rekstri þessara trygginga.
Leiðrétting
Ferming í Bústaðakirkju
sunnudaginn 2. apríl, í dag, kl.
13.30. Prestur sr. Ólafúr Skúla-
son.
Fermd verða:
Anna Pála Stefánsdóttir,
Giljalandi 29.
Amdís Guðjónsdóttir,
Brúnalandi 12.
Ása Einarsdóttir,
Langagerði 29.
Bima Hafsteinsdóttir,
Álfheimum 62.
Fanný Sigurþórsdóttir,
Rauðagerði 67.
Ólína Kristín Jónsdóttir,
Sogavegi 148.
Soffía Lára Hafstein,
Básenda 6.
Svanfríður Ingjaldsdóttir,
Logawfold 178.
Tanya Lynn Willamsdóttir,
Garðsenda 9.
Þómý Tómasdóttir,
Frankfurt, p.t. Steingerði 11.
Bjarki Rafn Eiríksson,
Réttarholtsvegi 55.
Bjöm Hróbjartsson,
Stóragerði 22.
Garðar Hörður Garðarsson,
Dalalandi 10.
Sigurður Ríkharð Ámason,
Kvistalandi 15.
Fermingarbamið Ásta Salný Sig-
urðardóttir, Hrísholti 8, er meðal
fermingarbama í Garðakirlq'u í dag,
kl. 14.00. Nafn hennar misritaðist
hér í blaðinu í gær.
Heimilisfang Þorsteins Hreiðars
Ástráðssonar sem fermist í Selt-
jamameskirkju, hefur misritast.
Heimlisfangið er Hofgörðum 26
ekki 16.