Morgunblaðið - 02.04.1989, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1989
j t\ * r(er sunnudagur 2. apríl. Annar sunnudagur eftir
1 JLIAIjr páska. 92. dagur ársins 1989. Árdegisflóð í
Reykjavik kl. 3.15 og síðdegisflóð kl. 15.48. Sólarupprás í
Rvík kl. 6.42 og sólarlag kl. 20.22. Myrkur kl. 21.12. Sólin er
í hádegisstað í Reykjavík kl. 13.31 ogtunglið er í suðri kl.
10.19. (Almanak Háskóla Islands.)
Og hann rétti út höndina yfir lærisveina sína og sagði:
„Hér er móðir mín og bræður mínir.
(Matt. 12,49-50.)
ÁRNAÐ HEILLA KIRKJA
LAUGARNESKIRKJA Guðsþjónusta í dag, sunnu- dag, kl. 11.00. Bamastarf á sama tíma. Fermingarmessa kl. 13.30. Mánudag: Æsku- lýðsfundur kl. 18.00. Fimmtudagur: Kyrrðarstund í hádeginu. Orgelleikur frá kl. 12.00. Altarisganga og fyrirbænir kl. 12.10. Léttur hádegisverður í safnaðar- heimilinu kl. 12.30. Sóknar- prestur.
FRÉTTIR
I7A ára afinæli. í dag, 1 \/ sunnudaginn 2. apríl, er sjötugur Guðlaugur Ágústsson vélstjóri, Garða- vegi 3, Keflavík. Hann er vélgæslumaður í Hraðfiysti- húsi Keflavíkur. Þangað flutt- ist hann árið 1986 er hann kom frá Vestmannaeyjum. Kona hans er Svanhild Ágústsson fædd Jensen frá Sandi í Færeyjum. í HÁSKÓLA íslands. í tilk. frá menntamálaráðuneytinu í Lögbirtingi segir að Stefán Svavarsson hafi verið skip- aður dósent í endurskoðun í viðskipta- og hagfræðideild Háskólans.
FLUGFÉLÖG. í Lögbirt- ingablaðnu era tilk. í nýskráningu hlutafélaga um stofnun tveggja flugfélaga. Hér í Reykjavík hefur verið stofnað hlutafélagið Sam- flug, en tilgangur þess er flugrekstur m.m. Hlutafé fé- lagsins er kr. 30.000 og era allt einstaklingar sem að stofnun þess standa. Stjóm- arformaður félagsins og jafn- framt framkvæmdastjóri er Ásgeir Eiríksson, Heiðarási 25. Hitt félagið heitir Þyrlu- þjónustan hf. og er heimili þess suður í Bessastaða- hreppi. Hlutafé þessa félags er kr. 20.000. Að því standa einstaklingar og er stjómar- formaður félagsins og fram- kvæmdastjóri Halldór Hreins- son, Smáratúni 9, Álftanesi. 133 ár vora í gær, 1. apríl, liðin frá því að verslunin var gefin fijáls hér á landi, 1. apríl 1855.
A A ára afinæli. Næst- OU komandi þriðjudag, 4. apríl, verður sjötugur Baldur Sveinsson kennari, Skipa- sundi 59 hér í bænum. Hann er kennari við Hlíðaskóla og verið það frá því sá skóli tók til starfa. Kona hans er Erla Ásgeirsdóttir. Ætla þau að taka á móti gestum á heimili sínu á þriðjudaginn, afmælis- daginn, milli kl. 17 og 19.
PRESTAR halda hádegis- verðarfund á morgun, mánu- dag, í safnaðarheimili Bú- staðakirkju.
KROSSGÁTAN
LÁRÉTT: 1 sjávardýr, 5
vagn, 8 bor, 9 styrk, 11 kurt-
eisa, 14 nef, 15 róa hægt, 16
erfingjar, 17 magur, 19 klæð-
leysi, 21 rykkomið, 22 grenj-
andi, 25 haf, 26 aula, 27 þeg-
ar.
LÓÐRÉTT: 1 huldumann,
3 kvenmannsnafns, 4 bölvar,
5 hetjur, 6 bókstafur, 7
stjómamefnd, 9 gamlingja,
10 undirförlar, 12 slóttug, 13
ákveður, 18 fiskurinn 20 sam-
liggjandi, 21 árið, 23 gelt, 24
frumefni.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: 1 hátta, 5 saggi, 8 aftók, 9 stakt, 11 tafla, 14
alt, 15 öldin, 16 iðjan, 17 nón, 19 krem, 21 ótal, 22 páfugl-
ar, 25 als, 26 æra, 27 rýr.
LÓÐRÉTT: 2 ást, 3 tak, 4 aftann, 5 sóttin, 6 aka, 7 gúl,
9 slökkva, 10 afdreps, 12 fljótar, 13 annálar, 18 óður, 20
má, 21_ót,'23 fæ, 24 GA:
Þegar rigningin kom
Morgunblaðið/Emilía
MANNAMÓT
ÞETTA GERÐIST
2. apríl
ÞJÓÐFRÆÐINGAFÉ-
LAGIÐ heldur fund annað
kvöld, mánudaginn 3. apríl,
kl. 20 í stofu 208 í Ámagarði
við Suðurgötu. Simon Jón
Jóhannsson hefur framsögu
um þjóðfræðikennslu í fram-
haldsskólum.
KVENFÉL. Háteigs-
sóknar heldur fund nk.
þriðjudagskvöld í Sjómanna-
skólanum. Þar verður spilað
bingó og kaffidrykkja.
SAMTÖK um sorg og
sorgarviðbrögð halda
fræðslufund nk. þriðjudags-
kvöld kl. 20.30 í Háteigs-
kirkju. Benedikt Gunnars-
son listmálari ætlar að lýsa
altarismynd sinni í kirkjunni
og út frá því að tala um list-
ina og sorgina.
KVENNADEILD
Breiðfírðingafélagsins
heldur fund annað kvöld,
mánudag, í Bústöðum kl.
20.30. Þar fer m.a. fram osta-
kynning.
FÉLAG eldri borgara.
I dag, sunnudag, er opið hús
í Goðheimum, Sigtúni 3, kl.
14. Fijálst spil og tafl. Dans-
að kl. 20. Á morgun, mánu-
dag, er opið hús í Tónabæ
kl. 13.30 og byijað að spila
félagsvist kl. 14.
FLÓAMARKAÐ heldur
Hjálpræðisherinn í sal sínum
við Kirkjustræti nk. þriðjudag
og miðvikudag kl. 10—17
báða daga. Þetta er flóamark-
aður á hverskonar fatnaði og
skóm.
KVENN ADEILD SVFÍ
í Reykjavík heldur afmælis-
fund nk. þriðjudag, 4. þ.m., í
Holiday Inn og hefst hann
kl. 20.30.
KVENFÉLAGIÐ Fjall-
konurnar í Breiðholti III.
heldur fund nk. þriðjudags-
kvöld í safnaðarheimili Fella-
og Hólakirkju kl. 20.30. Gest-
ur fundarins verður Guðrún
Magnúsdóttír sem ætlar að
sýna silkiblómaskreytingar.
Kaffi verður borið fram.
FRIÐARÖMMUR halda
fund annað kvöld, mánudag,
á Hótel Sögu kl. 20.30. Rætt
verður um fýrirhugaða ráð-
stefnu, sem halda á hér í
Reykjavík hinn 20. maí nk.
Fundurinn er öllum ömmum
opinn. -...—
FÉL. svæðameðferð.
Opið hús á morgun, mánudag,
kl. 20.30 fyrir félagsmenn og
gesti þeirra, gestur fundarins
verður Rafn Geirdal.
KVENNADEILD
Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra heldur fund
annað kvöld kl. 20.30 á Háa-
leitisbraut 11—13. Gestur
fundarins verður Li(ja Helga
Matthíasdóttír snyrtifræð-
ingur.
ITC-deildin heldur fund
annað kvöld, mánudag, í
Síðumúla 17 kl. 20.30 og er
hann öllum opinn. Sá sem
vill læra fínnur alls staðar
skóla.
KVENFÉL. Langholts-
kirkju heldur félagsfund nk.
þriðjudagskvöld kl. 20.30 í
safnaðarheimilinu. M.a. verð-
ur rætt um fyrirhugaða vor-
ferð út í Viðey. Upplestur,
kaffíveitingar.
SKIPIN
REYKJ AVÍKIJRHÖFN: í
dag, sunnudag, er Jökulfell
væntanlegt að utan. í gær
kom breskur togari, Artíc
Ranger, til viðgerðar. Þá
kom rússneskt olíuskip og í
dag er gasflutningaskipið
Ninja Tolstrup væntanlegt.
HAFNARFJARÐARHÖFN:
í gær fór togarinn Sjóli til
veiða. Olíuskipið sem kom á
föstudaginn og saltflutninga-
skipið sem hefur'verið að losa
þar fóru út aftur í gær. í
dag, sunnudag, er Lagarfoss
væntanlegur að utan og
leggst að bryggju í
Straumsvík. Þangað er líka
væntanlegt gasflutningaskip-
ið Nipja Tolstrup og í dag
fer út aftur súrálsskipið sem
kom með farm í vikunni.
ÁHEIT OG GJAFIR
ÁHEIT á Strandarkirkju
afhent Morgunblaðinu:
N.K.T. 8.000, Guðni Kárason
5.000, M.K. 3.000, K.Á.
2.000, S.J. 2.000, R.L. 1.000,
A.R. 1.000, Ólöf 1.000, Á.Ó.
I. 000, S.B. 1.000, Ragnheið-
ur Ág. 1.000, Á.S.K. 600,
A.G. 600, Á.J. 500, S.B.E.
500, L.Þ. 500, Svava 500,
J. S. 500, I.Ó. 500, Guðrún
500. Þorgeir Þ. 500, Nafnlaus
500, R.S. 300, Ásta 200, NN
150, K.G. 150, NN 100.
ERLENDIS:
1340: Niels Ebbesen myrðir
svarta greifann í Randers og
Danir endurheimta frelsi sitt.
1512: Maximillian keisari I.
og Svisslendingar ganga í
Heilaga bandalagið gegn
Frökkum.
1595: Filippus II. af Spáni
heitir að styðja uppreisn jarls-
ins af Tyrone á Irlandi.
1667: Loðvík XIV. af Frakkl-
andi undirritar samninginn um
Rínarvamarbandalagið við
Munster, Neuburg, Brúnsvík,
hessen-Kassel, Bæjaraland og
Svíþjóð.
1774: Herlið Warrens Hast-
ings tekur Rohilkand, Norð-
vestur-Indlandi, af Rohilla-
ættflokknum.
1801: Sjóorustan við Kaup-
mannahöfn: Sigur Horatio
Nelsonfe eftir aðgerðir Dana á
Saxelfi.
1871: Viney og Maxhahon
seljast um París.
1903: Bretar neita að styðja
lagningu Bagdad-jámbrautar-
innar.
1917: Woodrow Wilson
Bandaríkjaforseti kallar þingið
saman til aukafundar til að
segja Þjóðveijum stríð á hend-
ur.
1947: Öryggisráðið felur
Bandaríkjamönnum umboðs-
stjórn á eyjum Japana á
Kyrrahafi.
1951: Herstjóm NATO í Evr-
ópu stofnuð.
1964: Jemenar saka Breta
um loftárásir.
HÉRLENDIS:
1725: Eldgos hefst austur og
suðvestur af Heklu.
1764: Undirritun samninga
um iðnfyrirtæki.
1871: Stöðulögin.
1908: Tólf menn fórast á
báti í lendingu við Stokkseyri.
1953: Tveir menn fórast í snjó-
flóði í Svarfaðardal.
1959: Biskupskjör sr. Sigur-
bjöms Einarssonar.
1968: íshella frá Homi að
Tjömesi.
AFMÆLISDAGUR: Karl
mikli keisari (742—814); H.C.
Andersen, rithöfundurinn
danski (1805—1875); Emile
Zola, franski rithöfundurinn
(1840—1902); breski leikarinn
Álec Guinness (1914- ).
DÁNARDÆGUR: Ferdin-
and I. konungur í Aragóníu;
Georges Pompidou franskur
stjómmálaleiðtogi. Hér á landi
lést árið 1273 Brandur Andr-
ésson og árið 1958 Magnús
Jónsson ráðherra.
ORÐABÓKIN
Hvað er skondið?
Ýmsir fiölmiðlamenn hafa
ósköp gaman af að nota Io.
skondinn og það svo, að
mörgum þykir jafnvel nóg
um. I útvarpi má t.d. heyra
sagt sem svo í samtalsþátt-
um: Hefur eitthvað skondið
gerzt í síðustu viku? eða:
Hefurðu frá einhveiju
skondnu að segja? Fyrst
kemur það fyrir í Orðabók
Menningarsjóðs 1963. Þar
skýrt m.a. sem skrýtilegur,
sniðugur, snaggaralegur;
montinn, borabrattur.
í seðlasafni OH er tæp-
Iega 100 ára gamalt dæmi
úr prentuðu riti: „í gamla
daga vora íslendingar, sem
kunnugt er, „skondin" lítil
þjóð.“ Orðið er hér innan
gæsalappa, svo að það hefur
trúlega ekki verið algengt á
þeim tíma. Eitt sinn var
spurt um þetta lo. f þáttum
um fslenskt mál f Ríkisút-
varpinu, og fengust fiöl-
mörg svör. Flest komu þau
af Norðausturiandi. Nú mun
hins vegar svo komið, ekki
sízt fyrir áhrif fjölmiðla, að
nær allir landsmenn kann-
ast við það. Ásgeir Bl.
Magnússon minnist á lo.
skondinn í væntanlegri orð-
sifiabók sinni og segir upp-
ranann óljósan. Helzt virðist
það í ætt við so. að skunda
og alls ekki vera tökuorð í
íslenzku. Bezt fer á að nota
skondinn í hófí, annars
verður það tilgerðin ein.
__________________-JAJ