Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLiAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989 19 Söngvakeppnin: Fjórir valdir til að syngja bakraddir UNDIRBÚNINGUR fyrir þátt- töku í Söngvakeppni evróp- skra sjónvarpsstöðva er nú í fnlluni gangi. Keppnin fer firam í Sviss 6. maí næstkom- andi og fer átta manna hópur firá íslandi. Daníel Á. Haralds- son mun syngja lag Valgeirs Guðjónssonar „Það sem enginn sér“ og honum til aðstoðar verða fjórir söngvarar og Val- geir sjálfur sem leika mun á hljóðgervil. Annars verður undirleikurinn leikinn af bandi. Valgeir Guðjónsson sagði að undirbúningurinn hjá honum gengi eins og við mætti búast því tíminn fram að keppninni væri til- tölulega knappur. Upptökum á undirleiknum er lokið og valdir hafa verið fjórir söngvarar til að syngja bakraddir. Það eru þau Eva Asrún Albertsdóttir, Eva Leila Banine, Karl Örvarsson og Kristj- „ Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Starfsmenn Islandslax blóðga laxinn. Laxinum pakkað í plastöskjur og ísað með. íslandslax í Grindavík: 7-10 tonmim af laxi slátrað á viku Grindavík. HJÁ íslandslaxi er slátrað 7-10 tonnum af laxi vikulega og flutt á markaði i V-Þýskalandi, Bandaríkjunum og Japan. Bjarni Sigurðsson aðstoðar- framkvæmdarstjóri hjá íslands- laxi í Grindavík sagði í samtali við Morgunblaðið að útflutningur til Japan væri nýtilkominn og möguleikar á útflutningi þangað væru tilkomnir vegna flugs Flying Tigers þangað með viðkomu á íslandi. Hins vegar er útflutningur til V-Þýskalands og Banda- ríkjanna hefðbundnari. Japanir hafa lýst yfir mikilli ánægju með laxinn og Bjami kvaðst reikna með áframhaldandi viðskiptum við þá. Bjarni kvað rekstur stöðvarinn- ar hafa gengið eftir vonum í vetur þrátt fyrir rysjótta tíð og raf- magnsleysi. Bjami kvað stöðina vera vel varða gegn rafmagns- leysi þar sem Öryggiskerfi fer í gang um leið og rafmagn fer af og dísilrafstöð fer sjálfkrafa í gang um leið og rafmagn dettur út. Auk þess er vaktmaður á staðnum allan sólarhringinn. Að lokinni slátrun er laxinn ísaður í kör og fluttur til Grindavíkur í fyrirtækið Gullvík þar sem hann er slægður og pakk- að. Það em ófá handtökin við hvern lax og til dæmis er hreinsað innan úr honum með matskeið, hver lax er vigtaður og flokkaður og að lokum er hann lagður í kassa gerðan úr einangrunar- plasti. Kassamir em síðan settir í gám og í skip eða fluttir beint í flugvél eftir því hvor flutnings- mátinn verður fyrir valinu. Bjami kvað reksturinn hafa verið þröngan á síðasta ári en 70 milljóna króna hlutaijáraukning ásamt möguleikum á víkjandi hluthafaláni og skipulagsbreyt- ingum ættu að rétta hlut fyrirtæk- isins við. Stefnt er að því að reka stöðina með eins litlum tilkostnaði og unnt er og auka framleiðslu. án Viðar Haraldsson. Utsetningu lagsins hefur lítil- lega verið breytt en Valgeir sagði að fólk myndi varla taka eftir því. „Nú þarf fólkið að æfa saman og einhvern veginn verður þetta að líta út. Ég nýt aðstoðar konu minnar Ástu Ragnarsdóttur við að koma mynd á það sem fyrr.“ Af hálfu Sjónvarpsins.er undir- búningur einnig kominn vel á veg og fara þau Pálína Oddsdóttir skrifstofustjóri og Björn Emilsson, sem stjórna mun flutningi lagsins, með til Sviss. Ákveðið hefur verið að Arthúr Björgvin Bollason fréttaritari Ríkisútvarpsins í Vest- ur-Þýskalandi kynni keppnina í beinni útsendingu. Þá hefur íslenska dómnefndin verið skipuð og er Guðmundur Ingi Kristjáns- son starfsmaður Sjónvarpsins formaður hennar. Ritari nefndar- innar er Erla Björk Skúladóttir. Dýralæknar starfrækja neyðarmiðstöð í verkfalli: Viljum að ríkið viðurkenni frítíma og endurmenntun - segir formaður Dýralæknafélags íslands Dýralæknar í þjónustu ríkisins hófú verkfall i fyrradag. í Dýralæknafé- lagi íslands eru 65 dýralæknar, þar af eru 33 í verkfalli. Magnús Guðjónsson, formaður félagsins, er í samninganefnd BHMR. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að röskun yrði veruleg á allri starfsemi dýralækna, sem í félaginu væru. Reynt verður að sinna öllum neyðar- tilvikum, sem upp kunna að koma í verkfalli dýralækna. Öll slátrun á búfé er ólögleg f verkfalli dýralækna þar sem héraðsdýralæknar hafa lögum samkvæmt eftirlit með allri slikri starfsemi. Starfrækt verður neyðarmiðstöð ur svarað í síma 689545 ef um neyð- Dýralæknafélags íslands að Lág- artilfelli er að ræða. Hringinn í kring- múla 7 allan sólarhringinn. Þar verð- um landið eru síðan starfandi dýra- læknar á vegum neyðarþjónustunnar sem sinna útköllum ef undanþágu- nefnd, skipuð fulltrúa frá Dýra- læknafélaginu og frá ríkinu, sér ástæðu til. Þeir dýralæknar, sem ekki eru í verkfalli, hafa ákveðið að sýna dýralæknum í verkfalli stuðning við að starfrækja neyðarmiðstöðina. Engin fordæmi eru fyrir verkfalli dýralækna. „Það er ákaflega erfitt að meta hvaða áhrif verkfall dýra- lækna getur haft til lengri tíma litið. Við reiknum samt sem áður með þvi Manor House Hotel: Hótel íslendings geymir merka sögu enskra vísinda BRESKIR fjölmiölar hafa undanfarið Qallað mikið um hótel Magnús- ar Steinþórssonar gullsmiðs í Torquay á Suður-Englandi. Komið liefur í þ'ós, að hótelið var áður fyrr miðstöð breskra vísindamanna. Þar voru m.a. gerðar fyrstu tilraunir með skipslfkön í sérstaklega útbúnum vatnstanki, til að rannsaka sjó- hæfiii skipa. Rætt er um að nú beri að varðveita húsið og samtökin British Heritage vi(ja að það verði gert að safni. Magnús Steinþórsson keypti Samtökin British Heritage, sem Manor House Hotel fyrir einu ári. hafa það á stefnuskrá sinni að „Mig langaði til að vita eitthvað um sögu hússins og fékk til liðs við mig breskan sagnfræðing, Geoff Tudor," sagði Magnús. „Hann komst að því, að um miðja 19. öld var þetta hús miðstöð vísinda á Bretlandi. Þáma hittust reglulega allir helstu vísindamenn og hugsuð- ir landsins. Þeir gerðu meðal ann- ars fyrstu tilraunir með hönnun skipa, þar sem þeir notúðu vatns- tank til að kanna sjóhæfni skipa. Þeir líktu eftir öldugangi og út frá þessum tilraunum þeirra var farið að hafa annað byggingarlag á skip- um en áður tíðkaðist. Erlendir vísindamenn leituðu einnig til þess- ara ensku vísindamanna, þar sem þeir voru miklir brautryðjendur." vemda merkar minjar, vilja að hús- ið verði gert að safni og hafa þegar falast eftir því. Samtökin em reiðu- búin að kaupa það á um 1 milljón punda (90 milljóna króna) hærra verði en Magnús keypti það á fyrir ári. Húsið var byggt af syni verk- fræðingsins Isambard Kingdom Brunel á 19. öld, en í húsinu, sem var kallað Chelston Cross, bjó fjöl- skylda skipaverkfræðingsins Sir William Froude, ásamt fjölmennu starfsliði. Eftir að saga hússins varð ljós hafa fjölmargir breskir fjölmiðlar flallað um það, meðal annarra sjónvarpsstöðin BBC. „Umflöllun BBC var mikil og góð kynning fyrir hótelið," sagði Magn- ús. „Dagblöð hafa einnig skýrt frá þessu og Times hefur unnið grein um hótelið, en vill hins vegar bíða með að birta hana vegna mikillar umfjöllunar blaðsins nýverið um hvalveiðar íslendinga og ég er jú fslenskur hóteleigandi. Ég get alveg fellt mig við þessa ákvörðun Times, þar sem ég hef sjálfur orðið var við álit Breta á hvalveiðum okkar. Þeir reka mjög sterkan áróður gegn hvalveiðum okkar og ég efast um að sjávarútvegsráðherra okkar geri sér grein fyrir hversu alvarlegt málið er orðið. Með því að halda hvalveiðum áfram er verið að fóma miklum hagsmunum fyrir litla.“ Magnús er nú staddur hér á landi til að ganga frá samningum um kaup á lambakjöti, sem hann ætlar fyrst um sinn að bjóða upp á á hóteli sínu. Seinna meir hefur hann í huga að koma því á markað um allt Bretland. „Ég efast ekki um að við getum selt kjötið þar, þvi hér er um fyrsta flokks hráefni að ræða. Fyrir skömmu bauð ég gest- um hótelsins, sem vom frá breska vinr.uveitendasambandinu, upp á Hotel should be shrine — cxpert Shrine scheme to , famous Bay son 1 Sýnishorn af skrifum breskra blaða um hótel Magnúsar Stein- þórssonar, Manor House Hotel. alíslenskan mat, þar á meðal lamba- kjöt, og hrifning þeirra var mjög mikil. Einn þeirra, sem rekur stórt fyrirtæki, bauð mér að hefja rekst- ur veitingahúss í London, þar sem boðið yrði upp á íslenskan mat. Hann kvaðst tilbúinn til að fjár- magna það, ef ég sæi um rekstur- inn. Ég geri það ef til vill einhvem tíma, en nú er mér mest umhugað að koma hótelinu vel af stað og hef ekki hugsað mér að selja það,“ sagði Magnús Steinþórsson, hótel- eigandi í Englandi. að verkfallið skapi ákveðna erfiðleika eins og reyndar öll verkföll gera,“ sagði Magnús. Hann sagði að dýra- læknar væm í samfloti með BHMR og þar af leiðandi myndu þeir styðja þær kröfur, sem þar væm uppi. „Við emm líka í annars konar bar- áttu. Við emm að beijast fyrir mann- réttindum, sem aðrir ríkisstarfsmenn hafa fengið fyrir mörgum áratugum síðan. í því sambandi vil ég nefna frí um helgar af og til, möguleika á því að sinna fjölskyldulífi og áhuga- málum að einhvetju marki. Auk þess em dýralæknar mjög aftarlega á merinni hvað varðar endurmenntun. Á Islandi er engin menntastofnun fyrir okkur. Við læmm okkar fag erlendis og segja má að ríkið fái dýralækna á silfurfati án þess að greiða krónu fyrir þá frá mörgum af bestu háskólum Evrópu og við emm svekktir yfir því að ríkið skuli ekki sjá sóma sinn í að viðhalda þess- ari menntun," sagði Magnús. Hann bætti því yið að þetta væm nokkurs konar sérkröfur, sem dýralæknar settu fram. Hinsvegar væri það spuming hvort kalla mætti frí og fjölskyldulíf sérkröfur. Magnús sagði að með því að greiða dýralæknum það sama fyrir bakvakt- ir og aðrir ríkisstarfsmenn fengju fyrir slíkar vaktir, þá myndi í leið- inni opnast möguleiki til að greiða öðmm en héraðsdýralæknum fyrir helgarvaktir. „Það em starfandi sjálfstæðir dýralæknar víða um land sem ef til vill gætu sinnt helgarvökt- um fyrir héraðsdýralækna. Þetta yrði ekki aðeins til hagsbóta fyrir dýralækna, heldur myndi þetta vera byijunin á uppbyggingu frekari dýra- læknaþjónustu í landinu sem við sannarlega þurfum á að halda með auknu fiskeldi og öðm slíku,“ sagði Magnús að lokum. Nám dýralækna tekur sex ár að loknu stúdentsprófi. Byijunarlaun dýralækna hjá ríkinu em 61.280 krónur og inni í þeim launum em bakvaktir allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Fyrir utan þetta tek- ur dýralæknirinn sérstaka þóknun fyrir hveija vitjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.