Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989
20
Fiskmarkaðurinn í Aberdeen
Horfur á áfram-
haldandi starfsemi
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
HORFUR á því að fiskmarkaðurinn í Aberdeen starfi áfram um
ókomna framtíð hafa vænkast eftir tilkynningu stjórnvalda í síðustu
viku, að lög um sérréttindi hafinarverkamanna verði afiiumin.
Fiskkaupmenn, sjómenn og aðrir,
sem hafa vinnu af fiski, hafa lýst
ánægju sinni með ákvörðun Thatc-
Bandaríkin:
Sögulegur
signr gegn
Mafíunni
Newark. Reuter.
ANTONY „Feiti Tony“ Sal-
emo, guðfaðir Genovese-
glæpaflölskyldunnar í New
Jersey játaði fyrir rétti á
mánudag að vera sekur um
um Qárkugunarstarfeemi og
aðra glæpi.
Salemo á yfir höfði sér fimm
ára fangelsisdóm og 500.000
ísl. kr. sekt. Salemo viðurkenndi
að hafa reynt að ná undir sig
fyrirtæki í byggingariðnaði með
fjárkúgun. Að sögn Jeff Bronst-
er, sérstaks saksóknara í mál-
efnum skipulagðra glæpasam-
taka, er játning Salemos sögu-
leg, þetta er í fyrsta skipti sem
svo háttsettur maður innan
Mafíunnar játar á sig glæpa-
' starfsemi í New Jersey.
her-stjómarinnar. Vegna þessara
laga leit út fyrir gjaldþrot fyrirtæk-
isins, sem sér um uppskipun í
Aberdeen og hefði leitt til þess að
fiskmarkaðurinn mundi loka.
Roberg Milne, framkvæmdastjóri
Sambands fískkaupmanna, sagði
um helgina: „Við emm ánægðir
með að loksins hefur verið tekin
ákvörðun. Við höfum fundið meira
en aðrir í Skotlandi fyrir áhrifum
þessara laga, því að mjög mörg
skip hafa ákveðið að landa afla
sínum annars staðar vegna aðstöðu
hafnarverkamannanna."
Á sjöunda áratugnum var landað
um 100 þúsund tonnum á ári af
fiski í Aberdeen. Á síðasta ári var
aðeins landað um 40 þúsund tonn-
um. Lögin um hafnarverkamenn
ná ekki til Peterhead, 18 þúsund
manna bæjar sem er nokkru norðar
en Aberdeen. Þar hefur löndun
tífaldast frá því á sjötta áratugnum
og nú er landað þar um 100 þúsund
tonnum á ári af físki.
■ ■■ '
ERLENT,
Reuter
Leitarmenn bera lík eins þeirra sem fórust með Fokker F-27 flugvél
í frönsku ölpunum í fyrrakvöld. í forgrunni er brak úr flugvélinni,
sem splundraðist er hún flaug á hamravegg .
Fokker F-27 flaug á hamravegg:
Allir um borð biðu
samstundis bana
Col Tourniol, Frakklandi. Reuter.
TUTTUGU og tveir menn, farþegar og áhöfh Fokker F-27 flugvélar
franska flugfélagsins Europe Áero Service, biðu samstundis bana er
hún flaug á klettavegg 1 frönsku ölpunum í fyrrakvöld.
Flugvélin var í áætlunarflugi frá og splundraðist. Talsmaður lögreglu
París til Valence í Suðaustur-Frakkl- sagði að flugmenn flygju venjulega
andi en fórst um 25 km frá áfanga- ekki yfir fjallasvæðið, sem flugvélin
staðnum. Ekki hafði tekizt að leiða fórst á, er flogið væri til Valence.
orsakir slyssins í ljós í gær, en flug- Flestir hinna 19 farþega voru börn
vélin flaug á þverhníptan hamravegg á leið heim úr páskafríi.
Afganistan:
Þúsundir
áflótta
fráKabúI
Kabúl, Dhaka. Reuter.
ÞÚSUNDIR manna hafa að und-
anförnu forðað sér burt frá Kab-
úl, höfuðborg Afganistans, og leit-
að hælis á landsbyggðinni eða í
nágrannalöndunum. Segja stjórn-
arerindrekar, að fólkið óttist yfir-
vofandi árás skæruliða á borgina.
Sérlegur fulltrúi Bandarikja-
stjórnar hjá samtökum skæruliða
hefur verið skipaður og er það
talinn undanfari fullrar viður-
kenningar á útlagastjórninni.
Að sögn ýmissa stjómarerindreka
hafa að minnsta kosti 9.000 manns
selt allar eigur sínar og yfirgefið
Kabúl síðustu þrjá daga en Mohamad
Amani, talsmaður stjómarinnar, seg-
ir, að þessi tala sé stórlega ýkt.
Stjórnarerindrekamir hafa það hins
vegar eftir fólkinu, að það óttist árás-
ir skæruliða á borgina og einnig, að
þeir muni fara um rænandi og ru-
plandi nái þeir henni á sitt vald.
Flestir hafa leitað athvarfs á
landsbyggðinni en Indland er vinsæll
ákvörðunarstaður þeirra, sem betur
mega sín. Menntaðir menn, læknar
og verkfræðingar, hafa þó mestan
hug á að komast til Vesturlanda.
George Bush Bandaríkjaforseti
hefur skipað Peter Tomsen, fyrrum
sendifulltrúa í Peking, sem sérlegan
sendimann sinn hjá afgönskum
skæruliðum og sagði einn leiðtogi
þeirra, Gulbuddin Hekmatyar, að
þeir litu á skipunina sem fyrsta skref-
ið í átt til fullrar viðurkenningar
Bandaríkjastjómar.
mVOLKSWAGEN
Wj
SKZJTBÍLL
1989
M. AFLSTÝRI
BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG
mssm mmrnzswm
[ HEKLAHF
®;J Laugavegi 170-172 Simi 695500
VERÐFRÁ KR.
1.298.000
1111
• •
RADGfOF
Á REYKLAUSUM DEGl
Ráðgjafar Krabbameinsfélagsins verða við símann í dag frá kl. 12.00-
18.00 og veita ráðgjöf þeim, sem vilja nota tilefni dagsins til að hætta
að reykja. Auk þess verður skráð á biðlista á námskeið félagsins í reyk-
bindindi.
Einnig liggurframmi hjá Krabbameinsfélaginu margvíslegt stuðningsefni
fyrir þá, sem vilja hætta að reykja og eru menn velkomnir í Skógarhlíð
8 frá kl. 12.00-18.00, bæði til að sækja stuðningsefni og eins til að tala
við ráðgjafa félagsins.
Sími 621414.
Krabbameinsfélagið
Austurríki:
Hjúknmarkoniirjáta
morð á 49 sjúklingum
Vín. Reuter.
ÓVÆNT tilsvar í samræðum hjúkrunarkonu og læknis við Lainz-
sjúkrahúsið í Vín vakti upp grunsemdir læknisins, en á vissum deild-
um sjúkrahússins hafði verið óvenju há dánartíðni undanfarin ár.
Læknirinn gerði lögreglu viðvart og um síðustu helgi játuðu 4 hjúkr-
unarkonur að hafa deytt 49 sjúklinga. Þær báru því við að þær
hefðu viljað leysa sjúklingana undan þjáningum. Þetta eru mestu
fjöldamorð í sögu Austurrikis.
Lögreglan hefur handtekið ijórar
hjúkrunarkonur og þær hafa játað
að frá árinu 1983 hafi þær myrt
49 sjúklinga, sem allir voru yfir 75
ára aldri. Lögreglan útilokaði ekki
að fleiri yrðu handteknir í tengslum
Sovétríkin:
Strangari
andófslög
Moskvu. Reuter.
Forsætisnefiid Æðsta ráðs
Sovétríkjanna setti á sunnu-
dag ný lög um refeingu fyrir
andóf gegn sovéska ríkinu og
taka þau þegar gildi.
Nýju lögin veita ríkisvaldinu
aukið vald til að bijóta á bak
aftur andóf gegn stofnunum og
embættismönnum ríkisins. Brot
á þeim varða allt að þriggja ára
fangelsi eða 2.000 rúblna
(165.000 ísl. kr.) sekt. Sama
hegning gildi um „skipulagðar
aðgerðir sem miða að því að
kynda undir þjóða- eða kyn-
þáttaólgu" og er því lögunum
m.a. beint gegn þjóðemissinnum
í Armeníu, Azerbajdzhan og
Eystrasaltsríkjunum.
við málið.
Banamein sjúklinganna voru
hvort tveggja of stórir lyfjaskammt-
ar, þar á meðal af insúlíni, og vatn
sem hafði verið neytt ofan í lungu
þeirra og leiddi til köfnunar, að
sögn lögreglunnar.
„Þetta eru umfangsmestu morð
sem nokkru sinni hafa verið framin
á sjúkrahúsum í Evrópu,“ sagði lög-
reglustjórinn í Vín, Gúnther Boegl,
á blaðamannafundi um helgina.
Að sögn lögreglunnar kváðust
hjúkrunarkonurnar, sem eru á aldr-
inum 27-50 ára, í fyrstu hafa deytt
roskna sjúklinga og þá sem haldnir
voru ólæknandi sjúkdómum. Þær
sögðu að meðaumkum með sjúkl-
ingunum hefði ráðið gerðum þeirra.
Seinna myrtu þær einnig sjúklinga
sem þeim fannst erfiðir í um-
gengni. Lögreglan staðfesti að
mörg fórnarlambanna hefðu ekki
verið haldin ólæknandi sjúkdómum
og hefðu haft góðar vonir um bata.
Háttsettur lögreglufulltrúi í Vín
bar í fyrstu lof á yfirmenn Lainz-
sjúkrahússins fyrir þátt sinn í að
uppvíst varð um morðin en síðar
gagnrýndi hann sjúkrahúsyfirvöld
fyrir aðgæsluleysi.
Talsmenn Lainz-sjúkrahússins
sögðu að aðeins háttsettir starfs-
menn við sjúkrahúsið hefðu aðgang
að sterkum lyfjum en að annað
starfsfólk hefði aðgang að lyfjum
eins og insúlíni, sem oft þyrfti að
grípa til með skömmum fyrirvara.