Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989 21 V Sovéskur kafbátur sekkur Sovéskur kjarnorku- $ Bjarnarey kafbátur af geröinni Mike sökk um 100 sjómilur ^ suövestur af Bjarnarey eftlr aö eldur haföi komlö f Baœnt uppí honum Hérvarö haf á föstudag slvsíö MurrnansK Nonegshaf ' ' fSLAND SOVETRIKIN •Lemngrad •Moskva Sovéskur Mike-kafbátur Lengd:110m Breidd:12m Stærö: 6.400tonn Hraði: 25 hnútar Knúnlngur: 2 kjamakljúfar og gufuhverflar; 60.000 hestöfl Vopn: Stýriflaugar og tundurskeyti Áhöfn: 69, þar af fórust 42 Atburðarásin: (Miðað er við fslenskan tfma) Föstudagurinn 7. aprfl: 07.41 Eldur kemur upp I kafbátnum 13.15 Kafbáturinn sekkur f 1.500 m dýpi 13.45 Norskir eftirlitsflugmenn sjá aö minnsta kosti tvö Ifk 20.00 Bandarfsku sjónvarpsstöðvamar CNN flytja fyrstu fréttina af slysinu, byggöa á heimildum frá bandarfska varnarmála- ráðuneytinu Laugardagur 8. apríl: 03.00 Gorbatsjov Sovótleiötogi veitir bandarfskum, breskum og norskum stjórnvöldum upplýsingar 8.00 TASS skýrir fráfréttinni f Sovótrfkjunum HEIMILDIR: Norska varnarmálaráöuneytiö, Jane’s Flghting Ships Svíþjóð: Hörð gagnrýni á öryggislögregluna Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. I skýrslu sem gerð var opinber í Svíþjóð í gær er fullyrt að starfs- menn sænsku öryggislögreglunnar (SAPO) haJB oftlega brotið gegn réttindum sænskra ríkisborgara og farið út fyrir valdsvið sitt. Á mánudag sagði yfirmaður SÁPO, Sune Sandström, af sér og var afsögn hans rakin til upplýsinga þeirra sem fram koma í skýrslunni. Höfundur skýrslunnar er Carl Lindbom, sendiherra Svía í Frakk- landi en sænská ríkisstjómin ákvað á síðasta ári að láta gera úttekt á starfsaðferðum öryggislögreglunn- ar eftir að í ljós kom að óleyfílegum aðferðum hafði verið beitt við rann- sókn á morði Olofs Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar árið 1986. I skýrslunni, sem er 150 blaðsíð- ur að lengd, segir höfundurinn að starfsmenn SAPO hafí hlerað sam- töl sænskra ríkisborgara án þess að viðkomandi hafí verið gmnaðir um morð eða önnur óhæfuverk. Hæpið sé að réttlæta megi þetta með tilvísun til gildandi reglna sem kveða á um að beita megi hlerunum ef öryggi ríkissins sé ógnað. Fram kemur að samtöl grunaðara hryðju- verkamanna hafí einnig verið hler- uð og fullyrðir sendiherrann að hryðjuverkamenn hafí „í ákveðnum tilvikum" komið saman í Svíþjóð til að skipuleggja óhæfuverk í öðrum löndum eða farið huldu höfði þar í Leiðrétting Þau mistök urðu við myndbirtingu í gær, að sagt var að mynd af Vadim Medvedev hinum nýja hug- myndafræðingi sovéska kommún- istaflokksins væri af Roy Medvedev, sem náði kjöri á sovéska fulltrúa- þingið. Eru lesendur beðnir velvirð- ingar. landi. Höfundur segir að tilvika þessara sé getið í leynilegum við- auka við skýrsluna. Sune Sandström sagði á mánu- dag af sér sem yfirmaður öryggis- lögreglunnar og sagði hann ástæðu uppsagnarinnar vera þá að hann teldi sig ekki hæfan til að endur- skipuleggja starfsemi SÁPO. Sandström vlsaði í gær á bug ásök- unum þess efnis að hann hefði sjálf- ur fyrirskipað ólöglegar hleranir. í skýrslu sinni leggur Carl Lidbom til að öryggislögreglan þurfi fram- vegis að leita eftir leyfí sænska dómsmálaráðuneytisins til að beita hlerunum og að skjöl er varða starf- §emi stofnunarinnar verði varðveitt en starfsmenn mega lögum sam- kvæmt eyða trúnaðarskjölum sem orðin eru eldri en þriggja mánaða. KRTN Reynt verður að ná flaki kafbátsins af hafsbotni Moskvu. Reuter. Daily Telegraph. SOVÉTMENN hafa ákveðið að reyna að bjarga flaki kjam- orkukafbátsins, sem sökk við Bjamarey, af hafsbotni. S. Varg- in varaaðmíráll sagði í sjónvarps- viðtali í gær að þetta væri talið nauðsynlegt til að fínna orsakir slyssins á föstudag. Vargin sagð- ist álíta að báturinn væri í heilu lagi; hann hefði sennilega ekki lagst saman vegna þrýstingsins þar sem hann hefði verið fúllur af sjó. Alls hafa sex kjamorkukafbátar sokkið í heiminum, §órir sovéskir og tveir bandarískir en ekki hefur orðið vart við óeðlilega geislavirkni við slysstaðina. 1986 varð spreng- ing í sovéskum kafbát á Atlants- hafi og sökk hann skammt frá Bermuda-eyjum. Sovéski kafbátur- inn er sökk á föstudag var af svo- nefndri Mike-gerð og sá eini sinnar tegundar. Vestrænir flotasérfræð- ingar telja að bátstapinn sé mikið áfall fyrir sovéska flotann þar sem kafbáturinn hafí verið afar fullkom- inn frá tæknilegu sjónarmiði og sénnilega verið notaður við ýmsar tilraunir. Aðrir segja þó að hönnun bátsins, er var smíðaður 1983, hafi verið misheppnuð frá upphafi,- t.d. hafi hann aldrei náð þeim hraða, 35 hnútum, sem ætlast hafi verið til. Báturinn liggur á alþjóðlegri sigl- ingaleið. Bæði risaveldin ráða yfir fullkomnum búnaði til að bjarga hlutum af hafsbotni. Talið er að vestræn ríki hafí fullan hug á að reyna að komast yfir kafbátsflakið eða hluta þess og því sé mögulegt að nú hefjist kapphlaup sem reynd- ar verður ekki án fordæma. Árið 1985 missti bandaríska flugvéla- móðurskipið Nimitz orrustuþotu af Tomcat-gerð í djúpið er það tók þátt í æfingum á Atlantshafi. Er björgunarskip Bandaríkjamanna komu á staðinn gripu þau í tómt; Sovétmenn voru búnir að klófesta þotuna. Líklegt er talið að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi árið 1974 reynt að nota Glomar Challenger, sem þá var fullkomnasti björgun- arkafbátur í heimi, til að ná flaki sovésks kjarnorkukafbáts af Golf- gerð upp en báturinn sökk skammt frá Hawaii 1968. Bandaríkjamönn- um mun hafa tekist að ná upp hluta af skrokknum, með 70 lík innan- borðs, en ekki tekist að ná upp neinu af flóknum tækjabúnaði eða mikilvægum leyniskjölum. Grúsía: Rosturnar eiga sér langan aðdraganda Moskvu. Daily Telegraph. RÓSTUR höfðu lengi legið í loftinu í Grúsíu. Þjóðernisvakning í lýðveldinu hafði valdið Kremlveijum miklum áhyggjum löngu áður en þeir sýndu klærnar og sendu hundruð hermanna á vettvang með þeim afleiðingum að í það minnsta 18 manns lágu í valnum á aðal- torgi höfúðstaðarins, Tíflis, á sunnudag. Sú staðreynd að Edúard Shevardnadze, utanrikisráðherra Sovétrílganna og fyrrum leiðtogi kommúnistaflokks Grúsíu, var sendur til að stilla til friðar í lýðveld- inu sýnir best hversu Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi lítur ástand- ið alvarlegum augum. Óánægja og reiði Grúsíumanna er engin nýlunda. Soðið hefur upp úr í lýðveldinu öðru hveiju í þrjá áratugi. Grúsíumenn eru stoltir, skapstórir og þjóðemissinnaðir. Þeim er annt um tungu sína og menningu og hefur roeð þrákelkni tekist að varðveita þjóðareinkenni sín. Þeir hafa þráfaldlega neitað að verða gerðir að Rússum, krafist þess að fá að vera öðruvísi, að vera þeir sjálfir: fjörmiklir, vínhneigðir, skáldlegir, viðkvæmir, höfðingjar heim að sækja og næst- um sjúklega áhugasamir um knatt- spymu. Þeir em dökkhærðir og brosmildir og allt öðmvísi útlitis en Rússar. Þeim hefur ætíð verið í nöp við dauðyflislega skriffinna ríkisforsjárinnar, en hafa á hinn bóginn hneigst til fijáls framtaks. Grúsíumenn segjast vita hvernig eigi að lifa lífinu, elska og elda. Þeir eru þekktir fyrir langlífí og þeir sem em orðnir tíræðir að aldri eða meira þakka það súrmjólkinni, kornmetinu, hvítlauknum, víninu og vodkanu - svo og áhyggjuleys- inu. Lífskjör þeirra em með þeim bestu í Sovétríkjunum og bílaeign þeirra er meiri en annarra Sovét- manna. Líklega em Grúsíumenn best aldir af öllum Sovétmönnum og öfugj; við Moskvu er lífleg veitinga- húsamenning í Grúsiu. Biðraðir i matvömverslunum, sem em dag- legt brauð í rússneskum stórborg- um, þekkjast ekki í Grúsiu. Lýð- veldið er þekkt fyrir léttvín sin og sagt er að fjallahéraðið Kakhetia sé Bordeaux Sovétríkjanna. Koní- akið er einnig gott. Þegar Churc- hill hélt upp á 70 ára afmælið sitt sendi Stalín honum 70 flöskur. Churchill skrifaði honum svarbréf og sagðist óska þess að vera orðinn hundrað ára. Grúsíumenn hafa ólíkar skoðanir á Stalín, þekktasta Grúsíumannin- um. Margir af eldri kynslóðinni bera enn virðingu fyrir honum. Hins vegar fyrirlítur unga fólkið Jósef Stalín, kunnasti Grúsí- maðurinn, er enn dáður af mörgum öldruðum löndum sínum en fyrirlitinn af unga fólkinu. hann. Sumum finnst að harðstjóra- orðstír hans sé smánarblettur á Grúsíu. Grúsía var að falli komin þegar Rússar náðu ríkinu á sitt vald árið 1800. íbúamir voru aðeins 250.000. Undir verndarvæng Rússaveldis fór Grúsía að vaxa og dafna á ný, var sjálfstætt ríki í þijú ár þar til Rauði herinn náði ríkinu á sitt vald árið 1921. Fánalit- ir Grúsíu frá þeim tíma hafa verið áberandi á mótmælafundum þjóð- emissinna að undanförnu. \?/ ERLENT Lausnin fyrir iagerinn STAKAR HILLUR EÐA HEIL HILLUKERFI Lagerinn þarf að vera rétt skipulagðurtil aðréttnýtingnáistfram. Kynntuþérmöguleikana semviðbjóðum. LAGERKERR FYRIR VÖRUBRETTI Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöruvagna. STÁLHILLUR FYRIR SMÆRRIEININGAR Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillaniegar stærðir. Hentarnánast allsstaðar. UMBODS-0G HEILOVERSLUNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.