Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989
Stöðugir fiindir í
kjaradeilu BHMR
Vika í kvöld frá því verkfall hófst
UNNIÐ var af krafti í gær til að Snna lausn á kjaradeilu háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna og stjórnvalda, en ellefu félög ríkis-
starfsmanna hafa verið tæpa viku í verkfalli. Vinnuhópar funduðu
áfram í gær og samninganefnd BHMR kom tvívegis saman, í síðara
skiptið klukkan níu í gærkveldi. Þá hafði Ólafur Ragnar Grímsson,
Qármálaráðherra, nýlega yfirgefið Rúgbrauðsgerðina, þar sem
samningaviðræðurnar fara fram. Hann mun hafa átt fimd með for-
svarsmönnunm Hins íslenska kennarafélags og BHMR.
Reiknað er með formlegum fundi
samninganefndanna í dag, en ekki
var búið að tímasetja fundinn í
gærkveldi. Þá mun samninganefnd
BHMR svara formiega hugmyndum
stjómvalda um samning um launa-
liði til skamms tíma, en samning
um endurskoðun á uppbyggingu
launkerfíé háskólamanna til lengri
tíma.
Kennnarasamband Íslands fund-
aði einnig með Samninganefnd
ríkisins í gær. Annar fundur hefur
verið ákveðinn á föstudag. KÍ gerði
það að kröfu sinni að sérmál kenn-
ara yrðu rædd áður en tekið yrði
til við að ræða önnur mál.
Unnið að stofhun
fagráða búgreina
UNNIÐ er að stofnun fagráða
fyrir hverja einstaka búgrein.
Þegar hefiir verið ákveðið að
stofiia fagráð fyrir loðdýrarækt-
ina og kúabændur hafa sam-
þykkt fyrir sitt leyti að stofha
fagráð fyrir nautgriparækt.
Hlutverk ráðanna er að sam-
ræma starfsemi á sviði leiðbein-
inga, firæðslu og rannsókna í við-
komandi búgreinum.
Að fagráði í loðdýrarækt hafa
ákveðið að standa Búnaðarfélag
íslands, Rannsóknastofnun land-
þúnaðarins, bændaskólamir, Til-
raunastöðin á Keldum og Samband
íslenskra loðdýraræktenda. Fagráð-
ið er skipað fulltrúum þessara að-
ila. Meðai verkefiia sem ráðið fjallar
um er: Rannsókna- og tilrauna-
starfsemi í loðdýrarækt, m.a. for-
gangsröðun rannsókna- og til-
raunaverkefna og tillögugerð um
skipulag þeirra. Námskeið og
kennsla. Skipulagning þjálfunar
leiðbeinenda, kennara og rannsókn-
armanna. Skipulagning leiðbeining-
ar- og heilbrigðisþjónustu. Og að
lokum skipulagning kynbótastarfs.
Landssamband kúabænda sam-
þykkti á aðalfundi sínum fyrir
skömmu að standa að stofnun fag-
ráðs í nautgriparækt á grundvelli
fyrirliggjandi draga að samstarfs-
samningi. Gert er ráð fyrir að Bún-
aðarfélag íslands, Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins, bændaskólamir
og Rannsóknastofa mjólkuriðnað-
arins standi að stofnun þess með
Landssambandinu. Að auki verður
áheymarfulltrúum boðið frá ýmsum
öðmm félögum og stofnunum boðið
á fundi ráðsins. Á árlegum sam-
ráðsfundum er ætlast til að fulltrú-
ar samstarfsaðila gefi skýrslu um
starfsemi stofnana sinna og leggi
fram áætlanir um verkefni. Þá skal
fara fram mótandi umræða um
þjónustu- og þróunarstarf í naut-
griparækt. Á milli samráðsfunda
starfar þriggja manna framkvæmd-
aráð.
Fjármálaráðherra:
Morgunblaðið/Ámi Sœberg.
Eins og sjá má þarf að skipta um allþykkt lag af steypu á ytra
byrði turnsins.
Skemmdir eru mun
meiri en talið var
unni og þarf að skipta um all-
þykkt Iag af ytra byrði hennar.
Steypuskemmdirnar á
Hallgrímskirkjuturni eru mun
meiri en áður var talið. Þórir
Ólafsson framkvæmdastjóri
Steypuviðgerða hf. sem annast
endurbæturnar á turninum
segir að þetta hafi komið í þ'ós
eftir að hafist var handa við
verkið. Að mestu er um að
ræða frostskemmdir á steyp-
Vinna við verkið hófst í mars
á síðasta ári og var aftur tekið
til við verkið í síðasta mánuði eft-
ir nokkurt hlé. Þórir segir að ekki
hafi mátt seinna vera að hefjast
handa, annars hefði verið um nær
vonlaust verk að ræða.
TUkynntum
stofinun nýs
þingflokks
á morgun?
ENN hefiir ekkert það gerst, sem
bendir til þess að samkomulag sé
að takast milli þeirra Inga Björns
Albertssonar og Hreggviðar Jóns-
sonar annars vegar og annarra
þingmanna Borgaraflokksins hins
vegar. Morgunblaðið hefur áreið-
anlegar heimildir fyrir því að til-
kynnt verði um stofhun nýs þing-
flokks þeirra Inga Björns Alberts-
sonar og Hreggviðar Jónssonar
við upphaf þings á morgun.
Hvorki Ingi Björn né Hreggviður
vildu ijá sig um málið í gær.
Viðræður um
aðgang verk-
fallsvarða
SKÓLASTJÓRN Verzlunarskóla
íslands hefur boðið fulltrúum
Hins íslenska kennarafélags til
viðræðna um aðgang verkfalls-
varða að skólanum fyrir hádegi
í dag.
Verkfallsstjóm HIK sendi skóla-
nefndinni erindi, þar sem þess er
krafist að réttur verkfallsvarða til
aðgangs að vinnustað verði viður-
kenndur. Þorvarður Elíasson, skóla-
stjóri VÍ, sagði að það lægi ljóst
fyrir að ef verkfallsverðir bæðu um
leyfi til þess að fara inn í skólann
væri það þeim heimilt. Málið hefði
hins vegar strandað á því að verk-
fallsverðir hefðu ekki talið sig þurfa
heimild frá neinum til að fara inn í
skólann.
Vaxtalækkun á ríkisskulda-
bréfum mun bíða um sinn
'O
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, segir að verið sé
að vinna að lækkun vaxta á ríkisskuldabréfum, í samræmi við
samþykkt ríkisstjórnarinnar, sem á sínum tíma hefði verið kynnt
Seðlabankanum, en eðlilegt sé að bíða þess að samningar takist
við lífeyrissjóðina um vaxtalækkun, áður en ákveðið verði að
lækka vexti af spariskírteinum ríkissjóðs.
„Samningar við lífeyrissjóðina þess yrði vonandi um lækkun á
INNLENT
standa nú yfir og þegar niðurstaða
þeirra liggur fyrir mun vonandi
koma þar fram lækkun á vaxta-
stiginu í samningum milli ríkisins
og lífeyrissjóðanna," sagði fjár-
málaráðherra í samtali við Morg-
unblaðið. Hann sagði að í kjölfar
vaxtastigi spariskírteina ríkissjóðs
að ræða.
Fjármálaráðherra var spurður
hvemig sala á spariskírteinum
ríkissjóðs hefði gengið: „Hún hefur
gengið með svipuðum hætti og við
áttum von á. Á síðasta ári var
Lagt tíl að Alþingi
kaupi tvær bifiæiðar
Aksturskostnaður meira en 10 milljónir í fyrra
KOSTNAÐUR Alþingis á síðasta
ári vegna leigubifreiða, afnota
af bifreiðum starfsmanna og
annars aksturs nam rúmlega 10
milljónum króna. Þetta kemur
fram í skýrslu Ríkisendurskoð-
unar um starfsemi Alþingis
síðustu tvö ár. Þar eru einnig
ábendingar um það, sem talið er
að betur mætti fara og er meðal
annars lagt til að athuguð verði
hagkvæmni þess að Alþingi
kaupi og reki tvær bifreiðar til
nota vegna forseta þingsins,
gesta þeirra og sendiferða af
ýmsu tagi. Forsetar þingsins og
skrifstofustjóri hafa ekki tekið
afstöðu til þessarar ábendingar.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar tek-
ur yfir árin 1987 og 1988. Þar er
tekið á flestum þáttum í rekstri
Alþingis og ýmislegt nefnt, sem
talið er að betur mætti fara. Starfs-
menn Ríkisendurskoðunar hafa í
framhaldi skýrslugerðarinnar rætt
við forseta Alþingis um mögulegar
úrbætur, sem ekki fela þó í sér
miklar breytingar á starfsháttum,
heldur fyrst og fremst að sniðnir
verði ýmsir agnúar af núverandi
starfsháttum. Alþingi á engar bif-
reiðar en hefur í einhveijum mæli
greitt starfsmönnum fyrir afnot af
einkabifreiðum þeirra svo og greitt
fyrir leigu- og sendiferðabifreiðar;
á síðasta ári fyrir meira en 10 millj-
ónir króna. Ríkisendurskoðun telur
að með rekstri tveggja bifreiða í
eigu Alþingis megi anna megninu
af þörfínni með minni tilkostnaði.
Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri
Alþingis, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að ekki hefði verið tekin
afstaða til ábendingar Ríkisendur-
skoðunar hvað varðaði kaup á
tveimur bifreiðum, en verið væri
að fara yfir ýmsa þætti í rekstri
Alþingis.
salan færð yfir í bankakerfið og
það hefur verið vanrækt að vinna
upp almennan markað meðal al-
mennings. Við höfum á undanf-
ömum mánuðum verið að hefja
kynningarstarf sem mun skila ár:
angri, þegar til lengdar lætur. í
öðru lagi fórum við með vextina
á spariskírteinUm ríkissjóðs fyrst
niður og það allverulega. Það var
gagngert gert til þess að sýna að
okkur væri alvara og til að vega
upp á móti þeirri gagnrýni sem
forsvarsmenn lífeyrissjóðanna
höfðu sett fram á fyrri ríkisstjóm-
ir, það er að þær hefðu bara heimt-
að vaxtalækkun hjá lífeyrissjóðun-
um en haldið síðan vöxtum á spa-
riskírteinum ríkisins mun hærri.“
Ráðherra sagði ríkisstjómina
hafa talið nauðsynlegt að ganga
á undan með góðu fordæmi, þó
að hún hafi gert sér grein fyrir
því að það myndi um einhvern
tíma, nokkrar vikur, eða einn tvo
mánuði hafa þau áhrif á sölu spa-
riskírteinanna, að hún yrði eitt-
hvað dræmari. Hann kvaðst ekki
hafa nákvæmar upplýsingar um
það hvað mikið hefði selst af spa-
riskírteinum að undanförnu.
„Það er ljóst að framundan er
vaxtalækkun, sem þýðir að þau
spariskírteini sem nú eru boðin em
mjög hagstæð vara miðað við það
að vextimir á næstu spariskírtein-
um, sem gefín verða út, verða
lægri," sagði Ólafur Ragnar.
Ráðherra sagði að það hefði
gefist nokkuð vel að bjóða fólki
upp á að kaupa spariskírteini í
áskrift, en aðspurður um hvort
þessi kynningarherferð ríkissjóðs,
að senda dýra, litprentaða bækl-
inga um spariskírteini ríkissjóðs
inn á hvert heimili, hefði gefið
þann árangur sem vonast var eft-
ir, svaraði ráðherra: „Við litum
fyrst og fremst á þessa herferð
sem ákveðið undirbúningsstarf.
Kynning á spariskírteinum sem
spamaðarformi hafði í langan
tíma verið vanrækt. Við höfum
verið að byggja upp langtíma-
markað, þannig að spariskírteini
ríkissjóðs festist í sessi sem örugg-
asta og algengasta spamaðarfor-
mið í landinu.“
Hittir græn-
friðunga í
Þýskalandi
HALLDÓR Ásgrímsson sjáv-
arútvegsráðherra mun hittir
fulltrúa grænfriðunga að
máli, meðan á opinberri
heimsókn hans í Vestur-
Þýskalandi stendur. Heim-
sókn Halldórs, sem hefet í
dag, er í boði Wolfgang von
Geldern, sjávarútvegsráð-
herra V-Þýskalands.
Grænfriðungar óskuðu eftir
því að hitta Halldór, meðan á
heimsókninni stæði, að sögn
Ros Reeve, talsmanni Greenpe-
ace-samtakanna. Halldór sagði
Morgunblaðinu að hann hefði
fallist á þessa ósk, en ekki
væri enn ákveðið hvenær fund-
ur hans og grænfriðunga yrði.