Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 44
* r
SJOVA-ALMENNAR
ISýtt l'ólag storkar rætur
MIÐVIKUDAGUR 12. APRIL 1989
VERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
Mesta atvinnuleysi í mars
frá upphafí skráningar:
2.500 manns án
atvinnu í mars
ATVINNULEYSI í mars var hið
mesta í þeim mánuði frá því að
skráning atvinnuleysisdaga hófst
árið 1975. Að meðaltali voru
2.500 manns atvinnulausir á
landinu öllu í mars og jafhgildir
það 2% af áætluðum mannafla á
vinnumarkaði.
Samkvæmt yfirliti um atvinnu-
ástandið frá Vinnumálaskrifstofu
félagsmálaráðuneytisins er at-
vinnuleysið í mars óbreytt miðað
við mánuðinn þar á undan. Hinsveg-
"'ar hefur orðið nokkur breyting á
dreifingu atvinnuleysisins milli
landshluta. Þannig fjölgaði atvinnu-
lausum á höfuðborgarsvæðinu en
fækkaði utan þess öfugt við það
sem gerðist í febrúar.
Þijá fyrstu mánuði þessa árs
hafa um 2.700 manns verið á at-
vinnuleysisskrá að jafnaði í hverjum
mánuði. Þetta eru mikil umskipti
frá því sem var fyrstu þijá mánuði
ársins í fyrra. Þá voru að jafnaði
900 manns á atvinnuleysisskrá eða
um 0,8% af mannafla. í yfirliti
Vinnumálaskrifstofunnar segir að
samanburður milli áranna sé vart
raunhæfur sökum hinnar miklu
þenslu sem var á vinnumarkaðinum
í ársbyrjun 1988. Sé tekið meðaltal
þessa timabils síðustu þijú árin aft-
ur í tímann kemur í ljós að atvinnu-
lausir voru 1.200 talsins eða um
1% af mannafla.
Háskólakennarar sam-
þykkir verkfallsboðun
FÉLAG háskólakennara hefúr
naumlega samþykkt í almennri
atkvæðagreiðslu að fara í verk-
fall hinn 28. apríl næstkomandi
hafí samningar ekki tekist fyrir
þann tíma. Þetta er í fyrsta skipti
sem atkvæðagreiðsla um verkfall
fer fram i félaginu. Komi til
verkfalls fellur niður kennsla
allra fastra kennara Háskólans,
próf verða ekki haldin, og vinna
á rannsóknarstofhunum fellur
niður.
Atkvæði voru talin í gær og féllu
þannig að já sögðu 139 eða 51,1%
og nei 123 eða 45,2%. Auðir seðlar
voru 6 eða 2,2% og ógildir 4 eða
1,5%. 392 voru á kjörskrá og 272
greiddu atkvæði eða 69,4%. At-
kvæðagreiðslan fór þannig fram að
öllum félagsmönnum á kjörskrá var
sendur atkvæðaséðill í ábyrgðar-
pósti. Kjörkassi var á skrifstofu
Háskólans og póstatkvæði bárust
skrifstofu BHMR. Atkvæðagreiðslu
lauk á föstudag.
„Ég átti síður von á að það yrði
samþykkt að fara í verkfall," sagði
Jóhann Pétur Malmquist, formaður
Félags háskólakennara. „En niður-
staðan lýsir því vel að félagsmenn
eru orðnir þreyttir á sínum kjörilm
og að meirihluti er tilbúinn til þess
að nota verkfallsvopnið til að bæta
þau kjör.“
Hressir drengir
Morgunblaðið/Þorkell
Þeir virðast í sumarskapi, þessir drengir sem gantast í sundlauginni, enda er sumardagurinn
fyrsti ekki langt undan. Hreystin skín af þeim og ekki er úr vegi að minna á, að dagurinn í dag
er tileinkaður heilbrigði og „reykleysi“. Að sögn landlæknis eru reykingar mesta heilbrigðisvanda-
mál þjóðarinnar. Reyklausi dagurinn er meðal annars haldinn til að gefa reykingamönnum tilefíii
til að hvila sig og aðra á tóbaksreyknum.
Morgunblaðið/Bjami
Frá talningu atkvæða seinnipartinn í gærdag. Talin frá vinstri Páll
Sigurðsson, Sigurður V. Friðþjófsson, Aðalheiður Ófeigsdóttir, Jó-
hann Pétur Malmquist og Birgir Björn Siguijónsson.
Húsiiæðismálastjórii:
Fimrn s^jómarmeim
gegn húsbréfekerfi
FIMM af tíu stjórnarmönnum í Húsnæðisstofíiun rikisins hafa sent
félagsmálaneftid Alþingis álitsgerð, þar sem þeir leggjast eindregið
gegn því að tekið verði upp svokallað húsbréfakerfí, en félagsmála-
ráðherra hefíir lagt fram stjórnarfrumvarp þar um á þingi. Stjórnar-
mennirnir vilja að frekar verði reynt að bæta núverandi húsnæðis-
lánakerfi.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra sagðist ekki hafa séð
álitsgerðina í heild og ætti hún því
erfitt með að tjá sig um hana efnis-
lega. „Hún kom mér nokkuð á
óvart, af því að Húsnæðismála-
stjóm í heild treysti sér ekki til að
segja álit á frumvarpinu. Sam-
kvæmt því litla, sem ég hef heyrt,
Á þriðja hundrað bíða
nú eftir heymartækjum
NÚ BÍÐA á þriðja hundrað manns eftir því að fá heyrnartæki
og eru dæmi um að heyrnarskertir hafí beðið allt að hálft ár
eftir að £á tæki. Heymartækin em á hafnarbakkanum í Reykjavik
en Heyrnar- og talmeinastöðin hefíir ekki fengið fé til að leysa
þau út. Þótt ástandið sé slæmt hefúr það verið verra áður eða
fyrir þremur ámm er um 500 manns biðu eftir heyrnartækjum.
Ingimar Sigurðsson stjómar-
formaður Heymar- og talmeina-
stöðvarinnar segir að þetta ástand
eigi sér sínar skýringar. Fyrst og
fremst þær að Heyrnar- og tal-
meinastöðin hefur ekki fengið
fjármagn til kaupa á tækjunum.
Á síðasta ári var lagður söluskatt-
ur á þessi tæki og hefði stöðin
ekki fengið hann bættan nema
að hluta til. Ingimar átti þó von
á að úr því rættist á næstunni.
„Vegna þess að söluskatturinn
var ekki bættur nema að hluta í
fyrra sátum við uppi með um
tveggja milljóna króna skuld við
Innkaupastofnun um síðustu ára-
mót,“ segir Ingimar. „Vegnaþess-
arar skuldar höfum við ekki getað
Ieyst út tækin.“ í máli Ingimars
kom fram að á síðasta ári hefði
tekist að stytta biðina eftir þess-
um tækjum mikið eða niður í tvo
mánuði sem hann telur eðlilegt.
Síðan hefur biðtíminn lengst aftur
og er nú kominn í sex mánuði í
einstaka tilvikum sem Ingimar
sagði alls ekki nógu gott.
telja fimmmenningarnir að það sé
komið jafnvægi á húsnæðislána-
kerfið, en ég tel að við höfum sýnt
fram á það gagnstæða."
Fimmmenningarnir eru þeir
Björn Þórhallsson og Grétar Þor-
steinsson, sem tilnefndir eru í
stjórnina af Alþýðusambandinu,
Grímur S. Runólfsson og Hákon
Hákonarson, kosnir af Framsóknar-
flokki, og Jón Gunnarsson, kosinn
af Borgaraflokki.
í álitsgerðinni segja fimmmenn-
ingarnir meðal annars að húsbréfa-
kerfið muni hafa skaðleg áhrif á
fasteignamarkaðinn að því leyti að
þeir, sem fái fé á húsbréfamarkaði,
geti boðið upp verð fyrir þeim, sem
bíði eftir láni frá Húsnæðisstofnun.
Húsbréfakerfið geti valdið verð-
sprengingu og þenslu á fasteigna-
markaðnum, og jafnvel verðbólgu.
Þá eyði það forgangi ungs fólks í
húsnæðiskerfinu, í því séu engin
félagsleg sjónarmið.
Stjórnarmennirnir segja að nú-
verandi húsnæðislánakerfi virðist
vera að komast í jafnvægi og birta
tölur því til stuðnings. Þeir leggja
til endurbætur á kerfinu, sem með-
al annars fela í sér, að gengið verði
út frá óbreyttum skuldabréfakaup-
um lífeyrissjóða. Þeir leggja einnig
til að þeir, sem búa í eigin hús-
næði, fái eitt lán, endurkaupalán,
einnig þegar um nýbyggingu er að
ræða. Það muni lækka lán til 30%
umsækjenda og meira verði til ráð-
stöfunar handa öðrum. Þá leggja
þeir til að menn, sem ná ákveðinni'
eignaviðmiðun, og þá ekki aðeins
hvað húseignir varði, fái ekki lán.
Einnig leggja þeir til lægri lán til
einhleypinga, að þeir sem eru tekju-
hærri, greiði lán sín hraðar en þeir
tekjulægri, og að heimilt verið að
geyma lánsrétt í ákveðinn tíma, sé
hann ekki nýttur að fullu.
KEAleggur
niður þrjár
verslanir
Akureyri.
Á FUNDI þjá Akureyrar-
deild KEA í gærkvöldi kom
fram að KEA hefur ákveðið
að leggja niður þijár verslan-
ir á Akureyri og á Hjalteyri.
Var starfsfólki þessara versl-
ana sagt upp störfúm um
síðustu mánaðamót en
rekstri verður hætt 1. júní.
Hér er um þijár minnstu
verslanir KEA að ræða. Þær
eru á Hjalteyri, að Hafnar-
stræti 91 og Ránargötu 10.
Taprekstur hefur verið á þess-
um verslunum undanfarin 5 ár.
í gærdag mótmæltu íbúar
við Ránargötuna því að versl-
uninni þar skyldi lokað.