Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989
17
Látum ekki reykinn
ráða okkur af dögimi
— veljum reyklausa daga —
eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur
í dag er haldinn reyklaus dagur í
fimmta sinn. Slíkur dagur hefur riú
þegar orðið mörgum kærkomið til-
efni til þess að hætta að reykja.
Verulega hefur dregið úr reykingum
hérlendis á undanförnum árum og
ætla má að rúmlega 40.000 íslend-
ingar séu nú hættir að reykja.
Árið 1985 reyktu 40% 18-69 ára
íslendinga daglega, 36% árið 1986,
35% árið 1987 og 34,7% árið 1988.
Reykingafólk er því í minni hluta og
fer fækkandi sem betur fer. Þetta
kemur fram í könnunum sem Hag-
vangur hefur gert fyrir Tóbaksvemd.
Reykingar eru algengastar á fertugs-
aldri en mun minni í yngri og eldri
aldurshópunum eða um 20%.
Andinn reiðubúinn,
holdið veikt?
Enginn vafi er á því að mjög
- margir þeirra sem reykja vilja gjarn-
an hætta. Ástæðumar em augljósar:
reykingar eru heilsuspillandi,
bæði fyrir þá sem reykja og líka
fyrir þá sem umgangast reykingafólk
og verða fyrir óbeinum eða nauðug-
um reykingum.
Langt er síðan rannsóknir hafa
sýnt fram á að beint orsakasamband
er milli lungnakrabbameins og
reykinga en reykingamönnum er að
jafnaði tíu sinnum hættara að fá
þennan illvíga sjúkdóm en þeim sem
ekki reykja.
Hér á landi deyja nú að meðaltali
(1981-1985) um 35 kárlar og 30
konur úr lungnakrabbameini og dán-
artíðni íslenskra kvenna úr þessum
sjúkdómi er ein hæsta í heiminum.
Það er athyglisvert, að íslenskar
konur virðast fremur fá lungna-
krabbamein en erlendar kynsystur
þeirra þrátt fyrir svipaða reykingat-
íðni. Orsakir þessa mismunar eru
ekki þekktar en þessi afleiðing tó-
baksreykinga er sannarlega
áhyggjuefni og alvarleg viðvörun.
Lungnakrabbamein er nú næst al-
gengasta krabbamein íslenskra
kvenna og algengasta dánarorsök
bæði kvenna og karla af völdum
krabbameina. En ég minnist þess að
Guðrún Agnarsdóttir
„Konur hafa löngum
gert heilbrig-öismál og
velferðarmál að sínum
baráttumálum.
Er ekki mál til komið
að konur taki sig saman
og berjist gegn þeim
heilsuspilli sem einna
skæðast heijar á þær
sjálfar, reykingunum?
Við megum ekki
missa þær tvö þúsund
konur sem ætla má að
deyi fyrir aldur fram
vegna reykinga, fram
til aldamóta. Ekki meg-
um við heldur missa
dýrmæta orku kvenna
í baráttu við sjúkdóma
af völdum reykinga þó
að þeir dragi þær ekki
til dauða.“
þegar ég lærði meinafræði í lækna-
námi á árunum 1964-1966 var mér
kennt að lungnakrabbamein væri
afar sjaldgæft í konum. Á sl. 20
árum hefur sjúkdómsmynstrið þann-
ig tekið stakkaskiptum til hins verra
og konur súpa nú-seyðið af breyttum
reykingavenjum undanfarinna ára-
tuga.
Reykingar meðal kvenna voru nær
óþekktar þar til eftir fyrri heimsstyij-
öldina en það var fyrst eftir seinni
heimsstyijöldina að þær færðust
verulega í vöxt eins og reykingar
karla, en konur voru þó 2 til 3 áratug-
um á eftir körlum í þessum efnum.
Þær voru því hinn ópiægði akur fyr-
ir tóbaksframleiðendur sem beindu
og beina enn auglýsingum sínum
óspart og óprúttnir að konum. Hlut-
fallslega fleiri konur en karlar reykja
sígarettur eða 33% kvenna en 27%
karla á árinu 1988, en sígarettur eru
skaðvænlegri en aðrar tegundir tó-
baks og meiri sjúkdómsvaldar.
Reykingar eiga síðan þátt í mynd-
un fleiri tegunda krabbameina t.d. í
vélinda, brisi, munni, barkakýli,
þvagblöðru, nýrum o.fl.
Þær tengjast einnig myndun
blóðrásarsjúkdóma af ýmsu tagi en
talið er að um 30% dauðsfalla vegna
kransæðasjúkdóma stafi af reyking-
um.
Langvinn berkjubólga og lungna-
þemba auk annarra öndunarfæra-
sjúkdóma verða síðan oft hlutskipti
þeirra sem reykt hafa mikið og lengi.
Þó að enn reyki aðeins fleiri karl-
ar en konur, 35% karlar og 34%
konur á árinu 1988, virðist konum
þó ganga verr að hætta en körlum.
Þetta getur átt sér ýmsar skýringar.
Hlutskipti og
ábyrgð kvenna
Islenskar konur eru undir miklu
álagi. Þær vinna almennt lengri
vinnudag en gerist meðal ná-
grannaþjóða, bæði utan og innan
heimilis. Fjöldi einstæðra mæðra
er meiri hérlendis og laun þeirra
og annarra kvenna lægri og afkoma
erfiðari en í nágrannalöndum okk-
ar. Miklar kröfur eru gerðar til
kvenna af hálfu annarra og þær
gera miklar kröfur til sjálfra sín,
en af þessum miklu kröfum leiðir
stöðug sektarkennd. Jafnframt lifa
íslenskar konur baráttutíma og
miklar breytingar á kvenhlutverki
og kvenímynd. Allt þetta veldur
streitu, sem sumar telja að reyking-
ar leysi. Það er þó skammgóður
vermir.
Flestar konur vita einnig að
reykingar þeirra hafa áhrif á börn-
in. Vitað er að reykingar kvenna á
meðgöngutíma skaða fóstur og geta
orðið orsök þess að börn fæðast
andvana eða deyja fyrstu vikuna
eftir fæðingu. AÍgengara er þó að
börn kvenna sem reykja eru að jafn-
aði mun minni en önnur við fæð-
ingu. Algengara er þó að börn
kvenna sem reykja eru að jafnaði
mun minni en önnur við fæðingu
og hafa oft ekki náð meðalþyngd.
Þessi létta fæðingarþyngd getur
síðan tengst aukinni hættu á bækl-
un og vansköpun. Ennfremur er
konum sem reykja á meðgöngutíma
hættara við fósturláti og fylgjulosi
en þeim sem ekki reykja.
Börn sem verða fyrir óbeinum
eða nauðugum reykingum á heimili
þar sem annað eða bæði foreldrar
reykja fá oftar öndunarfærasjúk-
dóma en önnur böm og einkennin
aukast eftir því sem meira er reykt.
Ekki má svo gleyma því fordæmi
sem slík böm alast upp með. Hér-
lendar og erlendar kannanir hafa
sýnt að þau börn sem eiga foreldra
sem reykja eru mun líklegri til þess
að reykja en börn foreldra sem
ekki reykja.
Börnin rata út úr
reykjarkófinu
Jákvæðasti árangurinn í baráttu
gegn reykingum má sjá í hópi bama
og unglinga. í kjölfar könnunar sem
gerð var á reykingavenjum reyk-
vískra gmnnskólanema árið 1974 á
vegum borgarlæknis, var hafið
skipulagt fræðslustarf í grunnskól-
um á Reykjavíkursvæðinu. Kannan-
ir hafa síðan verið endurteknar á
fjögurra ára fresti og sýna að þeim
gmnnskólanemendum sem reykja
fer verulega fækkandi:
Tóbaksnotkun grunnskólanema
Aldur 1974 1986
12 ára 12% 3%
13 ára 25% 4%
14 ára 36% 13%
15 ára 45% 25%
16 ára 54% 31%
Niðurstöður úr nýlegum könnun-
um á vegum landlæknisembættisins
sýna að tóbaksnotkun fer einnig
minnkandi meðal framhaldsskóla-
nema:
Tóbaksnotkun 15-20 ára nemenda eítir kyni:
1984 1986 1989
Piltar 27,9% 20,8% 15,5%
Stúlkur 33,8% 26,0% 21,6
Það vekur athygli í þessari könn-
un að fleiri stúlkur reykja en pilt-
ar. Skynsamleg afstaða barna og
unglinga í þessum efnum vekur þó
góðar vonir um framtíðina, en mik-
ilvægt er að við fullorðna fólkið
veitum henni verðskuldaðan stuðn-
ing ekki síst með því að búa unga
fólkinu betra þjóðfélag og gefa góð
fordæmi.
Konur hafa löngum gert heil-
brigðismál og velferðarmál að
sínum baráttumálum.
Er ekki mál til komið að konur
taki sig saman og berjist gegn þeim
heilsuspilli sem einna skæðast heij-
ar á þær sjálfar, reykingunum?
Við megum ekki missa þær tvö
þúsund konur sem ætla má að deyi
fyrir aldur fram vegna reykinga,
fram til aldamóta. Ekki megum við
heldur missa dýrmæta orku kvenna
í baráttu við sjúkdóma af völdum
reykinga þó að þeir dragi þær ekki
til dauða.
Það er ekki víst að langlífi
íslenskra kvenna sem við höfum
státað okkur af verði það sem nú
er eftir nokkra áratugi ef konur
breyta ekki reykingavenjum sínum.
Konur, gefum hver annarri, börn-
um okkar og körlum góð fordæmi.
Styðjum hver aðra, hættum að
reykja.
Höfundur er læknir og þingkona
Kvennalistans.
SNYRTIVÖRU - {
SYNNING
A MORGUN
fimmtud. 13. apríl
kl. 10-18
\Ju
&
JóMyj
PARIS
SNYRTIVÖRUR
SEM FAGFOLKIÐ VELUR
HILMA
snyrtistofa
HÚSAVÍK
íbúð sem kostar um 4 milljónir króna.
Eigið framlag hennar er um 800
þúsund. Áhvílandi á íbúðinni fyrir
eru lán frá Húsnæðisstofnun sem
nema um 10% af íbúðarverðinu eða
um 400 þúsund krónum. Þessi lán
dragast frá nýjum lánum sem Hús-
næðisstofnun veitir. Afganginn fjár-
magnar Guðrún með bankalánum,
lífeyrissjóðslánum og lánum frá selj-
enda, sem er óverðtryggt með meðal-
vöxtum banka og sparisjóða. f þess-
um samanburði er miðað við að vext-
ir fasteignaveðbréfs eða húsbréfs
verði 7,5%, vextir banka og lífeyris-
sjóða séu á bilinu 8 til 8,5% og núver-
andi vextir húsnæðislána séu 3,5%.
í þessu dæmi Guðrúnar er tekið til-
lit til húsnæðisbóta í núverandi kerfi
og vaxtabóta í húsbréfakerfi.
Hveijar yrðu greiðslur Guðrúnar?
Núv. húsn.l.kerfi Húsbréfakerfi
1. árið 496.000 303.000
2. árið 409.000 290.000
3. árið 360.000 278.000
4. árið 305.000 265.000
Það sem gerir greiðslubyrði Guð-
rúnar léttari er það að hún þarf ekki
að leita eftir þungum skammtímalán-
um í bönkum sem oft hefur leitt til
gjaldþrota hjá fólki. Þessi þungu
skammtímalán í bönkum eru líka
meginástæður greiðsluerfíðleikalána
sem Húsnæðisstofnun ríkisins hefur
þurt að standa fyrir undanfarin ár.
Þess vegna er húsbréfakerfið hag-
stæðara fyrir Guðrúnu eins og svo
marga aðra í þessu þjóðfélagi.
Höfiindur er féiagsmilaráðherra.
VOLKSWAGEN
L FRA HEKLU BORGAR SIG
HEKLAHF verðfrákr.
Laugavegi 170 172 Simi 695500 ^ qqq
Sex,
• •• '
sgo
ogátta
metra
stangir
álager.
• Úr „glass fiber
• 6,7 og 8 metra á lager.
• Allar festingar og fylgi-
hlutir innifalið í verðinu.
• Stenst ágang veðurs.
• Fislétt.
• Fellanleg.
• Gyllt plexiglerkúla.
• Snúningsfótur kemur í
veg fyrir að fáninn snúist
upp á stöngina.
• Auðveld í uppsetningu.
• Útvegum aðila tii upp-
setningar.
6 metra stöng kr. 22.600,-
7 metra stöng kr. 24.300,-
8 metra stöng kr. 26.400,-
• Allir fyigihlutir eru fáan-
legir stakir.
• ÍSLENSKI FÁNiNN
í ÖLLUM STÆRÐUM
ÁLAGER
Grandagarði 2, 101 Rvík.
sími 28855.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!