Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MJÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Tékkar vilja fá landsliðið í upphKunarmót fyrir HM þátt í Super Cup í nóvember. Áœtlar er að íslenska landsliðið leiki yfir fjörtíu landsleiki fyrir heimsmeistarakeppnina í Tékkó- slóvakíu. Þess má geta að Tékkar voru áður búnir að bjóta iandsliði Ís- lands á mót í janúar 1990. Tékkar hafa boðið íslenska landsliðinu til að taka þátt í geysilega sterku móti í Tékkó- slóvakíu í október. Sjö af fremstu handknattleiksþjóðir heims hafa fengið boð um að taka þátt í keppninni, sem er upphitunar- keppni fyrir heimsmeistaramótið, sem fer fram í Tékkósióvakíu 1990. Keppt verður á þeim stöðum, sem leikið verður á í HM í Tékkólslóvakíu. Tékkar ætla að nota mótið til að sjá hvað þarf að lagfæra í sambandi við HM. HSÍ fékk boð um að taka þátt í mótinu í gær, þannig að ekki er enn búið að taka ákvörðun um hvort boðið verður þegið. Eins og hefur komið fram í Morgunblað- inu hefur HSÍ fengið fjöldan allan af boðum að undanförnu. Óneitanlega er þetta boð mjög freystandi eins og boðið frá V- Þýskalandi um að landsliðið taki HANDBOLTI Magdeburg lagði Minslc Mótherjar FH unnu einnig heima Leikmenn Magdeburgar, sem slóu Valsmenn út úr Evrópu- keppni meistaraliða, lögðu sovéska liðið Minsk í fyrri leik liðanna í undanúrslitum - 26:25, í Magde- burg. Drott frá Svíþjóð, mátti þola tap, 23:24, heima gegn Steaua Bukarest frá Rúmeníu. Rúmenska liðið Dinamo Búkarest vann franska félagið Créteil, 20:19, í undanúrslitum Evrópukeppni bik- arhafa og Bidasoa lagði Essen að velli, 25:22, á Spáni. Sovéska liðiðið Krasnodar, sem sló FH út úr IHF-keppninni, vann Vorward Frankfurt frá A-Þýska- landi, 19:14, í fyrri leik liðanna - í Krasnodar. Caja Madrid lagði Diisseldorf að velli, 20:16, í hinum undanúrslitaleiknum. Ikvöld Síðustu leikimir í 1. deild karla á íslandsmótinu í hand- knattleik fara fram í kvöld. UBK og KA leika í Digranesi kl. 20.00 og Stjaman og ÍBV strax á eftir kl. 21.15. ■FH og KR leika í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í meistaraflokki karla í Hafnar- firði í kvöld kl. 20.00. KORFUKNATTLEIKUR Harlem Globetrotters: Ekki tapað í 17 árl Körfuboltasnillingarnir með tvær sýningar í Laugardalshöllinni Það er ávalltmikið fjör á sýningum Harlem Globetrotters. Hér bregður Ha- rold „Bobo“ Hubbard á leik. SMILLINGARNIR og trúðarnir í bandaríska körfuknattleikslið- inu Harlem Globetrotters eru á leið til íslands. Þeir munu halda tvær sýningar í Laugardals- höllinni 22. og 23. apríl. Þetta er önnur heimsókn liðsins en í en síðast sáu um 11.000 manns þrjár sýningar liðsins í troðfullri Laugardalshöll. Sýn- ingar liðsins í Höllinni eru liður í heimsferð liðsins sem stend- urfram á haust. Harlem Globetrotters hlýtur að vera eitt sigursælasta lið heims. Það hefur ekki tapað leik síðan 1971 eða í 17 ár. Reyndar ekki til þess ætlast því leikir liðsins eru meiri sýning en alvarlegur körfuboltaleikur. Liðið var stofnað 1927 og hefur leikið 16.881 leik í rúmlega 100 löndum. Þess má geta að liðið hefur aðeins tapaði 331 sinni og vinningshlutfallið því 98% sem hlýtur að vera met! Lið Harlem hefur reyndar sett mörg met og eitt þeirra mun líklega aldrei falla. Það var þegar liðið lék á Ólympíuleikvanginum í Berlín árið 1951. Þá komu hvorki fleiri né færri en 75.000. áhorfendur á leik liðsins en aldrei hafa verið fleiri áhorfendur á körfuboltaleik. Forsala aðgöngumiða verður í dag og á morgun í Laugardalshöll- inni og íþróttahúsinu í Keflavík og stendur frá kl. 16-20 báða dagana. Einnig geta utanbæjarmenn pantað miða í síma 685949. Þegar liðið kom hingað síðast seldust allir mið- arnir upp í forsölunni. -ekkl /M- Laugardag |ur kl. 13:45 15. LEIKVIKA- 15. APRIL1989 11 m 2 Leikur 1 Everton - Norwich Leiktv 2 Nott. For. ' - Liverpool im Leikur 3 Arsenal - Newcastle Leikur 4 Luton - Coventry Leikur 5 Man. Utd. - Derby Leikur 6 Q.P.R. - Middlesbro Leikur 7 Wimbledon - Tottenham Leikur 8 Blackburn - Man. City Leikur 9 Bournemouth - Stoke Leikur 10 Bradford - ipswich Leikur 11 Leicester - Chelsea Leikur 12 Swíndon - Watford Símsvari hjá getraunum á laugardögum ef tir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. 1 VUrALUUH :4->:vx-x-xx-Xv:vX::->x-:v>x-X'X<:xx-:->:v>>.v:vX-:-Xvx-xvX-í>x?x-:vx PHfcNUIPC II jj SKÍÐI / ALÞJÓÐAMÓT A AKUREYRI Lichtenegger vann aftur MICH AEL Lichtenegger frá Austurríki sigraði í síðara stórsviginu á alþjóða skíða- mótinu sem fram fór í Hlíðar- fjalli í gær. Lichtenegger vann einnig stórsvigið á mánudag. Sama röð var á fyrstu þremur keppendunum í stórsviginu í j gær eins og á mánudaginn. Lich- tenegger, sem er 18 ára, var í gær rúmlega hálfri sekúndu á undan Norðmanninum, Sverre Melby. Partick Wirth, Austurríki, varð þriðji. Valdimar Valdimarsson, Akur- eyri, stóð sig best íslendinganna í gær - hafnaði í 6. sæti. Hann átti mjög góða fyrri ferð og var þá með fjórða besta brautartímann. Órnólf- ur Valdimarsson var með sjötta besta tímann eftir fyrri ferð en var úr leik í þeirri síðari. Veður var ekki eins og best verð- ur á kosið í Hlíðaifyalli í gær - svarta þoka og skyggni því lítið. Keppendur flytja sig nú suður til Reykjavíkur og keppa í svigi á föstudag og laugardag í Bláfjöllum. Úrslit: 1. Michael Lichtenegger, Austurr...2:06.66 2. Sverre Melby, Noregi............2:07.33 3. Patrick Wirth, Austurríki.......2:07.94 4. Tateru Takehana, Japan..........2:08.12 5. Uros Paulovicic, Júgóslavíu.....2:08.56 6. Valdimar Valdimarsson, Akureyri ..2:08.82 7. Takemi Fujiwara, Japan..........2:09.34 8. Danícl Hilmarsson, Dalvík.......2:09.80 9. Mads Ektvedt, Noregi............2:09.86 10. Takuei Fujiwara, Japan..........2:10.58 11. Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri .2:11.83 12. Jóhannes Baldursson, Akureyri...2:12.29 13. Amór Gunnarsson, ísafirði.......2:13.05 14. Magnús Karlsson, Akureyri.......2:14.02 15. Egill Ingi Jónsson, Reykjavík...2:14.10 Stefano Tacconi ífiRÚmR FOLK ■ STEFANO Tacconi, mark- vörður Juventus, sparkaði viljandi í Argentínumanninn Pedro Pablo Pasculli, leikmann Lecce, á sunnu- dag. Dómarinn sá ekki atvikið og meiðsli hlutust ekki af, en stjórn Juve sætti sig ekki við framkomu markvarðar síns og sektaði hann um 75.000 ísl. krónur. ■ KATRIN Gutensohn, aust- urríska brunkonan, hefur ákveðið að keppa fyrir Vestur-Þýskaland næsta vetur. Hún er gift vestur- þýskum lækni sem starfar hjá þýska hernum. Gutensohn, sem er 23 ára frá bænum Krichberg og hefur verið í fremstu röð síðustu árin, sagðist hugsanlega keppa aft- ur fyrir Austurríki 1997 þegar atvinnusamningur húsbóndans væri útrunninn hjá hernum. ■ ENZO Scifo, landsliðsmaður Belga sem leikur með Bordeaux í Frakklandi, verður ekki valinn í bclgíska landsliðshópinn nema að hann komast í franska liðið, en hann hefur ekki verið fastamaður í liðinu að undanförnu. „Ef Scifo er ekki nógu góður fyrir Bordeaux er hann ekki ngou góður fyrir belgíska landsliðið," sagði Guy Thijs, landsliðsþjáflari Belga. Belgar leika við Tékka í undan- keppni HM í næstu viku. NBA-deildin Mánudagur: New Jersey — Boston Celtics. .112:113 Atlanta — Charlotte Homets. .112:105 Detroit Pistons — Washington 124:100 Indiana Pacers — Dallas .110:103 Seattle — Antonio Spurs ...102:89 L.A. Clippers — L.A. Lakers... .116:133 Sacramento — Miami Heat.... ...108:69 FRJÁLSAR Víðavangs- hlaup IR Víðavangshlaup ÍR fer fram á sum- ardaginn fyrsta, 20. apríl, sem endranær og verður nú haldið 74. árið í röð. Hlaupið hefst í Hljómská- lagarði klukkan 14.00. Búningsað- staða fyrir keppendur verður í Mið- bæjarbarnaskólanum. Þátttökutil- kynningar berist í síðasta lagi næst- komandi sunnudag, 16. apríl til Guðmundar Þórarinssonar, s. 14387 Jónasar Egilssonar, s. 641788 eða Gunnars Páls Jóakims- sonar, s. 28228. FELAGSLIF AðaKundur Víkings Aðalfundur knattspyrnudeildar Víkings verður haldinn þriðju- daginn 18. apríl í Félagsheimilinu við Hæðargarð. Fundurinn hefst klukkan 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.