Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989 33 Leiðrétting VEGNA tæknilegra mistaka í grein Elínar Pálmadóttur „Lifað í höggmyndalistinni“ i sunnudags- blaði Morgunblaðsins birtum við eftirfarandi kafla aftur og biðj- umst velvirðingar á mistökunum. Siglingakeppni til íslands Lilja Skaftadóttir og Leonard Be- netov komu á sl. sumri til íslands með fríðu föruneyti til að vekja at- hygli á og kanna mögtileikana á sigl- ingakeppni á leiðinni frá Gravelin í Norður-Frakklandi til íslands einu leiðina sem frönsku fiskimennimir sigldu áður fyrr. í hópnum voru þing- maður, borgarstjóri, listamenn og blaðafólk. í framhaldi af spjalli um silungsrækt fjölskyldu Lilju á íslandi berst í tal hvemig það hafi komið tii. „Ég hefi ekkert verið í silungs- ræktinni, en á tímabili var ég þó að hugsa um að flytja silung til Frakk- lands. Og var kominn í sambönd við fískinnflytjendur í norðurhéruðum," segir Lilja. „Þá var þeirri hugmynd slegið fram hvor ekki ætti að sigla til Islands eins og gert var áður fyrr og þá á nútímahátt. Þetta vakti áhuga og til að koma því í kring tókst samvinna milli okk- ar hjónanna, iögfræðings nokkurs og eiganda blaðsins VSD, sem kemur út í 350 þúsund eintökum í Frakkl- andi og oft styður svona. Stofnað var félag um þetta sem við köllum Laxalón. Kona eigandans á VSD- blaðinu er siglingakona mikil og þau hafa mikinn áhuga á þessu. Ég bauð þeim því ásamt fleira fólki sem vildu vera með til íslands. Þetta urðu alls 16 manns. Allir urðu mjög hrifnir af íslandi og vildu auka samskiptin milli landanna á ýmsum sviðum. Frönsku sjómennimir komu mikið til Fáskrúðsflarðar áður fyrr og borgar- stjórinn í Gravelines var með og tók upp samskipti við þá. Ég held að aðilar á báðum stöðum séu nú að vinna að því að íslenskir krakkar frá Fáskrúðsfírði fari í heimsókn til Gra- velines og séu famir að safna fyrir ferðinni. Síðan fari krakkar frá Gra- velines þangað. Borgarstjórinn hefur mikinn áhuga og við erum að vinna að því að fá KR.til að spila fótbolta þar í maí. Einnig var tekið upp sam- band við Kjarvalsstaði um sýninga- skipti. Þetta varð mjög vel heppnuð kynning, við fómm norður að Mý- vatni, í Þórsmörk og austur á Fá- skrúðsfjörð og þegar hefur birst mik- ið myndskreytt grein í VSD-blaðinu. Enda hafði eigandinn með sér ljós- myndara og blaðamann. Hvað fyrirhugaða siglingakeppni sumarið 1990 snertir, þá er hug- myndin sú að þarna keppi stórir segl- bátar. Þá mundu koma 40—50 stórar skútur og þarf legupláss í höfninni og aðstöðu í Reykjavík. Við sendum hugmyndir með uppdráttum fyrir jól og emm að bíða eftir viðbrögðum frá hafnarstjóra. Þá yrði siglt frá Gra- velines fram hjá Hjaltlandi og stefnt að því að sigla norður yfir heim- skautsbaug og endað í Reykjavík. Tabberlay, einn af frægustu sigling- Suðureyri: Sveinbjörn Jónsson sigraði á skákmóti Suðureyri. SKÁKMÓT var haldið í fé- lagsheimili Súgfirðinga á annan í páskum. Tuttugu manns tóku þátt og var kepp- endum skipt nður í tvo flokka, Qórtán ára og yngri og Smmtán ára og eldri. Sigurvegari í eldri flokknum varð Sveinbjöm Jónsson með fullt hús stiga og í yngri flokkn- um varð Kristján Ibsen í fyrsta sæti, Þorleifur Sigurvinsson í öðm og Haukur Elvarsson í því þriðja. Söluskáli Esso gaf verð- launin, en það vom skákáhuga- menn sem héldu mótið. - R. Schmidt. Flytur boðskap sinn í skyru og myndríku máli Lilja Skaftadóttir aköppum hér, langar til að gera upp bát föður síns og fara í reynsluférð í sumar. Meðan við bíðum eftir svari frá íslandi getum við lítið gert. En við höfum tryggt mikið fé hér ef áhugi verður á þessu. En enginn vill troða sér upp á neinn og því er beð- ið eftir viðbrögðum." eftirHelga Elíasson I Morgunblaðinu sunnudaginn 2. apríl sl. las ég grein eða einskonar palladóm um hinn nýkjöma biskup Islands, séra Ólaf Skúlason, eftir tvo blaðamenn. Ég held að það sé trúlega eins- dæmi í sögu íslensku kirkjunnar, að kjörinn biskup fái slíka umfjöllun í fjölmiðli. Mér þykir það mjög miður að þár skuli vera reynt og það mjög ómaklega að vekja efasemdir um guðfræðilega boðun hins nýja bisk- ups. Þessi grein er vægast sagt ósmekkleg, og átti ég alls ekki von á því að lesa slíka grein á síðum hins annars ágæta blaðs, sem Morg- unblaðið er. Ég hefí verið sóknarbam séra Ól- afs í tæpa tvo áratugi og sótt kirkju til hans. Hinn trúarlegi boðskapur sem ég hefi heyrt séra Ólaf flytja söfnuðinum er einmitt fagnaðarboð- skapurinn um kærleika Guðs í Kristi Jesú. Hann hefír dregið upp skíra mynd af þeim Guði sem annt um sköpun sína og vill koma til manns- ins mitt í hringiðu lífsins, vill létta byrðar þess sem erfitt á og vill fá að rétta honum sína hlýju og gegn- umstungnu hönd, og fá að leiða hann gegnum lífið. Séra Ólafur Skúlason flytur boðskap sinn í ským og myndríku máli. Hann leggur áherslur á gildi trúarinnar á hinn Krossfesta og upprisna frelsara Jesúm Krist sem er homsteinn kristinnar boðunar. Hið ótvíræða kjör séra Ólafs Skúlasonar sem biskup íslands sýnir svo ekki verður um villst það traust sem til hans er borið. Það er mjög við hæfí, að friður og djúp virðing ríki um hið mikil- væga embætti biskups og þjóðin öll standi einhuga að baki hinum ný- kjöma biskupi íslands séra Ólafi Skúlasyni, með fyrirbæn og hlýjum huga. Höfundur er fyrrverandi forseti Gideon-hreyGngarinnar i fslandi og stjórnarformaður i KFUM. Aths.: — Afstaða Morgunblaðsins birtist hvergi nema í forystugreinum þess. Því er greinarhöfíindi bent á forystugrein blaðsins sl. miðvikudag, þar sem fjallað er um hinn nýkjöma biskup og biskupskjör. — Ritstj. AFKOST ENDING GÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.