Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B OG LESBÓK II STOFNAÐ 1913 96. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 29. APRIL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: 100 dagar liðn- ir frá embætt- istöku Bush Washington. Reuter. EITT hundrað dagar eru liðnir frá því George Bush sór embættís- eið forseta Bandaríkj- anna. Forset- inn kom í gær til Washington eftir Qögurra George Bush. daga ferð um sex ríki Bandaríkjanna en fjöl- miðlar sýndu fundahöldum hans takmarkaðan áhuga. Bush hefur verið gagnrýndur fyrir að skilgreina ekki helstu stefnumál ríkisstjómar sinnar og vora þær að- fínnslur rifjaðar upp í gær í dálki demókratans Theodore Sorensens, fyrram ræðuskrifara og ráðgjafa John Kennedy, í stórblaðinu TheNew York Times. Talsmaður forsetans, Marlin Fitzwater, visaði gagnrýni þessari á bug og benti á að skoðana- kannanir sýndu að mikill meirihluti Bandaríkjamanna væri ánægður með frammistöðu forsetans fram til þessa sem sýndi að ríkisstjórnin væri á réttri leið. Bandarískur stjómmálafræðingur, George C. Edwards prófessor, segir í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í dag að raunsæi og sveigjanleiki muni einkenna forsetaferil George Bush. Svigrúm forsetans sé tak- markað en þess sé að gæta að honum sé fyrst og fremst umhugað um að tryggja áframhald þeirrar stefnu sem mörkuð hafí verið í tíð Ronalds Reag- ans, fyrrum forseta. Sjá einnig „Raunsæi og sveigj- anleiki. . .“ á bls. 22. Bretland: Reuter Foreldrar slegnir óhug Lögregluyfirvöld á Bretlandi hafa ráðlagt eigendum versl- ana að Qarlægja barnamat úr hillum sínum og selja þess í stað hvem hlut fyrir sig. Stöð- ugt berast fréttír af því að for- eldrar hafi fundið aðskotahluti í barnamat. Heinz-fyrirtækið hefur nú ákveðið að breyta pakkningum utan um framleiðslu sína en óþekktir menn, sem kveðast hafa komið aðskotahlutunum fyrir, hafa krafist einnar milljónar sterl- ingspunda (um 90 milljóna ísl. kr.) frá fyrirtækinu. Foreldrar í Bretlandi og á írlandi hafa fundið glerbrot, rakvélablöð, nálar og vítissóda í bamamat að undanf- ömu og hafa fimm böm verið lögð inn á sjúkrahús af þessum sökum í þessari viku. Á meðal þeirra er þessi 14 mánaða gamli drengur en glerbrotum hafði verið komið fyrir í mat sem honum var gef- inn. Alls hafa borist fréttir af 250 slíkum tilfellum en lögregluyfir- völd telja að einungis tvö þeirra megi rekja til íjárkúgaranna, í hinum hafi verið apað eftir þessu framferði illvirkjanna. Óöld í Vestur-Afríku: Allt að 400 manns myrtir í Maretaníu Dakar. Reuter. ALLT AÐ 400 Senegalar voru myrtir í Nouakchott, höfuðborg Máretaníu, í óeirðunum, sem þar urðu fyrir nokkrum dögum. Er þetta haft eftir flóttafólki, sem kom til Dakar, höfuðborgar Senegals, í gær en fréttimar urðu til þess, að borgarbúar hefiidu morðanna með því að drepa a.m.k. 28 Máretaníu- menn. Stjómvöld í Senegal lýstu yfir neyðarástandi og settu á útgöngubann í Dakar. Oöldin i þessum tveimur Vest- ur-Afríkuríkjum hófst 9. apríl sl. þegar til vopnaviðskipta kom á landamærunum vegna ágreinings um bithaga. Hefur lengi verið grunnt á því góða með þjóðunum en Máretanar eru flestir fremur ljósir á hörund enda af araba- og serbaættum en Senegalar svartir. Flóttafólkið, sem kom í gær til Dakars, sagði, að Máretanamir hefðu ráðist á alla Senegala, sem þeir náðu til, og drepið karlmenn- ina með öxum, sveðjum, hnífum og kylfum en yfirleitt látið konur og böm eiga sig. Þessar frásagnir urðu til þess, að Senegalar réðust á Máretana, sem búsettir eru í Dakar, og myrtu að minnsta kosti 28 manns. Um 10.000 manns mótmæltu við bráðabirgðabúðir skammt frá flugvellinum í Dakar þar sem 20.000 Máretaníumenn nutu vemdar senegalska hersins. í Máretaníu búa að jafnaði um 30.000 Senegalar, aðallega fólk, sem sækir þangað vinnu á sumum árstímum, en Máretanar í Senegal eru taldir vera allt að 300.000. Hafa þeir verslunina að nokkm í sínum höndum og hefur það ásamt öðm orðið til að kynda und- ir óvildina. Andóf kínverskra námsmanna: Yfirvöld vilja viðræður við opinber námsmannasamtök Peking. Rcuter. NÁMSMENN í Peking fögnuðu í gær yfirlýsingu kínverskra ráða- manna þess efiiis að þeir væru reiðubúnir að hefja viðræður við þá um lýðræðisumbætur og aukið frjálsræði í landinu. Beinar við- ræður við stjómvöld vom ein helsta krafa lýðræðissinnaðra námsmanna í upphafi mótmæl- anna sem hófust 15. apríl, tveimur dögum eftir fráfall Hus Yao- bangs, fyrrum leiðtoga Kína. For- ystumenn námsmanna funduðu í gær um hvemig bregðast bæri við tilboði stjórnvalda. Yfirlýsing kínverskra ráðamanna sigldi í kjölfar fjölmennasta mót- mælafundar í Kína í 13 ár. En um 50.000 námsmenn gengu fylktu liði um götur Peking á fimmtudag og yfir milljón manns fylgdust með álengdar oglömuðu athafnalíf í borg- inni. Námsmenn guldu varhug við yfír- lýsingum stjómvalda og fréttir opin- bérra íjölmiðla í Kfna gáfu ekki til kynna að einhugur ríkti innan ríkis- stjómarinnar um viðræður við mót- mælendur. Kínverskir ráðamenn settu það sem skilyrði fyrir viðræðum að full- trúar opinberra námsmannasamtaka kæmu fram fyrir hönd lýðræðissinna en við það sögðust leiðtogar náms- manna alls ekki geta unað. „Stjómvöld hafa sett þau skilyrði að friður og spekt ríki þegar viðræð- umar fara fram við fulltrúa opin- berra samtaka námsmanna, sem þýðir að bann verður lagt við mót- mælum og verkföllum. Við viljum viðræður án nokkurra skilyrða," sagði einn andófsmanna. „Við verðum að taka einarða af- stöðu gegn leynimakki þeirra og hefia skipulega baráttu gegn ólög- legum aðgerðum," var haft eftir Chen Xitong, borgarstjóra Peking, í dagblaðinu Peking Daily í gær. Sumir leiðtogar námsmanna hafa sett skilyrði fyrir viðræðum við stjómvöld. Forkólfar nýstofnaðra námsmannasamtaka Kennarahá- skólans í Peking kröfðust þess að dagblöð hvarvetna í landinu greindu samviskusamlega frá gangi viðræðn- anna. Ónafngreindir andófsmenn sögðu að ekki væri séð fyrir endann á verk- falli námsmanna og kennara í Pek- ing, sem nú hefur staðið í 5 daga. Reuter Vopnahlé í Líhanon Stríðandi fylkingar kristínna manna og múslima í Beirút, höfuðborg Líbanons, féllust á að hætta vopnaviðskiptum og opna á ný fyrir umferð á milli austur- og vesturhluta borgarinnar um Grænu linuna, sem hefiir skipt borg- inni i áhrifasvæði kristínna manna og múslima allt frá upphafi borgarastyrjaldar- innar árið 1975. Vopnahléð, sem komið var á fyrir milli- göngu Arababandalagsins, tók gildi á hádegi í gær og var allt með kyrrum kjörum í borginni. Borgarbúar virt- ust margir hveijir taka vopnahlénu með fyrirvara enda hafa þau oft reynst skammgóður vermir. Á myndinni sjást tvær líban- skar konur fylgjast með borgurum fara á milli borg- arhlutanna um Safhhliðið i fyrsta sinn í 6 vikur. Disney-skemmtigarðurinn: Ekið í sporvögnum um töfralandið Oz Oriando. Reuter. GESTIR í Disney-skemmtígarð- inum í Flórída geta frá og með næsta mánudegi ferðast um „söguslóðir" minnistæðra kvik- mynda frá Hollywood en þá verður opnaður nýr skemmtí- garður í samvinnu Disney-fyrir- tækisins og MGM-kvikmynda- versins. í garðinum verður ný kynstóð svonefndra „lífgervinga“, vélá' M J mannslíki. Talsmenn Disney-. skemmtigarðsins segja að gestum muni finnast sem þeir séu viðstadd- ir raunverulegar upptökur á sígild- um kvikmyndum á borð við Galdra- manninn frá Oz. Með tilkomu kvikmyndagarðsins verða skemmtigarðar Disney-fyrir- i tækisiris þrír að tölu á Flórída Að • jafnaði sækja 25 milljónir manna . hina-tvo garðana, Epcot og Kon- ungsríki töfranna, ár hvert. Disn- ey-skemmtigarðurinn nær nú yfir 2.000 hektara land og velta fyrir- tækisins er hátt i 100 milljarðar ísl. króna á ári. Áhrifamesta nýjungin í garðin- um yerður án efa „Ferð um. sögu- slóðir minnistæðra kvikmynda". „Gestír munú eiga í mesta basli með að greina á milli lífgervinga og lifandi fólks,“ sagði Bruce Lav- al, aðstoðarframkvæmdastjóri kvikmyndagarðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.