Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 3 Friðrik Pálsson: Fiskvinnslan biður aðeins um skilning stj órnvalda LAUN alþingismanna hafa rúmlega tvöfaldazt frá upphafi ársins 1986, en á sama tíma hefur gengi á dollar hækkað um 24% og vestur-þýzka markinu um 65%. Þetta kom fram hjá Friðrik Pálssyni, forstjóra SH, á aðalfundi samtakanna á fimmtudag. Ólafur B Thors, stjórnarformaður Seðlabankans, flytur ræðu sínu á ársfiindi Seðlabankans í gær. Við borðið sitja Jón Sigurðsson, bankamálaráðherra, og Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri. Arsfiindur Seðlabankans: „Tekjur fiskvinnslunnar markast af skráðu gengi krónunnar. Verð Bandaríkjadollars hefur hækkað úr 42,30 í 52,37 frá fyrsta janúar 1986 til 25. apríl síðastliðins eða um 24%. Verð SDR hefur hækkað á sama tíma úr 46,13 í 68,48 eða um 48%. Verð þýzka marksins hefur á sama tíma hækkað úr 17,11 í 28,34 eða 65%. Óbreyttur alþingismaður, sem eins og fram hefur komið, er enginn „venjulegur kontóristi", hafði krónur 68.127 í laun í janúar 1986, en hef- ur nú 137.403, sem þýðir að laun Rekstrarhagnaður Seðlabank- ans varð 1.350 milljónir króna SAMKVÆMT rekstrarreikningi Seðlabankans fyrir árið 1988 varð rekstrarhagnaður tæplega 1.350 milljónir króna á árinu samanborið við tæplega 1.100 milljóna króna rekstrarhalla árið á undan. Ólafiir B Thors, for- maður bankaráðsins, sagði m.a. í ræðu á aðalfundi bankans í gær, að Seðlabankinn hefði oft á ferli sínum búið við ósann- gjama umræðu, en sjaldan eða aldrei sem að undanförau. Heildartekjur Seðlabankans 1988 urðu 6.712,6 milljónir króna en þar af námu telcjur af viðurlögum vegna lausafjárstöðu innlánsstofn- ana samtals 335,8 milljónum króna. Aðalfundur Iceland Seafood í Bandaríkjunum: Atök um óuppgerð mál við Eystein Helgason TIL allsnarpra deilna kom á aðal- firndi Iceland Seafood Corporati- on á Hótel Sögu í fyrradag, þegar lagt var til að þegar í stað yrði gengið til samninga við Eystein Helgason, fyrrverandi forstjóra Iceland Seafood um óuppgerð fjármál milli hans og fyrirtækis- ins. Þetta hefiir Morgunblaðið eft- ir áreiðanlegum heimildum og lyktaði málinu á þann veg að tveggja manna nefiid var skipuð til að semja við Eystein, en Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands- Sljóm Sambands íslenskra samvinnufélaga: Aðeins þrír vissu um bréfið til forstjórans „FORMAÐUR sfjóraarinnar ritaði þetta bréf einn, með vitund vara- formanns og ritara, sem gerðu ekki athugasemdir við það,“ sagði Hörður Zóphaníasson, ritari stjómar Sambandsins i samtali við Morgunblaðið í gær. Hér væri einfaldlega verið að biðja forstjórann um upplýsingar, bréflega til þess að auðvelda Sambandsstjóra að átta sig á stöðunni og undirbúa á markvissari hátt vinnu sina. Blaðamaður Morgunblaðsins við blaðamann undir nafni. Þó kom ræddi við nokkra stjómarmenn Sambandsins í gær og kom þá á daginn að ákveðnir stjórnarmenn höfðu ekki nokkra vitneskju um bréf þetta. Ljóst er að hér er um mjög við- kvæmt mál að ræða, því stjómar- menn Sambandsins, að Herði und- anskildum vildu ekki eiga samtöl fram í samtölum blaðamanns við ákveðna stjórnarmenn að þeim var ekki kunnugt um að áðumefnt bréf hefði verið ritað. Hörður sagði að hér væri einungis um ósk að ræða, að fá skipulega á blað, fyrir næsta stjómarfund, það sem að jafnaði væm gefnar munnlegar upplýsing- ar um. ins og stjóraarformaður Iceland Seafood, greiddi atkvæði gegn til- lögunni, einn þriggja. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hafa Eysteini enn ekki verið greiddar miskabætur, vegna starfs- missis, né heldur útlagður kostnað- ur, er hann varð að ráðast í, er hann missti starfið. Gísli Jónatansson, kaupfélags- stjóri á Fáskrúðsfirði og fyrrverandi stjómarmaður í Iceland Seafood tók þetta mál upp á fundinum og rifjaði upp samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, samþykkt aðalfundar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, frá því í júní í fyrra, sem var áskorun til stjómar Iceland Seafood, um að hún tæki þegar í stað upp samninga- viðræður við Eystein Helgason um óuppgerð fjármál milli hans og fyrir- tækisins. Mun Gísli hafa lagt til að þriggja manna nefnd yrði kjörin til þess að taka þegar í stað upp samn- ingaviðrður við Eystein, en Guðjón B. Ólafsson tók þessari tillögu að sögn afar illa. Sigurður Markússon, var einn þeirra sem stungið var upp á í nefndina, en hann baðst undan kjöri. Einnig voru tilnefndir þeir Benedikt Sveinsson og Hermann Hansson og varð niðurstaðan sú að þorri fundarmanna samþykkti að fela þeim þetta verkefni, en þrír voru á móti, þar á meðal forstjórinn. GERA má ráð fyrir að í dag reyni viðræðunefiidir Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélagana til þrautar að ná samkomulagi um kjarasamn- ing. Jafiivel er búist að ekki verði staðið upp frá fundum fyrr en samningur er í höfii eða útséð er með að takist að ná saman í þess- ari lotu, en fúndur hefúr verið ákveðinn klukkan tíu. Fundir hófust klukkan. tíu í gær- morgun, en gærdagurinn fór að mestu í það að ræða ýmis sérmál landssambandanna. Ekki var farið að takast á um aðalatriðin, launa- hækkanir og samningstíma, um kvöldmatarleytið, en ákveðinn hafði verið fundur smærri hóps í gær- kveldi, þar sem gert var ráð fyrir að byijað yrði að ræða þau mál. „Það hefur verið farið yfir málið í hópum og við höfum ekki ennþá Af þeim tekjum runnu 251,9 millj- ónir í ríkissjóð. Rekstrarkostnaður Seðlabankans nam tæpum 400 milljónum króna. Olafur B. Thors sagðist ekki eiga við málefnalega gagnrýni eða skoð- anaskipti um framkvæmdir eða álit, þegar hann ræddi um ósanngjama umræðu um bankann, heldur um- ræðu sem stofnað væri til af sumum sfjómmálamönnum beinlínis að því er virtist í þeim tilgangi að gera bankann og starfsemi hans tor- tryggilega í augum almennings og til að draga úr virðingu hans. „Mér sýnist að til séu menn, sem telji það vænlegast til pólitísks ávinnings að veitast að bankanum, stjómendum hans og starfsfólki," sagði Ólafur. Hann sagði að hér væri vissulega illa farið og þeir sem slíka iðju stunduðu skyldu minnast þess fomkveðna að í upphafi skyldi endinn skoða. „Seðlabanki íslands biðst ekki undan málefnalegri gagnrýni á þau störf sem á hans vegum em unnin en ég bið menn að íhuga hvort sleggjudómar og strákslegar háðsglósur sumra ráða- manna þjóðarinnar um starfsemi Seðlabanka íslands séu til þess fallnar að efla virðingu manna fyrir stjómvöldum og stofnunum þeirra eða yfirhöfuð því starfi, sem á að vera unnið í almannaþágu á öllum sviðum_ íslenskrar stjórnsýslu," sagði Ólafur. Sjá frásögn á bls. 18. hans hafa hækkað um 101,7%. Málið er því tiltölulega einfalt. Vilja al- þingismennimir ekki nefna það við ríkisstjórnina, að til sæmræmis væri sanngjamt að fiskvinnslan fengi að njóta svipaðs tekjuauka, svo hún geti fylgt á eftir með svipaðar kjara- bætur,“ sagði Friðrik. í niðurlagi ræðu sinnar sagði Frið- rik svo: „Þeir menn bera meiri ábyrgð, en flestir fá risið undir, sem leyfa sér að sigla útflutningsatvinnu- greinunum hraðbyri í strand á sama tíma og þeir horfa í gegn um fíngur sér með ýmis gæluverkefnin, þó að þar fljóti framhjá hver flugstöðvar- milljarðurinn á fætur öðrum í stærri eða smærri fjárhæðum. Að þessu sögðu vil ég að lokum óska þess að við berum gæfu til að snúa bökum saman við að leysa aðsteðjandi vandamál. Ég hef vafalaust gerzt nokkuð þungorður að einhverra mati, en ég get ekki orða bundizt. Við höfum góðan grunn að byggja á. Við höfum mikla möguleika til að halda áfram að afla þjóðarbúinu dýr- mætra tekna með sölu gæðavöru úr ómenguðum sjó, framleiddri eftir ýtrustu óskum kröfuhörðustu kaup- enda á dýrmætustu fiskmörkum heims. Fiskvinnslan biður aðeins um skilning.“ Hagvirki: Launasamning-- ar yfirmanna endurskoðaðir VERIÐ er að endurskoða launa- samninga yfirmanna í verktaka- fyrirtækinu Hagvirki h.f. og í þvi skyni hefúr 45 yfirmönnum fyrirtækisins verið sagt upp um stundarsakir. Þeir verða þó end- urráðnir þegar gengið hefúr ver- ið formlega frá nýjum launa- samningum við þá, að sögn Jó- hanns Bergþórssonar, forsljóra Hagvirkis. Jóhann sagði að þessar aðgerðir væru liður í því að koma festu á ráðningarsamninga viðkomandi starfsmanna og yrði meðal annars litið til breytingar á verksviði þeirra, bílahlunnindi og fleiri mál. Hann sagði jafnframt að aðgerð- ir þessar miðuðu að því að auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins. Katrín Viðarlátin Samningaviðræður ASÍ, YSÍ og VMS: Þrautreynt að ná saman komist til þess að taka á almennu stóru málunum, eins og grunnkaups- hækkunum og samningstíma, þannig að það er ennþá mjög óljóst hversu vel það muni ganga að ná endum saman ,“ sagði_ Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að gagn- kvæmur vilji væri fyrir því að reyna að klára samninga fyrir mánaðar- mót. KATRIN VIÐAR lést í Landa- kotsspítala 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Norð- mann kaupmaður og faktor á Akureyri og eiginkóna hans, Jór- unn Einarsdóttir frá Hraunum i Fyótum. Katrín fæddist 1. sept- ember 1895 í Reykjavík en ólst upp á Akureyri þar til faðir hennar lést árið 1908 en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó í Kirkjustræti 4 (Ásbyrgi). Katrín var tvígift. Fyrri maður hennar var Einar Viðar söngvari og bankaritari í Islandsbanka. Hann var sonur Indriða Einarssonar og Mörtu Maríu Guðjohnsen. Katrín og Einar eignuðust tvær dætur, Jórunni Viðar tónskáld og Drífu myndlistarkonu og rithöfund, sem er látin. Seinni maður Katrínar var Jón Sigurðsson skólastjóri Laugar- nesskóla. Hann lést árið 1979. Katrín lauk Verslunarskólaprófi og fór síðan til náms í píanóleik í Berlín þar sem hún dvaldi í tvö ár. Katrín rak hljóðfæraverslun í Reykjavík um árabil og starfaði sem píanókennari í áratugi. Nemendur hennar skipta hundruðum. Hún var mikill áhugamaður um skautaí- þróttina og var formaður Skautafé- Katrin Viðar lags Reykjavikur í nokkur ár. Hún og eiginmaður hennar, Jón Sigurðs- son, gáfu Reykjavíkurborg safn sitt af íslenskum jurtum á 175 ára af- mæli borgarinnar árið 1951 en það var upphafið að grasagarðinum í Laugardal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.