Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 Ábyrgð kennara Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Sjafnargata - Fjölnisvegur eftir Brynjúlf Sæmundsson Kennarastarfið er í eðli sínu ólíkt öðrum störfum sem ég þekki. Það krefst mikils en er jafnframt lifandi og skemmtilegt og ætti því að vera , eftirsóknarvert. Hér áður á árum var kennsla í menntaskóla metin í launum á við störf alþingismanna, en minna má nú gagn gera enda erum við víst ekki hálfdrættingar á við þá nú ef marka má launaseðil- inn. Kennurum treyst fyrir miklu valdi En hvemig er þá þetta starf? Er þetta nokkuð annað en að líta eftir krökkum nokkra tíma á dag, fara heim um þijúleytið og eiga svo frí til næsta dags? Jú, svo þarf að prófa þessa krakka áður en farið er í sumarfrí. Er þetta ekki kennara- starfíð í hnotskum? Þeir sem svona spyija ættu að fylgjast með kennara í starfí a.m.k. heilan dag, helst nokkra daga frá morgni til kvölds. Við skulum gera ráð fyrir að þessi kennari hafí ánægju af starfi sínu og sinni því vel (í öllum störfum eru misjafnir sauðir í mörgu fé). Hann hefur lok- ið 3-6 ára háskólanámi í kennslu- TIIKYNNING IREYKJAVIK VORIB1919 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí nk. Að þess- um fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar. Þeir, sem óska eftir hreinsun eða brottflutningi á rusli á sinn kostn- að, tilkynni það í síma 18000. Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum hafa verið sett- ir gámar á eftirtalda staði: Við Njarðargötu í Skerjafirði, Holtaveg-Vatnagarða, Sléttuveg, Hraunbæ og við Jafnasel í Breiðholti. Eigendur og umráðamenn óskráðra umhirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bíla- stæðum, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við að slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma, en síðan fluttir á sorp- hauga. Organg og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir: Mánudaga-föstudaga kl. 08-21 laugardaga kl. 08-20 sunnudaga kl. 10-18 Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í umbúðum eða bundið og hafa skal ábreiður yfir flutningakössum. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugum og hafa ber samráð við starfs- mennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í þeim efnum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík, Hreinsunardeild. grein sinni og hefur auk þess lagt stund á uppeldis- og kennslufræði. Hann er því sérfræðingur í sínu starfí. Áþyrgð kennarans er talsverð og honum er treyst fyrir miklu valdi. í skólastofunni er hann ýmist fyrir- lesari, leiðbeinandi, verkstjóri eða umræðustjóri. Ætlast er til þess að hver einstaklingur fái kennslu við sitt hæfí, en það þýðir í rauninni að kennarinn þarf helst samtímis að sinna einstaklingi úti í bekk og jafnframt að útskýra eitthvað fyrir öllum bekknum uppi á töflu. Hvern- ig til tekst veltur á fagþekkingu hans og reynslu, en einnig og ekki síður á mannþekkingu og persónu- leika hans. Undir smásjá nemenda Eitt af því sérstæðasta við starf- ið er vafalaust það að kennarinn er stöðugt undir smásjá '20-25 nem- enda í senn. Þeir ætlast ekki ein- göngu til þess að hann sýni fag- mennsku í starfí, framkoma hans er metin og dæmd ekki síður en kennsluaðferðimar. Hann á að vera þolinmóður, réttlátur og geðprúður en þó líka hæfílega strangur. Ekki þykir saka að hann hafí kímnigáfu. Kennaranum er ekki einungis treyst til að fræða fólk og mæla síðan árangurinn í tölum heldur er einnig ætlast til þess að hann útskrifí menntaða einstaklinga, fólk sem getur talað, skrifað og hugsað af víðsýni og gagnrýni um þá hluti sem það tekur sér fyrir hendur. Utan kennslustunda, t.d. í frí- mínútunum eða í síma á kvöldin, leita nemendur einnig oft til kenn- ara sinna. Tilefnin geta verið marg- vísleg. Iðulega tengjast þau náminu á einhvem hátt, en þau geta líka varðað nemandann persónulega. Síðustu daga hafa t.d. nokkrir nem- Kór Hafnar- garðarkirkju: „Missa Sancti Nicolai“ flutt á sunnudag KÓR Hafnarfjarðarkirkju syng- ur „Missa Sancti Nicolai" eftir Joseph Haydn og tónlist eftir Friðrik Bjamason í Hafnarfjarð- arkirkju sunnudaginn 30. apríl. Joseph Haydn samdi þessa messu árið 1772 fyrir prins Nikolaus Ezt- erházy sem hann var í þjónustu hjá. Var hún frumflutt 6. desember sama ár á nafndegi Ezterházy. Verkið er skrifað fyrir kór, fjóra einsöngvara, tvö hom, tvö óbó, strengjasveit og orgel. Einsöngvar- ar verða Ema Guðmundsdóttir sópran, Sigríður Jónsdóttir messó- sópran, Magnús Steinn Loftsson tenór og Aðalsteinn Einarsson bari- tón. Hljómsveitin verður skipuð tólf manns. Eins og kunnugt er þá er Friðrik endur mínir hringt og talað um verkfallið, eigin próflestur, óvissuna um sumarvinnu o.fl. Þurfiim að gera þessa atvinnu eftirsóknarverða Óvissan fer illa með marga þessa dagana, en óvissan um framtíð menntunar í landinu er þó verri. Ég las bréf frá hópi kennara á Seltjamamesi í DV (18. aprfl). Þar segir m.a.: „Margir af hinum betri og reyndari kennumm flýja nú stéttina og leita launahærri starfa. Eftir silja skólamir með kennara- hóp sem breytist ört, kennara án réttinda og kennara sem þurfa að vinna á fleiri en einum stað til að endar nái saman.“ Áreiðanlega er þetta ekki sú framtíðarsýn sem við viljum helst sjá. Sú mikla aukavinna sem margir kennarar taka að sér kemur í veg fyrir æskilegt samstarf á milli greina og er dragbítur á allar framfarir í kennslu. Hún veld- ur stöðnun og stöðnun leiðir til óánægju allra, jafnt kennara sem nemenda. „Við þurfum að gera þessa atvinnu eftirsóknarverða á nýjan leik,“ sagði Sverrir Her- mannsson 1985, þá menntamála- ráðherra. Rík ástæða er til að rifja upp orð hans nú. Lít á skólann sem undirstöðuatvinnugrein Ég hef nú verið framhaldsskóla- kennari hátt á annan áratug og vil gjama halda áfram að kenna. Ég vona því að yfirvöld sýni í verki í þetta skipti að þau átti sig á því að það borgar sig að hlynna að skólastarfí. Allir kennarar og nem- endur ættu að geta tekið undir sjón- armið núverandi menntamálaráð- herra, Svavars Gestssonar, í viðtali við nýútkomið Skólablað Mennta- skólans við Sund, Pamffl. Hann Brynjúlfur Sæmundsson „Eg hef nú verið fram- haldsskólakennari hátt á annan áratug og vil gjarna halda áfram að kenna. Ég vona því að yfirvöld sýni í verki í þetta skipti að þau átti sig á því að það borgar sig að hlynna að skóla- starfi.44 segir: „Ég lít á skólann sem undir- stöðuatvinnugrein; þótt hann fram- leiði kannski ekki flök til sölu á Bandaríkjamarkað né blokk, er hann að fást við það sem er dýr- mætast fyrir okkur en það er fram- tíðin og unga fólkið. Þess vegna þurfa menn að ganga til verks í skólunum með mikilli reisn og þess vegna er það náttúrlega fyrir neðan allar hellur að setja kennarastéttina út í hom eins og gert hefur verið um árabil. Það skiptir máli að kenn- arar eigi sér ríkan faglegan metnað og það eiga þeir yfírleitt." Höfimdur er íslenskukennari í Menntaskólanum við Sund. Kór Hafnarfjarðarkirkju flytur „Missa Sancti Nicolai“ eftir Joseph Haydn og verk eftir Friðrik Bjarnason á tónleikum í HafnarQarðar- kirkju á sunnudag. Bjamason einskonar „þjóðtón- skáld“ Hafnarfjarðar og von er á heildarútgáfu á verkum hans á þessu ári. Friðrik var organisti Hafnarfjarðarkirkju í áratugi og vill Kór Hafnarfjarðarkirkju minn- ast hans með því að flytja verk eftir hann. Einsöngvaramir munu og syngja fímm sönglög eftir Frið- rik við undirleik Guðrúnar Guð- mundsdóttur píanóleikara. Einnig mun Kór Hafnarijarðar- kirkju syngja fjögur kórverk eftir Friðrik Bjamason en Oliver Kentish hefur búið þau til flutnings fyrir kór og hljómsveit. Tónleikamir hefjast kl. 17.00 og fást aðgöngumiðar í Bókabúð Oli- vers Steins og við innganginn. (Fréttatilkynning) Tannháuser Tónlist Jón Asgeirsson Richard Wagner vann tvær gerð- ir af þessari vinsælu ópera og upji- færslan hjá Sinfóníuhljómsveit Is- lands sl. fímmtudag var sambland að báðum gerðunum. Sú fyrri var uppfærð í Dresden 1845 og þá var forleikurinn leikinn með því glæsi- lega niðurlagi, sem höfundurinn leggur áherslu á að sé táknrænn fyrir „frelsunina og þann himneska fögnuð er brýst fram hjá þeim er hana upplifa". í seinni gerðinni, sem unnin var fyrir óperana í París (1861), var Pílagrímakórinn tekinn aftan af forleiknum og Venusberg- tónlistin aukin, svo og samsöngur Venusar og Tannháusers. Báðar gerðimar era fluttar en Parísar- forleikurinn og nýja Venusberg- tónlistin oftast á hljómsveitartón- leikum. Flutningur óperannar var að því leyti til sérstæður að tenórinn. Nor- bert Orth, sem söng Tannháuser, veiktist svo að í öðrum þætti tókst honum ekki syngja seinni hlutann og eftir nokkra frestun var það flutt af þriðja þætti þar sem Tannháuser kom ekkert eða lítið við sögu. Orth söng fyrsta þátt vel og var auð- heyrt að þar var á ferðinni góður söngvari. Lisbeth Balslev söng bæði hlutverk Elísabetar og Venusar af kunnáttu og glæsileik, sérstaklega bænina (Allmáchtige Jungfrau) í þriðja þætti. Hertoginn var sunginn af Comel- íusi Hauptmann sem bauð til söngveislunnar í öðram þætti með glæsilegum söng. Kristinn Sig- mundsson fór með hlutverk Wolf- rams, sem er ljósasta persóna óper- unnar og sú eina sem fær afmark- aða aríu, Sönginn til kvöldstjöm- unnar, til að tjá sinn innri mann. Kristinn söng allt hlutverkið en sér- staklega „Kvöldstjömuna" af glæsi- leika og öryggi. Viðar Gunnarsson (Biterolf) söng vel í söngkeppninni og sömuleiðis Jón Þorsteinsson (Walther von der Volgeweide). Sigríður Gröndal söng hjarðmann- inn í 3. atriði 1. þáttar en með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.