Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 21 Svíþjóð: Skánimgaflokkurinn knýr Andersson sagna Heimtar skýra afstöðu til kraftia um aukið sjálfsforræði Skánunga FRÉTTIR danska útvarpsins af ummælum sænska utanríkisráð- herrans, Stens Anderssons, á fúndi norrænna utanríkisráð- herra í Færeyjum fyrir skemmstu ollu nokkru fjaðra- foki. Var sagt að hann hefði lýst stuðningi við sjálfstæðiskr- öfúr Færeyinga en komið hefúr í ljós að ein Qöður varð að fimm hænum; ráðherrann hafði sleg- ið á létta strengi við lögmann Færeyja, Jogvan Sundstein, og fréttamaður danska útvarpsins lagt annan skilning í orðin en allir aðrir viðstaddir. Flokkur Skánunga í Svíþjóð henti þetta þegar á lofti. Talsmaður Skánungaflokksins, Carl P. Herslow, sendi Andersson bréf eftir að sænsk blöð höfðu skýrt frá ummælum ráðherrans eins og þau voru í fyrstu túlkuð í danska útvarpinu. Af frásögn fréttamanns þess mátti ætla að meiriháttar milliríkjamál væri í uppsiglingu vegna óvarkámi ut- anríkisráðherrans og afskipta af innanríkismálum Færeyinga. í bréfínu segir talsmaðurinn að það sé gleðilegt að ráðherrann virðist ekki lengur þurfa að beina öllu starfsþreki sínu að málefnum Rómönsku Ameríku, Austurlönd- um Qær, Mið-Austurlöndum og Suður-Afríku. Það sé hughrey- standi að hann sé nú fær um að leggja til lausnir á nærtækari vandamálum. Talsmaðurinn segist velta því fyrir sér hvað Andersson finnist um kröfur margra Skán- unga um aukna sjálfstjóm; deildar skoðanir em að vísu um það hversu langt skuli ganga. „Þess vegna spyr ég, hveija styður þú? Ætlarðu að koma hingað og segja að þú styðjir fullt sjálfstæði Skáns? Eða styður þú okkur sem viljum aukið sjálfsforræði?" Sten Andersson Ráðherrann svaraði og sagði frásagnir sænsku blaðanna ein- tóma illkvittni eins og greindur maður á borð við Herslow hafí hlotið að sjá og klykkti út með eftirfarandi:„Þess vegna skilur þú líka að ég hef ekki hugsað mér að styðja sjálfstæði Skáns.“ Herslow túlkar nú svar Anders- sons þannig að ráðherrann hafí ekki vísað alveg á bug hugmynd- inni um aukið sjálfsforræði Skáns. Skánungaflokkurinn, sem var stofnaður 1979, hefur nú um 1700 félaga og hefur þeim fækkað hratt undanfarin ár. Fyrir utan sjálf- stjómarkröfumar leggur flokkur- inn m.a. áherslu á norræna sam- vinnu, inngöngu Svíþjóðar í EB, fjölgun kjamorkuvera, takmark- anir á íjölda erlendra innflytjenda til landsins, vill að konungur fái aftur nokkur völd og enska verði gerð opinbert heimsmál. VERÐSPRFNGJA ! Fullbúin hjólhýsí á q'aldvagnaverði Sýiium hin vinsælu PREDOM hjólhýsi og kerrur laugardag kl. 10.00 - 16.00. Höfum fengið takmarkað magn af þessum sívinsælu hjólhýsum og kerrum sem selst hafa upp á skömmum ttma undanfarin ár. Komið og kynmð ykkur þær nýjungar sem nú er boðið upp á og tryggið ykkur hús í tíma. Innifalið í veiði: Svefhpláss íyrir 3 eða 4, tveggja heUna eldavél, vaskur með rennandi vatni og niðurfalli, mniljós, fataskápur, tvö borð með sætum fyrirP manns, sólúga, klóset, burðarkassi fyrir rafhlöður og gaskúta. sjáfvirkar Dremsur, stuðningstjakkar á öHumhomum, tvöíalt gler, Mkominn ljósabúnaour, foitiald og margt fleira. Allt þetta á verði frá kr. 249.000,- fhver býður betur Velar þjoniista jámháisi 2. símí 91-83266 Nú þarf ekki að velta fyrirsértökkum og gírstöngum til að setja í fjórhjóladrifið. Honda útbjó einfaldlega fjórhjóladrifið þannig, að bíllinn sér sjálfur um valið eftir aðstæðum og þörfum. Civic Shuttle 4wd sá kraftmesti 1.6i 116 Din hestöfl og verð aðeins kr. 1.030.000,- stgr. Athugid!!! Tökum vel meó farna notada bila upp i nýja. 0HONDA Vatnagörðum 24, s. 689900. Bilasýning i dag kl. 13-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.