Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 26
26 MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 Hjúkrunar- forsljórar á Hótel Örk DEILD hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarfranikvæmdasljóra heldur árlegan vorfúnd sinn á Hótel Örk í Hveragerði 2. og 3. mai nk. Haldnir verða fyrirlestrar um ábyrgð hjúkrunar í samfélaginu, leiðir til að mæta breyttum aðstæð- um hveiju sinni og þátt hjúkrunar- fræðinga í forvörnum og eflingu heilbrigðis. Einnig eru skoðaðar leiðir til að auka jákvæða umfjöllun um hjúkrunarstarfíð. Heimamenn hafa boðið fundar- gestum að skoða dvalarheimilið í Kumbaravogi, Heilsugæslustöð Selfoss, Sjúkrahús Suðurlands og Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Fjölskyldu- hlaup fjölnis og Olís Ungmennafélagið Fjölnir og Olís verða með Qölskylduhlaup 1. maí nk. í Grafarvogi og hefet skráning í Foldaskóla kl. 13.30. Hlaupið hefst kl. 14.00 og verður hlaupið niður Hverafold, Fjör- gyn, út Logafold og Fjallkonu- veg að marki við Foldaskólann. Þetta er annað árið sem slíkt hlaup er haldið en í fyrra tóku á þriðja hundrað manns á öllum aldri þátt í hlaupinu. í ár verður keppt í þremur aldursflokkum; 10 ára og yngri, 11—14 ára og 15 ára og eldri. Veittir verða verðlaunapen- ingar fyrir fyrstu þrjú sætin í hverj- um flokki og allir fá viðurkenning- arskjöl. Kaffiboð Hún- vetninga Kaffíboð fyrir eldri Húnvetninga verður í Glæsibæ, Álfheimum 74, sunnudaginn 30. apríl kl. 15.00. Félagsvist verður spiluð laugar- daginn 29. apríl kl. 14 í Húnabúð. Andsnes á tón- leikum Tón- listarfélagsins SÍÐUSTU tóleikar Tónlistarfé- lagsins á þessum starfsvetri verða haldnir þriðjudaginn 2. maí kl. 20.30 í íslensku óper- unni. Þar kemur fram norski píanóleikarinn Leif Ove Ands- nes, sem er nýorðinn 19 ára. Leif Ove Andsnes vakti athygli hér í Reykjavík í október sl. er hann lék á Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara Píanókonsert nr. 3 eftir Prokofíeff með Sinfóníu- hljómsveit íslands og einnig á ein- leiks tónleikum. Leif Ove fæddist í Karmoy árið 1970 og hóf píanónám 5 ára gam- all Hjá foreldrum sínum. Þegar Kann var 8 ára hóf hann nám í Tónlistarskólanum í Karmoy og settist að loknu grunnskólaprófí í Tónlistarkonservatoríið í Bergen þar sem kennari hans er tékkneski píanókennarinn Jiri Hlinka. A efnisskránni eru verk eftir Chopin, Grieg og Schubert. Veislukaffi og hlutavelta í Drangey Kvennadeild Skagfírðinga- félagsins í Reykjavík verður með hlutaveltu og veislukaffí í Drangey, Síðumúla 35, mánu- daginn 1. mai nk. kl. 14.00, til eflingar starfeemi sinni. Kvennadeildin, sem hefur starf- að í 25 ár, hefur einkum sinnt líknar- og menningarmálum. Má þar nefna tækjakaup til Sjúkrahúss Sauðárkróks og gjafír á heimili aldraðra í Skagafírði. Þá styrkti kvennadeildin einnig viðgerð á alt- arisbrík Hóladómkirkju. Verslónemend- ur hittast Gamlir nemendur úr Verslunar- skóla íslands halda fagnað á Hótel Sögu sunnudaginn 30. apríl og hefst hann með borðhaldi kl. 19.00. Ljósmæðrafé- lagið 70 ára Ljósmæðrafélag íslands verð- ur 70 ára þriðjudaginn 2. maí nk. Stjómarmeðlimir verða á skrif- stofu félagsins á afmælisdaginn milli kl. 14 og 17 en stjómina skipa Hildur Kristjánsdóttir formaður, Helga Sóley Torfadóttir varafor- maður, Ólafía M. Guðmundsdóttir ritari, Vigdís Björg Sigurgeirsdótt- ir gjaldkeri, Margrét Guðmunds- dóttir meðstjórnandi, Eva S. Ein- arsdóttir vararitari og Anna Harð- ardóttir varagjaldkeri. Ljósmæðrafélag íslands var fyrsta stéttarfélag faglærðra kvenna á íslandi. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Þuríður Bárðardóttir ljósmóðir í Reykjavík og var hún jafnframt fyrsti formað- ur þess. Samtök kvenna á vinnumarkaði; Kaffisala á Hallveigar- stöðum 1. maí SAMTÖK kvenna á vinnumark- aði verða með kaffísölu á Hall- veigarstöðum 1. maí eftir úti- fíind verkalýðsfélaganna á Lækjartorgi. Safnast verður saman við Bún- aðarbankann á Hlemmi kl. 13.30 og gengið undir merkjum og kröf- um Samtaka kvenna á vinnumark- aði niður á Lækjartorg. I fréttatilkynningu segir að Sam- tök kvenna á vinnumarkaði krefjist þess að dagvinnulaun dugi til fram- færslu og verðtryggingar á ums- amin laun. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Verðlaunahafar Skeifudagsins frá vinstri talið: Sigurður Sigurðarson á Fjalari, Olga Marta Einarsdóttir á Kolskör, Matthildur Hjálmarsdóttir á Sindra og Gro Anita á Elvari. Bændaskólinn á Hólum: Skeifukeppni haldin í skugga verkfallsins ________Hestar_________ Valdimar Kristinsson ALDREI fór það svo að skeifíi- keppnin á Bændaskólanum á Hól- um félli niður í ár. Á tímabili var tvísýnt um að af keppninni yrði þar sem Magnús Þórir Lárusson, sem kennt hefiir hestamennsku í vetur, er í verkfalli. Hestamanna- félag staðarins, Hreinn, sem í eru nemendur og staðarmenn, tók að sér framkvæmd keppninnar að þessu sinni. Á undanfömum árum hefur skeifukeppnin verið hluti af prófí í hestamennsku en svo verður ekki nú vegna verkfallsins. En skeifudagurinn var haldinn í fögru veðri í fyrradag og bar þar hæstan hlut með 8,61 stig Sigurður Sigurðarson frá Grafarholti í Reykjavík sem keppti á hesti sínum fjalari frá Ytri-Brekkum í Skaga- fírði. Hlaut hann að launum Morgun- blaðsskeifuna sem gefín er af Morg- unblaðinu. í öðru sæti með 8,43 stig varð Olga Marta Einarsdóttir frá Einarsstöðum í N-Þingeyjarsýslu sem keppti á hryssunni Kolskör frá Varmalæk. í þriðja sæti með 8,33 stig varð svo Matthildur Hjálmars- dóttir frá Bergsstöðum í V-Húna- vatnssýslu en hún keppti á Sindra frá Húnavöllum. Matthildur hlaut einnig ásetuverðlaun Félags tamn- ingamanna. Eiðfaxabikarinn, sem veittur er fyrir besta ástundun og hirðingu á hesti sínum, Elvari frá Hólum, hlaut norska stúlkan Gro Anita. Aðeins átta nemendur tóku þátt í keppninni að þessu sinni og eru það töluvert færri en venjulega. Af þessum átta keppendum vom aðeins tveir piltar en auk Sigurðar, sem áður var nefnd- ur, keppti Högni Fróðason á Blossa frá Hólum. Að sögn Jóns Bjamasonar var í ráði að breyta fyrirkomulagi skeifu- dagsins á Hólum á þann veg að nem- endur myndu aðeins sýna hrossin á sjálfum skeifudeginum en láta sjálfa keppnina fara fram nokkram dögum áður og sýna einnig hross úr ræktun Hólabúsins til kynningar. Með þessu móti taldi Jón að hægt væri að gera þetta að hátíðlegri stund með styttri dagskrá og að sjálfsögðu hefði þetta þá verið haldið um helgi. Af þessu gat ekki orðið að þessu sinni. Jón taldi líklegt að þetta yrði reynt að ári. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigurður Sigurðarson á Fjalari frá Ytri-Brekkum. Alltaf ákveðinn í að stunda tamningar - segir Sigurður Sigurðarson „Ég stefndi alltaf að þessu marki en óneitanlega var ég í vafa um hvort mér tækist að sigra eftir sýninguna," sagði Sigurður Sigurðar- son eftir að úrslit í skeifukeppninni voru kunn. Sagði Sigurður að sýningin hefði sjálfsagt getað verið betri hjá sér en erfítt væri að ná bestum hugsanleg- um árangri þegar taugaspenna réði ríkjum eins og alltaf er í skeifukeppn- inni. Þegar Sigurður var spurður hvort þessi árangur breytti einhvetju um framtíðaráform sagði hann það ekki vera því hann hafí alltaf hugsað sér að ieggja tamningar fyrir sig og hefði alla tíð haft brennandi áhuga fyrir hestum. í sumar mun Sigurður vinna hjá Tilraunastöð Háskólans að Keldum við bústörf en tamningar verða aukabúgrein hjá honum ef svo má að orði komast. Næsta vetur hyggst hann hinsvegar starfa við tamningar í fullu starfí. 5. maí til Beradoim Ddýr vorferð á Hvítu ströndina W Blanca. Viö bjóðum úrvals íbúðagistingu í ^"^^nýjum íbúðum á besta itað. Athugið strax verð og greiðslukjör. Aðeins örfá sæti laus. * 5.mai. 33.350 kr.:pr.mann: Tveir fullorðnir og tvö böm í ibúð. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 SfMI 91-621490

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.