Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 45
45 Wewers múrsteinn hornsteinn W v r- dKk5iífcrr& Til afgreiðslu með skömmum fyrirvara. Gerum verðtilboð samdægurs. L EFKAVDRMR SIMI652590, REYKJAVIKURVEGI62. - MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. A'PRIL 1989 . aÍríi Vinum mínum jjölmörgum, sem heiðruðu mig . á 70 ára afmceli mínu með kveðjum, skeytum og gjöfum, sendi ég einlœgar hjartans þakkir. Sérstaklega þakka ég börnum mínum og jjöl- skyldu, stjórn Hestamannafélagsins Geysis stórgjafir. Leikbrœðrunum frá Húsavík og vin- um mínum, sem heiðruðu mig svo ógleyman- lega, hver á sinn hátt, þakka ég heils hugar. Hafið öll hjartanlegustu þakkir mínar. Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ. Öllum þeim œttingjum og vinum sem heim- sóttu mig á 70 ára afmœli mínu þann 18. apríl, svo og þeim sem glöddu mig með gjöf- um, skeytum og samtölum sendi ég hugheilar þakkir, Lifið heil. Ingveldur Magnúsdóttir, Patreksjirði. Heiðarleik- inn ofar öllu Til Velvakanda. Laugardaginn 15. apríl vorum við með söluborð í Kolaportinu og gleymdum þar kassa með 30.000 króna skiptimynt sem fór með rusl- inu. Þar sem margir höfðu unnið þennan dag söknuðum við ekki kass- ans fyrr en á mánudag, þegar gera átti upp sjóðinn. Mikið var grátið, því ágóðann átti að nota í utanlands- ferð okkar í maí. Lengi má lifa í voninni og því var hafist handa við að finna út hverjir hefðu séð um ruslið þennan dag. í jl 1 ljós kom að starfsmaður á Nýju sendibílastöðinni hafði átt þátt í því. Hringt var strax í Nýju sendibílastöð- | ina og spurt um viðkomandi bílstjóra. Peningarnir eru fundnir, var svarið. Þess má geta að mikið var búið að reyna að hafa upp á þeim sem pen- ingana áttu og lét sendibílastöðin ekki á sér standa og kom með sjóð- inn til okkar. Við þökkum fyrir okk- ur. Án ykkar væri þetta tapað fé. ". Utanfarar í KHÍ Tapað — fiindið Kona hringdi og sagðist hafa fundið ljósa kvenhanska við end- ann á BSRB-húsinu í síðustu viku. Einnig hefði hún fundið lykla sem greinilega hefðu legið undir snjón- um fyrir utan Hótel Sögu. Sjálf sagðist hún hafa tapað brúnum rúskinnshanska í vonskuveðri í febrúar. Síminn hennarer 23625. Gullarmband tapaðist Gullarmband tapaðist í byijun apríl, annaðhvort í Bíóborginni, á Hlemmi eða í leið 3, Nes-Háa- leiti. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 625537. Fundarlaun. Rætni Haralds Blöndals Ragnar Halldórsson hringdi: í Morgunblaðinu 26. apríl birt- ist ákaflega rætin skammargrein um Þórberg Þórðarson. Höfund- urinn er Haraldur Blöndal hæsta- réttarlögmaður. Þannig virðist honum við hæfi að minnast 100 ára afmælis eins dáðasta rithöf- undar þjóðarinnar sem nýlega var minnst að verðleikum. í fimmtug- asta Passíusálmi leiðibeinir Hallg- rímur Pétursson þeim, sem minn- ast látinna á þann hátt sem Har- aldur Blöndal telur sér sæma. Forðastu svoddan fíflsku grein framliðins manns að lasta bein. Sá dauði hefur sinn dóm með sér, hver helst hann er, sem best haf gát á sjálfum þér. Hálfprjónuð peysa í poka Fisksalinn hringdi: Plastpoki frá Hagkaup var skil- inn eftir í Fiskbúðinm við Dun- haga fyrir 3-4 vikum. í pokanum eru brúnir kvenskór, pijónablað og hálfpijónuð peysa, hvít með bláu munstri. Munstrið er ekki í blaðinu svo ég hef ekki getað klár- að peysuna. Skotæfíngar í Hvalfírði Vegfarandi um Hvalfíörð hringdi: í Velvakanda á miðvikudag skrifar Vegfarandi um skot- mennsku í Vogum. Hann sagði að það væru oft mikil læti í kring- um skotmennsku þar. Mig langar að segja að þetta er ekkert eins- dæmi við vegi landsins. Ég á iðu- lega leið um Hvalfjörð og hef oft orðið var við miklar skotæfingar í nágrenni við Hvalstöðina. Viku fyrir páska var ég þama á ferð og stoppaði þá í Hvalstöðinni, en á meðan stóð þar yfir látlaus skothríð. Mér finnst furðulegt að menn skuli vera að skjóta svona rétt við þjóðvegina. Ekið á kött ÚS hringdi: Steingrár köttur með hvíta bringu skaust yfir Kringlumýrar- brautina á móts við Bólstaðarhlí- ðarblokkimar á miðvikudag og varð fyrir bíl er ók suðureftir. Hann var ekki með ól um hálsinn, en leit út fyrir að vera ungur heimilisköttur. Lyklar fundust Fimm lyklar fundust fyrir nokkru á móts við Óðinsgötu 1. Lyklanna er hægt að vitja í Hann- yrðaversluninni Stramma, Oðins- götu 1. Taska með blýantsteikningum tapaðist Rauðbrún leðurhandtaska tap- aðist fyrir nokkru. í töskunni var blá mappa með blýantsteikning- um. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 50339. Hjólið hvarf úr hjólageymslu Reiðhjól 13 ára stúlku var íjar- lægt úr hjólageymslu í Skaftahlíð 4-10. Þetta er silfurlitt Panthera 26“ kvenreiðhjól og nauðsynlegt fyrir stúlkuna að fá það aftur því hún þarf á því að halda í sumar- vinnunni sem hún er búin að fá. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 24683. Gleraugu töpuðust Rústrautt gleraugnahulstur með gleraugum tapaðist við aðra hvora sjoppuna í Mosfellssveit sl. sunnudagskvöld. Finnandi vin- samlega hringi í síma 54363. Verkfall sálfræðinga Áhyggjufullt foreldri hringdi: Ég vil vekja athygli á verkfalli sálfræðinga hjá Reylqavíkurborg. Ég á dreng sem er á meðferðar- heimili hjá borginni, en nú er meðferðin engin af því sálfræð- ingurinn hans er í verkfalli. Ég hef miklar áhyggjur af þessu því þetta gæti eyðilagt árangur síðastliðins árs ef verkfallið heldur áfram. Ég vil því hvetja yfirvöld til að reyna að semja sem fyrst því ekki vilja þeir veita neinar undanþágur. Samkvæmisdansar á Eiríksgötu laugardagskvöldið 29.april kl.21.00 Þessir hringdu . . . Grímubúningur tapaðist Plastpoki með grímubúningi tapaðist í leið tíu upp í Árbæ. Þetta var górillubúningur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 680185. Skandinavíska ekki tungumál Smári hringi: Vegna bréfs frá Júsínusi Eides- gaard blaðamanni í Þórshöfn í Velvakanda á miðvikudag langar mig að gera eftirfarandi athuga- semd: Það er ekki til neitt mál í heiminum sem heitir skandinaví- ska og ef hann er að tala um norrænu þá lesa allir íslendingar norrænu, sem er ekkert annað en fomíslenska. Geislaðir ávextir? Kona hringdi: Mig langar til að vekja athygli á grein sem birtist í Morgunblað- inu sl. miðvikudag. Þar er Björn Sigurbjörnsson að skrifa um geisl- að grænmeti. Hann heldur því fram að það sé ekki víða gert í dag, en ég ér ansi hrædd um að við séum með svolítið af þessu grænmeti hér á boðstólum. Mig langar að varpa fram þeirri spumingu hvort viðkvæmir ávext- ir eins og avókadó og papaja geti ekki verið geislaðir? Vegna þess að ég hef keypt þá nokkmm sinn- um og þeir þroskast engan veginn almennilega. Getur ástæðan ekki verið að sú að þetta hefur verið sett í gegnum geislameðferð? Týndur vinur Á sumardaginn fyrsta týndi Finnur Karl bangsanum sínum, trúlega í Hveragerði. Bangsinn er dökkbrúnn, mjúkur og góður. Síminn hjá Finni Karli er 674018. rtr VELVAKANDI SVARAR í SÍMA Í691282KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS við undirleik af völdum hljómplötum. Dansstjóri stjórnar á einu stærsta dansgólfi borgarinnar. Tilvalið fyrir þá sem lært hafa samkvæmisdansa. Espatrillur Verð 195.- KRINGMN KBinewn S. 689212 35 - 4C Litir: Tískulitir. 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum 21212 samdægurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.