Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 37 brotnaði loks þessi stóri maður, það var komið nóg. Upp frá því fór heilsu hans að hraka, því fleiri harmleikir urðu í fjölskyldu hans, sem ekki verða raktir hér. Þegar yngsti sonurinn flutti að heiman var Tryggvi áfram á Bjamastöðum ásamt einum dóttursyni sínum þar til hann fór á dvalarheimilið Garð- vang. Þar undi hann sér vel, sáttur við allt og alla, umvafinn hlýju starfsfólks og ættingja. Fyrir allt það ber að þakka, svo og starfsfólki sjúkrahúsanna sem hann lá á. En í mars sl. veiktist hann alvarlega og lést sem fyrr segir 21. apríl 1989. Blessuð sé minning Tryggva Kr. Einarssonar. Garði 27. apríl 1989 I.G. Við hverfum í huganum einn til tvo áratugi aftur í tímann. í litlum bæ austur í sveitum bíða 5 bræður í tilhlökkun, það er von á ömmu og afa sunnan úr Garði. Þegar bíllinn kemur í ljós á veginum þá hlaupa þeir upp til handa og fóta, kalla á mömmu og segja að afi og amma séu að koma. Hátið verður í bænum, sem allir eru þáttakendur í, jafnt þeir minnstu sem stærstu. Svolítill tómleiki ríkir fyrst eftir að þau eru farin heimleiðis, en þá gjaman farið að velta því fyrir sér hvenær þau komi næst. Minningamar sækja að, og á kveðjustund langar okkur að þakka afa fyrir allar samverustundirnar á liðnum ámm. En það er ekki hægt að minnast hans án þess að hugsa til ömmu um leið. Hún dó 1978 og eftir það urðu flestir dagar langir hjá afa okkar. Fyrst eftir að hann varð ekkjumaður vár hann áfram í húsinu sínu á Bjamastöðum en síðan í janúar 1986 hefur hann dvalist á Garðvangi í Garði. Hann undi þar ákaflega vel og starfs- fólkinu þar færum við okkar bestu þakkir fyrir frábæra natni og hlý- lega umönnun. Ekki ætti það að vera harmsefni þótt heilsutæpur og lífsþreyttur maður kveðji þessa veröld, en það breytir því ekki að söknuður ríkir í hugum okkar. Við þökkum afa okkar allar samvemstundirnar, ósk- um honum fararheilla á nýjum leið- um, og sjáum hann í anda með ömmu, bömum þeirra tveimur og bamabami. Drottinn minn, gef þú dánum ró, hinum líkn er lifa. Bræðumir frá Þinghól samviska aldarinnar dáður af mörg- um, illa þokkaður af syndaselum vildi ekki sitja hjá er hann heyrði vopnagnýinn frá omstu þeirri sem nú var háð á Suðurlandi um það, hvort skoðanafrelsi og ritfrelsi skyldi líðast, eða bannfært og af- numið.“ Hér verður ekki farið nánar út í málavöxtu, í því tiltekna máli sem Guðmundur Daníelsson vitnar til en ummælin undirstrika að Helgi horfði aldrei aðgerðarlaus á þegar hann taldi menn eða málleysingja órétti beitta, heldur þeyttist fram á ritvöllinn með skoðanir sínar, mál- farið meitlað og réttlætiskenndin sterk. Stundum sveið þá undan sem fyrir urðu. Engan hef ég séð rita betra mál en Helga. Vafalaust hefur hann í ritsmíðum sínum búið að íslend- ingasögunum, sem hann taldi dýr- ustu djásn íslenskrar menningar. Þær hafði hann ávallt í seilingar- íjarlægð og viss er ég um að varla leið svo vika, eftir að hann komst til vits og ára að hann hafi ekki gluggað í þær. Um þær skrifaði hann fjölda greina, sem enn eru margar óbirt- ar. Helgi skrifaði alla ævi greinar um þjóðmál og greinar fræðilegs eðlis. Nú síðast í janúar þá 92 ára sendi hann alþingismönnum kjarn- yrta ádrepu fyrir að samþykkja bjórfrumvarpið. Helgi gerði nokkur ljóð, en hélt þeim lítt á lofti, en í sumum þeirra var að finna aðra hlið á Helga en þá sem oftast sneri út. Ég get ekki stillt mig um að láta hér fylgja ör- stutt ljóð sem heitir „Lítil lind“. Helga Larsen, Engi - Kveðjuorð Fædd 14. maí 1901 Dáin 14. april 1989 Hún Helga á engi er dáin. Með henni er genginn einhver athyglis- verðasti einstaklingur sem á vegi mínum hefur orðið. Kynni tókust með fólkinu mínu og Helgu meðan bæði bjuggu í Sogamýrinni og héldust þau kynni æ síðan. Ég hef varla verið meira en 9 ára þegar ég fyrst fór að Engi til sumardvalar. Eftir það átti ég alltaf von á góðu á Engi og sótti mikið þangað. Minningamar frá Engi eru ótelj- andi. Náin samskipti við dýrin á bænum og virðing fyrir jörðinni sem ól bæði menn og skepnur var með því fyrsta sem Helga innprentaði í huga minn. Við höfum séð í sjón- varpinu þegar páfinn kastar sér niður og kyssir jörðina þar sem hann er gestkomandi. Ég man reyndar ekki eftir því að hafa séð Helgu gera þetta, en oft strauk hún jörðina með vinnulúnum höndum sínum og blessaði hana. Ég, krakk- inn, fylltist einhverri dularfullri lotningu fyrir moldinni og þessari svipsterku konu sem talaði svo fal- lega um hana og það sem hún gaf af sér.’ Helga var landnýtingarmann- eskja í bestu merkingu þess orðs. Henni var umhugað að hlúa að landinu og launa því þann ávöxt sem það gaf henni. Þeir urðu margir pokamir af hænsnaskít sem við Helga paufuð- umst með á bakinu inn á holtið austan við hænsnahúsið á Engi. Þar dreifðum við skítnum með berum höndum milli steinanna og létum blessunarorð fylgja hverri lúku. Það var góður skóli fyrir ungling að vinna við hlið Helgu að þessu verki sem öðmm, ekki síst vegna þess að hún lagði sig franr um að út- skýra fyrir mér hvers vegna þyrfti að vinna verkin og hvaða árangri þau skiluðu unnin. Umgangur við dýrin á Engi var mjög persónulegur. Sérstaklega átti þetta við um hestana, sem Helga elskaði öðmm skepnum meir. Á hestbaki hvarf henni öll þreyta og sálin hóf sig til flugs. Helga lifði margar af ánægjulegustu stundum Lindin myndar lækinn, lækinn svelgir áin, áin fellur í fljótið, fljótið út í sjáinn. Litla tæra lindin lækinn gerir tærri, fljótið fagurblárra, fegurð hafsins skærri. Þú ert lind og lækur. Láttu strauma þína, fegra mannlífsfljótið, fram um eilífð skína. Helgi var einnig mikill áhuga- maður um ættfræði og gerði ógrynni af ættartölum og ekki fannst honum hann þekkja nokkurn mann, nema vita ættir hans. Helgi hefði vafalaust getað orðið leiðandi maður í íslensku þjóðlífi, til þess hafði hann bæði greind, lq'ark og framsýni. Hann var hinsvegar mjög frábitinn öllum vegtyllum, skoðanir hans óbifanlegar og málamiðlanir ekki að skapi. Helgi hafði mikið dálæti á sögu landsins og landinu sjálfu. í dag verður hann lagður til hvílu í landinu sem hann unni. Mér finnst við hæfi að ljúka þess- um minningarorðum með einni vísu úr lengra ljóði eftir Helga, sem heitir „Seldu mér loga þinn sól“. „Ég vil syngja í þjóð mína þrótt og þor inna djörfustu ljóða og yl inna göfgustu glóða. Ég vil glaðvekja svefnþunga drótt! Ég vil syngja út sérgæzkunótt! Ég vil syngja inn bræðralag þjóða.“ (Ljóð Rangæinga.) Atli Ásmundsson lífs síns á ferðalögum ríðandi um landið. Sumarið 1962 fór Helga ríðandi vestur í Borgarfjörð og Dali og kom við á Fellsenda þar sem ég var í sveit. Vakti ferðalag henn- ar talsverða athygli enda var hún komin af léttasta skeiði og þar að auki ein á ferð. Annars var Helga aldrei ein þegar hrossin hennar voru nálæg. Sex árum síðar reið Helga austur í sveitir og vitjaði átthaganna. Það sumar var ég vinnumaður í Steinsholti, Gnúp- veijahreppi, og lét Helga ekki hjá líða að heilsa upp á vin sinn í þeirri ferð. Fyrir allmörgum árum kom út ævisaga Helgu á Engi. Hún hét „Út úr myrkrinu“. Titill bókarinnar seg- ir margt um erfiða ævi þessarar konu. Mótlæti var henni hvers- dagslegur hlutur en persónuleiki hennar var stór og uppgjöf ekki hugstæð. Helga var aldrei rík af veraldlegum hlutum, en því vænna þótti henni um það sem henni var trúað fyrir. Hver nytjahlutur á heimilinu og búinu var persónu- gerður og gefið viðeigandi nafn. Utungunarvélin sem gaf búinu mestar tekjur hét Auðbjörg og eina dráttarvélin á bænum var skírð Árvakur. Kaffikannan og þvottavél- in fengu einnig sín nöfn og voru aldrei nefnd sínu ópersónulega hlutaheiti. Þær urðu margar stundirnar sem við áttum saman við Helga, og eft- ir að ég eltist og komst til meira vits, naut ég þess að koma að Engi, grípa í verk og njóta þess að ræða við hana um ólíkustu mál. Þá spilti það ekki fyrir hvað mér þótti alltaf maturinn góður á Engi. Helga með- höndlaði mat með virðingu þess sem þekkir af eigin reynslu hvað það er að skorta mat. Hún naut þess að veita vel og margir fóru mettir frá borði hennar. Helga var vin- mörg og komu vinir hennar úr öllum áttum og voru ólíkrar gerðar, en allir áttu það sammerkt að þeir komu til þess að njóta þess sérstaka andrúmslofts er ríkti í kringum hana. Skoðanir Helgu á mönnum og málefnum voru aldrei hálfvolgar og þótti jafnvel sumum nóg um hrein- skilni hennar. En svona var Helga. Hálfvelgja og pukur voru henni lítt að skapi. Ég vil að lokum þakka fyrir það að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessari konu og votta bömum hennar og bamabömum samúð mína. Steinþór Steingrímsson t Faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÞORVALDUR BJÖRNSSON, Grafarholti, Akureyri, til heimilis í Hryggjarseli 8, er lést í Borgarspítalanum 22. apríl, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 2. maí kl. 15.00. Bjarni Skagfjörð, Marfa Nyhus, Björn I. Þorvaldsson, Emilfa S. Þorvaldsdóttir, Árdfs McAndrew, Þorvaldur Þorvaldsson, og barnabörn. Jón Nyhus, Þórunn Friðjónsdóttir, Jón Pótur Guðmundsson, Donald McAndrew, Elfn G. Sigurðardóttir t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRÓU BJÖRNSDÓTTUR, Helgafelll, Fellahreppl. Guð blessi ykkur öll. Helgi Gfslason, Hólmfrfður Helgadóttir, Bragi Gunnlaugsson, Gfsli Helgason, Hjördfs Hilmarsdóttir, Björn Helgason, Anna S. Árnadóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við útför BRYNJÓLFS BJARNASONAR. Elfn Brynjólfsdóttir, Godtfred Vestergaard. t Hjartanlegar þakkir faerum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALDIMARS S.P. ÁGÚSTSSONAR sklpstjóra, Vesturgötu 105, Akranesl. Guðrún B. Jónsdóttir, Jónfna Valdimarsdóttlr, Sigrfður K. Vaidimarsdóttir, Ingvar Baldursson, Jón Helgason, Guðrún Elfn. EB BÚIÐ AÐ SKOBA Bíum ÞINN? Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! BIFREIÐASKOÐUN ISLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811. YDDA Y8.13/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.