Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 í>8ö r ,Í5«HA GS flUDAnHADUAJ 'öIGAMKUOflOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Ámi Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjóm og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Varaliðið og ríkisstjórnin Umræður um skýrslu utanrík- isráðherra til Alþingis fóru fram á mánudag og þriðjudag. Þar var enn á ný staðfest að meiri samstaða er um megin- þætti stefnunnar í öryggis- og vamarmálum nú en jafnvel nokkru sinni frá því að hún var mótuð fyrir 40 árum með aðild að Atlantshafsbandalaginu og síðan vamarsamningi við Banda- ríkin. Deilumar snúast um fram- kvæmdaatriði stefnunnar og eitt þeirra var ofarlega á dagskrá skömmu fyrir umræðumar í þinginu og er þar vísað til deiln- anna um æfingar varaliðs Banda- ríkjahers hér á landi. í hinum skriflega texta skýrslu utanríkis- ráðherra er ekki gefíð neitt annað til kynna en í sumar verði hér efíit til æfíngar 1.000 manna úr þessu varaliði og til viðbótar þeim komi hingað 200-300 manns úr landher, flugher og flota Banda- ríkjanna vegna annarra þátta æfíngarinnar og til að fylgjast með henni. í ræðu sinni í þinginu á mánudag skýrði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hins vegar frá því að hann hefði ákveðið að fækka þátttakendum í æfíngunni um sem svarar þriðj- ungi og sagði ráðherrann, að þar með yrði §öldi þátttakenda nú minni en hann hefði verið í ýms- um æfmgum sem áður hafa verið á vamarsvæðunum. Það var fyrst tilkynnt íslensk- um stjómvöldum í október 1986 að þessar æfíngar yrðu hér í sum- ar. Hins vegar er það aðeins tveimur mánuðum áður en þær hefjast sem þau geta tekið af skarið um, hve margir menn mega taka þátt i þeim. Ástæðan fyrir þessum seinagangi er ein- föld: Jón Baldvin Hannibalsson þurfti að þóknast duttlungum forsætisráðherra í málinu og Al- þýðubandalagið, sem segist vera á móti dvöl vamarliðsins, þurfti dúsu til að kyngja æfingunni. Utanríkisráðherra telur sig vafa- laust vera að bjarga stjómarsam- starfínu með fækkun þátttak- enda í æfingunni. Hér skal full- yrt að hvorki forsætisráðherra né Alþýðubandalagið hefðu sprengt stjómina, þótt utanríkis- ráðherra hefði heimilað varalið- inu að æfa samkvæmt upphaf- legri áætlun sinni. Afstaða Alþýðubandalagsins til þessa máls staðfestir aðeins enn einu sinni, hvílíkt hyldýpi er milli orða og athafna flokksins í þessum málaflokki. Þegar flokk- mnn átti aðild að ríkisstjóm 1980 til 1983 var hafíst handa við hinar stórtæku framkvæmdir á vegum vamarliðsins hér. Nú hefur snörp umræða leitt til þess að heræfingar Bandaríkjamanna verða hér þrátt fyrir að ráðherrar Alþýðubandalagsins segist vera þeim andvígir og Hjörleifur Gutt- ormsson hafí sagt þær ógna stjómarsamstarfinu. I þessum málaflokki er Alþýðubandalagið orðið eins og hvert annað pappírstígrisdýr og er einkenni- legt að utanríkisráðherra skuli hræðast það. Talsmaður vamarliðsins hefur sagt, að fækkun á mannafla í æfíngunum hafi aðeins í för með sér að færri af þeim sjálfboðalið- um sem æfa sig undir að veija ísland fái tækifæri til að kynnast aðstæðum. Hvað sem því líður ber að hafa í huga að það styrk- ir ekki stöðu okkar í viðræðum við Bandaríkjamenn eða aðrar erlendar þjóðir, að staðið sé að ákvörðunum eins og gert hefur verið í þessu máli. Raunar varð upphlaup í ijölmiðlum til þess að ráðherramir og ríkisstjómin fóru að nötra með þeirri afleiðingu að utanríkisráðherra dró í land. Slík vinnubrögð em ekki til marks um styrka forystu og markvissa stjóm. Skáldskap- armál Um helgina er eftit til ráð- stefnu hér í Reykjavík um íslenskar fombókmenntir. Við fátt hefur íslenska þjóðin meiri skyldur en þær. Ber að fagna þessu framtaki ungra fræði- manna. Eftir að handritin em komin heim hvílir ríkari skylda á okkur en ella að hafa forgöngu í fræði- legum umræðum um fombók- menntimar. Þeir sem að ráð- stefnunni standa hafa vakið at- hygli á, að það sé mál manna að á undanfömum ámm höfum við íslendingar verið eftirbátar er- lendra fræðimanna við rannsókn- ir á bókmenntaarfí okkar. Með fyrirlestrum og umræðum á ráð- stefhunni er ætlunin að spoma gegn þessari þróun og einnig með því að he§a útgáfu á ársritinu Skáldskaparmál, tímariti um íslenskar bókmenntir fyrri alda. Ætti öllum sem unna íslenskri tungu og menningu að vera kappsmál að þetta starf beri árangur í samræmi við háleitt markmið sitt. Veik ríkisstjórn, ábyrg andstaða eftir Þorstein Pálsson Fyrir nokkrum dögum mætti ég á fömum vegi góðum og gegnum sjálf- stæðismanni. Honum fannst Sjálf- stæðisflokkurinn vera allt of linur í stjómarandstöðunni. Þegar ég bað um rökstuðning, var svarið þetta: „Þið hefðuð átt að taka hressilega undir kröfur háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. Þær eru ekki aðeins sanngjamar, heldur er nauðsynlegt að láta verkfall sem þetta brenna sem heitast á ríkisstjóminni." Viðmælandi minn taldi að Sjálf- stæðisflokkurinn yrði að grípa tæki- færi sem þetta til þess að komast inn í þjóðmálaumræðuna af auknum krafti. Vissulega má segja að það sé nánast hefð í þjóðfélaginu að stjómarandstöðuflokkar grípi sér- hveija kröfugerð á lofti til þess að sauma að ríkisstjómum. Fólk þekkir nánast ekki önnur vinnubrögð af hálfu stjómarandstöðuflokka. Sannleikurinn er á hinn bóginn sá að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki starfa af sama ábyrgðarleysi í stjóm- arandstöðu og aðrir flokkar telja sér sæma. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið kjölfestan í íslenskum stjóm- málum og það eru gerðar til hans- kröfur í samræmi við það hlutverk. Auðvitað liggur ríkisstjómin og eink- um þó forysta Alþýðubandalagsins vel við höggi vegna fyrra ábyrgðar- leysis í kjaramálum. En það eru langtíma hagsmunir þjóðarinnar og Sjálfstæðisflokksins að við aðstæður sem þessar sé ábyrgðin látin sitja í fyrirrúmi. Skýrir kostir í stjórnmálum Starf núverandi stjómarflokka bæði innan ríkisstjómar og utan einkennist af fíölmiðlauppákomum og merkingarlitlum slagorðum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í sam- keppni við þá um vinnubrögð af þessu tagi. Hann heldur fram yfir- vegaðri, fíjálslyndri stefnu sinni gegn handahófskenndri miðstýring- arstefnu vinstri flokkanna. Hann teflir fram festu og hófsemi gegn rótleysi og valdhroka. Það era einmitt þessir andstæðu kostir í íslenskum stjómmálum sem komið hafa svo skýrt fram í dags- ljósið á síðustu mánuðum. Þessi skil era því miður ekki sýnileg í málamiðlunarsamstarfi margra flokka í ríkisstjóm svo sem raun ber vitni frá starfí síðustu ríkis- stjómar. En þau verða æ gleggri eftir því sem vinstri stjómin situr lengur að völdum. Það er einmitt þetta sem gerir það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að auka við fylgi sitt á ný sam- kvæmt vísbendingum skoðana- kannana. Sjálfstæðisflokkurinn mun því ekki láta hrekja sig út í yfirboð og ábyrgðarleysi í kröfugerð og mál- flutningi í þeim tilgangi að öðlast einhveijar stundarvinsældir. Nátttröll í heimi nýrrar vonar I þessari viku fóra fram langar og ýtarlegar umræður á Alþingi í framhaldi af skýrslu utanríkisráð- herra um utanríkismál. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bára hitann og þungann af þessum umræðum sem stóðu í tvo daga og eina nótt að auki. Það lýsir vel veikri stöðu vinstri sijómar í utanríkismálum að harð- asta gagnrýnin sem fram kom á utanríkisráðherra í þessum umræð- um og þá stefnu sem ísland fylgir, kom frá aðaltalsmanni Alþýðu- bandalagsins. Með öðram orðum höfuðgagnrýnin á grandvallaratriði 1 utanríkisstefnunnar kom úr herbúð- um ríkisstjórnarinnar sjálfrar! Umræðumar á Alþingi sýndu enn einu sinni að Alþýðubandalagið hef- ur dagað uppi í fomeskjulegri af- stöðu sinni gegn vamarsamstarfi lýðræðisþjóða. Talsmenn og for- ystumenn flokksins skilja ekki að hin nýja gleðilega þróun í alþjóða- samskiptum, sem leitt hefur til þess að kominn er skriður á afvopnunar- mál og fækkun kjamorkuvopna, á fyrst og fremst rætur að rekja til staðfestu Atlantshafsbandalagsins. Alþýðubandalagsmenn era þannig eins og nátttröll í heimi nýrrar von- ar. Alþýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn urðu að kaupa stjóma- raðild Alþýðubandalagsins því verði Þorsteinn Pálsson „Starf núverandi stjómarflokka bæði innan ríkisstjórnar og utan einkennist af Qöl- miðlauppákomum og merkingarlitlum slag- orðum. Sjálfetæðis- flokkurinn er ekki í samkeppni við þá um vinnubrögð af þessu tagi. Hann heldur fram yfirvegaðri, fijáls- lyndri stefiiu sinni gegn handahófekenndri mið- stýringarstefiiu vinstri flokkanna. Hann teflir fram festu og hófsemi gegn rótleysi og vald- hroka.“ að í stjómarsáttmála vinstri ríkis- stjómarinnar er hvergi vikið að grandvallaratriðum utanríkisstefn- unnar. Aðildin að Atlantshafs- bandalaginu er ekki nefnd á nafn né heldur vamarsamstarfíð við Bandaríkin. Engin ríkisstjóm á síðari tímum hefur verið mynduð á svo veikum málefnalegum granni að því er varðar þýðingarmestu þætti utanríkisstefnunnar. Veikleiki Alþýðuflokksins í flestum efnum hefur utanríkis- ráðherra þó fylgt fram þeirri grand- vallarstefnu í utanríkismálum sem mikill meirihluti þjóðarinnar að- hyllist. Framkvæmd þeirrar stefnu þarf auðvitað að móta í ljósi- nýrra viðhorfa í alþjóðamálum. Það hefur utanríkisráðherrann gert með eðli- legum hætti í flestum atriðum, þó að nokkrir alvarlegir brestir hafi komið fram, einkum vegna þess grandvallarágreinings sem er á á milli ríkisstjómarflokkanna. í upphafi þessa stjómarsam- starfs var á það bent að hætta væri á að Alþýðubandalagið myndi notfæra sér veika stöðu Alþýðu- flokksins í þeim tilgangi að knýja smám saman fram breytingar á framkvæmd utanríkisstefnunnar. Því miður virðist ýmislegt benda til þess að veikleiki Alþýðuflokksins sé orðinn svo mikill að hann sé byijaður að láta undan þrýstingi af þessu tagi. Ljósasta dæmið um þetta era æfingar þær sem fyrirhugaðar era á sumri komanda á vegum vamar- liðsins. Utanríkisráðherra hafði lýst því yfir að þær væra í einu og öllu eðlilegar. í skýrslu hans til Alþingis kemur ekki annað fram en að þær vefði heimilaðar á þeim ^randvelli sem ráðgerður var. A síðustu stundu er þó ákveðið að fækka þátttakendum um þriðjung. Að vísu er hálf hjákátlegt að sjá Alþýðu- bandalagið kyngja æfingunum með þessum breytingum eftir öll stóra orðin, en þessi ákvörðun sýnir samt mjög augljóslega veikleika Alþýðu- flokksforystunnar gagnvart kröfum Alþýðubandalagsins. Annað augljóst dæmi af þessu tagi er forkönnun vegna hugsanlegs varaflugvallar sem hér yrði byggður á vegum Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra og talsmenn Al- þýðuflokksins hafa margsinnis lýst því yfir að eðlilegt sé og sjálfsagt að þessi forkönnun fari fram. Ut- anríkisráðherra ítrekaði það í um- ræðunum á Alþingi nú í vikunni. Hann lýsti því hins vegar einnig yfir að ákvörðun um þetta yrði ekki tekin á næstunni. Niðurstaðan er því sú að utanríkisráðherra heldur við skoðun sína í orði en ætlar á borði að láta undan kröfu Alþýðu- bandalagsins. Þjóðviljinn greindi líka frá því fyrir skömmu að allar hugmyndir utanríkisráðherra um þetta mál hefðu þegar verið brotnar á bak aftur innan ríkisstjómarinn- ar. Sú fullyrðing virðist því miður standa. Fyrirvarastefiian Djúpstæður klofningur milli ríkisstjómarflokkanna hefur einnig komið fram að því er varðar ut- anríkisviðskiptamálin. Forsætisráð- herra og Alþýðubandalagið hafa gert mjög skýra fyrirvara um tvo höfuðþætti á því sviði. Annars veg- ar varðandi yfirlýsingar Norður- landaþjóðanna um nánara efna- hagssamstarf. Hins vegar varðandi yfirlýsingar EFTA-ríkjanna um stefnumörkum í viðræðum við Evr- ópubandalagið. Utanríkisráðherra hefur á hinn bóginn lýst yfír and- stöðu við þessa fyrirvarapólitík, sem hann verður þó að framkvæma. Þessi staða sem upp er komin í ríkisstjóminni skaðar mjög hags- muni íslands. Augljóst er að það er fyrirvarastefnan sem verður ofan á og ríkisstjómin fylgir. Slík stefna beinist gegn hagsmunum íslend- inga og rýrir álit okkar á erlendum vettvangi. Forsætið í Fríverslunarsamtök- unum kemur í hlut íslendinga nú á miðju sumri. Það verður því utan- ríkisráðherra íslands sem á að hafa fofystu í viðræðum samtakanna við Evrópubandalagið. Hætt er við að það dragi mjög úr trausti sam- starfsþjóða okkar i þessu mikilvæga forystustarfi að ríkisstjóm íslands skuli vera með fyrirvara um höfuð- þættina í þeim málum sem Fríversl- unarsamtökin taka nú upp í viðræð- um við Evrópubandalagið. Það er því nokkum veginn sama hvar borið er niður. Augljóst er að vinstra samstarf skaðar hagsmuni okkar á erlendum vettvangi, hvort heldur sem við horfum til vamar- °g öryggismála eða hinna nýju við- horfa í alþjóðlegum samskiptum á sviði efnahagsmála. Húsbréfakerfið eyðilagt Svonefnt húsbréfaframvarp hef- ur valdið allnokkram deilum innan stjómarflokkanna síðustu daga. Upphaflegar hugmyndir um hús- bréf komu fram í starfshópi sem starfaði á vegum fyrri ríkisstjómar. Félagsmálaráðherra kaus að sniðganga tillögur þessa starfshóps í ýmsum veigamiklum atriðum í þeim tilgangi að koma til móts við andstæðinga húsbréfakerfisins inn- an ríkisstjómarinnar. eitt grand- vallaratriðið í því að koma hér á húsbréfakerfi er að lækka kaup- skyldu lífeyrissjóðanna af skulda- bréfum byggingasjóða ríkisins. Þetta grundvallaratriði felldi fé- lagsmálaráðherra út úr ffumvarp- inu til þess að þóknast andstæðing- um þess innan stjómarliðsins. Ég lýsti því yfir í fyrstu umræðu um þetta mál á Aiþingi að ég teldi húsbréfakerfið um margt eðlilegra og stefna bæri að því að taka það upp í hinum almennu húsnæðislán- um. Ég kvað það á hinn bóginn skilyrði fyrir framgangi málsins með stuðningi sjálfstæðismanna að kaupskylda lífeyrissjóðanna yrði lækkuð og fyrir lægi heiidarstefnu- mótun um uppbyggingu húsnæðis- lánakerfisins þannig að tryggt yrði að séreignastefnan yrði fest í sessi, en ekki leiguliðastefnan, sem Al- þýðubandalagið og Kvennalistinn hafa verið aðalmálsvarar fyrir. Félagsmálaráðherrann hefur far- ið þá einkennilegu leið að eyði- leggja framvarpið í samstarfi við raunveralega andstæðinga hús- bréfanna fremur en að semja við stuðningsmenn húsbréfakerfisins um að bæta framvarpið og móta skýra heildarstefnu um uppbygg- ingu húsnæðislánakerfísins í landinu. Það er af þessum sökum sem Sjálfstæðisflokkurinn telur eðlilegt að framvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Húsbréfin búa ekki til peninga Þó að húsbréfakerfi, á eðlilegum grandvelli, sé um margt til bóta og .stuðli að heilbrigðari viðskiptahátt- um á húsnæðismarkaðinum býr það ekki til neina nýja peninga. Félags- málaráðherrann hefur látið i það skína að í framvarpinu felist ein- hver töfralækning á umframeftir- spumum eftir húsnæðislánum. Þetta er hrein blekking eins og for- seti Alþýðusambands Islands hefur bent á í þeim umræðum sem fram hafa farið að undafömu. Mjög mikilvægt er að skapa tiltrú á sérhveijum breytingum sem gerð- ar era á húsnæðislánakerfinu. Við- urkenna ber að síðustu breytingar vora framkvæmdar í of miklum flýti og án þess að nýtt skipulag væri kannað nægilega vel áður en h&ldið var af stað. Það væri ábyrgðarleysi að endurtaka nú mistök af því tagi. Og það leysir ekki húsnæðisvand- ann þótt Kvennalistinn sé keyptur til fylgis við húsbréfafrumvarpið með 600 milljón króna innistæðu- lausri ávísun, sem næsta ríkisstjóm á að leysa út. Höfundur er formaður Sjálfstæð- isfíokksins. Utanríkisstefiian má aldrei verða pólitísk verslunarvara eftir Matthías A. Mathiesen Athygli vakti þegar núverandi ríkisstjóm var mynduð, að í stjómar- sáttmálanum var látið hjá líða að ræða um þátttöku íslendinga í því fjölþjóðlega samstarfi sem verið hef- ur undirstaða utanríkisstefnu þjóðar- innar í meira en fjöratíu ár. Ástæðan er augljós. Friðkaupin við Alþýðu- bandalagið hafa verið slík að ákveðið hefur verið að nefna ekki Sameinuðu þjóðimar og norrænt samstarf til þess að þögnin um Atlantshafs- bandalagið yrði ekki of æpandi í stjómarsáttmálanum. Áhrif Alþýðu- bandalagsins á yfirlýsingu ríkis- stjómarinnar um utanríkismál kom þó gleggst fram í lokaorðum hennar þar sem fram kemur sú ætlun ríkis- stjómarinnar, að stöðva eðlilega þró- un vamarsamstarfs okkar við ríki Atlantshafsbandalagsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem samstarfsflokkar Alþýðubandalags- ins í ríkisstjóm láta undan og fallast á skilyrði sem sá flokkur hefur sett fyrir stjómarþátttöku og varða þenn- an þýðingarmikla málaflokk. Slík skilyrði hafa yfirleitt verið höfð í sérstökum leynisamningum. Ut- anríkisráðherram viðkomandi ríkis- stjóma hefur þó ekki þótt ástæða til að taka leynimakkið of hátíðlega og talið. eins og glöggt kemur fram í skýrslu Ólafs Jóhannessonar, þáver- andi utanríkisráðherra, árið 1983, að „liðssveitir Bandaríkjamanna eru fyrst og síðast hér til vama- og eftir- litsstarfa í þágu okkar sjálfra og þá að sjálfsögðu jafnframt þeirra þjóða sem við eram í vamarbandalagi með“. Ólafur Jóhannesson lét ekki sitja við orðin tóm og er þar skemmst að minnast framgöngu hans, þegar hann kom í veg fyrir að Alþýðu- bandalaginu tækist að stöðva nauð- synlegar nýframkvæmdir og end- umýjun á búnaði vamariiðsins. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, fylgdi skýrslu sinni úr hlaði á Alþingi sl. mánudag, kom þessi tvískinnungur vel fram, en hann fann sig knúinn til sérs- takra orðskýringa og las það í eyður stjómarsáttmálans, sem undir eðli- legum kringumstæðum hefði átt að standa þar berum orðum. Hann neyddist meira að segjá til að horfa framhjá lokaorðum yfíriýsingar ríkis- stjómarinnar um utanríkismál þegar hann fullyrti í ræðu sinni, að hún fylgdi í raun sömu stefnu í öryggis- og varnarmálum og allar íslenskar ríkisstjómir hafa fylgt sl. 40 ár. Fátt staðfestir betur þann ágreining sem er innan ríkisstjómarinnar um stefnuna i öryggis- og vamarmálum og gerir utanríkisráðherra erfitt um vik að láta athafnir fylgja orðum. Stefnumörkun sjálfstæðismanna Ekki verður framhjá þvi gengið að í skýrslu utanríkisráðherra kveð- ur nokkuð við annan tón en í fram- angreindri stefnuyfírlýsingu ríkis- stjómarinnar. Til marks um þetta má vitna í þau orð Jóns Baldvins Hannibalssonar í skýrslunni að ut- anríkisstefna sú, sem jafnan hefur verið fylgt, hafi reynst þjóðinni far- sæl og eigi það jafíit við um örygg- is- og vamarmál sem viðskiptamál. Undir þetta skal tekið. Hann segir í skýrslunni að haldið verði áfram að auka hlutdeild íslendinga í þróun áætlana varðandi vamir landsins svo og að íslendingar gerist virkari aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Þessi stefna var mörkúð í ráðherra- tíð sjálfstæðismanna í utanríkis- ráðuneytinu m.a. með þeirri skipu- lagsbreytingu að stofnuð var sér- stök vamarmálaskrifstofa og skip- aðir vamarmálafulltrúar til að fylgj- ast með þessum málaflokki. Ég ef- ast ekki um að félagar Jóns Bald- vins í núverandi ríkisstjóm fagni þessum stuðningi við stefnumörkun okkar sjálfstæðismanna. Þá kemur fram í skýrslu utanrík- isráðherra stuðningur við stefnu Atlantshafsbandalagsins í afvopn- unarmálum. Þetta er lofsvert þegar hafður er í huga félagsskapur ut- anríkisráðherrans í núverandi ríkis- stjóm. Enn sem komið er virðist utanríkisráðherra þó ekki treysta sér að fullu til að sýna félögum sínum í verki að hann sé í raun og sanni stuðningsmaður Atlantshafs- bandalagsins eins og forverar hans gerðu, sem störfuðu við svipuð skil- yrði og hann og ég vitnaði til hér að framan. Raunsærri hugmyndir Eins og marga rekur eflaust minni til sagði þáverandi utanríkis- ráðherra, Steingrímur Hermanns- son, í skýrslu sinni til Alþingis í fyrra, að hann vonaðist til þess að ísland gæti orðið „miðstöð umræðu um ýmis vandamál heimsins". Við fleiri tækifæri lét hann í ljós áhuga á því að hér á landi yrði sett á lagg- ir stofnun þar sem reynt yrði að kryfía til mergjar helstu vandamál heimsbyggðarinnar og leysa þau. Ekki var þó ljóst með hvaða hætti hann hugsaði sér þessa stofnun, t.d. að hve miklu leyti hún kæmi inn á verksvið Sameinuðu þjóðanna. Sjálfur sýndi hann fram á haldleysi eigin hugmynda með ótímabæram og illa ígrunduðum yfírlýsingum varðandi hin ýmsu málefni, td. vandamálin fyrir botni Miðjarðar- hafs. Ekki jók sú frammistaða álit á getu Steingríms til að leysa „ýmis vandamál heimsins“ og ekki eykur frammistaða hans sem forsætisráð- herra í núverandi ríkissljóm tiltrú á honum sem heimsleiðtoga, enda er gott minni ein forsenda þess að menn nái árangri. Augtjóst er af skýrslunni, að núverandi utanríkisráðherra hefur raunsærri hugmjmdir en forveri hans um ráðstöfun þeirra takmörk- uðu fíámuna sem við getum lagt til þessa málaflokks. Hann ætlar utanríkisþjónustunni öðra fremur að þjóna íslenskum hagsmunum í viðskiptamálum og í vamar- og öryggismálum. Þetta er skynsam- legt og í samræmi við þá stefnu sem flestir forverar Jóns Baldvins hafa fylgt. Þá boðar hann að utanríkis- þjónustan verði efld til að sinna viðskiptahagsmunum þjóðarinnar og sýnist það í samræmi við þá stefnu, sem áður hefur verið fylgt í ráðuneytum utanríkis- og við- skiptamála. Það á hins vegar enn eftir að koma í ljós í framkvæmd með hvaða hætti Jón Baldvin mun efla utanríkisþjónustuna að þessu leyti og hvort um annað og meira verður að ræða en að hann hygli sínum eigin flokksbræðram. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt þeir Jón Baldvin og Steingrímur Hermannsson, en það er yfirlýs- ingagleðin sem kemur fram í þeirri áráttu að fara utan, beija sér á bijóst og gefa stórkarlalegar yfir- lýsingar, koma síðan heim og segja eins og karlinn, sem varð undir í slagnum: „Sjáið þið hvemig ég tók hann!“ Á ftindi norrænna utanríkis- ráðherra í Þórshöfn á dögunum, þar sem utanríkisráðherra Islands var staddur ásamt fríðu föraneyti, sá danski utanríkisráðherrann ástæðu til þess að verðlauna hann fyrir eina slíka yfírlýsingu með gjöf, sem hon- Matthías Á. Mathiesen „Enn sem kornið er virðist utanríkisráð- herra þó ekki treysta sér að fullu til að sýna félögnm sínum í verki að hann sé í raun og sanni stuðningsmaður Atlantshafebandalags- ins eins og forverar hans gerðu, sem störf- uðu við svipuð skilyrði og hann og ég vitnaði til hér að framan.“ um þótti við hæfi, en hann rétti honum undirmáls karfa. Spumingin er: Þjónar það íslenskum hagsmun- um að haga málflutningi sínum þannig að fulltrúar annarra þjóða sem við eigum samstarf við svari fyrir sig með slíkum hætti? Gera menn sér grein fyrir að danski ut- anríkisráðherrann, einn norrænna stjórnmálamanna er í ráðherra- nefnd Evrópubandalagsins? Arangurí afvopnunarmálum Ég hef áður getið þess að víða er að finna í skýrslu utanríkisráð- herra stuðning við stefnu Atlants- hafsbandalagsins í afvopnunarmál- um og í öryggis- og vamarmálum. Þetta er vissulega jákvæt enda hef- ur sú stefna gefist vel og tryggt friðinn í okkar heimshluta í fjöratíu ár. Sérstaklega vil ég vekja athygli á því raunsæi, sem felst í þeim ummælum utanríkisráðherra, að yfírburðir Varsjárbandalagsins yfír Atlantshafsbandalagið á sviði hefð- bundins vígbúnaðar óg skamm- drægra kjarnavopna séu gífurlegir og skapi mikla ógn fyrir aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í Mið- Evrópu. Skammdrægu kjamavopnin era talin verða úrelt um miðjan næsta áratug og segir utanríkisráðherra í skýrslunni að ekki ætti að útiloka þann möguleika, að birgðir Atlants- hafsbandalagsins verði endumýjað- ar við núverandi aðstæður. Þetta er athyglisverð afstaða. Er um hana einhugur í ríkissljóminni? Ég efast um að svo sé. Sjálfur vona ég að árangur geti orðið það mikill í við- ræðunum milli austurs og vesturs, sem eru nýhafnar í Vín um hefð- bundinn vígbúnað annars vegar og „traustvekjandi aðgerðir" hins veg- ar, að í kjölfar þeirra geti hafist viðræður um niðurskurð vígbúnaðar á öðram sviðum, svo sem hvað snertir skammdræg kjamavopn. Þá er einnig ástæða að taka undir með utanríkisráðherra að við- ræðumar í Vín eru nokkur próf- steinn á raunverulegan friðarvilja Sovétmanna. Eins og flestum er kunnugt taka viðræðumar um hefð- bundnu vopnin við af viðræðum um gagnkvæma fækkun og jafnvægi í heijum í Mið-Evrópu (MBFR-við- ræðunum svonefndu) sem staðið höfðu frá því árið 1973 og ekki skilað árangri. í viðræðunum í Vín er samkomulag um að þar skuli ekki fíallað um sprengjuflugvélar, skotbúnað fyrir skammdrægar eld- flaugar eða vígbúnað á höfunum. Að vísu hafa Sovétmenn hvað eftir annað reynt að fá sjóheri inn í dag- skrá Vínarfundarins en það hefur verið stefna Atlantshafsbandalags- ins að ójafnvægi á sviði hefðbundins vígbúnaðar sé svo gífulegt f Evrópu að nauðsynlegt sé að draga úr því áður en viðræður um önnur mál heljast. Ríki Varsjárbandalagsins mynda eina landfraeðilega heild og hafa því miklu betri möguleika en ríki Atlantshafsbandalagsins til að flytja heiji og vopn með skömmum fyrirvara. Atlantshafsbandalagið er hins vegar flotabandalag og þarf nauðsynlega að tryggja öragga samgönguleið yfir Atlantshafið. Það verður að vega upp ójafnvægi á sviði hefðbundins vígbúnaðar m.a. með öflugum flota. Það skilja engir betur en Islendingar hve mikilvægt það er, að nánustu viðskipta og samstarfsþjóðir okkar tryggi með okkur fijálsar siglingar á höfunum. Þetta þekkjum við úr margra alda sögu okkar. Samstaða Atlantshafsríkjanna í ræðu utanríkisráðherra íslands við upphaf Vínarfundana var að finna ummæli sem gátu gefíð til kynna að íslendingar tækju undir það sjónarmið Sovétmanna, að flotamál skyldu rædd þar á næst- unni, en það er ekki í samræmi við markaða stefnu Atlantshafsbanda- lagsins sem við íslendingar höfum tekið þátt í að móta, m.a. á fundi utanríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsins hér í Reykjavík árið 1987. í skýrslu utanríkisráðherra kemur á hinn bóginn fram stuðn- ingur við stefnu ríkja Atlantshafs- bandalagsins í þessu efni, þ.e. að fyrst verði að g’ást árangur í við- ræðunum um hefðbundinn vígbún- að áður en menn fari að ræða önn- ur mál, þ.á.m. flotamálin. Ástæða er til að undirstrika þessa forgangs- röðun málefna sem nýtur stuðnings utanríkisráðherra að því er fram kemur í skýrslunni. Ýmsir íslenskir stjómmálamenn hafa í ræðu og riti reifað hugmynd- ir ekki ósvipaðar þeim, sem fram komu í frægri ræðu Mikhails S. Gorbatsjovs, Sovétleiðtoga, sem hann hélt í Murmansk í október 1987. Ég vil hvetja menn til að gæta að sér í þessum efnum. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós, að tilgangur Sovétleiðtogans virðist vera sá, að vekja samstöðu ríkja Atlantshafsbandalagsins með því að höfða til ákveðins hóps þeirra og blanda saman umhveifismálum og öryggismálum. Þannig á að veikja varnir Atlantshafsbanda- lagsins á siglingaleiðinni yfir Atl- antshafið. Ég met skýrslu utanrík- isráðherra svo, að hann vilji áfram treysta samstöðu ríkja Atlantshafs- bandalagsins og koma í veg fyrir að rekinn verði fleygur í það með vanhugsuðum tillögum af þessu tagi. Norræn ríki innan Atlants- hafsbandalagsins era hluti af vam- arsvæði þess og reynslan kennir að samstaðan færir okkur nær raun- hæfum markmiðum í afvopnunar- málum. Saga meðaldrægu lcjama- vopnanna í Evrópu (INF-samning- urinn svonefndi) er besta dæmið um það, að ríki Atlantshafsbanda- lagsins nota samtakamátt sinn til að tryggja öryggi og frið við eins lágt stig vígbúnaðar og frekast er unnt Ekki þarf að taka það fram, að við íslendingar styðjum heils hugar allar raunhæfar tilraunir til af- vopnunar, en til þess að unnt sé að ræða þessi mál af hreinskilni verða menn að gera sér (jósa grein fyrir grundvallar staðreyndum: Öfriðarhættu verður ekki bægt frá með einhliða afvopnun vestrænna rQga. Þvert á móti kynni hún að aukast ef út á þær brautir yrði farið. Orö og athafnir Þótt víða komi fyrir í skýrslu utanríkisráðherra rökstuðningur fyrir stefnu, sem ég er sammála, er ástæða til að ætla að ekki ríki einhugur um hana innan þeirrar ríkisstjómar sem hann á sæti í. Af þeim sökum virðist hann eiga í erf- iðleikum með að hrinda í fram- kvæmd tilteknum þáttum stefnunn- ar, sem verða piófsteinn á það, hvort hann þorir að fylgja þeirri stefnu á borði sem hann styður í orði í skýrslu sinni til Alþingis. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisBokks fyrir Reykjaneskjör- dæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.