Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRIL 1989 700 manns borgað úr verkfall- sjóði HÍK RÚMLEGA sjö hundruð manns hafa fengið úthlutað fé úr verkfallssjóði HÍK. Upphæðimar eru á bilinu 18 til 30 þúsund krónur á mann og er féð afhent óskert, þar sem tekjuskattur er ekki reiknaður af þvi fyrr en síðar. Hinu íslenska kennarafélagi bárust á fímmtudag samtals 15 milljónir króna að gjöf í verkfallssjóð frá samtökum kennara á Norðurlöndunum og Kennarasambandi íslands. Hæsta framlagið var frá Dön- um, ein milljón danskra króna. Áður hafði verið úthlutað 14,3 milljónum króna úr verkfalls- sjóði. Norsku kennarasamtökin hafa gefíð 400 þúsund norskar krónur, þau sænsku gefa sömu upphæð í sænskum krónum, Danir gefa eina milljón danskra króna og Færeyingar 20 þús- und danskar krónur. BHMR og ríkið; Oformleg- ar viðræður FORSVARSMENN Banda- lags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, Páll Halldórs- son og Wincie Jóhannsdóttir, gerðu sér ferð niður í Al- þingi um hádegisbilið í gær til viðræðna við Ólaf Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, um stöðuna í kjaradeilu BHMR og stjómvalda. Meðal annars voru ræddar hugmyndir BHMR um hvemig meta skuli menntun og ábyrgð til launa. Þá voru aðilar sam- mála um að mikilvægt væri að halda áfram þeim óformlegu viðræðum sem verið hafa í gangi í þessari viku. Tólf félög BHMR eru í verkfalli og er verkfallið komið á íjórðu viku. Fermt í Viðey á sunnudag Sr. Gunnar Björasson mun ferma sjö böra í Viðeyjar- kirkju næstkomandi sunnu- dag. Áður höfðu fjölskyldur baraanna beðið um að fá Frikirkjuna lánaða fyrir at- höfhina, en vilyrði safhaðar- stjórnar fyrir því barst of seint, að sögn sr. Gunnars. Beðið var um Fríkirlquna 31. marz síðastliðinn. Svar barst frá formanni safnaðarstjómar 22. apríl, þar sem samþykkt var að lána kirlguna til athafn- arinnar, en það svar barst of seint að mati aðstandenda bamanna sem höfðu fengið inni í Viðeyjarkirkju. í bréfi formanns safnaðar- stjómarinnar, Einari Kristni Jónssyni, er tekið fram að beiðni foreldranna sé sinnt ein- göngu til þess að valda ekki fermingarbömunum sárindum eða vonbrigðum. „Leyfið er á engan hátt til merkis um breytta afstöðu til fyrrverandi. safnaðarprests eða uppsagnar hans og/eða þeirra atburða, sem að undanfömu hafa verið að gerast í söfnuði okkar ,“ segir í bréfínu. Morgun bladið/Bjami Á myndinni eru talið frá vinstri: Jóhann G. Jóhannsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson og Þorsteinn Gunnarsson trommuleikarí Stjómarinnar. Landslagið komið til að vera segir Jóhann G. Jóhannsson höfimdur sigurlagsins „ÉG ER VISS um að Landslagið er komið til að vera,“ sagði Jó- hann G. Jóhannsson í samtali við Morgunblaðið en lag hans, Við eigum samleið, vann í gær, fostudag, keppnina um Lands- lagið sem Stöðin, Pressan, Hótel Saga og Bylgjan gengust fyrir. Tíu bestu lögin í keppninni kepptu til úrslita á Hótel fslandi í gærkvöldi. Hþ'ómsveitin Stjórn- in flutti lag Jóhanns og Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Órv- arsson sungu textann við lagið. I öðru sæti í keppninni varð lag- ið Brotnar myndir eftir Rúnar Þór Pétursson og í_ þriðja sæti varð Ráðhúsið eftir Ágúst Ragnarsson. Jóhann G. Jóhannsson fékk 200 þúsund króna peningaverðlaun frá Kjötmiðstöðinni í Garðabæ, 200 þúsund krónur frá Vífilfelli hf. til framleiðslu á myndbandi með Landslaginu, ferðavinning frá Ferðamiðstöðinni Veröld og verð- launagrip frá ívari Bjömssyni gull- smið. Aðalfundur Sameinaðra verktaka hf: Tekjuaukning ríkissjóðs: Betri inn- heimtaá söluskatti „SKÝRINGIN er fyrst og fremst fólgin í betrí innheimtu á sölu- skatti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður hver skýringin væri á 800 milljón króna betri afkomu rikissjóðs fyrsta árs- fjórðung þessa árs, en Qárlög gerðu ráð fyrir. Ráðherra sagði að það mætti að hluta til þakka þetta hertum inn- heimtuaðgerðum, sem virtust hafa skilað sér. „Að hluta til einnig vegna þess að halli á tekjum á seinni hluta síðastliðins árs, sem stafaði að samdrættinum, er ekki lengur fyrir hendi. Þetta kann að vera að fara eitthvað upp á við á ný,“ sagði Ólafur Ragnar. Fjármálaráðherra kvaðst taka það skýrt fram, að hann væri með þessu ekki að draga neinar ályktan- ir um afkomu ríkissjóðs fyrir árið í heild, enda væri það ekki tíma- bært. Þrír mánuðir væru ekki nægj- anlegur tími, til þess að álykta út frá, fyrir árið í heild. Hér er alla vega um jákvæða vísbendingu að ræða, hvort sem um varanlegt ástand er að ræða eða ekki. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði ráðherra. Eigendur 32% hlutafj ár fimduðu í hliðarsalnum Ákveðið að greiða hluthöfum 146 milljónir króna AÐALFUNDUR Sameinaðra verktaka hf., sem eiga helming íslenskra aðalverktaka sf., var haldinn á Holiday Inn hótelinu í gærdag. Fyrir fundinn lögðu eig- endur tæplega 'U hlutaQár fram kröfu um hlutfallskosningu við stjóraarkjör. Krafan var ekki tekin til greina þar sem hún barst sfjórainni degi of seint, fjórum dögum fyrir aðalfund en ekki fímm, eins og áskilið er í hlutafé- lagalögum. Þessir hluthafar og fleirí, sem alls eiga 32% hluta- fjár, mættu ekki á aðalfundinn í gær, heldur funduðu sér í öðrum sal hótelsins. Að sögn eins þeirra, Páls Gústafssonar forstjóra ÍSNO, var þetta gert í þeirri von að ekki næðist nægileg mæting til þess að fundurinn teldist lög- mætur þannig að þessum hlut- hafahóp gæfíst ráðrúm til að krefjast hlutfallskosninga fyrir aðalfund sem þyrfti að boða að nýju. Þrátt fyrir þetta voru eig- endur eða fulltrúar yfír 60% hlutafjár mættir á aðalfundinn þannig að hann var úrskurðar lögmætur. Ekki náðist í forsvarsmenn Sam- einaðra verktaka hf. í gærkvöldi til að fá fregnir af fundinum, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var öll stjórn félagsins endurkosin með lófataki. Stjómarformaður er Halldór H. Jónsson. Hlutafé félags- ins var 270 milljónir kr. fyrir fund- inn og á, fundinum var ákveðið, samkvæmt heimildum blaðsins, að lækka hlutaféð um 119 milljónir og greiða það út til eigenda, jafnframt þvf sem 10% arður, samtals 27 milljónir kr., skyldi greiddur af hlut- afé. Eigendur fá því 146 milljónir greiddar úr fyrirtækinu í ár. Sam- einaðir verktaka fá á þessu ári um 200 milljónir kr. í arð af eignarhlut sínum í íslenskum aðalverktökum sf., samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, og fá auk þess tekjur af fasteignum, m.a. Höfðabakka 9, sem félagið á til helminga á móti Aðalverktökum. „Við vildum gera breytingar á stjórninni og fá aðgang að meiri upplýsingum um hvað við eigum,“ sagði Páll Gústafsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að almennir hluthafar fengju ekki að sjá reikninga íslenskra aðalverk- taka sf., sem þó væri aðaleign þessa félags, og vissu því ekki hvaða eign stæði á bak við hlutabréf þeirra. Páll vildi ekkert segja um það sem fram fór á aðalfundinum, enda hefði hann ekki verið þar sjálfur. Mál dómsmálaráðherra gegn Magnúsi Thoroddsen: Krafist upplýsinga um áfengis- kaup vegna aftnæla ráðherra Gerðar gagnkröfiu* fyrir hönd Magnúsar vegna launamissis LÖGMAÐUR Magnúsar Thoroddsen, fyrrum forseta Hæstarétt- ar, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl, hefur höfðað gagnsök fyrir hönd hönd umbjóðanda síns í máli því sem dómsmálaráðherra hefur höfðað gegn Magnúsi til að fá hann sviptan embætti hæsta- réttardómara. Auk þess að ítreka fyrri fyrirspumir hefur Jón Steinar einnig gert kröfii um viðbótarupplýsingar um áfengis- kaup æðstu embættismanna þar á meðal hvort áfengi hafí verið keypt á kostnaðarverði vegna afinæla nokkurra núverandi og fyrrverandi ráðherra. Kröfur þær sem gerðar eru fyrir hönd Magnúsar Thoroddsen eru að honum verði bætt sú skerð- ing sem hann hefur orðið fyrir í launum frá áramótum, en hann hefur aðeins notið háífra launa frá þeim tíma er dómsmálaráð- herra vék honum frá um stundar- sakir. Jón Steinar Gunnlaugsson segir kröfuna byggða á því að samkvæmt 61. grein stjómar- skrárinnar sé óheimilt að vílqa umboðsstarfalausum dómurum úr embætti nema með dómi. Þetta ákvæði telur hann að beri að túlka þannig að ráðherra geti ekki vikið dómara frá til bráðabirgða en enda þótt svo væri gæti ráðherra ekki skert launakjör. dómara þar sem stjómarskrárákvæðið sé sett til að tryggja sjálfstæði dómstóla og að þeir starfí óháð fram- kvæmdavaldi. Aðspurður sagðist Jón Steinar Gunnlaugsson ekki hafa fengið svör við fyrri fyrirspumum sínum um áfengiskaup á kostnaðarverði utan að ATVR hefði veitt upplýs- ingar um heildarkaup áfengis á kostnaðarverði frá 1950, á verð- lagi hvers árs, og einnig upplýs- ingar um heildarmagn hvert ár frá 1982. Hins vegar hefðu bæði ÁTVR og Ríkisendurskoðun lýst því yfir að það væri í verkahring fjármálaráðuneytis að gefa upp- lýsingar um áfengiskaup ein- stakra manna. Jón Steinar sagði að mun nákvæmari upplýsingar væri þörf og í því skyni hefði hann farið fram á upplýsingar um ákveðin áfengiskaup vegna af- mæla nokkurra ráðherra. Friðgeir Bjömsson yfírborgar- dómari verður dómsforseti í máli dómsmalaráðherra gegn Magnúsi Thoroddsen en borgardómaramir Steingrímui- Gautur Kristjánsson og Eggert Óskarsson munu einnig skipa dóminn. Næsta þinghald í málinu verður 11. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.