Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR-29. APRÍL 1989 Kúluhús til sölu í Fellabæ við Egilsstaði, 192 fm á einni og hálfri hæð. Lögfræðistofan Hjarðarhlíð 9, Egilsstöðum, sími 97-11313. Húseign í Hafnarfirði Nýkomið í einkasölu gott timburhús á friðsælum stað í Miðbænum, alls 146 fm. Á aðalhæð 2 stofur, borð- stofa og eldhús með nýlegum innréttingum. Á rishæð með fögru útsýni 3 herb. og snyrtiherb. í kjallara eitt herb., bað, þvottah. og geymslupláss. Húsið er í góðri hirðu og smekklega endurnýjað að innan. Verð um 6,5 millj. Opiðídag Árni Gunnlaugsson hrl., frá 13—17 Austurgötu 10, sími 50764. Vill einhver eignast fólkvang? Vegna hjúskaparslita og væntanlegrar námsdvalar undirritaðs erlendis, er jörðin Leirubakki í Landsveit, Rangárvallasýslu, til sölu, alls um 950 hektarar. Allt land jarðar er afgirt. Þrjú megin hólf: Vallgróið sauðfjárland með húsum og hlöðum fyrir 350 fjár, tún og kúahagar með bifreiðahliði á heimreið, ca 800 hektara skóg- ræktarfriðland með milljónum birkitrjáa í örum uppvexti, þau stærstu nálgast mannhæð, auk víðitegunda, berjalyngs, mosa og lúpínu. Er friöland þetta eitt- hvert hið stærsta á íslandi í einkaeign. Ökufært helluhraun, grasvalllendi, skjólsæl- ir dalir og blómabrekkur, allt skurðalaust og lítt snortið þurrlendi, einstakt göngu- og útivistarsvæði. Sumarúrkoma með minna móti á sunnlenska vísu, einkum í aust- og suðaustlægum vindáttum. Skipulagt og samþykkt land undir sumarhúsalóðir alls 58 hektarar og lóðafjöldi sá sami, auk ökuslóða og sameiginlegs lands ætluðu sumarhúsafólki, útileikja- svæði o.s.frv. Útmældar stikaðar lóðir alls 20. Ljósmynd af jörð aílri er til sýnis og uppdráttur með sumarhúsalóðum og örnefnum má Ijósrita að vild. Rúmlega fjögurra kílómetra kafli jarðar liggur að Ytri-Rangá. í hana fellur tær lindá vatnsmeiri en Elliðaár, báðir bakkar fylgja jörð víða við þverá þessa. í báðum ánum er staðbundinn urriði sem oft er stór og tekur fast. Laxi hefur verið sleppt í árn- ar. Möguleiki á klaki laxfiska víða, þ.á m. í náttúrulegum helli með lind innst inni í, tilbúinn nú þegar, engin náttúruspjöll, bara setja bakkana í myrkan lækinn eins og hann er. Miklir möguleikar á bleikjueldi á mörgum stöðum. Jörð á veiðirétt, stangir og net, í Veiðivötnum, Fremri-Tungnárvötnum og þrem uppistöðulónum stórvirkjana. Vatnsaflsstöð, rafall 23-25 kw 50 hz 3ja fasa. í lagi 1986 er ódýr reimahaldari gaf sig, var þá rekstri hætt, enda samveiturafmagn einnig fyrir hendi. Fullvirðisréttur er um 45 ærgildi. Tvö íbúðarhús eru á jörð, annaö steinsteypt um 150 fm, hitt eldra járnvarið timbur- hús, sérinnréttað sem fjallaskáli eða farfuglaheimili, með fullkominni eldunar-, upphitunar- og hreinlætisaðstöðu. Ferðaþjónusta í fullum rekstri, auk gistingar, tjaldsvæði með sérsmíðuðu hreinlætishúsi. Söluskáli og bensínstöð á staðnum í eigu olíufélags. Fasteignamat jarðar kr. 4.358.000 og brunabótamat 10.402.000 (tolur frá sýslu- manni). Veðlán lág. Þeir sem áhuga hafa á að kaupa áðurtaldar eignir og fleira lausafé, hafi samband við Bjarna Valdimarsson í síma 98-76591, sem sýnir fús- lega áðurtaldar eignir. Fullum trúnaði heitiö af hans hálfu ef óskað verður. Bjarni Valdimarsson. 21150 -21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON söiustjori LARUS BJARMASOM HDL. L0GG. FASTEIGMASALI í sölu er að koma meðal annarra eigna: Úrvalseign - endaraðhús við Fljótasel 241,4 fm með 6 herb. íb. á tveimur hæðum. Á jarðhæð eru tvö góð íbherb. m.m. Getur verið séríb. Bílskúr 23,3 fm. Einka- sala. Eignin er öll eins og ný. Nánari uppi. á skrifstofunni. Stór suðuríbúð - góður bílskúr 4ra herb. endurn. íb. 110,1 fm við Álftahóla. Ágæt sameign. Góður bílskúr 29,3 fm nettó. Útsýni. Einkasala. Bjóðum ennfremur til sölu við: Norðurbrún glæsil. parh. á tveim hæðum um 340 fm. Útsýni. Flókagötu 6 herb. úrvalssérh. 166,2 fm. Bílsk. Útsýni. Reynimel 3ja herb. íb. á 4. hæð. Útsýni. Laus 1. sept. Hraunbæ 4ra herb. íb. Nýtt eldh. o.fl. Ágæt sameign. Móaflöt steinh. Tvær séríb. m/sérinng. og bílsk. Maríubakka 3ja herb. íb. Sérþvottah. Góð sameign. Kjarrhólma 4ra herb. íb. Sérþvottah. Mikið útsýni. Suðuríbúð við Álftamýri 2ja herb. á 4. hæð 58,2 fm. Ágæt sameign. Mikið útsýni. Laus fljótl. Verð aðeins kr. 3,7-3,9 millj. Fjársterkir kaupendur óska m.a. eftir góðum sérhæðum, 2ja-5 herb. ibúðum með bílsk., einb- húsum á einni hæð og sérstaklega óskast lítið einbhús í Mosfellsbæ eða Smáíbúðahverfi. Opið ídag kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Miklar og góðar útborganir. Góð húseign - falleg lóð til sölu í Hafnarfirði Nýkomin til sölu falleg fasteign á góðum stað við Arnar- hraun, tveggja hæða einbýlishús, alls 184 fm. Á neðri hæð tvær stofur, stórt eldhús, þvottahús og snyrtikl. Á efri hæð 4 herb. og bað. Geymsla í kjallara. 35 fm vandaður bílskúr með uþþhitaðri innkeyrslu. 700 fm lóð með verðlaunagarði. Opiðídag Árni Gunnlaugsson hrl., frá 13—17 Austurgötu 10, sími 50764. AIMENNA FASTEIGNASAlftN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 __________________________________œpIíQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 484. þáttur Ólafur H. Torfason í Reykja- vík skrifar á þessa leið: „Ólafur M. Jóhannesson, ljós- vakarýnir Morgunblaðsins, gagnrýndi mig harkalega í fjöl- miðlaþætti sínum í blaðinu laug- ardaginn 4. mars vegna orðnotk- unar í föstum fimmtudagspistli mínum í Ríkisútvarpinu, — nán- ar tiltekið fyrir „þá fáránlegu misþyrmingu á íslensku máli“ að kalla kvikmyndir ræmur. Ólafur M. telur orðið „ræma“ nýtt orðskrípi yfir kvikmynd og „frumskyldu“ fjölmiðlafólks að forðast „málspjöll" með notkun slíkra óþarfa-orða í útvarpi. í Orðabók Menningarsjóðs frá 1983 er þessi skýring gefín á orðinu filma: „ræma til að taka á myndir með myndavél." Orðið kvikmynd er m.a. skýrt á þennan hátt í sömu bók: .... myndræma til að sýna myndir svo þétt að augað skynjar þær sem myndir á hreyfíngu." 20 ár eru síðan ég byijaði að nota orðið „ræma“ í dagblöðum og tímaritum í staðinn fyrir „kvikmynd". Mér hafa síðan sagt fróðir menn, t.d. Þorgeir Þorgeirsson, að orðið ræma sé áratuga gömul tilraunaþýðing á erlenda orðinu „film“ í merking- unni „kvikmynd". Þótt fáir hafí fetað í þessi fótspor hefur Félag kvikmyndagerðarmanna m.a. notað það opinberlega í sam- setningunni „stuttræmur“. Fyrir skemmstu sá ég í fyrirsögn um bíómynd í dagblaðinu Tímanum: „Skemmtileg ræma.“ Ég er því ekki einn á ferð. Röksemdir mínar fyrir því að orðið ræma sé ekki aðeins not- hæft heldur gott íslenskt orð um „kvikmyndir" eru þessar: 1) Bæði í sjónvarpi og á sýn- ingartjöldum eru iðulega sýndar myndræmur þar sem ekkert „kvikar", eða hreyfist, heldur eru þær settar saman úr ljós- myndum. Kvikmynd er því beinlínis rangnefni sem samheiti yfír slík verk... 2) Fólk hefur e.t.v. ómeðvit- aða andúð á orðinu kvikmynd, sem gæti verið orsök þess að almenningur notar í talmáli orð- ið bíómynd í mun ríkara mæli. Andúð fólksins á orðinu „kvikmynd" stafar hugsanlega af því að flest orð sem býija á kvik- eru heldur neikvæðs eðlis, eins og kvikindi, kviksetning, kvikskurður, kvikinskur, kvik- látur, kviksyndi, kviktré. 3) Að öðru jöfnu eru stutt orð vinsælli en löng, ekki síst í sam- setningum, en eðli málsins vegna þarf að mynda fjölmörg samsett orð um þessa list- grein/iðngrein. Ennfremur er orðið kvikmynd óþjált í munni. 4) ... [Hér telur bréfritari upp margar samsetningar sem hann hefur búið til „af þessum ræmu-stofni“, og mun ég birta þær síðar.] Ólafur H. Torfason heldur áfram: „Einu mennirnir sem hafa gagnrýnt notkun mína á orðinu „ræma“ eru Jón Gíslason bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós og Ólafur M. Jóhannesson, fjölmiðlarýnir Morgunblaðsins. Hvað segir þú um þetta mál? Má að þínu mati nota orðið „ræma“ í staðinn fyrir eða til jafns við orðið „kvikmynd"? Með bestu kveðju.“ ★ Umsjónarmaður mun fyrst sýna dæmi þess að bréfritari er „ekki einn á ferð“. Með hjálp Orðabókar Háskólans skulu eft- irfarandi dæmi tínd til (let- urbr. frá umsjónarmanni); 1) „ ... samkvæmt fyrirskip- un frá hinum almáttugu kvik- myndabarónum, búið að brenna á báli hveija einustu mynd- ræmu sem til var frá hinum æðisgeingnu dögum baráttunn- ar um líf ítalanna.“ (Halldór Laxness í Dagleið á fjöllum, 1962, bls. 65.) 2) „Minningar líða hjá eins og myndræma á tjaldi— eins og maurildi á léttri báru en eru horfnar eftir örfá, upphafin augnablik." (Guðmundur L. Friðfinnsson: Blóð, 1978, bls. 131.) 3) „Hún grandskoðar hann, kannski ekki beinlínis, heldur fyrir innri sjónum sínum, á ótal ótal myndræmum." (Ólafur Haukur Símonarson: Vatn á myllu kölska, 1978, bls. 88.) Sér umsjónarmaður að vísu vel að í þessum dæmum er notuð samsetningin myndræma, en ekki bara ræma. Honum finnst merking orðsins ræma svo víðtæk, að ekki sé hægt að nota það „til jafns við orðið kvik- mynd“, en honum þykja gagn- rýnisorð Ó.M.J. miklu stærri en efni gafst til. Hins vegar hefur umsjónarmaður ekkert á móti orðinu kvikmynd og þykir það ekki óþjált í munni. ★ Helgi Hálfdanarson skáld heldur uppi sleitulausri baráttu fyrir málstað íslenskrar tungu. Ur síðustu grein hans hér í blað- inu leyfi ég mér að taka eftirfar- andi kafla með þökk til höfund- ar: „Skyldi það vera tímanna tákn, að annað eins óbermi og strætó er sem óðast að ryðja sér til rúms og festa sig í sessi í ritmáli ekki síður en í talmáli og hóta því að gera aðför að sjálfu beygingakerfínu? Af hliðstæðum í-orðum er orð- skrípið gallerí líkast til einna fáránlegast. Þetta gæti að sjálf- sögðu aldrei talizt boðlegt töku- orð, heldur einungis kjánaleg sletta, sem því miður er orðin myndlistarfólki til vanvirðu. Ekki er þörfinni til að dreifa, því að nóg er af íslenzkum orð- um, sem annazt gætu þetta hlut- verk með prýði, hvað annað! Ég man að fyrir mörgum árum hef- ur fram komið bæði myndhús og listhús og vafalaust kæmi margt fleira til greina ..." ★ Hlymrekur handan kvað: Frú Kataness hafði um það vissa von að hún væri ekki búin að missa son þeirra Lúðvíks úr landi í lélegu standi að fást við sölu á sjófangi í Lissabon. Fermingar á morgun Ferming í Viðeyjarkirkju kl. 14.00. Prestur sr. Gunnar Bjöms- son. Fermd verða: Ásthildur Björnsdóttir, Horni, Kjalamesi. Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, Ásvallagötu 56. Katrín Eva Erlarsdóttir, Suðurhólum 24. Auðunn Sigurður Hermannsson, Kaplaskjólsvegi 62. Árni Gunnarsson, Grettisgötu 19A. Borgar Þorsteinsson, Flyðrugranda 4. Eggert V. Gíslason, Hverfísgötu 102. Ferming í Siglufí arðarkirkj u sunnudaginn 30. apríl kl. 10.30. Prestur sr. Stína Gísladóttir. Fermd verða: Anna Júlía Magnúsdóttir, Hafnartúni 16. Árni Þór Guðmundsson, Laugarvegi 33. Berglind Ýr Birkisdóttir, Fossvegi 15. Björn Þórðarson, Suðurgötu 77. Bragi Rafn Þorleifsson, Suðurgötu 57. 17. þing Samtaka evrópskra æskulýðssambanda: Birgir Árnason kosinn einn af 4 varaforsetum BIRGIR ÁRNASON, formaður Sambands ungra jafíiaðarmanna, var kosinn einn af fjórum varaforsetum Samtaka evrópskra æskulýðs- sambanda (Council of European National Youth Committees) á 17. þingi samtakanna sem haldið var í Barcelona á Spáni 6. til 9. apríl síðastliðinn. Á þingið mættu um 100 fúlltrúar 15 evrópskra æskulýðs- samtaka, auk fjölda gesta. Þingið sátu einnig frá Islandi Elsa Amardóttir formaður Æsku- lýðssambands íslands og Sævar Kristinsson fyrrverandi formaður sambandsins. Breytingamar, sem em að verða á Evrópubandalaginu, settu sterkan svip á umræður á þinginu en mesta athygli vakti þó greinilegur áhugi á að auka sam- skipti og samstarf við æskulýðs- sambönd í Austur-Evrópu, segir í fréttatilkynningu frá Æskulýðs- sambandi íslands. Brynhildur Þöll Kristjánsdóttir, Lækjargötu 6C. Brynjar Guðmundsson, Hólavegi 73. Dagur Gunnarsson, Hafnartúni 12. Ester Guðbrandsdóttir, Hafnargötu 20. Guðmundur Einar Siguijónsson, Suðurgötu 60. Guðmundur Friðrik Eggertsson, Laugarvegi 18. Halldóra María Þormóðsdóttir, Norðurtúni 9. Heimir Gunnar Hansson, Hverfísgötu 21. Inga Rún Elefsen, Eyrarflöt 3. Jóna Kristín Ámundadóttir, Hverfisgötu 5B. Jóna Valdís Reynisdóttir, Fossvegi 11. Jónas Birgisson, Lindargötu 16. Jónas Halldór Sigurðsson, Fossvegi 21. Jónas Logi Ómarsson, Hólavegi 41. Ljósbjörg Ósk Aðalsteinsdóttir, Túngötu 28. Óskar Órn Pétursson, Gmndargötu 6. Sigurður Sigurðsson, Hvanneyrarbraut 53. Steindór Birgisson, Lindargötu 16. Sædís Þórhallsdóttir, Hlíðarvegi 6. Tinna Ágústsdóttir, Hólavegi 17. Þórhalla Sigurðardóttir, Hólavegi 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.