Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 102. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugslysið í Svíþjóð: Kunnir stjóramála- menn meðal látimia Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. FORSETI sænska þingsins gerði í gær hlé á þingstörfum þegar ljóst var orðið, að þrír þingmenn og borgarfiilltrúi í Stokkhólmi hefðu farist með flugvélinni, sem hrapaði í gærmorgun við Oskarshamn í Suður-Sviþjóð. Með vélinni fórust 16 manns, flugmennirnir tveir og 14 farþegar. Flugvélin lagði upp frá Arlanda við Stokkhólm klukkan níu um morguninn og átti að lenda í Oskarshamn klukkustund síðar. Virtist allt vera með felldu þar til Bretiand: Enginn kaldur samruni St. Andrews. Frá Gudmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgnn- blaðsins. Vísindamenn við Harwell- vísindastöðina telja nú endan- lega ljóst, að um engan kaldan samruna frumeindanna sé að ræða. Fyrir nokkru lýstu tveir efna- fræðingar því yfir að þeim hefði tekist að framkalla samruna við stofuhita. Venjulega hefur verið talið að kjarnasamruni geti ein- ungis átt sér stað við svipað hitastig og á sólinni. Hefði þessi uppgötvun reynst á rökum reist hefði hún getað haft gífurlega þýðingu fyrir orkuframleiðslu mannkynsins. Dr. David Williams, sem stjórnar þeim hópi sem rannsak- að hefur tilgátuna um kaldan samruna, segir að hvorki hafi mælst aukinn hiti né geislun í tilraunum þeirra. Þessar niður- stöður eru taldar sérstaklega marktækar vegna þess að til- raunin var unnin í samvinnu við Martin Fleischmann prófessor, sem var annar þeirra, sem töldu sig hafa mælt aukna orku þegar rafstraumi var hleypt í gegnum þungt vatn, og að það gæti ekki stafað af neinu nema kjarna- samruna. „Við teljum að tilraunir okkar séu fyllilega sambærilegar við tilraunir Fleischmanns og Pons en við notuðum miklu næmari mælitæki. Miðað við upphaflegu tölurnar ættum við að hafa séð verulega orku nú þegar. Þetta hefur ekki gerst,“ sagði Will- iams. vélin var að koma inn til lendingar, að hún ofreis og hrapaði. Sprenging varð í vélinni þegar hún skall til jarðar og flakið eitt eldhaf á samri stundu. Rannsókn er hafin á orsök- um slyssins en vélin var af gerðinni Beechcraft 99 og tók 16-20 far- þega. Lík þeirra, sem fórust, voru svo illa leikin af eldinum, að erfitt var að bera á þau kennsl en upplýst hefur verið, að meðal farþeganna voru John-Olle Persson, borgarfull- trúi í Stokkhólmi og frammámaður í flokki jafnaðarmanna; Anna Wo- hlin-Andersson, þingmaður Mið- flokksins; Hans Rosengren, þing- maður jafnaðarmanna, og Anders Andersson, þingmaður Hægri- flokksins. Voru þau öll í þingnefnd um póst- og fjarskiptamál. Flugslysið er það mesta í Svíþjóð frá árinu 1977 þegar Vickers Vis- count-flugvél hrapaði í íbúðarhverfi fyrir utan Stokkhólm með þeim afleiðingum, að 22 létu lífið. Reuter Slökkviliðsmenn kanna hér flak sænsku flugvélarinnar en þegar tekist hafði að slökkva eldinn var ekkert eftir heillegt nema stélið. Þetta er mesta flugslys í Svíþjóð í 12 ár. Evrópubandalagið: Fordæma villimann- legar hótanir Irana Madrid, London, Beirut. Reuter. Evrópubandalagið fordæmdi í gær írani fyrir að hvetja Palestínu- menn til að myrða óbreytta borgara á Vesturlöndum og talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði, að leiddi þessi áskorun til árása á breska þegna yrðu iranskir ráðamenn gerðir ábyrgir fyrir þeim. EB hefúr jafnframt lofað viðbrögð Palestínumanna, sem hafa vísað „þess- um eitruðu ráðum“ Irana á bug. „þessum eitruðu ráðum“ á bug. Segj- ast þeir ekki ætla að vinna að sínum málum með hryðjuverkum auk þess sem þeir eigi vinum að fagna á Vest- urlöndum. Kosningar í Panama: Hermenn flarlægðu kjörgögn Panamaborg, Washington. Reuter. TALNINGU atkvæða í forseta- kosningunum i Panama, sem firam fóru á sunnudag, miðaði lítt í gærdag og eru fréttir um, að á mörgum kjörstöðum hafl kjörgögn verið fjarlægð í fyrri- nótt. Frambjóðandi stjórnar og stjórnarandstöðu hafa báðir lýst yfir sigri en bandarískir eftirlits- menn með kosningunum segja, að sfjómarandstaðan hafl unnið yfirburðasigur. Talningu átti að réttu lagi að Ijúka í fyrrinótt en starfsmenn yfir- kjörstjómar gerðu í gær hlé á störf- um sínum vegna þess, að þeim bár- ust engin kjörgögn utan af lands- byggðinni. Evrópsk sendinefnd, sem fylgdist með kosningunum, segist hafa fréttir um, að hermenn hafi ráðist inn á kjörstaði í fýrri- nótt og haft kjörgögnin á burtu með sér. Carlos Duque, frambjóðandi stjórnar Manuels Noriega hers- höfðingja, og Guillermo Endara, frambjóðandi sfjómarandstöðunn- ar, hafa báðir hrósað sigri, en bandarískir eftirlitsmenn segja, að óháðar skoðanakannanir kaþólsku kirkjunnar í Panama meðal fólks, 27.000 manns, sem kom út af kjör- stöðum, sýni, að stjórnarandstaðan hafi unnið með 68% atkvæða gegn 23%. Stuðningsmenn stjómarandstöð- unnar efndu í gær til mótmæla- göngu í Panamaborg til að „slá skjaldborg um sigurinn“ en her- menn tóku á móti fólkinu með því að skjóta af byssunum upp í loftið. Leiðtogar göngumanna féllust á að biðja fólk um að hætta mótmælun- um en þrátt fyrir það tóku hermenn- irnir að skjóta að því og særðist panamskur sjónvarpsfréttamaður alvarlega. 1 yfirlýsingu Evrópubandalagsins sagði, að með því að skora á Pal- estínumenn að drepa breska, franska og bandaríska borgara hefði Ali Akbar Rafsanjani, forseti íranska þingsins, gerst sekur um villimann- legt athæfi og var því jafnframt fagnað, að Palestínumenn skyldu hafa vísað áskorununum á bug. Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði, að íranskir ráðamenn yrðu sjálfir taldir ábyrgir fyrir hugs- anlegum árásum á breska þegna og jafnframt tilkynnti hann, að eftirlit í breskum flughöfnum hefði verið aukið. Það var sl. föstudag, sem Rafsanj- ani skoraði á Palestínumenn að beij- ast fyrir sjálfstæði sínu með því að drepa fólk á Vesturlöndum, ræna flugvélum og sprengja upp verk- smiðjur í eigu vestrænna fyrirtækja. Sagði hann, að oft væri erfitt að nálgast Israela sjálfa en Vestur- landabúar lægju þeim mun betur við höggi. Talsmenn PLO, Frelsissam- taka Palestínumanna, og fulltrúar annarra fylkinga þeirra hafa vísað Ungverskir kommúnistar: Kadar vísað úr miðstjórninni Búdapest. Reuter. MIÐSTJÓRN ungverska komm- únistaflokksins ákvað i gær að setja Janos Kadar, formann flokksins og fyrrum ráðamann í landinu í rúma þrjá áratugi, á eftirlaun og var honum jafn- framt vísað úr miðstjórninni. Var frá þessu skýrt í fréttum ung- verska útvarpsins. Janos Kadar varð leiðtogi komm- únistaflokksins eftir að sovéskir skriðdrekar höfðu bælt niður upp- reisn Ungveija árið 1956 en veik fyrir Karoly Grosz í maí í fyrra. í tilkynningunni sagði, að bág heilsa Kadars hefði ráðið mestu um en vitað er, að Kadar var orðinn að verulegu vandamáli fyrir ímynd kommúnistaflokksins. Hann býst til að heyja kosningabaráttu og vill losa sig við sem flest, sem minnir á ábyrgð hans á endalokum upp- reisnarinnar. Fyrsta fijálsa dagblaðið Reuter Kosningatíðindi, dagblað Samstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna 5 Póll- andi, hóf göngu sína í gær og er jafnframt um að ræða fyrsta fijálsa dagblaðið í Austur-Evrópu í rúm 40 ár. Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, tók raunar þannig til orða í forsíðugrein, að út væri komið fyrsta fijálsa dagblaðið allt „frá bökkum Saxelfar til stranda Kyrra- hafsins". Andófsmaðurinn Adam Michnik heldur hér á blaðinu en í því var gerð grein fyrir öllum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í þingkosningunum í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.