Morgunblaðið - 09.05.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.05.1989, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 Deilan um Fossvogsdal: Ekki á móti rannsókn á mengunarhættu - segir Heimir Pálsson „EG get ekki verið á móti því að gerð verði könnun sem leggur áherslu á að rannsaka hættu á mengun,“ sagði Heimir Pálsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs í samtali við Morgunblaðið, en í ávarpi Sigmundar Guðbjarna- sonar rektors Háskóla íslands, sem hann flutti á fundi um vernd- un Fossvogsdals, lagði hann til að farið yrði að tillögu skipulags- stjórnar ríkisins og óháðum aðila falið að rannsaka fyrirsjáanleg og líkleg áhrif Fossvogsbrautar á umhverfíð. Heimir sagði að stór munur væri á því hvort hlutlausum aðila yrði falið að rannsaka hættu af völdum mengunar í dalnum eða hvort hlut- Óspakseyri: Hagnaður af rekstri kaupfélagsins laus umferðarsérfræðingur væri fenginn til að meta umferðarþörf- ina. Sjálfur gæti hann ekki séð að saman færi Fossvogsbraut og úti- vistarsvæði. „Ef engin leið er til að sannfæra menn í þessu efni nema með því að fram fari mengunar- rannsóknir og ef menn eru tilbúnir til að láta sannfærast af þeim þá verður að gera þær. Ég þarf ekki þessar rannsóknir í þessu tilviki vegna þess að ég legg önnur sjónar- mið til grundvallar og það gera þeir sem mæla fyrir verndun dals- ins. Við gætum auðveldlega búið til reiknilíkan, sem sýndi að bráðnauð- synlegt væri að búa til veg í Laug- ardal en okkur dettur það ekki í hug og vonandi dettur engum öðr- um það í hug. Síðan finnst mér skipta gífurlega miklu máli sú þekk- ing og viðhorfsbreyting, sem orðið hefur á undanfömum árum gagn- vart umferð og umhverfi. Við get- um ekki nema í einhvem takmark- aðan áraljölda lokað augunum fyrir þeirri þekkingu, sem nú liggur fyr- ir um mengun frá umferð," sagði Heimir. Sjá bls. 18. Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Feðgar við stjórn Feðgamir Henning Á. Bjamason flugstjóri (t.v.) og Úlfar Henningsson flugmaður (t.h.) vom við stjóm- völinn í fyrstu áætlunarferð Aldísar, nýju Flugleiða- þotunnar, sem farin var til Frankfurt í Vestur- Þýzkalandi á sunnudag. Tekið var á móti þotunni með viðhöfn í Frankfurt. Áhöfnin var leyst út með / fyrstu ferðinni blómum og gjöfum. Páll Ásgeir Tiyggvason, sendi- herra í Vestur-Þýzkalandi, heilsaði upp á áhöfnina og skoðaði síðan þotuna ásamt fjölda erlendra gesta og blaðamanna. Farþegar sem stigu um borð í Frank- furt fengu allir afhent sérstök viðurkenningarskjöl um þátttöku sína í ferðinni og lítið líkan af þotunni. HAGNAÐUR varð af rekstri Kaupfélags Bitrufjarðar á Óspakseyri á síðasta ári, og að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur kaupfélagsstjóra var félags- mönnum, sem eru 35 talsins, greiddur 7% arður eða afsláttur af úttektum. Heildarvelta kaupfélagsins var um 60 milljónir króna á árinu 1988, og varð hagnaður af rekstr- inum tæplega 1,5 milljón króna. Sigrún sagði rekstur kaupfélagsins hafa gengið vel undanfarin ár, og útlit væri gott miðað við það sem af væri þessu ári. Sr. Þórirkveð- ur söfhuðinn Á hvítasunnudag klukkan 11 fyrir hádegi verður hátíð- armessa í Dómkirkjunni þar sem sr. Þórir Stephensen kveð- ur söfnuðinn. Tónlistardagskrá hefst klukkan 10.30. Fyrirsjáanleg aflaminnkun síðari hluta árs: Hátt í 2.000 manns verða án atvinnu í lok ársins segir firamkvæmdasljóri Verslunarráðs íslands VILHJÁLMUR Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands telur að búast megi við verulegu atvinnuleysi í sjávarútvegi í haust og fyrri hluta vetrar, jafnvel að 1.500 til 2.000 störf verði ekki unnin síðustu þijá mánuði ársins. Áætlar hann að botnfiskaflinn fyrstu fjóra mánuði ársins hafi verið 20—30 þúsund tonnum meiri en á síðasta ári sem komi fram í samdrætti síðari hluta ársins auk þess sem allur aflasamdráttur vegna minni heildarkvóta, alls um 40 þúsund tonn, þurfi að koma á sama tíma. Þetta kemur fram í minnispunktum um efnahagsmál sem Vilhjálmur lagði fram á stjómarfúndi Verslunarráðsins í gær. Vilhjálmur segir að atvinnustigi með því að erlendu lánsfé hafi í landinu hafi verið haldið uppi verið dælt inn í sjávarútvegsfyrir- tækin auk hinnar góðu vertíðar. Telur hann að greiðslustaða fyrir- tækja í sjávarútvegi muni versna mjög þegar líður á árið þegar skuldbreytingu Atvinnutrygginga- sjóðs er lokið og velta fyrirtækj- anna minnkar vegna aflasamdrátt- ar. Vilhjálmur býst við að gengið verði fellt um 10% fram til ára- móta og raungengi verði svipað og á árinu 1987. Það dugi hins vegar ekki til að snúa taprekstri V erslunarbankinn: Bent Sch. Thorsteinsson sel- ur 5-6% hlut sinn í bankanum Hlutabréfamarkaðurinn hf. hefur milligöngu um hlutabréfasöluna sjávarútvegsins eða annarra út- flutningsgreina í hagnað. Fyrir- tæki í þessum greinum þoli ekki þau afkomuskilyrði sem þeim eru og verði að líkindum búin á þessu ári. Því þurfi „að taka einn stóran hring í haust eða vetur í skuld- breytingum og hlutafjárkaupum í fyrirtækjum og útflutningsgrein- um,“ segir Vilhjálmur í skýrslu sinni. Þá megi búast við miklum kröfum um gengisfellingu þegar greiðslustaða sjávarútvegsfyrir- tækjanna fer að versna á síðari hluta ársins. Einnig megi búast við miklum kröfum um aukinn aflakvóta þegar líður á árið. Miðað við 10% gengisfellingu til áramóta, þannig að gengið fylgi launakostnaðarbreytingum, telur Vilhjálmur að framfærsluvísitalan muni hækka um 20—22% á árinu og að meðalhækkun á verðlagi frá síðasta ári verði um 20%. Hann segir að ef heildarlaun breytist í takt við nýgerða kjarasamninga megi ætla að kaupmáttur atvinnu- tekna á mann lækki um 7—8%. BENT Sch. Thorsteinsson, fimmti stærsti hluthafi Verslunarbankans, hefúr nú selt hlutabréf sín í bankanum, en þau samsvara á milli 5 og 6% hlutaíjár. Ekki hefur fengist gefið upp hverjir kaupendurnir eru, en Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðn- aðarbankans og Hlutabréfamarkaðarins hf., hefur staðfest f samtali við Morgunblaðið að Hlutabréfamarkaðurinn hafi haft milligöngu um þessi viðskipti. Fyrir einungis þremur vikum seldi annar af stærstu hluthöfum Verslunarbankans, Sigurður Njálsson, um 6% hlut sinn f bankanum og var kaupandinn í því tilfelli Sjóvá-Almennar. Athygli vekur að bæði Sigurður Njálsson og Bent Sch. Thorsteinsson hafa verið meðal eindregnustu sam- einingarsinna í hluthafahópi Versl- unarbankans og eftir að Sjóvá- Almennar eignuðust hlut Sigurðar Njálssonar hafa forsvarsmenn tiygg- ingafélagsins gerst eindregnir tals- menn sameiningar einkabankanna, þ.e. Iðnaðarbanka og Verslunar- banka og/eða Alþýðubankans. Bent Sch. Thorsteinsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ástæð- uraar fyrir því að hann seldi hlut sinn í Verslunarbankanum væru fyrátT ög' fr'elflSr áð"hánn"liéf3i 'léngi barist fyrir sameiningunni innan Verslunarbankans en þolinmæði sín væri nú þrotin eftir að hafa talað þar löngum fyrir daufum eyrum. Ætlað er að tilgangurinn með hlutabréfasölum þessara tveggja stóru hluthafa sé ekki síst að auka þrýsting á sameiningarviðræðurnar. Viðræður hafa verið í gangi milli Verslunarbanka og Alþýðubanka, og einnig undirbúningsviðræður milli fulltrúa Verslunarbanka og Iðnaðar- banka. Ekki er talið útilokað að von bráðar geti dregið til tfðinda í þessum viðræðum, enda mun viðskiptaráð- ■Kerrálía'fágéTíð f skýii áð*éihkábánk- ‘ amir sem hér um ræðir, hafi nú tak- markaðan frest til að ná saman og síðan sameinast um kaup á Útvegs- bankanum hf. Ella verður þeim banka deilt á milli ríkisbankanna tveggja, Landsbanka og Búnaðar- banka, eða hann sameinaður þeim síðamefnda. Heildarhlutafé Verslunarbankans var um áramót um 420 milljónir króna og með útgáfu um 20% jöfnun- arhlutabréfa er hlutafé hans nú um 504 milljónir. Kaupverð Sjóvá- Almennra á hlutabréfum Sigurðar Njálssonar var á bilinu 40-50 milljón- ir, en nafnvirði þeirra í kringum 31 milljón. Á þeim tíma var auglýst kaupgengi Hlutabréfamarkaðarins hf. á bréfum Verslunarbankans 1,24 eða sem svarar til um 38 milljóna. Yfírverðið sem Sigurður Njálsson fékk þjá Sjóvá-Almennum fólst í því að hér var um að ræða umtalsverðan hlut í Versjunarbankanum sem færðj 'káúþáhdánúm taisverð áhrif innan bankans. Sama má ætla að gildi um hlutabréfasölu Bents Sch. Thor- steinssonar. Nafnvirði bréfa hans eru á bilinu 25-30 milljónir en kaupgengi hlutabréfa Verslunarbankans hefur á síðustu 3 vikum hækkað úr 1,24 í 1,28, sem þýðir að verðgildi hluta- bréfanna á þeim markaði er á bilinu 32-35 milljónir. Þá ber að hafa í huga að hér er um svo stóran hlut að ræða í Verslunarbankanum að honum fylgja umtalsverð áhrif og þýðir væntanlega að Bent hefur selt bréfin á enn hærra verði. Sigurður B. Stefánsson hjá Hluta- bréfamarkaðinum hf. vildi einungis staðfesta að Hmark hefði komið nærri þessum kaupum sem milli- gönguaðili, enda væri hlutverk Hmarks m.a. að stunda hlutabréfa- miðlun. Hann vildi þó taka fram að Hlutabréfasjóðurinn hf., sem er í umsjá Hlutabréfamarkaðarins hf. eða_ Hmarks^ _ hefði_ _hverjj _ komið. nærri þessum kaupum. Kæra í Ávöxt- unarmálinu NOKKRIR af kröfúhöfúm í þrotabú Ávöxtunar hf. hafa sent dómsmálaráðuneytinu kæru, þar sem krafizt er skýringa á því, hvemig það getí hafa viðgengizt að óregla væri á sjóðum fyrir- tækisins án vitundar bankaeftir- lits Seðlabankans. Ólafur Walther Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, staðfesti að kæran hefði borizt, og sagði að henni yrði svarað, en vildi ekki geta um það nákvæmlega, hvaða meðferð hún fengi. Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeft- irlits Seðlabankans vildi ekki tjá sig um málið þar sem það væri til meðferðar. hjá ráðuneytinu. og. um-.. J boðsmanni alþingis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.