Morgunblaðið - 09.05.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 09.05.1989, Síða 20
AUGLÝSINGASTOFAN JURTI 20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1989 SUMARBOÐ OPUS VERDMEÐ GEISLASPILARA AÐEINS 29.900 STGR. HUÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ 50 VATTA MAGNARA, TVÖFÖLDU KASSETTUTÆKI, STAFRÆNU ÚTVARPI MEÐ STÖÐVAR- MINNUM, FJARSTÝRINGU, TVÖFÖLDU KASSETTUTÆKI MEÐ RAÐSPILUN OG TVÖFÖLDUM „COPY“ HRAÐA. GEISLASPILARA OG HÁLFSJÁLFVIRKUM PLÖTUSPILARA. <Ws SNORRABRAUT29 SÍMI 62-25-55 Skortur á nauðsynjum vegna þvingana Indveija - segir sendiherra Nepals á Norðurlöndum „INDVERJAR hafa stöðvað aðflutninga á nauðsyi\javöru til Nepal, líklega í því augnamiði að neyða okkur til að ganga að þeirra skil- yrðum,“ sagði Bahrat Kesher Simha, sendiherra Nepals á Norður- löndum með aðsetur í Lundúnum, á fundi með fréttamönnum í gær. Sendiherrann átti í gærmorgun fund með Jóni Baldvin Hanni- balssyni utanríkisráðherra og lýsti þeim vanda sem upp er kominn í samskiptum Nepals og Indlands eftir að Indverjar neituðu að endumýja viðskipta- og samgöngumálasamninga ríkjanna. Konungsríkið Nepal á hvergi land að sjó og er því mjög háð vin- samlegri sambúð við nágrannaríkin tvö, Indland og Kína. Innflutningur hefur að mestu komið frá Indlandi enda eru torfær fjöll á landamær- unum við Tíbet og þúsundir km til næstu stórborgar í Kína. Frá árinu 1978 hafa samskipti Indlands og Nepals að mestu byggt á tveimur samningum, annars vegar um við- skipti og hins vegar um samgöng- ur. 1. mars s.l. tilkynntu indversk stjórnvöld að þau hygðust ekki endumýja samningana þegar þeir rynnu út 23. mars og nauðsynlegt væri að semja um einn samning er lyti bæði að viðskiptum og sam- göngum. Stuttu síðar lokuðu Ind- veijar 13 af 15 samgöngumiðstöðv- Morgunblaðið/Júlíus Bahrat Kesher Simha, sendi- herra Nepals á Norðurlöndum. um á landamærunum við Nepal. Að sögn Bahrats Keshers Simha, sendiherra Nepals, eru þær skýr- ingar sem Indveijar hafa gefíð á þessu athæfí léttvægar þ.e. vopna- kaup Nepals frá Kína og hert eftir- lit í Nepal með útlendum verka- mönnum. Þegar sendiherrann var spurður álits á ásökunum Indveija um stórfellt fíkniefnasmygl frá Nepal sagði hann þær ekki stand- ast. Engin valmúarækt væri í Nep- al en verið gæti að smyglarar not- uðu landið sem áningarstað á leið- inni til Indlands. Hann sagði yfír- völd í Nepal gera allt sem þau gætu til að uppræta slíkt smygl. Bahrat Kesher Simha taldi nokk- uð augljóst að stórveldisdraumar Indveija réðu gerðum þeirra í þessu máli og minnti á samskipti Ind- lands við Sri Lanka og Maldíva- eyjar. íbúar Nepal væru hins vegar of stoltir til að gefast upp fyrir slíkum kúgunum. Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því yfír eftir fundinn með sendi- herranum að hann hvetti nágrann- aríkin tvö, Indland og Nepal, til að leita lausnar á deilunni. Hann sagðist mundu senda utanríkisráð- herra Indlands orðsendingu þessa efnis. HOTEL HVOLSVÖLLLR Hlídarvegi 7, 860 Hvolsvelli sími (98) 78187 Hressilegt kompcmí á Hótel Hvolsvelli Hvítasunnutilboó: Gisting með morgunverði kr. 1800 - á mann. Þú getur komist í góðan félagsskap á Hvolsvelli um helgina. Djass og sveiflusnillingarnir Björn R. Einarsson, Jónas Þórir Dagbjartsson, Þorvaldur Steingrímsson og Herbert Ágústsson koma blóðinu ó hreyfingu og þeir bræður Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir spila og syntjja öll lögin sem þig langar til að heyra. Matreiðslumeistarar hótelsins reiða fram kræsingar frá morgni til kvölds og kjallarameistarinn lætur sitt ekki eftir liggja. Nuddpotturinn, gufan og sólarbekkurinn sjá um að hita og lita og sundlaugin er í næsta nágrenni. Ekki mó heldur gleyma golfvellinum, einum þeim stærsta og skemmtilegasta á landinu. Á Hvolsvelli kemst þú líka í sögulegan félagsskap við kappann á Hlíðarenda, hárprúðu konuna hans og annað frægt fólk úr Njálu, - og ekki síður í náttúrulegan félagsskap við víðfeðmasta og eitt tignarlegasta hérað landsins. Hótel Hvolsvöllur er aðeins 106 malbikaða kílómetra frá Reykjavík, - og kemur þér stórlega ó óvart. Verió velkomin í hvítasunnuhópinn, síminn er 98-78187. Breski Verka- mannaflokkurinn: Fallið frá einhliða afvopnun? St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímanns- syni, fréttaritara Morgnnblaðsins. ROY Hattersley, varaformaður breska Verkamannaflokksins, sagði um helgina að næstu vikur og mánuðir myndu skera úr um möguleika flokksins á sigri i næstu kosningum. Fram- kvæmdasH'órn flokksins tekur afstöðu til nýrra tillagna um stefnumál hans, m.a. á vettvangi vamarmála, í dag, þriðjudag. Vonir Verka- mannaflokksins um sigur í næstu kosningum glædd- ust mjög við niður- stöður auka- og sveitarstjómar- kosninganna á fímmtudag. Þá vann Verkamanna- flokkurinn ein- hvem mesta sigur á Ihaldsflokknum í aukakosningum í áratugi. Framkvæmdastjóm Verkamanna- flokksins fjallaði í gær um tillögur að breyttri stefnu flokksins í ýmsum mikilvægum málaflokkum og tekur afstöðu til þeirra í dag. Mikilvægast- ar eru tillögur um breytta stefnu í varnarmálum og verkalýðsmálum. í vamarmálum er lagt til að flokkurinn falli frá því stefnumáli sínu að Bret- ar fækki kjamorkuvopnum sínum einhliða en hvatt er til þess að kjarn- orkuherafli Breta tengist afvopnun- arviðræðum stórveldanna. I verka- lýðsmálum eru lagðar fram tillögur sem hrófla einungis að litlu leyti við þeim breytingum, sem ríkisstjóm Margaret Thatcher hefur gert á vald- atíma sínum. Vitað er að mikil andstaða er inn- an flokksins við breytingar á vamar- málastefnunni. Þó er talið að Kinnock fái vilja sínum framgegnt í framkvæmdastjóminni. Hattersley telur að það muni skipta sköpum, ef samstaða næst um þessa breyttu stefnu. Talsmenn íhaldsflokksins gera lítið úr sigurlíkum Verkamanna- flokksins og benda á að gengi stjóm- arinnar á miðju kjörtímabili nú sé betra en á sama tíma á síðustu tveim- ur kjörtímabilum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.