Morgunblaðið - 09.05.1989, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1989
Varnarskuldbindingar Bandaríkjamanna í V-Evrópu:
Reuter
Sprengjutilræði á Grikklandi
George Petsos, fyrrum dóms-
málaráðherra Grikldands, slapp
með naumindum úr sprengjutil-
ræði í héraðinu Paleo Psychico
í norðurhluta landsins í gær.
Geysiöflugri sprengju hafði ver-
ið komið fyrir í bíl í um 150
metra Qarlægð frá heimili Pets-
os og sprakk hún í sama mund
og hann ók framhjá. Petsos
slapp lítillega meiddur. Rúður
sprungu í nærliggjandi húsum
og rafmagns- og símalínur fóru
í sundur. Sprengjutilræðið
minnir á aðferðir maóista-
hópsins 17. nóvember sem í
fyrra stóð að baki morði á erind-
reka bandaríska hersins á
Grikklandi, William Norden.
Lögreglan kveðst hafa borist
yfirlýsing þar sem vissir aðilar
lýsa ábyrgð á hendur sér. Pets-
os var nefhdur í grískum dag-
blöðum í sömu andrá og höfúð-
paurarnir í miklu banka-
hneyksli sem teygir anga sína
inn í grísku ríkisstjórnina. Pets-
os var látinn vílqa þegar breyt-
ingar voru gerðar á ríkisstjórn-
inni í mars sl.
Bandaríkin:
Misstu vetn-
issprengju
í Kyrrahaf
fyrir 24 árum
New York. Reuter.
VETNISSPRENGJA, sem var um
borð í bandaríska flugmóður-
skipinu Ticonderoga féll í hafíð
í um 320 km fjarlægð frá jap-
önsku eynni Okinawa fyrir 24
árum. Sprengikraftur umræddr-
ar sprengju er talinn jafhgilda
einni milljón tonna af sprengi-
efninu TNT. Frá þessu er greint
í nýjasta hefti tímaritsins News-
week sem kom út á sunnudag.
í grein tímaritsins segir að full-
trúar bandaríska sjóhersins hafi
reynt að hylma yfir atburðinn. Í
greininni er vitnað til skjala sem
stjómmálafræðistofnunin í Wash-
ington komst yfir í skjóli banda-
rískra laga um fijálst upplýsinga-
streymi.
Flugvélin sem hafði sprengjuna
innanborðs rann út af þilfari flug-
móðurskipsins þegar það var á leið
frá Víetnam til japönsku hafnarinn-
ar Yokosuka, og sökk á um 5.000
metra dýpi.
Verðum að geta treyst á fæl-
ingarmátt kjarnorkuvopna
- segir Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
Washington, Bonn. Reuter.
RICHARD Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í sjón-
varpsviðtali á sunnudag að tæpast yrði séð hvernig Bandarikjamenn
ættu að geta staðið við vamarskuldbindingar sínar í Vestur-Evrópu
ef ekki væri tryggt að bandarískir hermenn í álfunni gætu reitt sig á
fælingarmátt skammdrægra kjamorkuvopna. Cheney tók undir þá
skoðun George Bush Bandarikjaforseta að ná þyrfti fram verulegum
niðurskurði i hinum hefðbunda herafla í Evrópu áður en unnt yrði
að hefja viðræður um fækkun skammdrægra kjamorkuvopna.
„Við fáum ekki
séð að þær aðstæð-
ur geti skapast í
Evrópu að þar verði
bandarískir her-
menn án þess að
jafnframt verði
unnt að treysta á
fælingarmátt
skammdrægra
kjarnorkuvopna,"
sagði Cheney og
HITAMÆLAR
sm
&z ©cq)
Vesturgötu 16,
sími 13280.
lýsti þeirri skoðun sinni að þetta
væri „einföld staðreynd". Sagði hann
helsta verkefnið á vettvangi afvopn-
unarmála vera það að ná fram um-
talsverðum niðurskurði á sviði hins
hefðbundna herafla til að draga úr
gífurlegum yfirburðum Sovétmanna
og bandamanna þeirra í Austur-
Evrópu.
Ríkisstjóm Helmuts Kohls, kansl-
ara Vestur-Þýskalands, hefur hvatt
til þess að hafnar verði viðræður um
fækkun skammdrægra kjarnorkueld-
flauga í Evrópu en skammdrægar
teljast þær flaugar sem draga allt
að 500 kílómetra. Bretar og Banda-
ríkjamenn hafa Iýst sig andvíga þes-
asari tillögu Vestur-Þjóðveija.
Stjórnvöld í Bretlandi og Banda-
ríkjunum óttast að slíkar viðræður
muni á endanum snúast um algera
útrýmingu þessara vopna en sú hug-
mynd hefur verið nefnd „þriðja núll-
lausnin". í Washington-sáttmála
risaveldanna frá árinu 1987 er kveð-
ið á um að útrýma beri tveimur gerð-
um meðaldrægra landeldfluga er
draga 500 til 5.500 kílómetra og
hefur það samkomulag verið nefnt
„tvöfalda núlllausnin". Bretar og
Bandaríkjamenn telja að yrði „þriðja
núllausnin" að veruleika yrðu yfir-
burðir Sovétmanna á sviði hefð-
bundins vígbúnaðar ógnvænlegri en
ella. Cheney ítrekaði þetta sjónarmið
í viðtalinu á sunnudag og kvaðst
telja óráðlegt að hefja viðræður um
fækkun skammdrægra kjarnorku-
vopna. Hans-Dietrich Genscher, ut-
anríkisráðherra Vestur-Þýskalands,
ítrekaði hins vegar afstöðu vestur-
þýsku ríkisstjómarinnar í ræðu er
hann flutti í Bonn á sunnudag og
kvað ekki unnt að undanskilja til-
teknar vopnagerðir í viðræðum aust-
urs og vesturs. Lýsti Genscher yfir
því að kalda stríðinu væri lokið og
að Járntjaldið væri tekið að riða til
falls.
Les Aspin, formaður hermála-
nefndar fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings, sagði í viðtali á sunnudag að
líklegt mætti telja að þingmenn á
Bandaríkjaþingi myndu taka að
hvetja til þess að herlið Bandaríkja-
manna í Vestur-Evrópu yrði kallað
heim ef hafnar yrðu viðræður á
grundvelli „þriðju núllausnarinnar".
Vetur — sumar — yor — haust
XX ELCIS“
Litgreining og andlitsförðun - aðeins fimm í hóp
Sími 36141.
Sumardvalarheimilið
Kjarnholtum Biskupstungum
fyrir börn 7-12 ára og unglinganámskeið í ágúst.
Innritun er hafin á skrifstofu SH verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði.
Sími: 65-22-21
Reiðnámskeið, íþróttir, leikir, siglingar.ferðalög,
sund, kvöldvökur, og fleira.
Richard
Grænland:
Skipa-
smíða-
stöðvum
lokað
Narsarsuaq. Frá Nils Jörgen Bru-
un, fréttaritara Morgnnblaðsins.
Grænlenska heimastjórnin
ætlar að loka tveimur af sex
skipasmíðastöðvum á næst-
unni. Það verða að öllum
líkindum skipasmíðastöð í
Frederiksháb og önnur á vest-
urströnd Grænlands. Ástæð-
urnar eru verkefnaskortur og
mikill hallarekstur. í fyrra var
halli á rekstri skipasmíða-
stöðvanna um 28,8 milljónir
ísl. króna.
Kanadamenn
fá námuleyfí
Kanadíska námufyrirtækið
Platinova hefur fengið leyfi til
að grafa eftir kríólíti og öðrum
málmum í Ivigut á Suðvestur-
Grænlandi. A staðnum er
kríólítnáma sem danska fyrir-
tækið Öresund lokaði í fyrra
vegna óhagkvæmra rekstrar-
skilyrða. Heimastjórnin hefur
slegið eign sinni á byggingam-
ar og leigir þær út til Kanada-
mannanna. Að rannsóknum
loknum gera þeir upp við sig
hvort hagkvæmt sé að hefja
vinnslu á ný í Ivigut.
Selaskinn
á uppboð
í fyrsta sinn í fjögur ár sendir
grænlenska heimastjómin
selaskin á uppboð í Danmörku.
Danskir uppboðshaldarar
hyggjast selja 10.000 sela-
skinn í maí, en að sögn Jens
Baggers, forstjóra grænlensku
sútunarverksmiðjanna, er ráð-
gert að selja 30.000 skinn á
þessu ári. Heimastjómin fékk
aðeins um 252 ísl. kr. fyrir
hvert selskinn á uppboði sem
haldið var árið 1985 vegna
herferðar grænfriðunga gegn
selveiðum Grænlendinga.
Heimastjórnin greiðir selveiði-
mönnum um 2.160 ísl. kr. fyr-
ir hvert skinn.
Finnland:
Opna ekki
skrifstofii
í Tallinn
Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttarit-
ara Morgnnblaðsins.
MAUNO Koivisto, forseti Finn-
lands, sagði um helgina í samtali
við sænska útvarpsstöð að ólík-
legt væri að Finnar myndu opna
ræðismannsskrifstofú í Tallinn,
höfúðstað Eistlands.
Eistar hafa sýnt áhuga á því að
fá að opna eigin ræðismannsskrif-
stofu í Helsinki og að Finnar opni
einnig ræðismannsskrifstofu í Tall-
inn. Koivisto sagði að ræðismanns-
skrifstofa Finna í Leníngrad væri
með útibú í Tallinn og áformað
væri að efla starfsemi þess. Hins
vegar væri ekki tímabært að opna
sérstaka ræðismannsskrifstofu, þar
sem Eistland væri ekki sjálfstætt
ríki.
Koivisto sagði að Finnar hefðu
hins vegar áhuga á samvinnu við
Eista í umhverfismálum. Finnar
hafa oft lýst yfir áhyggjum vegna
mengunar frá eistneskum verk-
smiðjum.