Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 Samstarf kaupfélaga á Norðausturlandi: 40 millj. sparast við fækkun sláturhúsa Rætt um fækkun úr sex í þrjú UM 40 miiljóna króna sparnaður myndi nást í rekstri sauðfjárslátur- húsa á Norðausturlandi ef í framtíðinni yrði aðeins slátrað í þremur sláturhúsum á svæðinu í stað sex eins og gert var síðasta haust. Gert er ráð fyrir að ekki verði slátrað í öðrum húsum en þeim sem hlotið hafa löggildingu árið 1990 og miðast þessi sparnaður við að ekki þurfí að ráðast í firamkvæmdir á þeim húsum sem ekki hafa hlotið löggild- ingu. A fundi fulltrúa fimm kaupfélaga, frá Eyjafirði til VopnaQarð- ar, sem haldinn var i gær var lögð fram bráðabirgðaniðurstaða þar sem þetta kom fram. Kaupfélögin hafa kannað mögu- leika til samstarfs um slátrun á umræddu svæði, með það að mark- miði að ná hagkvæmni og spamaði fyrir svæðið í heild. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu myndi veru- leg hagkvæmni nást með því að slátra fé á Akureyri, Húsavík og Þórshöfn, en á síðasta hausti var einnig slátrað á Dalvík, Kópaskeri ■« og Vopnafírði. Á næstunni verður unnið að nán- ari útfærslu þessara hugmynda og verður m.a. kannað hugsanlegt sam- starfsform félaganna um þetta mál, en enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt samstarf. Jóhannes Geir Sigurgeirsson starfsmaður sam- starfsnefndar kaupfélaganna á Norðausturlandi sagði að lausn þessa máls byggjast á því að úrelding feng- ist á þau sláturhús sem ekki yrðu nýtt og ennfremur að víðtæk félags- leg samstaða næðist um þetta mál. Hann sagði að ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvort um yrði að ræða eitt félag eða hvort þau yrðu fleiri. „Við höfum haft að leiðarljósi í þessu máli, að tryggja framleiðend- um á svæðinu örugga slátrun á sem hagkvæmastan hátt sem einnig kæmi neytendum til góða,“ sagði Jóhannes Geir. Ef þessi hugmynd næði fram að ganga er gert ráð fyrir og á það lögð áhersla að frystigeymslur á Kópaskeri yrðu nýttar eftir sem áður og að þar færi fram einhver vinnsla á kjöti og innmat. v Morgunblaðið/Rúnar Þór Gunnar Ragnars íramkvæmdasljóri Útgerðarfélags Akureyringa og Gísli Konráðsson fráfarandi framkvæmdastjóri takast í hend- ur að loknum fyrsta vinnudegi Gunnars og síðasta vinnudegi Gisla. Vilhelm Þorsteinsson framkvæmdastjóri fylgist með. Gunnar Ragnars íramkvæmdaslj óri UA; Líst vel á nýja starfið „MÉR líst ágætlega á þetta nýja starf, ég hef verið í náinni snert- ingu við sjávarútveginn og þekki því ýmsar hliðar þess vel, en annað þarf ég að kynna mér. En það er enginn eðlismunur á því að reka fyrirtæki og það hef ég gert um árabil, á því sviði eru það sömu lögmálin sem gilda,“ sagði Gunnar Ragnars fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, en hann tók við starf- inu af Gísla Konráðssym siðast Gunnar sagði fyrsta dag sinn í vinnu hjá Útgerðarfélaginu hafa verið afskaplega ánægjulegan. Hvað framtíðina varðar sagði hann að ætíð væri á brattan að sækja. Útgerðarfélag Akur- eyringa hefur um 18.900 tonna kvóta og er þegar búið að veiða tæplega helming af úthlutuðum kvóta fyrir þetta ár. Útvegun við- bótarkvóta er eitt brýnasta verk- efni félagsins nú. „Það kemur í hlut okkar að skyggna þær gáttir Jmn fostudag. allar," sagði Gunnar. „Ég hef í gegnum tíðina oft horfst í augu við erfiðleika, ég hef hingað til ekki siglt lygnan sjó. En ég býst við að það verði erfíðara nú en oft áður að útvega kvóta. Bæði kemur til skerðing og auk þess hafa aflabrögð verið góð að undanförnu þannig að sala á kvóta verður eflaust minna í boði nú en áður. En þetta er bara verkefni til að takast á við,“ sagði Gunnar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Haraldur Bessason rektor Háskólans á Akureyri tók fyrstu skóflustunguna að stúdentagörðum við Skarðshlíð á sunnudaginn. Fyrsta skóflustungan að stúdentagörðum tekin: Mikilvægt skref í uppbygg- ingu Háskólans á Akureyri - segir Sigfús Jónsson bæjarstjóri FYRSTA skóflustungan að stúdentagörðum við Skarðshlíð var tekin á sunnudag og var það Haraldur Bessason rektor Háskólans á Akur- eyri sem fékk það hlutverk að taka skóflustunguna í gaddfreðinni jörð. Á föstudag var undirritaður samningur milli Félagsstofnunar stúdenta og verktakanna SS-Byggis hf. og Malar og sands hf. og hljóðar samningurinn upp á tæpar 70 milljónir króna, en að með- töldum ýmsum gjöldum og kostnaði við útboð og fleira verður heild- arkostnaðurinn um það bil 75 milljónir króna. Sigurður P. Sigmundsson for- maður Félagsstofnunar gerði grein fyrir húsinu, en það verður á þrem- ur hæðum, samtals 1.533 fermetr- ar. í húsinu verða 14 einstaklings- herbergi, 4 paríbúðir, 4 tveggja herbergja íbúðir og 2 þriggja her- bergja íbúðir, en gert er ráð fyrir vistarverum fyrir 34 íbúa. Verktaki skal skila íbúðum fullfrágengnum 1. október næstkomandi, en sam- eign á fyrstu hæð og frágangi lóðar mánuði síðar. Húsnæðisstofnun ríkisins lánar 85% af byggingarkostnaði, en laus- ir hlutir, s.s. rúm, borð, stólar og rafmagnstæki, eru ekki lánshæfír og þarf FS því að fjármagna u.þ.b. 16 milljónir króna, eða 21% af byggingarkostnaði. Sigfús Jónsson bæjarstjóri sagði stórt skref stigið varðandi upp- byggingu Háskólans á Akureyri með byggingu stúdentagarðanna, með tilkomu þeirra myndi margt atgerfisfólk flytjast til bæjarins og ef til vill setjast hér að. Hann minnti á þá baráttu sem háð hafði verið fyrir því að fá Háskólann til Akureyrar og líkti henni við baráttu Akureyringa fyrir að fá að útskrifa stúdenta. Tilkoma Háskólans hefði verið afar mikilvæg fyrir bæjarfé- lagið og nefndi hann sérstaklega hversu kærkomið það væri að heíja hér nám á sjávarútvegsbraut innan tíðar, en slíkt nám hefði ekki áður verið til staðar á íslandi jafnvel þó svo að þjóðin byggði afkomu sína á sjávarútvegi. Sagði Sigfús ekki ólíklegt að í framtíðinni yrðu flestir forystumanna í íslenskum sjávarút- vegi menntaðir á sjávarútvegs- brautinni við Háskólann á Akureyri. I Dii ■ ■ llllllllllllllllllllll] lllllllllllllllll ■ " lllllllllll m ] 13 i 113 i am 3® 1114 iníi n IHB IfHI j| iilllii yujijuuuj Kaupþíng Norðurlands flytur KAUPÞING Norðurlands flutti skömmu. Skrifstofan var flutt númer 1, þar sem Almennar starfsemi sína um set fyrir frá Ráðhústorgi númer 5, að tryggingar voru áður til húsa. Glerárprestakall: Staða prests auglýst SÓKNARNEFND Glerárpresta- kalls hefur ákveðið að auglýsa stöðu prests lausa og er umsókn- arfrestur til 5. júní næstkomandi. Glerárprestakall samanstendur af Lögmannshlíðarsókn annars veg- ar og Miðgarðssókn í Grímsey hins vegar. Marínó Jónsson formaður sóknar- nefndar sagði að mjög fljótlega eftir að umsóknarfrestur rennur út myndi verða gengið frá ráðningu prests að prestakallinu. Sem kunnugt er var Sr. Pálmi Matthíasson sóknarprestur kallaður til starfa við Bústaðasókn í Reykjavík og mun hann láta af störf- um á Akureyri um miðjan júlí næst- komandi. Skrifstofuaðstaða batnar til muna fyrir starfsmenn Kaupþings eftir flutninginn og sagði Jón Hall- ur Pétursson framkvæmdastjóri fyrirtækisins að í kjölfarið yrði þjón- ustan aukin. Tekin verður upp svo- kölluð fjárvörsluþjónusta, þ.e. fyrir- tækið tekur að sér að geyma verð- bréf, innheimta þau og endurfjár- festa, sé þess óskað. „Þessi þjón- usta hentar sérstaklega þeim sem ekki hafa mikinn tíma til að sýsla með sín fjármál sjálfír," sagði Jón Hallur. eítír CJuðmuod St «inSSon 11. sýning föstudaginn 12. maíkl. 20.30 12. sýning laugardaginn 13. maíkl. 20.30 iQKFéLAG AKURGYRAR sími 96-24073 Næst síðasta sýningarhelgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.