Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
37
Félagshyggja
í framkvæmd
eftir ViktorA.
Guðlaugsson
I dag barst mér í hendur bref frá
menntamálaráðuneytinu, þar sem
gert er kunnugt að skerða skulu
kennslu og ýmsa þjónustu í grunn-
skólum á komandi skólaári og skuli
sá niðurskurður nema um 126 millj-
ónum króna.
Sparnaðaráætlunin er í 6 liðum
og í þessu greinarkorni ætla ég að
fara nokkrum orðum um hvern
þeirra.
1. Frestað verður að auka
kennslu 6 ára bama sem gert hafði
verið ráð fyrir og átti að kosta heil-
ar 10 milljónir króna.
Þennan mikla sparnað verður að
skoða í ljósi þess að menntamálaráð-
herra hefur á undanförnum mánuð-
um riðið um héruð, og m.a. boðað
einsetinn skóla og aukna kennslu
einkum til handa yngri bömum,
heimilum í landinu til mikils léttis.
Það er heldur ekki útilokað að
ráðherrann hafi fengið þessa snjöllu
hugmynd þegar hann var búinn að
lesa sér til ánægju alla óskalistana,
sem hann sendi skólum og foreldra-
félögum sem jólaglaðning og inni-
héldu forgangsverkefnin í íslenskum
skólamálum.
2. Dregið verður eins og kostur
er úr framlögum til forfallakennslu,
sérstaklega í 7.-9. bekk.
Þetta er mikið snjailræði enda
ætlar ráðherrann að spara hvorki
meira né minna en 4 milljónir með
þessu tiltæki.
Þetta þýðir í raun að veikist kenn-
ari, skuli börnin annaðhvort send
heim eða þau látin ráfa um skólann
milli stunda (e.t.v. án eftirlits) hvort
sem forfallakennari fæst eður ei.
Þetta hlýtur að stórbæta skólastarf-
ið og virkilega vera sinna 4 milljóna
virði.
3. Svoköiluð „kvótastörf" verða
skert um 4%. Skerðingin verður
meiri seinni hluta ársins þar sem
þegar er víðast búið að fullnýta kvót-
ana frá janúar—maí.
Á mannamáli merkir þetta, að það
á að draga úr möguleikum skólanna
til að halda uppi félags- og tóm-
stundastarfi meðal nemenda, skerða
þjónustu skólasafna ofl.
Með þessu ætlar ráðherrann að
spara hvorki meira né minna en 2
milljónir. Það munar um minna í
ríkishítinni og þetta fellur eins og
flís inní meistarastykki félags-
hyggjuflokkanna um þessar mundir.
4. Orðrétt segir í þessum lið
bréfsins:
Metsöludraumur
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Martröð á Álmstræti („A Night-
mare on Elm Street 4: The
Dream Master"). Sýnd í Laugar-
ásbíói. Leikstjóri: Renny Harlan.
Rétt þegar þú hélst að óhætt
væri að halla sér á það græna snýr
Freddi aftur til að hrella þig í nýj-
ustu unglingamartröðinni sem vill
svo til að er metsöludraumur fyrir
vestan.
Það er búið að drepa hann þrisv-
ar en þið þekkið Fredda; dauðinn
er tæknibrellubrandari fyrir hans
svínslega skopskyn. Ungur drengur
sofnar oná vatnsrúminu sínu og
vaknar inní því. Blautur draumur í
lagi, hvæsir Freddi sem er alltaf
glotti eða tveimur á undan öllum
svölu, kaldhæðnislegu gæjunum í
salnum.
Það er auðvelt að sjá af hveiju
þessi fjórða martröð er vinsælust.
Hún er miklu meira skemmtileg en
skelfileg, ekki bara af því að tækni-
brellumar og hugmyndaflugið eru
hvor tveggja í yfírvinnu heldur líka
af því við þurfum ekki lengur að
óttast Fredda (ef við einhvern
tímann gerðum það) heldur hlökk-
um við til að sjá hvað hann og
tæknideildin fínnur uppá næst. Það
hlýtur að vera ákveðinn sigur þessa
viðbrennda Gláms.
Freddi IV. er undir sterkum
áhrifum bíómenningarinnar og not-
ar hana mikið í hrekkjum sínum.
Hann hefur m.a. séð myndir eins
og Ókindina og Fluguna (Cronen-
berg-útgáfuna) og helling af Bruce
Lee-myndum. En hann er líka svo-
lítið alveg sér á báti. Martraðirnar
hans Fredda em gamanhrollvekjur.
TÖLVUSKÓLI STJÖRNUNARFÉLAGS ISLANDS .
n 1 tolmkoiarA TÖLVUSKÓLl GlSLA J. JOHNSEN
ÖFLUG OG
co AUÐLÆRÐ
RITVINNSLA
Byrjendanámskeið:
Stund og staður: 16.-19. maí, kl.: 1300- 1700
að Ánanaustum 15, Reykjavík
cc Q Framhaldsnámskeið: Stund og staður- 2. - 5. maí. kl.: 13ö0 -1700
cc að Ánanaustum 15, Reykjavík
o Leiðbeinandi:
Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen.
SKRÁNING I SÍMUM 621066 og 641222
„Með því að færa sundkennslu
inní viðmiðunarstundaskrá er gert
ráð fyrir að spara megi um 18 millj-
ónir króna. Sjá hjál. bréf.“
Það er hér sem orðsnilld Svavars
Gestssonar rís hæst, svo hátt að
jafnvel reyndustu skólamenn líta upp
í orðvana hrifningu.
Engum sem ekki kann ráðherra-
reikning gæti dottið í hug að með
því einu að breyta staðsetningu
umræddra sundtíma á viðmiðunar-
skránni mætti spara heilar 18 millj-
ónir.
En svo var það þetta hjálagða
(hjáróma) bréf sem vitnað er í, sem
eyðileggur áhrif þessarar hugljóm-
unar.
Þar er nefnilega sagt að um leið
og umræddir sundtímar em færðir
til á viðmiðunarstundaskránni skuli
skera almenna kennslu niður um
eina stund á hveija bekkjardeild
grunnskólans frá 1.—9. bekk.
Jafnframt er skólunum falið að
ákveða hvar skorið skuli.
í sparnaðar-skyni hefði því mátt
orða þennan fjórða lið svo: Almenn
kennsla í gmnnskólum skal skorin
niður um 1 kennslustund á hvetja
bekkjardeild skóla. í öllum þessum
orðaflaumi virðist ráðherrann hrein-
lega hafa verið að dmkkna og því
gripið til sundtakanna í von um
björgun.
Það þarf ekki mikið hugvit til að
sjá, hvernig þessar aðgerðir ráð-
herrans fglla inní boðskap hans um
samfelldan skóladag. Því styttri sem
skólinn er, þeim mun auðveldara er
að hafa skóladaginn samfelldan.
Þetta um lengingu skóladagsins,
sem ráðherrann hefur boðað á sínum
tíðu fundum verður hins vegar ekki
skýrt nema setja það í samband við
2. lið sparnaðarherferðinnar, þ.e.a.s.
að börn og unglingar gangi sjálfala
í skólum.
Fækkun kennslustunda í gmnn-
skólum hlýtur hins vegar að fara
að teljast til einkaframlags Alþýðu-
Viktor A. Guðlaugsson
„Það er ekki tekið út með
sældinni að eiga að spara
126 milljónir í grunnskól-
unum, síst af öllu, þegar
á sama tíma verður að
borga 250 milljónir fyrir
geymslu á kindakjöti
vetrarlangt eða þar til
það verður urðað.“
bandalagsins til íslenskra skólamála,
því í raðherratíð Ragnars Arnalds
var einnig gripið til þessa ráðs.
Þannig hafa menntamálaráðherrar
Alþýðubandalagsins skert kennslu í
efri bekkjum gmnnskóla um 3
kennslustundir á viku frá því sem
gmnnskólalög gera ráð fyrir og við-
tekið var.
Það þarf því ekki að rækta nema
fáein eintök til viðbótar af þessum
sérstaka ráðherrastofni til að
kennsla í grunnskólum leggist að
mestu af. Slíkt yrði þjóðarbúinu
vemleg lyftistöng.
5. Ráðuneytið ætlar að spara á
ótilteknum liðum 35 milljónir króna.
Þetta lo.far góðu og er rúmlega helm-
ingsaukning á þeim niðurskurði, sem
þegar hefur verið tíundaður.
Við hljótum að bíða í ofvæni eftir
þessum nýja félagshyggjupakka.
6. Fræðslustjómm er ætlað að
fínna leiðir til að spara 57 milljónir
til viðbótar því sem að ofan er talið.
Fræðslustjórinn í Reykjavík á t.d.
að spara 17 milljónir. Það er auðvit-
að skiljanlegt að skörð séu komin í
blaðið á niðurskurðarhníf ráðherrans
eftir að hafa sargað svo grýttan
efnivið.
Því er brugðið á það ráð að reyna
að beita bakkanum. Það er nú svo
að möguleikar fræðsluskrifstofanna
til sparnaðar em helst á sviði sér-
kennslu, og sálfræðiþjónustu skóla.
Sé það hugmynd félagshyggju-
stjórnarinnar að leggja þar til at-
lögu, fer nú stjama hennar fyrst að
skína skært.
Menntamálaráðuneytið sendir
skólum bréf í mars mánuði, þar sem
þeir em beðnir að gera grein fyrir
lausum kennarastöðum. Það hlýtur
því að vera skólunum mikill léttir
að þurfa ekki að sinna þessu bréfi
ráðuneytisins fyrr en í maí, þegar
ákvarðanir þess um kennslumagn
liggja loks fyrir. En það er ekki tek-
ið út með sældinni að eiga að spara
126 milljónir í grunnskólunum, síst
af öllu, þegar á sama tíma verður
að borga 250 milljónir fyrir geymslu
á kindakjöti vetrarlangt eða þar til
það verður urðað svo eitthvað sé
nefnt af þeim félags- og menningar-
legu verkefnum, sem ein vesæl fé-
lagshyggjustjóm þarf að standa
straum af.
llöfundur er skólastjóri Árbæjar-
skóla í Reykjavík.
Heildsala og smásala:
Olíufélagið hf
SUÐURLAIMDSBRAUT 18
SfMI 681100
Green Power rafhlööurnar eru lekafríar og
endast lengur en venjulegar rafhlööur.
Stuölum að hreinu umhverfi - notum
Green Power rafhlöður.
Nýju Wonder rafhlöðurnar,
Green Power, eru algerlega
kvikasilfurslausar. Þær eru því hlaðnar
„hreinni" orku og vaida engri
umhverfismengun. Þess vegna má að
skaðlausu henda þeim að notkun lokinni.
Lífrænt efni hefur nú komið í stað
kvikasilfurs.