Morgunblaðið - 09.05.1989, Síða 40

Morgunblaðið - 09.05.1989, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1989 I fclk f fréttum Ljósm./Atli Steinarsson Frá þorrablóti í Fort Lauderdale. Frá vinstri: Anna Bjamason, Erla Ólafsson Gröndal, Þórir Gröndal og Dóra Þórhallsdóttir. BANDARÍKIN Um 2.000 manns blótuðu þorrann Síðasta hönd lögð á veisluborðið í San Fransiskó undir stjóm Hall- dórs Vilhelmssonar matreiðslumanns í Glæsibæ. Honum til aðstoðar em Sigríður og Hanna. Arai Arnason, Bjami Jónsson og Sveinn Sveinsson I ! .* i I i ! Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Mbl. M Imarsmánuði síðastliðnum voru haldin þorrablót íslendingafélag- anna í Bandaríkjunum. Þau eru oftast fjölmennustu skemmtanir sem félögin gangast fyrir ár hvert. Félögin fá veisluföngin, matreiðslu- menn og hljómlistarmenn frá ís- landi til þess að hressa upp á stemmninguna. í San Fransiskó mættu um 150 HVERVANN? 1.014.896 kr. Vinningsröðin 6. maí: 112-X11-112-X1X 12 réttir = 710.436 kr. 2 voru með 12 rétta - og fær hvor í sinn hlut kr. 355.218,- 11 réttir-304.460 kr. 76 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 4.006-. -ekkibaraheppni manns á þorrablót íslendingafé- lagsins. Maturinn kom frá Glæsibæ í Reykjavík og sá hljómsveitin Kaskó um fjörið. Meðal vinninga í happdrætti var flugferð til íslands og til baka aftur, frá Flugleiðum, og ýmsir smærri vinningar, meðal annars brennivín. Útlagarnir vilja færa viðkomandi aðilum innilegar þakkir fyrir sýnda vináttu. Á þorrablótinu í Suður-Flórída hélt ræðismaðurinn, Þórir Gröndal, ræðu kvöldsins. Hann ræddi á gam- ansaman hátt margháttuð vanda- mál sem ólaunaðir ræðismenn verða að glíma við og leysa, en stakk jafn- framt upp á því að Reykjavík yrði auglýst upp sem hjónabandsmið- stöð heimsins, og reynt að koma því í tísku að fólk hvaðanæva úr heiminum færi þangað til að láta gefa sig saman í hjónaband. Taldi hann Reykjavík hafa ótvíræða kosti í slíkt hlutverk, fjöldi fallegra kirkna og frábær hótel og þjónusta. Best af öllu fyrir brúðhjón væri þó allt að 18 tima náttmyrkur á dimm- asta tíma ársins, en á þeim stutta tíma sem dagsbirtu nyti væri margt að sjá fyrir nýgifta og jafnvel gesti þeirra. Blótið sem haldið var í Fort Laud- erdale sótti á annað hundrað manns og fór það fram með miklum sóma. Ymis önnur félög íslendinga efndu til þorrablóta og má ætla að allt að 2.000 manns í Bandaríkjun- um hafi blótað þorrann á nútíma íslenska vísu. GAÐ TIL VEÐURS Að lesa veðrið úr skýjunum Ameðan veðurfræðingar eru í verkfalli og engar veðurspár sendar út kemur það mjög illa niður á sjómönnum sérstaklega. Við þessu er aðeins eitt svar. Það eru gömlu mennirnir sem geta lesið veðrið úr skýjunum. Þeir eru því miður ekki nógu margir, en alltaf leynist einn og einn á hverj- um stað og mega menn vera þakklátir fyrir að hafa þessa spjátrunga í byggð. Nú leita margir á spáskyggnigáfu þessara manna og vilja fá vitneskju um tíðarfarið næstu vikumar. Einn af þessum gömlu góðu sþámönnum, hann Leifi, Þorleifur Guðnason fyrrverandi bóndi á Norðureyri, er nokkuð veður- glöggur maður. Hann er þekktur fyrir að vera ekki of bjartsýnn, heldur þvert á móti. Leifi segir að það séu nokkur hret eftir; far- mannahretið, uppstigningarhretið og hvítasunnuhretið. Áður en þessi hret koma, kemur sumar- hretið að sjálfsögðu. „Ég held að þetta endi allt saman í einu alls- heijar hreti,“ sagði Leifí. „Frá bamæsku hafa menn lært að lesa úr skýjunum og oftar en ekki hafa þessar spár ræst,“ sagði Leifí að lokum. Því miður vilja ekki allir trúa á þessar veðurspár gömlu mann- anna, enda eru þeir margir hveij- ir ansi svartsýnir. Þegar þetta er nefnt þá neita þeir því harðlega og brosa síðan út i annað þegar Leifi horf- irtilskýj- anna og les úr þeim að maí mán- uður verði eitt alls- herjar hret, eða hvað? maðurinn er farinn burtu. Já, þeir eru gamansamir enda taka menn þessum spám með fyrirvara. Við skulum vona að spáin hans Leifa rætist ekki, heldur vona að nú Morgunblaðið/Kóbert Schmidt fari sumarið að koma og ferming- arböm hér á Suðureyri þurfi ekki að klæðast dúnúlpum við altarið á hvítasunnunni. - R. Schmidt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.