Morgunblaðið - 09.05.1989, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Yiljum ekki að okkur
verði skákað úr taflinu
Til Velvakanda.
Ég er einn af þessum ólánssömu
nemendum í einni af menntastofnun
borgarinnar, sem á það yfir höfði sér
að fara í stúdentspróf. Ég sótti um
þennan umrædda skóla fyrir fjórum
árum af fúsum og ftjálsum vilja, og
ég, eins og án efa allir aðrir nemend-
ur framhaldsskólanna, hafði bæði
viljann og löngunina til þess að læra.
Ég gerði þó ekki ráð fyrir því að
eftir þessi fjögur ár skylli á verkfall
sem kynni á einhvem hátt að brengla
og jafnvel eyðileggja alla vinnuna
sem lögð hefur verið að baki.
Ég veit það vel að kennarar okkar
eru allflestir dugnaðarforkar og eiga
lof skilið fyrir vel unnin störf. Eg
veit líka að þeir vilja fá hærri laun
fyrir þessi störf sín, sem í sjálfu sér
er gott og blessað, en hver vill ekki
kjarabætur og launahækkun?
Nú er svo komið að verkfall kenn-
ara hefur staðið í 3 vikur, þegar
þetta bréf er skrifað, og ég þori'að
fullyrða það að nemendur eru orðnir
mjög kvíðnir. Enn sér ekki fyrir end-
ann á þessari deilu, enginn veit í
hvaða röð prófunum verður skellt á
okkur, enginn veit hvernig þeim
verður skellt á okkur og raunar veit
enginn hvort hann útskrifast með
raunhæft stúdentspróf.
Nú kann einhver gamall stúdent
að glotta við tönn og segja: „Já, hér
í gamla daga fengum við bara nokkr-
ar vikur til upplestrar og síðan fórum
við galvösk í prófin dag eftir dag,
Hnakkur í
óskilum?
Til Velvakanda.
Nylega var nýr svartur þýskur
hnakkur frá Versluninni Astund
tekinn í misgripum í hesthúsahverfi
Andvara á Kjóavöllum. Hnakkurinn
er af gerðinni Görsh tölt PRO-
FESSIONAL og ber skráninga-
númerið 2946-018818.
Hér er trúlega um mistök að
ræða. Hestamenn góðfúslega at-
hugið þetta og viðkomandi er beð-
inn um að skila hnakknum á sinn
stað eða hafa samband í síma
22971.
og þetta var alls ekkert vandamál."
Ef einhver hugsar svona, þá vil ég
minna hinn sama á að nú eru breytt-
ir tímar. Nu tekur maður próf sín
með nokkurra daga millibili og þegar
einu er aflokið tekur næsta við. Þess-
um prófmáta eru nútíma stúdents-
efnin vön. Ég er þó ekki að segja
að hinn prófmátinn sé neitt verri, en
án efa hafa nemendur þeira daga
hagað lestri sínum á einhvem hátt
samkvæmt þessu allan veturinn.
Þeir hafa vitað á hvað þurfti að
leggja meiri áherslu en annað og
síðast en ekki síst hafa þeir vitað í
hvaða röð prófin yrðu lög fyrir þá.
Nú er óvissan svo mikil að mörgum
gersamlega fallast hendur. Ég þori
að fullyrða að við reynum öll að lesa
eins mikið og við mögulega getum
en eins og áður segir erum við óvön
þessum lestrarmáta og mjög erfitt
er að skipuleggja allan lestur, yegna
þess hve allt er í lausu lofti. I einu
orði sagt er allt í einni flækju og þar
á meðal andleg líðan nemenda.
Hvemig endar þetta allt saman. Það
getur ekki endað nema á einn veg,
og það illa, nema að eitthvað sé
gert til þess að koma til móts við
okkur, því við emm mjög örvænting-
arfull.
Við vissum ekki þegar við hófum
nám, að við yrðum aðeins peð í tafli
kennara gegn stjómvöldum. Ef að
við hefðum vitað það, hefðum við
hugsað málið vel og vandlega áður
en við hófum nám, því það er ekki
hægt að láta bjóða sér hvað sem er.
Því er öðmvísi farið með okkur nem-
endur en peðin í taflihu. Peðunum
er teflt fram á móti peðum andstæð-
inganna og síðan detta þau út eitt
af öðra, því sigurvegarinn getur víst
aðeins orðið einn ef ekki semst um
jafntefli. Við nemendur viljum og
látum ekki tefla okkur svona fram.
Við hljótum að rísa upp og mótmæla
því að við viljum ekki detta út eins
og peðin, við viljum heldur beijast
þar til yfir lýkur og sigurvegarinn
er orðinn einn — Nemandinn sjálfur!
Nú er kominn tími til að hlustað sé
á okkur.
Leið kennara til kjarabaráttu er
ranglát og er beint eingöngu gegn
þeim sem geta ekki borið hönd fyrir
höfuð sér. Því verkfall kennara hefj-
ast nær alltaf á þeim tíma þegar lítið
er eftir af kennslu og prófin em
framundan þ.e. á þeim tíma sem
kemur nemendum hvað verst. Þeir
kalla þessa aðferð sína tækni til þess
að pressa á stjórnvöldum en margir
nemendur kalla þetta hreina hryðju-
verkastarfsemi gegn sér. Þessi að-
ferð kennara verður að breytast ef
nemendur eiga ekki að fara að líta
á kennarana sem fjandmenn sína og
sú virðist því miður vera raunin í
mörgum tilfellum.
Því vil ég benda kennuram á þá
leið að hefja sína kjarabaráttu í ágúst
eða byijun september og neita að
hefja kennslu fyrr en úrbætur hafa
fengist. Á þann hátt komast nemend-
ur í sín próf, sína sumarvinnu, sem
er nauðsynleg mörgum sem þurfa
að sjá fyrir sér sjálfir, og kennarar
fyrirgera ekki trausti nemenda sinna,'
sem ég vona að skipti þá einhveiju
máli því lengi vel hefði maður viljað
trúa því að kennarar bæra velgengni
okkar fyrir bijósti. Með þessum verk-
fallsmáta sem áður segir, glatast
kennsla framan af kennslutíma, sem
ég tel þó skömminni skárri.
Stúdentsefnin vilja taka sín próf
en ekki nema þau séu réttlát og sam-
rýmist okkar lágmarksrétti. Menn
verða að muna að við eram þolend-
urnir.
Ef á engan hátt er hægt að kom-
ast til móts við okkur þá munum við
vissulega hefja baráttu, sú barátta
verður fyrir réttum stúdentsprófum.
Við eigum þó rétt til þess að taka
stúdentspróf sem era raunhæf!
Það sem við viljum ekki, er að sjá
fjögurra ára strit okkar fara í vask-
inn. Við viljum sjá þetta strit okkar
á prófskírteini sem við getum verið
stolt af, því stolt er jú víst það sem
við eigum nóg til af.
Það sem mig langar hvað síst til,
er að hljóma eins og einhver kolbijál-
aður verðandi stúdent sem þarf að
leita til sálfræðings, En svona líður
mér og án efa mörgum hundruðum
öðram verðandi stúdentsefnum. Við
viljum bara biðja fólk um að ljá okk-
ur eyra og hlusta á það sem við
höfum að segja.
Við eram framtíðin, það er nokkuð
sem allir vita, við eram þau sem
munu (meðal annarra) erfa þetta
land. Við óskum eftir bjartari framtíð
og seinna meir viljum við jgeta bent
á skólana okkar og sagt: „Ur þessum
skóla útskrifaðist ég eitt sinn og svo
sannarlega er ég stolt(ur) af útkom-
unni!“
Áfram nemendur!
Verðandi stúdentína.
Yíkveiji
Deilumar um Fossvogsdalinn
eru að verða býsna harðar.
Skynsamlegt væri af deiluaðilum
að setjast niður og finna sáttaleið.
Um það verður hins vegar ekki fjall-
að hér, heldur grein eftir Stefán
Hermannsson, aðstoðarborgarverk-
fræðing, sem birtist í Morgunblað-
inu sl. laugardag. Þar er komið inn
á atriði, sem er dálítið forvitnilegt.
Stefán segir:“Þess vegna væri nú
þjóðráð að sameina vesturbæ Kópa-
vogs, Reykjavík, en færa Breið-
holtin í Kópavog, taka svo Foss-
vogsbraut (sem þá liggur úr einu
sveitarfélaginu í annað, en ekki á
mörkum þeirra) í þjóðvegatölu.“
Víkveiji spyr: hvers vegna ekki
að ganga skrefi lengra og sameina
Reykjavík, Kópavog og Seltjarnar-
neskaupstað í eitt sveitarfélag? Og
Hafnarfjörð, Garðabæ og Bessa-
staðahrepp í annað sveitarfélag?
Deilur um landamæri og sameigin-
lega nýtingu landsvæða yrðu úr
sögunni en í þess stað yrði gert út
um vegamál og umhverfisvernd í
yfirstjórn hins sameinaða sveitarfé-
lags. Útsvarsgreiðendur í þessum
sveitarfélögum mundu spara um-
skrifar
talsverða fjármuni vegna þess, að
kostnaður við yfirstjórn yrði marg-
fallt minni.
Forráðamenn Kópavogs settu
fram hugmynd um sameiningu við
Reykjavík fyrir nokkram áratugum.
Þá var henni hafnað af Reykvíking-
um, sennilega vegna þess, að Sjálf-
stæðismenn hafa óttast afleiðingar
þess í kosningum þar sem Kópa-
vogsbúar hafa löngum þótt vinstri
sinnaðri en Reykvíkingar!
xxx
Hvað segir hinn herskái borgar-
stjóri Reykvíkinga um þetta?
Vafalaust mundu forystumenn Selt-
jamameskaupstaðar og Kópavogs-
bæjar hafa ýmislegt við slíka sam-
einingu að athuga. En fer ekki bezt
á því, að fólkið í þessum sveitarfé-
lögum ákveði þetta sjálft i al-
mennri atkvæðagreiðslu? Höfuð-
borgarsvæðið er orðið að einu sam-
tengdu byggðarlagi. Þótt það hafi
byggzt upp sem 6-7 sveitarfélög
er það ekkert lögmál, að því megi
ekki breyta. Deilurnar milli Kópa-
vogs og Reykjavíkur nú um Foss-
vogsdalinn era kannski aðeins upp-
hafið að frekari ágreiningsefnum á
milli byggðarlaga á þessu svæði.
Það kann ekki góðri lukku að stýra.
XXX
Evrópusöngvakeppnin er orðin
ótrúlega ómerkilega keppni.
Eða er það misskilningur, að lögin
hafi yfírleitt verið betri fýrir tveim-
ur áratugum? íslenzkir þátttakend-
ur í þessari keppni hafa ekki gert
garðinn frægan. Er nokkurt vit í
að verja miklum fjármunum til þátt-
töku í þessari skemmtidagskrá?
Hver er tilgangurinn? Hver er ár-
angurinn? Ef svonefnd “landkynn-
ing“ er það, sem að er stefnt verð-
ur að segja eins og er, að þátttaka
okkar hefur ekki orðið til þess að
kynna land okkur með sérstökum
hætti. Áhuginn á þátttöku okkar í
Evrópusöngvakeppninni var gífur-
legur fyrst i stað. Nú virtist hann
nánast enginn. Ríkisútvarpið þarf
að endurskoða afstöðu sína. Þessum
peningum má veija betur til ann-
arra hluta.
HÖGNI HREKKVÍSI
//SAA1KEPPNIM harðmar stö&u&tí ¥