Morgunblaðið - 26.05.1989, Side 7

Morgunblaðið - 26.05.1989, Side 7
Skákmótínu í Moskvu lokið: MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 7 Hannes náði ekki stórmeist- araáfanga HANNES Hlífar Stefánsson tap- aði skákum sínum í tveimur síðustu umferðum skákmótsins í Moskvu og náði því ekki áfanga að stórmeistaratitli, eins og vonir stóðu til, en til þess hefði hann þurft einn vinning úr tveimur síðustu umferðunum. Hannes hlaut 4,5 vinninga, eins og Helgi Ólafsson, en Margeir Pétursson varð vinningi ofar, fékk 5,5 vinn- inga og varð í 11.-39. sæti. Margeir gerði jafntefli í tveimur síðustu umferðunum, við Minasjan í 8. umferð og við Romanishin í 9. umferðinni. Helgi tapaði í 8. umferð fyrir Azaearashvin og gerði jafn- tefli í síðustu umferð við A. Kuz- min. Hannes tapaði fyrir Sovét- manninum Vyzmanavin í 8. umferð og fyrir Lemer í 9. umferð. Efstur á mótinu var Sovétmaður- inn Dolmatov með 7 vinninga af 9 mögulegum. Síðan komu sex skák- menn með 6,5 vinninga, þeir De- firmian frá Bandarílqunum og Sov- étmennirnir Gavrikov, Vladimirov, Akopjan, Halisman og Timoshenko. Þrír skákemnn voru með 6 vinn- inga, Sovétmennirnir Pigusov, Chemin og Vyzmanavin og komst sá fyrst nefndi áfram á stigum í lokaundankeppni skákmóts Stór- meistarasambandsins. Þátttakendur á mótinu voru 128, þar af 85 stórmeistarar. Hannes tefldi við átta stórmeistara á mót- inu. Þátttakan í söngvakeppn- inni kostaði tæpar 4 millj. KOSTNAÐUR vegna þátttöku Ríkissjónvarpsins í Söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva á þessu ári var 3,9 milljón- ir kr. Miðað við verðlag í dag var kostnaður við þátttökuna árið 1988 5,6 miHjónir, 1987 var kostnaðurinn 6,2 milljónir, og 1986 var kostnaðurinn 12,8 millj- ónir. Að sögn Markúsar Arnar Ant- onssonar, útvarpsstjóra, hefur þátt- taka í keppni ungra einleikara og ungra dansara á vegum Sambands evrvópskra sjónvarpsstöðva verið til athugunar hjá sjónvarpinu, en hann sagði að engin ákvörðun hefði þó verið tekin um þátttöku að svo stöddu. Hafiiarfjörður: Metsala Víðis HF TOGARINN Víðir HF setti nýtt sölumet á Fiskmarkaðnum í Hafiiarfirði á þriðjudag og mið- vikudag, hvað varðar sölu eins veiðifarms á Fiskmarkaðnum. Víðir HF seldi alls 207 tonn og var söluverðmæti aflans tlu milljón- ir króna. Fyrra met átti einnig Víðir HF. íÆ ^ ■ \ \ V\lí 11 wwp. yni • • BORN EIGA BETRA SKILIÐ! Fullorðna fólkið mótar umhverfi borgarbarna engu síður en sjálf náttúran. Með því að láta glerbrot, úðabrúsa, einnota kveikjara og sígarettustubba liggja á almannafæri egnum við slysagildrur fyrir litla fólkið. Lítum í kringum okkur - forðum börnum okkar frá óhöppum! IÁTTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGIA! — 5 ■ — ■ ; . ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.