Morgunblaðið - 27.05.1989, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989
Vöruskiptajöfiiuður;
Hagstæður
um 1.739
millj.fyrstu
tvo mánuði
þessaárs
Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu
tvo mánuði ársins var hagstæð-
ur um 1.739 millj. kr., en á sama
tíma í fyrra var hann óhagstæð-
ur um 2.325 miiy. kr. á sama
gengi. Fluttar voru út vörur
fyrir 9.811 millj. kr. fyrstu tvo
mánuðina, en inn fyrir 8.072
millj. kr.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu íslands var verðmæti
vöruútflutnings fyrstu tvo mánuði
þessa árs 41% meira á föstu gengi
en á sama tíma í fyrra. Sjávaraf-
urðir voru um 69% alls útflutnings
og voru 44% meiri en á sama tíma
í fyrra. Útflutningur á áli var 31%
meiri og útflutningur kísiljáms var
þrefalt meiri en á síðastiiðnu ári.
Útflutningsverðmæti annarrar
vöm var 2% minna fyrstu tvo
mánuði ársins en á sama tíma í
fyrra, reiknað á föstu gengi.
Verðmæti vöruinnflutningsins
fyrstu tvo mánuði ársins var 13%
minna en á sama tíma í fyrra.
Verðmæti innflutnings til stóriðju
var 36% minna en í fyrra, en verð-
mæti olíuinnflutnings fyrstu tvo
mánuði ársins var 45% meira en
á sama tíma í fyrra, reiknað á
föstu gengi. Þessir innflutningslið-
ir ásamt innflutningi skipa og flug-
véla era jafnan breytilegir frá einu
tímabili til annars, en séu þeir
frátaldir reynist annar innflutn-
ingur hafa orðið um 15% minni en
í fyrra.
Morgnnblaðið/Bjöm BlÖndal
Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, gaf annarri Boeing 737 400-vél Flugleiða nafnið Eydís.
Vatnið var fengið úr stærstu vatnsföllum í öllum landsQórðungum. Fyrir aftan forseta íslands er
Sigurður Helgason, forsljóri Flugleiða.
“"■i ■----------------
Vigdís í fyrstu ferð Eydísar
VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, var meðal farþega þegar
önnur Boeing 737 400-þota Flugleiða lenti á Keflavíkurflugvelli
í gærmorgun. Vélin var að koma frá Seattle í Bandaríkjunum
og millilenti hún í Montreal í Kanada þar sem forsetinn kom um
borð. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða tók á móti Vigdísi
Finnbogadóttur ásamt handhöfum forsetavalds. Að þvi búnu fór
fram stutt athöfn þar sem Vigdís Finnbogadóttir jós vélina vatni
og gaf henm nafnið Eydísi.
Tvær áhafnir komu með nýju
vélinni, sem ber einkennisstafína
TF-FÍB og var flugnúmer hennar
til íslands FÍ-373. Flugstjóri frá
Seattle til Montreal var Ólafur
Indriðason og aðstoðarflugmaður
hans var Kjartan Guðmundsson,
en flugstjóri frá Montreal til
Keflavíkur var Jón R. Steindórs-
son. Aðstoðarflugmaður hans var
Úlvar Henningsson og fyrsta
freyja var Svala Guðmundsdóttir.
Öllum í áhöfn vora færð blóm við
komuna.
Að sögn Einars Sigurðssonar
blaðafulltrúa verður vélin í æfíng-
arflugi næstu viku, en með henni
komu fulltrúar frá Boeing-verk:
smiðjunum í Bandaríkjunum. í
ávarpi sem Sigurður Helgason
forstjóri flutti við þetta tækifæri
sagði hann að það væri alltaf
ánægjuefni að geta skapað starfs-
fólki sínu ný atvinnutæki og maí-
mánuður í ár yrði sér áreiðanlega
eftirminnilegur, því þetta væri
önnur vélin sem hann tæki á móti
í mánuðinum. Þriðja Boeing 737
400-þota flugleiða er síðan vænt-
anleg í mars á næsta ári. BB
Páfaheim-
sókn sjón-
varpað beint
SJÓNVARPEÐ verður með beinar
útsendingar frá Þingvallaheim-
sókn Jóhannesar Páls U páfa og
þátttöku hans þar í samkirkju-
legri athöfn daginn sem hann
kemur til landsins. Bein útsending
verður Iíka frá Landakotstúni
sunnudagsmorguninn 2. júní en
þar mun páfi syngja messu. Stöð
2 sýnir í vikunni fyrir heimsókn-
ina tvo heimildarþætti sem hafa
meðal annars verið unnir á
bemskuslóðum páfans í Póllandi.
Stöð 2 er með í vinnslu tvo heim-
ildarþætti í tengslum við heimsókn
Jóhannesar Páls II páfa að sögn
Páls Magnússonar fréttastjóra
Stöðvar 2. Þættimir verða sýnd'r
1. og 2. júní og fjalla um Vatikanið
í Róm, kaþólsku kirkjuna hér heima
og einnig er komið á æskuslóðir
páfans í Póllandi og rætt við fólk
sem þekkti hann í æsku. Þórir Guð-
mundsson, Sigurveig Jónsdóttir og
Hákon Oddsson sáu um gerð þess-
ara þátta. „Auk þessa mun Stöð 2
hafa sérstaka fréttaauka meðan á
heimsókn páfans stendur og köllum
við þá „Dagur í lífí páfa“. Hvað
varðar beinar útsendingar frá heim-
sókninni þá er enn ekki búið að
ganga frá þeim málum,“ sagði Páll.
Sjónvarpið mun sýna bandaríska
þáttaröð sem nefnist Jóhannes Páll
páfí II — frá Póllandi til Páfagarðs.
Þættimir eru þrír og eru á dagskrá
mánudaginn 29. maí, fimmtudaginn
1. júní og mánudaginn 5. júní að
sögn Pálínu Oddsdóttur skrifstofu-
stjóra Sjónvarpsins. Bein útsending
verður frá Þingvöllum laugardaginn
3. júní kl. 17 en þar tekur páfí þátt
í samkirkjulegri athöfn. Einnig verð-
ur bein útsending frá Landakotstúni
á sunnudagsmorgninum kl. 8.25 en
þar mun páfí syngja messu. Þá daga
sem páfínn dvelur á íslandi verður
ítarleg umijöllun í Hringsjá og Kast-
ljósi. Sunnudaginn 11. júní er svo
fyrirhugað að sýna heimildarmynd
um alla heimsókn páfans hingað til
lands.
MorgTinbiaðið/Ámi Sœberg
120 tonna spennubreytir
hífður úr Hvítanesinu
Á myndinni sést 120 tonna spennubreytir hífður upp úr Hvítanesi
í Sundahöfn aðfaranótt föstudags. Spennubreytirinn er þyngsti
einstaki hluturinn sem hífður hefur verið upp úr skipi hérlendis,
að sögn Friðriks Ásmundssonar Brekkan hjá Umboðssölu Jó-
hönnu Tryggvadóttur. Spennubreytirinn er keyptur af portú-
galska fyrirtækinu EFACEC og verður settur upp í spennistöð
fym^Hafhareöra.__________________________
Vilja afurðalán í fisk-
eldi eftír öðrum leiðum
MÁLEFNI Tryggingasjóðs físk-
eldislána og afúrðalán fiskeld-
isfyrirtækja verða rædd á ríkis-
stjórnarfundi á Þingvöllum í dag
í kjölfar þeirrar ákvörðunar
Landsbanka íslands að veita
fiskeldisfyrirtækjum ekki við-
bótarlán út á greiðslutrygging-
ar Tryggingasjóðsins. Fiskeldis-
menn eru að kanna aðrar leiðir
til að fá aukin afúrðalán.
Stjóm Landssambands fískeldis-
og hafbeitarstöðva kom saman til
sérstaks fundar um málið í gær.
Engar ákvarðanir vora teknar, að
sögn Friðriks Sigurðssonar fram-
kvæmdastjóra, en málið skoðað.
Friðrik sagði að öll afurðalánin
væra tekin erlendis fyrir milli-
göngu viðskiptabankanna. Væra
þeir því að athuga aðra möguleika
til að fá þessi lán. Hann benti jafn-
framt á misræmi á milli ríkis-
bankanna. Búnaðarbankinn hefði
lýst því yfír að hann myndi veita
viðbótarafurðalán samkvæmt regl-
um Tryggingasjóðsins, þó ekki
hefði reynt á það ennþá.
í gær samdi Álfheiður Ingadótt-
ir, formaður Tryggingasjóðs físk-
eldislána, greinargerð um málið
fyrir Steingrím J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra og Guðmundur
G. Þórarinsson, formaður Lands-
sambandsins, samdi greinargerð
að beiðni Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráðherra.
Beiðni um aukið fé vegna
þrenginga á vinnumarkaði
- segir Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri í Reykjavík
„ÞETTA KEMUR til vegna þess að vinnumarkaður er mun þrengri,
það er verulegur þáttur í þessu. Fólk hefúr minni tekjur vegna þess
að það er ekki í atvinnu. Það eru líkur fyrir því að þegar þrengir að
á vinnumarkaði, þá séu sumir þeirra sem ekki hafa fúlla heilsu eða
fúlla vinnugetu líklegir til að verða fyrstir fyrir barðinu á slíku,“ seg-
ir Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar um ástæður
þess, að félagsmálaráð hefúr farið fram á aukafjárveitingu frá
Reykjavíkurborg til Félagsmálastofnunar. Borgarráð fjallar nú um
beiðnina og mun væntanlega afgreiða hana á næsta fiindi sínum.
Aukafjárveitingin nemur 49,5 Hann var spurður hveijir leituðu
milljónum króna og eru 48 milljónir helst eftir fyrirgreiðslu Félagsmála-
ætlaðar í fjárframlög til skjólstæð-
inga Félagsmálastofnunar, 1,5 millj-
ónir til að bera kostnað við að fjölga
starfsmönnum um þijá.
„Við höfum auðvitað gert okkur
grein fyrir því hvemig þetta mundi
þróast núna síðustu vikur og mán-
uði. Það er talsvert síðan við fórum
að ,gera félagsmálaráði grein fyrir inga,
- -þvíJívier.þróunin væri,“ sagði SveínfL^- æiksá!
stofnunar. „I gegn um árin er greini-
legt að þeir sem helst leita til okkar
eru öryrkjar, sjúklingar, aldraðir og
einstæðir foreldrar." Hann segir
þessa hópa vera mjög viðkvæma í
sambandi við tekjur og ekki mega
við miklu ef harðnar á dalnum.
Sveinn segir að miðað við útreikn-
Félagsmálastofnunar eigi þessi
' agiáðaiuga út . þetta ár.
Hann segir að skjólstæðingum hafí
fjölgað um 16,5%, miðað við þijá
fyrstu mánuði þessa árs og síðasta
árs, og að þeir komi úr sömu hópum
og þeir sem fyrir voru.
Sveinn var spurður hvernig fram-
lög Félagsmálastofnunar væru not-
uð. „Þetta er fyrst og fremst lífeyr-
ir,“ segir hann. „þetta er bókstaflega
lifibrauð. Síðan er að auki aðstoð sem
við hugsum sem forvarnarstarf, en
að langmestu leyti er þetta naum-
asti daglegur skammtur sem fólk
þarf að hafa til að komast af.
Verulegur hluti af skjólstæðingum
okkar er fólk sem er nokkuð fast í
þessu kerfí. Annar hlutinn er fólk
sem kemur inn af og til, kemst svo
af á eigin spýtur mánuðum saman
þess í milli,“ sagði Sveinn Ragnars-
son. -----------------------------